Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 33
DV. LAUGARDAGUR12. MAÍ1984. 33 ÍA—Akranes—ÍA—Akranes—IA—Akranes—ÍA—Akranes—IA—Akranes Höröur Helgason, þjálfari Akurnesinga. LEIKJAHÆSTU LEIKMENN ÍA FRÁ UPPHAFI Jón Alfreösson hefur leikið flesta leiki allra fyrir IA frá upphafi, eöa 1946. Leikirnir eru 365, þar af 197 í ís- landsmóti. Nafni hans Gunnlaugsson er meö 343 leiki, 181 í Islandsmóti. Guðjón Þórðarson er með 311 leiki, 146 í Islandsmóti. Fimmti leikjahæsti er Björn Lárusson með 309 leiki, 147 i íslandsmóti. Matthías Hallgrímsson er sjötti með 305 leiki, þar af 153 í Ís- iandsmóti. Arni Sveinsson sjöundi með 290 leiki, þar af 132 í Islands- móti. Jón Askelssou er næstur með 197 leiki, 109 í tslandsmóti, og Sveinn Teitsson er meö sama fjölda leikja en 92 í islandsmóti. -SK Bjami SigurAsson. kynnir 1. deildar- liðin í knatt- spymu Jæja, lesendur góðir, þá hefjum við kynningu á 1. deildarfélögum þeim sem berjast munu harðri baráttu um íslands- meistaratitilinn í sumar Og að sjálfsögðu eru það íslandsmeistararnir frá í fyrra, Akurnesingar, sem verða fyrstir í röð- inni. Skagamenn glöddu margan áhugamanninn um knattspyrnu í fyrra með snjöllum leik sínum og útlit er fyrir endur- tekningu á því í sumar. Liðið heidur öllum mönnum sínum og við bætist Karl Þórðarson, sem leikið hefur í Frakk- landi undanfarin ár, og má telja fullvist að hann verði liðinu mikill styrk- ur. Ætlunin er að kynna eitt 1. deildarlið í hverju helgarblaði DV þar til yfir lýkur. í næsta blaði skreppum við i heim- sókn í Kópavoginn og tökum Blika tali ef all fer að óskum. -SK ,,>>>„o..*m„»h>>i, Smári Guðjóusson. Árni Sveinsson. f Magnús Brandsson. Hörður Jóhannesson. Valgeir Barðason. Matti efstur Matthias Hallgrímsson, sá gamal- kunni markvarðahrellir, hefur leikið flesta landsleiki allra Skagamanna i kuattspyrnu, eða 45. Árni Sveinsson kcmur næstur honum með 41 leik, Teitur er með 37 lands- leiki, Ríkharður Jónsson 33, Eyleifur Hafsteinsson 26 og Helgi Daníelsson 25. Karl Þórðarson. Aðalsteinn Vígiundsson. Sigurður Halldórsson. r I I I Leikmenn ÍA: Leikmcnn meistaraflokks IA keppnistima- bilið 1984: Bjarni Sigurðsson, 23 ára skrifstofum., 134 leikir og 3 landsl. Magnús Brandsson, 20 ára nemi, 4 leikir. Guðjón Þórðarson, 28 ára rafvirki, 311 leikir. Jón Áskelsson, 27 ára trésmiður, 197 leikir. Heimir Guðmundsson, 20 ára verkam., 7 leikir. Sigurður Lárusson, 29 ára trésm., 166 leikir og 11 landsl. JónÁskelsson. lég:::;;;* Sigurður Jónsson. i t Sigurður Halldórsson, 27 ára starfsm. íþróttavalla, 165 leikir og 10 landsl. Birgir Skúlason, 24 ára bifvélav., 3 leikir. Olafur Þórðarson, 19 ára bifreiðarstj., 24 leikir. Siguröur Jónsson, 17 ára nemi, 40 leikir, 2 landsl. Guðbjörn Tryggvason, 25 ára rafvirki, 131 leikur. Árni Sveinsson, 28 ára trésm., 290 leikir og 41 landsl. Karl Þórðarson, 28 ára, 178 leikir og 15 landsl. | Sigþór Úmarsson, 27 ára rafvirki, 168 Ileikir. Hörður Jóhannesson, 30 ára rennism. 165 Ileikir. Jón Leó Rikharösson, 18 ára nemi, 3 leikir. Sveinbjörn Hákonarson, 28 ára trésmiður, 123 leikir. I Júlíus P. Ingólfsson, 25 ára verkam., 103 leikir,- I Hannes Helgason, 21 árs rafvirki, 12 leikir. ISmári Guðjónsson, 22 ára vélvirki, 15 leikir. Umsjón: Stefán Kristjánsson „Skagamenn hafa forskot” — segir Jóhannes Atlason, þjálfari Fram „Skagamenn hafa forskot á hin liðin í 1. deild að því leyti að þeir tefla fram óbreyttu liði frá síðasta keppnistima- bili. Það hafa oröið sáralitlar breyting- ar á liðsskipan þeirra,” sagði Jóhann- es Atlason, þjálfari Fram-liðsins, í samtali við DV. „Eg á von á Skagamönnum öflugum í sumar. Því ber hins vegar ekki aö neita að þeir verða undir mikilli pressu. Það ætla sér allir að sigra þá. En ég spái því hiklaust að þeir verði í titilbardaga. Eg get ekki séð neitt sem ætti að hindra það. Þeir hafa innan sinna raða reynda leikmenn og mjög sterka karaktera. Það sáum viö í fyrra þegar þeir komust oft yfir á þýðingar- miklum augnablikum.” Hvað segir þú um möguleika þinna manna? „Fram-liöið er stórt spumingar- merki. Við gætum náð langt og eins gætum við lent í strögli. Við erum með ágæta stöðu í Reykjavíkurmótinu sem stendur en það er lítill glans yfir því móti. En það væri allt í lagi að vinna þetta karamellumót, en eins og ég sagði, það erlítill glans sem því fylgir. En það er ljóst að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sigra Skagamenn í fyrsta leiknum eftir viku og það yrði svo sannarlega notaleg byrjun á keppnistímabilinu í 1. deild,” sagði Jóhannes Atlason. -SK. Jóhannes Atlason, þjálfari Fram. Heimir Guðmundsson. Hanncs Helgason. Olafur Þóröarson. Siguröur Lárusson. Engilbert Jóhannesson. Matti líka markahæstur Matthías Hallgrímsson hefur skorað flest mörk fyrir Skaga- menn i gegnum árin og þessi mikli markaskorari hefur skorað 162 mörk alls. Ríkharður Jónson er næstur með 137 mörk. Þórður Þórðarson er þriðji í röðinni með 104 mörk, Teitur Þóröarson f jórði með 93 mörk og Þórður Jónsson er í fimmta sæti yfir mestu markaskorara IA meö 86 mörk. IA—Akranes—1 ÍA—Akranes —1 ÍA—Akranes—1 IA—Akranes—1 IA-Akranes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.