Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. SJÁLFSBJÖRG í REYKJAVIK OG NÁGRENNI minnir félaga sína á félagsfundinn í kvöld kl. 20 í félagsheimil- inu, Hátúni 12. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landssambandsþing. Önnur mál. Mætiö vel. Stjórnin. BODDÍ — varahlutir Höfum einnig fengið á lager frambretti í eftirtaldar amerískar bifreiðir: Dodge Aspen - Dodge Aries - Dodge Ramcharger - Plymouth Volare - Plymouth Relnt - Ford Econoline - Chevrolet Blazer - Chevrolet Citation - Cevrolet Chevette. Gerið verðsamanburð. Póstsendum Bíllinn» Skeifunni 5, símar 33510 og 34504. SUMAR 1984 OKKAR VERÐ Nr. 0221.Leðurskór með kvarthœl, litur blár, hvitur, svartur. Verð kr. 769,- Nr. 8024. Leðuriþróttaskór, lítur hvítur, stæröir 36 — 45. Verð kr. 499,- Nr. 1042. Dömuskór úr striga með og ón spennu, litur svartur og grágrænn. Verð kr. 399,- Nr. 8041. íþróttaskór, litur hvitur m/bláum röndum, stærðir 35 — 45. Verð kr. 460,- Nr. 5166. Spánskir herrasumar- skór úr striga, litur blár og beige. Verð kr. 189,- Nr. 5108. Herraleðurskór, tiskan í dag, litur hvitur.Verð kr. 668,- Nr. 1603. „Winners" iþróttaskór, litur grár með bláum röndum, stærðir 36 — 46. Verð kr. 540,- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS. KREDITKORT. Nr. 5082. Vandaðar herramokka- sinur, litur blár, brúnn, svartur, stærðir 40 — 50. Verð frákr. 1.030-1.293. TOPP 21212 S SKÚRTNN VELTUSUND11 ▼.T. T.T.-r. T.-r.-r.-r.v.s.T.T.T.v. Menning Menning ísælli einfeklni Leikfólag Reykjavikur. Fjöreggiö eftir Svein Einarsuon. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Leikmynd: Steinþór Sigurösson. Lýsing: Daniel Williamsson. Leikendur: Guörún Ásmundsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Lilja Þórisdóttir, Gisli Halldórsson, Jóhann Sigurðsson, Mar- grót Ólafsdóttir, Guörún S. Ghladóttir, Mar- grót Helga Jóhonnadóttir og fleiri. „Hið borgaralega leikhús er dautt,” sagði Magnús Pálsson, leik- myndateiknari og myndlistarmaður, fyrir nokkrum árum. Staðhæfing hans byggðist á róttækri þekkingu á innviðum íslenskra leikhúsa, áralöngu starfi, bæði við sviðsetning- ar og stjómarstörf. Samhljóða álit endurrómar um lönd og álfur — er fyrir bí að leiklistin geti veitt okkur unað, kennsl og þekkingu á okkur og þeim lífsháttum sem okkur eru búnir? Eöa til hvers fer fólk í leikhús? Frumsýningin í gærkvöldi vakti slíkar spumingar undir miönættið — fyrsta sviösleikrit Sveins Einars- sonar er vissulega kunnáttusamlega samiö á stórum parti, ber samt sýnileg merki byrjenda á sviöi leik- sköpunar; í viötölum hefur leik- skáldiö síöustu dagana tekiö skýrt f ram að Fjöreggið er vanalegt leikrit um vanalegt fólk, satt segir sá frómi, leikurinn er afar hefðbundið verk, gamaldags væri kannski réttara orð vildum við lýsa stöðu þess í sögulegu samhengi. Sveinn er enginn uppreisnarmaður í umf jöllun sinni á fáum dægrum í lífi góðborgarafjöl- skyldu í Reykjavík, uppgjöri tveggja sona við líf og dauöa í stássstofum innflytjenda af betra standinu. „Borgaralegt” líf er orðið fast viðfangsefni leikskólda okkar, en hér veldur höfundur sem er verseraður í lifi leikhússins og leikbók- menntanna. Minnist ég varla annars leiks sem svo vendilega ber merki stofuleikrita natúralismans, nema ef nefndur væri Stalins-leikur Vésteins Lúðvikssonar. Þar var fjölskylda úr verkamannastétt, hér er á ferðinni „fína pakkið í Reykjavík” eins og Vésteinn kallaöi góöborgara okkar i eina tíð. Kostir- og gallar Eg verð að viðurkenna að leik- urinn olli mér nokkrum vonbrigöum. Atti ég vcsi á að Sveinn tæki dýpra í árinni með leiktexta, hugmyndum