Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Blaðsíða 26
DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984. 26 íþróftir íþróttir Iþróttir íþróttir Metz bikar- meistari Metz varð franskur bikarmelstari á fustudagskvöld. Slgraði Monaco 2—0 i ParLs að viðstöddum 46 þúsund áborf- endum og kom sigur Metz mjög á óvart. Ekkert mark var skorað í venju- legum leiktima, 90 minútum. Þá var haldið áfram i 2X15 mínútur. Philippe Hinschberger skoraði fyrsta mark leiksins á 103. mín. Fimm min. siðar gulltryggði Zvonko Kurbos sigur Metz. -hsim. Björn Borg. B jörn Borg í miklu stuði —íkeppniíTokýo Björn Borg sýndi gamla takta þegar hann keppti á sýningarmótl i tennis i Tokýo um heigina. Sigraði Bandarikja- manninn Bill Scanlon auðveldlega i úrslitum 6—2 og 6—2. Fékk 30 þúsund doilara í 1. verðlaun og sömu upphæð fékk einnig Carling Bassett, Kanada, þegar hún sigraði Bettina Bunge 6—2. og 6—4 í úrslitum í kvennaflokki. Hún er aðeins 16 ára — Borg nú 27 ára. -hsim. Jimmy Connors. Mesta tap Connors Bandariski tennisleikarinn kunni, Jimmy Connors, beið sinn mesta ósig- ur í tcnnlskeppni á ferli sinum þegar hann tapaði 0—6 og 0—6 fyrir Tékk- anum Ivan Lendl i undanúrslitum á „móti meistaranna” i New York i gær. Mikll hefnd Tékkans sem tapaði fyrir Connors í úrslitum opna, bandariska melstaramótsins 1982 og 1983. 1 úrslit- um leikur hann við John McEonroe, USA, sem sigraði landa sinn Jimmy Arias $—1 og 6—2 í hinum leiknum í undanúrsUtum. -hsim. „Þurfum að fá tíu þúsund áhorfendur” — Meistarar Liverpool leika við KR á Laugardalsvelli 12. ágúst „Við þurfum að fá tíu þúsund áhorf- endur á leik KR og Liverpool á Laugar- dalsvelli 12. ágúst tU að endar nái saman. Það er dýrt að fá þessi heims- frægu knattspyrnulið til Islands,” sagði Gunnar Guðmundsson, for- HandbókKSI komin út Handbók Knattspyrnusam- | bands Islands — mótaskrá 1984 |— er komin út, 300 blaðsíður að lstærð, í sama broti og áður. Þar | er miklar upplýsingar að finna að | venju. Mótaskrá yfir alla leUii á I Islandsmótinu í sumar, ýmis lög |og reglur. Landsleikir Islands og Jskrá yfir landsiiðsmenn. Urslit | leikja og töflur — þátttaka í I Evrópukeppni svo fátt eitt sé Inefnt. Þetta er 14. árgangur |handbókarinnar. Ritstjóri sem |áður Helgi Daníelsson en KSI |útgefandi. -hsím. Gódurmilli- tími h já Coe Heimsmethafinn og ólympíu- I meistarinn enski, Sebastian Coe, I tók þátt í sinni fyrstu keppni á Ibraut frá því hann veiktist í I fyrrasumar á móti í Wolver- Ihampton á laugardag. Hann I hljóp þá annan sprett í 4X400 m boðhlaupi fyrir Haringey íþrótta- félagið. Fékk keflið þremur metrum á eftir fyrsta hlaupar- anum, vann upp forskotið og kom tveimur metrum á undan í mark. MUlitími hans var 47,6 sek., snjall tími. Sveit Wolverhampton sigraði í hlaupinu á lokasprett- inum en sveit Coe varð í öðru I sæti. -hsím. 6. meistara- titill Dynamo Berlíníröð Dynamo Berlín varð austur- þýskur meistari í knattspyrnu sjötta árið í röð á laugardag þegar liðið sigraði Halle Chemie 5—4 í HaUe. Dynamo byrjaði keppnistímabUið Ula en um jóla- leytið var liðið