Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR12. MAÍ1984. DV yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV yfirheyrsla Texti: Olafur E. Friðriksson og Herbert Guðmundsson Myndir Gunnar V. Andrésson Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íyfirheyrslu DV „Ekki lögmál að Framsókn verði alitaf í ríkisstjóm” Ertu valdalaus í þessu stjórnar- samstarfi? „Ef ég á aö svara þessu í stuttu máli, eins og þú biður um, er svariö nei.” Var ræða Friöriks Sophussonar á Seltjamarnesi, þar sem hann sagði aö þú ættir að taka sæti í ríkisstjóm- inni, flutt í samráði við þig? „Nei.” En ertu sammála því sem Friðrik sagði um stöðu þína, ríkisstjómar- innar og flokks þíns i þessu stjóraar- samstarfi? „Menn verða að átta sig á því að við stöndum á timamótum, bæöi stjómin og eins þjóðin, hvað varðar þróun efnahagsmála. Það er mikið verk að baki við að ná efnahagslegu jafnvægi og nú verður að tryggja að það geti haldist. Auövitað eru blikur á lofti í þessum e&ium sem stafa fyrst og fremst af því aö þaö er of mikill halli á rikissjóði miðaö viö þau markmið sem við höfum sett okkur og það er ekki það jafnvægi á peninga- markaðnum sem æskilegt er til þess að ná þessum markmiðum. En ég er þeirrar skoöunar að við þetta sé hægt að ráða ef menn taka hlutina föstum tökum.” Hveraig þé? „Með auknu aðhaldi í ríkisfjár- málum, meira aöhaldi en tekist hefur fram að þessu og með aðgerö- um á peningamarkaöinum. Þar er auðvitað eðlilegast að gefa bönk- unum aukið frelsi varöandi vaxta- ákvarðanir eins og tekist hefur sam- komulag um milli stjómarflokkanna í bankamálanefndinni. Það liggja fyrir tillögur um þaö efni í frum- vörpum að nýrri bankalöggjöf. Það er mjög mikilvægt atriöi.” Er hægt að ná meiri sparaaði í ríkisf jármálum á þessu ári? ,JEg held að það sé alveg útilokað að ná meiri árangri á þessu ári. Þetta er spurning um næsta ár og e.t.v. næstu ár.” Friðrik ræddi um nauðsyn þess að skipta upp ráðherrum Sjálfstæöis- flokksins. Hvaða ráðherraembætti myndi þá hæfa formanni flokksins? „Það skiptir ekki meginmáli hvaða menn sitja fyrir okkar hönd í ríkisstjórninni. Það er framganga okkar stefnumála sem skiptir öllu máU. Persónumar eru ekki aðal- atriöið í þeim efnum. Menn geta auð- vitað haft á því mismunandi skoðanir hvort formaður flokksins eigi að sitja i ríkisstjóm eöa ekki og auðvitað hefur maður fundiö þaö að það eru óskir mjög margra í flokkn- um að svo sé. En þetta snýst ekki um það hvort einhver persóna er ráð- herra eöa ekki. Eg hef engan áhuga á að fara í ríkisstjórn bara til að vera ráðherra.” Er það í þínu valdi að ákveða hvenær þú tekur sæti í ríkisstjóra? „Það er þingflokkurinn sem til- nefnir ráðherra.” Nú er farlð að ræða um að fresta þingi vegna ágreinlngs stjóraar- flokkanna um afgreiðslu ýmissa mála. Er ekki farið að hrikta í stjórnarsamstarfinu? „Þessi hugmynd stafar ekki af ágreiningi stjórnarflokkanna. Hún stafar einfaldlega af því að þaö er mikið af málum óafgreitt og ef það vinnst ekki tími tU að afgreiða þau þá er ástæðulaust að setja þinginu þau tímamörk aö nauösynleg mál náist ekki fram af þeim sökum. En hitt er alveg ljóst aö það hafa komiö upp ákveðin mál þar sem leiðir skilja milli flokka og snúast um grund- vallarágreining, eins og til dæmis í húsnæðismálum. Við erum ekki tilbúnir að fóma okkar grundvallar- stefnu í þeim málum. ” Era þessi mál farin að há flokk- unum í stjóraarsamstarfinu? „Eg held að það sé ekki ástæða til þess að láta þessi atriði, sem hafa komið upp, koma í veg fyrir aö menn haldi þessu áfram og freisti þess að ná samstöðu um raunhæfar aðgerðir fyrir næstu misseri. Það er ekkert tilefni til uppgjafar eins og sakir standa.” Nú hefur Sjáifstæðisflokkurinn lagt áhersiu á endurskoðun sölu- og verðmyndunarkerfis landbúnaðar- vara, aukið frelsi í útvarpsrekstri og uppstokkun Framkvæmdastofnunar og rikisbankanna en ekkert þessara mála virðist ætla að ná fram að ganga. Hvaða tilslakanir vill fiokkurinn gera í þessum efnum? „A þetta hefur í sjálfu sér ekki reynt ennþá. Það var samstaöa að því er varðar endurskipulagningu bankakerfisins í bankamáianefnd- inni. Það er að því stefnt að þær breytingar verði lagðar fyrir Alþingi næsta haust og taki gildi um næstu áramót eins og upphaflega var ráð fyrir gert.” Þessu er þveröfugt farið með Framkvæmdastofnun og fram- kvæmdasjóðinn. „Þar varð ekki samstaöa í þeirri