um hreyfingar, sögu án orða, en ekki verki sem byggir alfariö á sam- tölum. En slíkar væntingar virðast ekki eölilegar á okkar landi. Hér semja menn samtalsleiki með raunsæislegum stíl, gjarnan fyrir at- burði innanhúss. Og efnið? Olík viðhorf kynslóða, hvað segir sá orðklepri okkur? Ekki neitt. Sú persóna í leik Sveins sem virtist búa yfir sönnum háska og gat þar af leiðandi sagt okkur sára reynslu sína í þessu góða húsi, var elsti sonurinn, Sigfús, hrak drykkjusýki — „Hann var alltaf höfuðsetinn,” sagöi amma hans; sá var drepinn af höfundi um miðjan leik og fékk aldrei að útskýra sin mistök á lífinu. Svo það kom i hlut yngsta bamsins, Amórs, aö standa fyrir uppreisninni, koma af stað þeim átökum sem áttu að bera uppi spennu kvöldsins, valda þeim hvörfum í lífi þessa fólks að við sækjum það í nýju og skærara ljósi. En tilefnið var svo skoplega smávægilegt, fram á síðustu min- útur héldu foreldrar hans að ungi viöskiptafræðineminn vildi fara til Kúbu — hvílík skömm og smán. Það olli svo rifrildi milli föður og sonar — þegar sá duli bókamaöur gat loksins stuniö því upp að hann hefði skömm á lífsháttum pabba og mömmu. Leiklist Páll Baldvin Baldvinsson Sem sagt ónotað tækifæri til að efna til átaka — um fortíð og framtíð í þessu húsi og í samfélaginu. Og í beinu framhaldi af því: illa undir- byggö uppreisn og í kjölfar þess flöt framkvæmd á átakahvörfum leiksins. Kostir Sveins sem höfundar eru auðheyrilegir, honum lætur einkar vel að búa til samtöl, og margt er þekkilega skoplegt í fjölskyldulifi Olafs innflytjanda og hyskis hans. Lengi vel er útlit fyrir að höfundi takist að sigla þessu fleyi heilu í höfn - allt fram í annan þátt, en þá vantar kjöl á flatbyttnuna, hana hrekur stjómlaust uns hún kemst í var — og sekkur þar í leikslok með afskaplega tilþrifalitlum björgunarr aðgerðum familiunnar: Arnór er kominn heim, mamma búin aö sjá hvaö húsmóöurstarfið er hverfult og pabbi botnar ekki neitt í neinu. Man ég varla eftir svo tilþrifalitlum enda- lokum í leikhúsi og síðustu andar- tökum sýningarinnar í gær. En Sveinn er að hefjast handa sem höfundur, og ekki er nokkur á- stæða til að draga úr honum kjark. Ríka samúð hef ég með yfirlýstum tiigangi hans að striða gegn þeim ósið íslenskra skálda aö gera menn meö meira en meðaltekjur og sjálf- stæöan atvinnurekstur að rudda- legum hálfvitum. En betur má ef duga skal. Leikstjórinn ungi A liðnum vetri hef ég séð þrjár leiksýningar undir stjórn Hauks J. Gunnarssonar, þar á meðal ákaflega eftirminnilega sviðsetningu hans á Ur lifi ánamaðkanna á síðasta hausti í Iðnó. Haukur er natinn leikstjóri, smekklegur með hófstilltan stíl og góða samsetningu. Hann nær greinilega góðum samleik úr leikhóp sínum, gætinn með leikbrögð en út- undan sér aö gera hið smáa eftir- minnilegt. Mér þykir ekki ólíklegt að smámynd úr sýningunni á Fjöregginu verði áhorfendum minnisstæðari en flest annað í leikn- um og efa ekki að þar fer saman þriggja vit, höfundar, leikstjóra og leikara. Það er þögult hlutverk Valgerðar Dan í öðrum þætti. Og þegar litið er aftur á heilt leikár og upp koma i hugann nokkur slík and- artök þá er gaman aö hafa farið i leikhús. Valgerður leikur fulla konu og gerir það fádæma vel. En hvaö gerir leikstjóri við leikrit sem er gallað? Breiðir yfir gallana eöa reynist höfundinum trúr? Haukur bregst hvergi í að gera leikrit Sveins að þekkilegri og sann- verðugri sýningu, en mikið væri gaman að sjá hann fást við bita- stæðari leikrit. Og fjölskyldan ... Að öllum öðrum ólöstuðum þótti mér vænst um að sjá handtök Pálma Gestssonar á Arnóri