Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 15
;va 15 Menning Menning Menning JOHANNESAR- PASSÍAN Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach í flutningi Kórs Langholtskirkju 15. apríl. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Einsöngvarar: ólöf Kolbrún Haröardóttir, Sol- veig Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson, Halldór Vilhelmsson. Konsertmeistari: Michael Shelton. Loks er svo langt komið að Kór Langholtskirkju getur ráöist í að flytja tónleika sína heima hjá sér við nokkum veginn viöunandi aðstæður. Að vísu varð dragsúgur þess vald- andi að gestum hitnaði ekki um of, en samt held ég að ekki hafi verið kaldara í kirkjunni en í kirkjum víða erlendis að vetrarlagi. Raunar er það einn af þeim þáttum sem mörg- um útlendingnum finnast furðulegir í fari okkar, að við skulum kapphita kirkjur okkar og hafa í þeim hin þægilegustu sæti, engin samskot í messulok og samt sé kirkjusókn síst meiri en í öðrum löndum. Kór Langholtskirkju hefur lengstum verið iðinn að glíma við stórvirki kirkjutónlistarinnar. Nú var það Jóhannesarpassían. Til liðs við sig fékk kórinn, að venju, úrval einsöngvara. Ekki er óralangt síðan nær allir slíkir einsöngvarar vom fluttir inn frá útlöndum. En nú um árabil höfum við verið mestan part sjálfum okkur næg í þeim efnum. Er það ekki eingöngu þvi að þakka aö við eigum nú fleiri vel menntaða söngvara hér heima, heldur fá þeir fleiri og betri tækifæri til að halda kúnst sinni við en áður. Er það meðal annars að þakka starfi kóra á borð við Kór Langholtskirkju sem reglu- lega ræðst í flutning meiriháttar tón- verka. Úrvals einsöngvaralið Til að syngja guðspjallamanninn var fenginn Michael Goldthorpe, breskur tenórsöngvari og okkur að góðu kunnur. Hann hefur óratóriu- söng fyrir aöalstarf. Okkar islenski markaöur er sem betur fer of lítill til að bjóða upp á slíka sérhæfingu. Oneitanlega gefur sérhæfing af þessu tagi góöan árangur, eins og heyra má af frábærum söng Gold- thorpes, en samt held ég að það sé á sinn hátt svolitið þreytandi að festast á afmörkuðu sérsviði ef söngvarinn hefur fjölhæfni til að bera á annað borð. En reynslan (og hún er stór partur af sérhæfingunni) hefur mikið að segja. Það er ekki hvaö síst að merkja í söng Halldórs Vilhelms- sonar. Nú sleppti Halldór þeim óþörfu átökum sem honum hefur verið gjamt að beita og uppskar dún- mýkt raddar sinnar sem hann má, að mínu áliti, þakka því að með nægum verkefnum helst hans stóra rödd í réttu formi. Það hefur sýnt sig, aö þegar Halldór hefur hvað mest að starfa, jafnvel svo að ofbyði mörgum miðlungsmanni, þá syngur hann best. Skýrasta dæmi þar um fengu Tónlist Eyjólfur Melsted menn að heyra í aríunni, „Betrachte, meine Seel,. .. ” — þar fór Halldór á kostum og stóð fyllilega jafnfætis tenórnum, sem átti næstu aríu á eftir, „Erwage, wie sein Uutgefarbter Riicken”. Þar á eftir, aö höndum Pílatusar þvegnum, bætti Kristinn svo enn einni snillarvel sunginni aríunni, ,,Eilt, ihr angefochteten Seelen”, við. Á kvenröddunum mæðir lítt í Jóhannesarpassíunni. I sínum löngu hléum er þeim ráðlegast að taka undir með kórnum til að stirðna hreinlega ekki upp. En Olöf Kolbrún Harðardóttir þarf ekki viðamikiö hlutverk til að gera vel. Solveig naut sín einnig vel, einkum í hægum köflum, en þegar á herti, í ariuxuii „Es ist voilbracht”, söng hún ekki alveg hreint. En rödd hennar hefur hvergi notið sín betur en í þessari kirkju á þessum tónleikum. Einsöngvarar úr kór skiluðu sínum stuttu innskotum með prýði. Má skera Hljómsveitin vann sitt verk með ágætum. Þó fór ekki hjá því að mér fyndist hún of stór. Að hluta var hún upprunaleg og munurinn leyndi sér ekki þegar lútan og gamban komu inn í. Einhvern tíma veröur hljóm- sveitin öll með upprunahljóðfærum; gimi í strengjum og styttri grip- bretti, einfaldar traverse flautur og barokóbó og organo di legno. Það eru hljóðfæri sem myndu njóta sín vel í hinni stóm Langholtskirkju. I