Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 9. APRÍL1984. Spurningin Hvað borðarðu í morgunverð? Þórir Erlendsson verslunarmaöur: Ég byrja á því aö fá mér kaffi og síga- rettu. Seinna kaupi ég mér svo ein- hvern morgunverö. Eg tek alltaf lýsi. Guömundur Helgason: Brauö meö eggi, skinku og osti og eina kók. Eg tek aldrei lýsi. Hlöðver Sigurðsson verslunarmaður: Ég fæ mér jógúrt meö hveiti og hör- fræjum og te. Fæ mér hins vegar ekki lýsi. Olafur Guðmundsson smiður: Kaffi og lýsispillu, fastur póstur hvern morgun. Eiríkur Gislason: Ristaö brauð og kaffi og svo auðvitað lýsiö. Magnús Gíslason: Eg fæ mér ekkert fyrst á morgnana en seinna fæ ég mér kaffi. Mér finnst ég ekkert kraftminni fyrirvikiö. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Varnarliðið hefur unnið margt góðverkið fyrir okkur en við megum ekki verða háðir þvi. Þetta er skoðun Sigurðar. Seinagangur í þyrlukaupum: Hvað eru mennirnir að hugsa? Sigurður Jónsson skrifar: Astæöan fyrir því að ég kveð mér hljóðs hér í þessum ágæta lesenda- dálki er tvíþætt en málin tengjast þó hvort öðru. Annars vegar eru þaö þyrlukaup- in, sem ætla alls ekki að verða nein þyrlukaup, og hins vegar er það vamarliöiö hér á landi en nýlega hafa birst bréf um bæði þessi mál í lesendadálkiDV. Seinagangur stjómvalda í þyrlu- kaupum hefur verið hreint ótrúlegur og lætur nærri að kalla þessa menn óábyrga sem látið hafa slík kaup, sem em bráðnauösynleg, dragast í svolangantíma. A meðan reiða stjórnvöld sig á vamarliðið og hefur það brugðist bæði f ljótt og vel við er aðstoöar þess hefur verið þörf. En er rétt aö reiða sig á herinn? Viö Islendingar verðum að vera sjálfum okkur nógir í öllum málum og ekki sí og æ að reiöa okkur á aöra. Hvaö ef að þeim degi kæmi að herinn færi sem er ósk stórs hluta lands- manna? Hvaö ef um svipaðar mund- ir yrö: sjóslys og enginn stóri bróðir á Miönesheiði? Ástandið í þyrlumál- um íslendinga yrði þá væntanlega eins og endranær. Annaöhvort eru ekki til þyrlur eða þær eru í klössun. Vissulega eigum við varnarliðinu að þakka þau mörgu mannslíf sem það hefur bjargað á meðan flugmenn þyrlanna verða að sitja á rassinum heima í stofu því þaö er ekki til tæki handa þeim í flughæfu ástandi. En þessi „ósjálfbjargarviðleitni” verður aö taka enda, við erum sjálf- stæð þjóð og eigum viö ekki aö þurfa aö reiða okkur á aðra. Þaðerjúþað sem þetta þýðir, að vera sjálfstæöur. Og síst af öllu eigum við aö reiða okkur á herinn. Og það á viö í sjónvarpsmálum lika. Þær óskir að opnaö verði á ný fyrir „kanasjónvarpiö” eru hreint út sagt fáránlegar. Fólk er aö skrifa bréf og segja að norska sjónvarpið sé lélegt og að nær væri að opna fyrir „Kanann”. Þetta er fáránleg sam- líking. Sjónvarp hersins er áróðurs- j tæki, ekki norska sjónvarpið. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða sjón- • varp norska hersins. Góðu, látið af þessum kröfum, norska sjónvarpið er skref í rétta átt, ekkiafturábak. Teikning af Skálholtskirkju frá siðari hluta átjándu aldar. Bréfritari hetdur því fram að fíljála hafi verið skrifuð i Skálholti. Hvenær var Njála skrif uð? St. He.hringdi: Hann sagðist vilja koma á fram- færi sinni skoöun á því hvenær Njála hefði verið skrifuð. Hann sagðist hafa fyrir því örugg- ar heimildir að hún hefði verið skrif- uð í Skálholti árið 1220 af Leggi presti ogRitabimi. Leggur prestur fór seinna til Við- eyjar og það getur vel verið að hann hafi skrifað eitthvað af Njálu þar, það