hugsjónamanni. Það er gamall frasi í islenskri leik- gagnrýni að segja að Jón eða Gunna séu „vaxandi” leikarar. En þetta á einkar vel vió Pálma. Hann gerir sér þó nokkurn mat úr þessum óklára dreng, en mest er gaman að horfa á tilburðina, hreyfingar, snöggan æs- inginn og — lostann sem grípur þennan mömmudreng. Þar fór Pálmi vel með gamalkunnugar unglingakenjar. Allir aðrir: Gísli stal senunni nokkrum sinnum. Eg hef alltaf á- hyggjur af dálæti áhorfenda á Gísia en vona að hér verði gætt að — eng- an ofleik. Hjónin, Þorsteinn og Guðrún, snuröulaus leikur; stelpumar ekki síður. Lilja meira á- berandi og furðusönn í einlitri per- sónu, dótturinni Sísi, gellu á leið inni „jetsettið”. Og þá er ótalinn stór hópur partígesta sem vel má vera að maður rekist á í fínum boðum, ef manni er boðið. Leikmyndin var snotur, brúaöi bil milli stilfærslu á stofu og raunsærri eftirlíkingu, bókakilir i skápum en engin málverk á veggjum. Mjúkur gulhvítur litur ráðandi og ljós lengst- af kyrrstæð, aldrei notuð til aö upplýsa átökin meö f jölskyldunni. Fjör og egg Eg hef samt ekki trú á staöhæfingu Magnúsar Pálssonar hér aö ofan. .JBorgaralegt” leikhús er ekki dautt. Það breytist vonandi og lagar sig að brennandi vanda — borgaranna — og allra hinna. En í gærkvöldi kom á svið leikur sem ber í sér þennan dauða — tæpitungu og sæla einfeldni um ailt þaö sem okkur ber á milli. Og okkur vantar einmitt höfunda sem vilja tala tæpitungulaust. Jafnvel um eilíföarmál eins og örlög heimsins, framtíð mannkynsins, endalok fjöl- skyldunnar. Vonandi treystir Sveinn Einarsson sér til að gerast skeinu- hættari skæruliði í því stríði. Vextir hækka Ríkissaksóknari: Bjórlíki allt annað en öl „Blöndun þessi er allt annars eðlis en ölgerð. Vökvinn hefur ekki ein- kenni öls og er aðeins ein gerö á- fengisblöndu. Akvæði áfengislaganna um öl geta því ekki tekið til áfengis- blöndu þessarar.” Svo segir meðal annars í svarbréfi ríkissaksóknara til lögreglustjóra en embætti þess síðamefnda gerði um- fangsmikla rannsókn á starfsemi svo- nefndra „bjórstofa” í Reykjavík og í þvi sambandi ætluð áfengislagabrot þeirra. Náði rannsóknin til átta veitingahúsa. Af hálfu ákæruvaldsins eru því eng- ar kröfur hafðar uppi um frekari aögeröir i tilefni af áfengisblöndum sem til sölu eru á veitingastöðum þeim sem í lögregluskýrslum málsins greinir. -KÞ. Tilboð í ríkisvíxla opnuð Bankastjóm Seölabankans hefur ákveðiö að hækka vexti nokkurra verðtryggðra og gengísbundinna liða við inniánsstofnanir frá og meö 11. maí nk. Nemur hækkunin 1-2%. Vaxtabreyting þessi er gerð til að samræma kjör verötryggöra og óverðtryggðra skuldbindinga en með minnkandi verðbólgu hafa raunvextir óverðtryggöra líða hækkað mikið og eru nú hærri en verið hafa um áratuga skeið. Verðtryggðir 6 mán. innláns- reikningar hafa eftir 11. maí 2,5% vexti, vora 1,5%. Verötryggö lán allt að 2 1/2 ár hafa eftir 11. maí 4% vexti, vora 2,5% og innstæður á gjaldeyrisreikningum hafa eftir 11. maí 9% vexti, vora 7%, svo dæmi séu tekin. -FRI. I gær vora opnuö tilboð í ríkisvíxla aö upphæð 30 milljónir króna. Alls bárust 35 tilboö og 2 ógild. Gildu tilboðin era í 183 sett af víxlum og er hvert sett að nafnverði 250 þúsund. Nemur nafnverö víxlanna því tæplega 46 milljónum króna. Tilboöum í 26 milljónir að jafnvirði var tekið. Kaupverðið er 24,5 milljónir sem jafngildir 25,95% meðalársvöxtum, reiknuðum eftir á. Tekið var tilboðum á bilinu frá 235,500 tU 236,500 í hvert víxlasett. Næsta útboö ríkisvíxla er fyrir- hugað miðvikudaginn 13. júní 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.