nefnd er um það fjallaði og það mál verður að taka upp með öðrum hætti milli stjómarflokkanna. Þaö er eitt af þeim atriðum sem nú koma til samninga milli flokkanna þegar menn takast á við verkefnaáætlun fyrir næstu misseri. ” En útvarpslagafrumvarpið? „Eg tel að það verði að ná fram að ganga á þessu ári. Það væri auðvitað æskilegast að það gerðist á þessu þingi en ég efast um að það náist meirihlutasamstaöa á þinginu núna.” Endurskoðun landbúnaðar- kerfisins? „ Já, það hefur verið unnið að því verkefni. Við höfum iagt í það all- mikla vinnu innan flokks og ég vænti þess að við höfum okkar stefnu- mótun fullbúna innan ekki langs tíma.” í hvaða meginátt gengur hún? „Þetta erum við að undirbúa og það kemur í ljós þegar því starfi er lokið. Við ætlum okkur að ná sáttum milli framleiðenda og neytenda.” Þú segir að ríkisstjórain sé á tima- mótum og þú hefur lýst ýmsum ágreiningsefnum við Framsóknar- flokkinn og markmiðum sjálfstæðis- manna í þeim efnum. Telurðu að aðr- ir stjóramálaflokkar en Fram- sóknarflokkurinn væru heppilegri samstarfsaðilar til að fylgja þessum markmiðum fram? „Það er ljóst að við stjómar- myndunina síðastliðið vor var á það reynt hvort unnt væri að mynda stjóm með öðrum hætti. Það tókst ekki af ýmsum ástæðum. Eg er ekki viss um aö þaö hafi orðið neinar grundvallarbreytingar á þessu eina ári. En við erum auövitaö opnir fyrir því að starfa með öðrum flokkum og þaö er aö sjálfsögöu ekkert lögmál að Framsóknarflokkurinn eigi alltaf að vera í ríkisstjóm.” En beint svar við spuraingunni: Eru aðrir flokkar heppilegri sam- starfsaðilar til að fylgja þessum markmiðum fram? „Það fer auövitað eftir einstökum málum. Það er engin algild regla til um það. Um sum mál eigum viö örugglega auðveldara meö að ná samstöðu við aðra flokka, um önnur ekki. Inn í þetta kemur auövitaö staöa stjómarandstöðuflokkanna. Það er ljóst að stjórnarandstöðu- flokkarnir eru mjög veikir eins og sakir standa. Alþýðubandalagið er í sárum eftir upphlaupin í kjara- málum í vetur og hinir stjórnarand- stööuflokkamir mjög veikburða.” Er þér kunnugt um þreifingar sjálfstæðismanna bjá stjóraarand- stöðuflokkunum til að grennslast fyrir um hvort þeir myndu ganga til stjórnarsamstarfs við Framsóknar- flokkinn ef það slitnaðl upp úr þessu stjóraarsamstarfi? „Sjálfstæöisflokkurinn hefur ekki staðiðfyrirþví.” En einhverjir þingmenn f lokksins? Er þér kunnugt um það? „Nei, en ef svo væri þá væri það ekki í umboöi flokksins.” Launþegahreyfingin hefur gagn- rýnt að ríkisstjórnin hafl látið laun- þega greiða niöur verðbólguna en hafi í raun ekki gert neitt annað, ekki tekist á við nein grundvallarvanda- mál. „Þetta er alrangt. Það var tekist á við grundvallarvandamál. I fyrsta lagi var gengið leiðrétt og þar með hleypt nýju blóði inn í framleiðsluat- vinnugreinarnar sem voru komnar að því að stöðvast. Að öðrum kosti blasti við mjög víðtækt atvinnuleysi. Víxlgengi kaupgjalds og verölags var stöðvað og gengisstefnunni var breytt frá daglegri gengisfellingu til stöðugs gengis. Þetta eru auðvitað grundvallarbreytingar. Menn tóku ákvöröun um það aö horfast í augu við að við höfðum borgað okkur fyrirfram af laununum með hinum mikla viðskiptahaila sem varð á árunum 1980 til 1982. Þetta er grund- vallaratriði í efnahagsstjóm, að horfast í augu við vandamálin í stað þess að loka augunum fyrir þeim. Þetta hefur leitt til algerra umskipta i efnahagsmálum þannig að það er fjarstæöa aö ekki hafi verið tekist á við grundvallarvandamál. Hitt er alveg ljóst að ef þessi árangur á að verða varanlegur þá verða að koma til mjög víðtækar skipulagsbreytingar á stjórn peningakerfisins til þess að tryggja arðsemi í uppbyggingu atvinnuveg- anna og takmarka ríkisumsvif til þess að gefa atvinnulifinu aukið svig- rúm þvi eina ieiðin til aö bæta lífs- kjör er aukin framleiöni og aukin verðmætasköpun. ” En treystirðu stjórnarsamstarfinu til þess að standast þau átök sem yrðu ef launþegahreyf ingin risi upp á afturfæturaa, eftir ekkert annað en kjaraskerðingu? „Það er ekki hægt að gefa sér þá fullyrðingu að launþegahreyfingin muni risa upp á afturfæturna ef hún finnur aö stjómvöld eru að takast á við þessi verkefni af fullri alvöru. Þá held ég að fólkið í landinu muni standa með stjórnvöldum. Að öðru leyti er ekki unnt að svara spurningu semþessari.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.