er aldrei aö vita. Ritabjöm fór hins vegar til útlanda eftir vem sína í Skálholti. „Annað sem mig langar til að koma á framfæri er að nú þegar 200 ára af- mæli Reykjavíkur er í augsýn þá finnst mér að borgaryfirvöld ættu að hafa þaö á stefnuskrá sinni að endur- reisa Viðey því hún var í eina tíö eitt af stærstu og ríkustu kauptúnum landsins og finnst mér aö eyjan ætti að hljóta þá reisn sem hún haföi hér í einatíð.” Ekkjurogfráskildar: Erf itt að ná skyldu- sparnaði út Lesandi hringdi: Hann kvartaði undan því að ekkjum og fráskildum konum reyndist erfitt aö fá skylduspamað sinn greiddan út hjá fjármálaráðuneytinu. Hér er átt við skylduspamað þann sem lagður var á gjaldendur tekjuskatts á árinu 1978 af tekjum ársins 1977. Skylduspamaöur þessi var greiddur út frá og með 1. febrúar síöastliðnum og var þá opnaður sérstakur sparisjóðs- reikningur með skyldusparnaðinum og verðbótum á nafni hvers gjaldanda. Kvartaði lesandi undan því að þær konur sem hafa orðið ekkjur eða skiliö á þessu tímabili, frá því skyldusparnaðurinn var lagður á, ættu erfitt með að fá hann greiddan út. í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar hjá Páli Halldórssyni að reglur um þessi tilvik væru skýrar. Ekkjur semsitja í óskiptu búi þurfa að- eins aö senda fjármálaráðuneytinu staðfest ljósrit af leyfi skiptaráðanda til setu í óskiptu búi og fá þær þá skylduspamað sinn greiddan. Ef þær sitja ekki i óskiptu búi og ekki hefur verið gert ráö fyrir skylduspamaöin- um í skiptagerð þá fer hann til skipta- ráöanda tii meðferðar. Ef hins vegar hefur verið gert ráð fyrir skylduspam- aðinum í skiptagerð þá er hægt aö leggja fram afrit af henni og fær viðkomandi greitt út samkvæmt því. Sagði Páll að lögð heföi veriö sérstök áhersla á að hraða afgreiöslu skyldu- spamaðarins fyrir ekk jur og heföu um- sóknir þeirra veriö teknar sérstaklega út. Um fráskildar konur, sem giftar voru þegar skyldusparnaðurinn var lagður á, sagöi Páll að þær ættu engan skylduspamað inni þar sem skyldu- sparnaðurinn hefði verið lagöur á tekjur mannsins. Sagði hann að þetta væri mál milli hjóna og tengdist upp- gjöri þeirra þegar þau skildu og hefði skyldusparnaðurinn átt að koma fram í uppgjöri yið skilnaðinn. Rafmagns- reikningur upp á 43273 krónur 2099-2468 hringdi: Hún sagði að um daginn hefði hent leiðindaatvik í sambandi við útreikn- ing á rafmagnsreiknjngi hennar. Hún hefði fengið rukkun upp á 43.273 krónur. Að sjálfsögðu heföi hún hringt til viðkomandi aðila og bent þeim á aö þama væri eitthvað skrítið á ferðinni. Henni var sagt að þetta væru mistök og sagt að rífa seðilinn og að þeir skyldu gera slíkt hið sama hin um megin. Hún reif nú ekki seðilinn, sem var kannski eins gott, því nokkmm dögum síðar kom rukkun upp á 17.307 krónur en jafnframt er tekið fram að eftir- stöðvar séu kr. 36.544. Hún hringir aftur niðureftir og þeir segja aö þetta sé einhver vitleysa og komi til vegna þess aö seðillinn hafi ekki verið rifinn síðast. Þetta mál er nú allt komið á réttan kjöl og nauösynlegar leiðréttingar hafa verið geröar, en henni fannst rétt á aö láta vita af þessu því hættan er sú aö ef mistökin hefðu kannski hljóðað upp á 5—600 krónur þá hefði hún kannski bölvað því hvað reikningurinn var hár en síðan ekki gert neitt meira í því. Borgað reikninginn og aldrei vit- að að þarna væri hún að borga fimm hundruö krónum meira en hún í raun og veru þurfti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.