heyrð er Langholtskirkja stór og með barokkarakter. I sliku húsi hæfir ekki að þeyta hávaðasöm verkfæri, nema í hófi og með gætni. Því var þaö líka að á köflum fannst mér kór- inn allt of stór, þ.e.a.s. við þessar aðstæður. Eg hygg að hann þyldi niðurskurð um allt aö þriðjung án þess að kæmi í neinu niður á gæðum og þá hygg ég að hann hljómaði enn betur í þéssu volduga hljómhúsi. Það er hins vegar höfuðverkur hverjum ætti aö hafna af þvi samstilita, velsyngjandi fólki sem kórinn skipar. -EM. SINNHOFER KVARTETTINN Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða- kirkju 13. aprll. Efnisskró: Josef Haydn: Strengjakvartett f D- dúr, op. 76 nr. 5; Bóla Bartók: Strengjakvartett nr. 2, op. 17; Johannes Brahms: Strengjakvart- ett f B-dúr, op. 67. I þriðja sinn er Sinnhofer kvart- ettinn kominn til Isiands til að gleöja eyru landans. Heimsóknir hans eru viðburður sem unnendur kammer- tónlistar láta vart fram hjá sér fara. Þó er það svo að framboðið er orðið svo gífurlegt, sérstaklega um þetta leyti árs, að jafnvel þótt svo frábærir listamenn séu á ferð fá þeir ekki aösókn nema í meöallagi. En einhvem veginn hlýtur hún að dreif- ast, aðsóknin að þeim tíu, eða ellefu tónlistarviðburðum sem íbúar höfuð- borgarsvæðisins gátu valið um frá föstudagskvöldi til sunnudags- kvölds. (Og er ég ekki einu sinni viss um að ég hafi munað að telja alla viðburði svo að vera kann að þeir hafi verið ennfleiri.) Bjöm heitinn Olafsson var Kammermúsikklúbbnum stoð og- Tónlist EyjólfurMelsted stytta meðan krafta hans naut við og til að minnast hans léku þeir félag- arnir eina af fúgum Bachs sem Mozart umritaði fyrir streng jakvart- ett. Þær voru reyndar á dagskrá sunnudagstónieikanna. Þegar í fúg- unni sýndu þeir félagar eina af sínum sterkustu hliðum, með hreint ótrúlega samstilltri, pianissimo tón- myndun, svo að varla varð greint hvenær tónninn hófst. Og áheyr- endur áttu eftir að heyra fleiri dæmi um samstillingu þessa frábæra hljóðfæris. Þeir félagar spila virki- lega inn á tón hver annars og maður ímyndar sér að hver hljómur hafi kostað langa yfirlegu. Nú hugsa sumir sem svo að þessir náungar geri fátt annað en að spila í kvartett. Ekki aldeilis — þeir hafa allir skyldum að sinna í Bayrischem Stattsorchester, svo að kvartettspil er ekki númer eitt. Mannaskipti eru heldur ekki óþekkt fyrirbæri, til dæmis hefur verið skipt um aðra fiðlu síðan þeir voru hér síðast fyrir réttum tveimur árum. Þegar vel er spilaö, er strengja- kvartett eitt hljóðfæri. En hann er erfitt hljóðfæri á að leika. Ingo Sinn- hofer og félagar hans leyfðu okkur enn einusinniaðheyrahvemig, ekki bara eitt hljóðfæri, heldur úrvalsgott hljóðfæri, hljómar. -EM T Hafnarfjörður — =— matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 5. maí nk., ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum.' BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Frá Sérleyfisbifreiðum Keflavikur. BREYTINGAR Á BROTTFARAR- TÍMUM Á HELGIDÖGUM. Frá og meö 1. maí nk. verða eftirgreindar breytingar á brott- farartímum vagna okkar á helgidögum: Frá Keflavík kl. 11 í stað kl. 12. Frá Reykjavík kl. 11.30 í stað kl. 10.30. Frá Reykjavík kl. 23.30 í stað kl. 23 og kl. 24. SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR. FIATEIGENDUR, NÝKOMIÐ: Stuðarar Fiat 132. Stuðarar Fiat 127 L-CL. Stuðarar Fiat Panda. Stuðarar Ritmo, að aftan. Grill Fiat 127, ’78-'81. Grill Fiat 127, '82. ER FLUTTUR VWGOLF VARAHLUTIR: Frambretti — húdd — framstykki — svuntur — stuðarar — demparar — pústkerfi — aurhlífar — kúpldiskar — kúpllegur — kveikjuhlutir — kerti — o.fl. Grill Fiat 132. Afturljós á: Fiat Ritmo, Grill Argenta. Autobianchi, Fiat Panda, Framljós á Fiat Panda, Fiat Alfasud, Fiat 127, '78—'81, 131 —132 og Ritmo. Cortina, Benz 307 D o.fl. STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF. SUÐURLANDSBRAUT 12, REYKJAVÍK. SÍMAR 32210 - 38365. ‘SS—*-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.