Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL1984. Skolpið fíæðir um skurðinn og iyktín er eftir því. Fjær má sjá fiskkassastæðurnar. DV-mynd: S. Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötujárn " ST 02 Z DIN 17162 ^ Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRAi rÆ iSTÁLHR Borgartúni 31 sími 27222 Matvæla- vinnsla við opinn skolpskurö „Það er hroðalegt aö sjá þetta. Lyktin er ógeðsleg enda flæðir saurinn þama um. Og þarna rétt við er verið að vinna matvæli. Það væri þokkalegt ef útlendingar sæju þetta! ” Þetta voru orð starfsmanns nokkurs á Grandagarði sem benti DV á opið skolpræsi á plani milli tveggja stórra fiskvinnslustööva, Hraðfrystistöðvar- innar í Reykjavík og Bæjarútgerðar- innar. Svo megn er ólyktin að venjulegt fólk neyðist til aö taka fyrir nefið standi það við skolpskurðinn sem er í aðeins örfárra metra fjarlægð frá matvæla- vinnslunni. Skammt frá skurðbarminum standa fiskkassastæður. Um planiö aka lyftar- ar með afurðir sem væntanlega eiga eftir að enda í maga erlendra við- skiptavina Islendinga. Skurðurinn er ekki langt frá biöstöð Strætisvagna Reykjavíkur fyrir framan verslun Ellingsen við Granda- garð. Þeir sem fara fótgangandi milli Grandagarðs og miðbæjarins, sem erlendum ferðamönnum er gjamt, komast vart hjá þvi aö sjá skurðinn meö skolpinu í eða finna lyktina. Starfsmaöurinn, sem áður var vitnaö til, sagði blaöinu að skurðurinn hefði verið þama í fimm til sex vikur eða síðan frárennsli Hraðfrysti- stöðvarinnar stiflaðist. „Maður sér þegar fólkiö fer á klósettið,” sagði hann. Jón Geirsson, yfirverkstjóri hjá Hraðfrystistöðinni, sagöi að um frá- rennsli frá fiskmóttöku væri að ræða. Niðurfall hefði stíflast fyrir nokkru. Jón sagöi að fyrirtækið hefði fengið verktaka til að lagfæra þetta en sá hefði eitthvað tafist við verkið. -KMU. Garðar Sigurðsson alþingismaður: Gæslan ákveði ekki þyrlukaup Garðar Sigurðsson, þingmaöur Al- þýðubandalagsins, sagði á Alþingi í gær að Landhelgisgæslunni væri ekki treystandi til að ákveða hvaöa þyrlu hún fengi til afnota né heldur væri nefnd þeirri er starfaö hefur á vegum Gæslunnar til aö fjalla um þessi mál treystandi til aðtaka þá ákvörðun. „Sporin hræða,” sagöi Garðar og benti á að kaup Gæslunnar á 50 farþega Fokker vél væri dæmi um það hvaö gerðist ef Gæslan fengi að ráöa kaupum á flugvélum sinum. Fokker- vélin hefði bæði reynst dýr og óhag- kvæm. Nú væru menn að tala um að setja í hana 360 gráðu radar og þyrfti þá að breyta í henni burðarbitum og ýmsu f leiru. Kostnaðurinn við þaö væri áætlaöur á þriðju milljón dollara. Sagði Garðar ennfremur að í nefnd Gæslunnar heföu valist menn sem ekk- ert vit hefðu á flugi og bað hann því dómsmálaráöherra um aö fela þessi mál mönnum sem vit hefðu á. ÖEF RÆTT VK> FRAKKA UM ÞYRLULEIGU Fulltrúar frönsku þyrlusmiðjanna, Aerospatiale, eru væntanlegir til ls- lands í dag. Hingað koma þeir að beiðni Landhelgisgæslunnar til aö ræða um leigu á þyriu af gerðinni Dauphin. Ríkisstjómin hefur sem kunnugt er samþykkt heimild til Landhelgisgæsl- unnar til að taka á leigu björgunar- þyrlu meðan athugað er hvaða tegund henti best hérlendis. Starfshópur, sem forst jóri Landhelgisgæslunnar skipaði, hefur reyndar þegar komist að þeirri niðurstöðu að hagk væmast sé að kaupa Dauphin-þyrlu. -KMU. Ríkió borgar Herjólf Ríkisábyrgðasjóður tók á sig 37 millj. ífyrra Ríkisábyrgðasjóður afskrifaði í fyrra yfir 37 milljónir af vanskilum, vöxtum og dráttarvöxtum hlutafélags- ins Herjólfs í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningum Seðla- bankans. I skýringum er látiö að því liggja aö frekari afskriftir á skuldum fyrirtækisins séu líklegar. Þessar afskriftir í fyrra voru ákveðnar með fjárlögum þess árs. Þrátt fyrir þær voru vanskilaskuldir hjá Rikisábyrgðarsjóði um áramót og tilheyrandi Herjólfi hf. og Skipaútgerð ríkisins aöaUega næstum 80 miUjónir. Þau vanskil og einnig vanskil Oliusjóðs fiskiskipa upp á um 50 mUljónir telur Seölabankinn vafasamt aö fáist greidd. -HERB. ÞETTA Á AÐ VERA LÆGSTA VERÐIÐ Á LANDIIMU MÁLMING FRAKR. 49,60 LÍTRINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.