komið í efsta sætið við hliðina á Dynamo Dresden. Síðan var sigurganga liðsins mikil og öruggur sigur í höfn á laugardag. Dynamo hafði ekki sigrað í keppninni um austur- þýska meistaratitUinn, sem hófst 1950, fyrr en 1979 og síðan hefur verið ósUtin sigurganga. Dynamo Dresden og Vorwaerts Frankfurt hafa einnig sex sinnum oröið meistarar. -hsím. maður knattspymudeUdar KR, á blaðamannafundi. Það mun kosta KR tvær mUljónir króna að leika við Liver- pool á LaugardalsveUinum. I ágúst verða 20 ár frá því KR lék fyrst við Liverpool. Það var í Evrópu- bikarnum, keppni meistaraliöa. Meö heimsókn Liverpool í sumar eru KR- ingar að minnast þeirra merku tíma- móta, svo og 85 ára afmælis KR í ár. Leikurinn viö Liverpool 1964 var fyrsti leikur íslensks liðs í Evrópukeppninni í knattspymu. KR-ingar riðu þar á vaðið sem Islandsmeistarar. Jafn- framt var þetta einnig fýrsti leikur Liverpool í Evrópukeppni svo það fræga félag hefur þar einnig talsverðs að minnast. Síöan eru leikir Liverpool í Evrópukeppni orðnir margir, einnig hjáKR. Allir bestu með Leiknum á LaugardalsveUi í ágúst 1964 lauk með 5—0 sigri KR og enn er í fersku minni stórkostlegur leikur enska landsUðsmannsins Peter Thompson hjá Liverpool á vinstri kant- inum. I síöari leik Uöanna á Anfield í Liverpool sigruðu heimamenn 6—1. Graeine Souness, fyrirUði Liverpool, leikur í fyrsta skipti á LaugardalsvelU ísumar. Gunnar Felixson skoraöi mark KR í leiknum. Liverpool kemur hingaö laugar- daginn 11. ágúst í sumar éftir keppnis- ferð í Sviss og Vestur-Þýskalandi. Flogið hingaö frá Lúxemborg. Sunnu- daginn 12. ágúst kl. 14 Ieika KR og Liverpool á LaugardalsvelUnum. Liverpool verður með alla sína frægustu leikmenn í liði sínu svo fremi þeir séu ekki meiddir. Um það eru ákvæði í samnmgi félaganna. Tals- verðar Ukur eru á að KR styrki Uö sitt eitthvað, fái jafnvel þekkta leikmenn sem leika erlendis. Enn er þó ekkert ákveðiö í því máU en meginuppistaöan verður KR-Uöið í dag. -hsim. AUSTANTJALDSLONDIN ENN í FORKEPPNIOL Það hefur vakið talsverða athygli að á meðan austantjaldslöndin tilkynna eitt af öðru að þau hafi hætt við þátt- töku í ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar taka Tékkóslóvakía,t Ungverjaland og Júgóslavía þátt í undankeppni fyrir ólympíuleikana í körfuknattleik kvenna í Havana á Kúbu. Mótið stendur nú yfir og þar eru einnig lið frá Kína, Suður-Kóreu, Kúbu, Kanada og Ástralíu. Fjórar þessara þjóða komast í úrsiitakeppn- ina í Los Angeles ásamt Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum. Sovésku stúlkurnar sigruðu á Moskvuleik- unum 1980 en eftir aö Sovétríkin ákváðu að talm ekld þátt i leikunum í LA var ákveðið að fimm þjóðir á mótinu í Havana kæmust í úrslitakeppnina. Eftir fýrstu keppnisdagana í hinni glæsilegu íþróttahöll í Havana stóðu Kína, Astralía og Kanada best að vígi. Kanada vann m.a. Ungverjaland með eins stigs mun, 86—85, í ákaflega tvísýnum leik. Til mikilla vonbrigöa fyrir tíu þúsund áhorfendur sigraði Júgóslavía Kúbu eftir framlengingu 56—54. Kína sigraöi Suður-Kóreu með miklum yfirburðum 72—37. Þar stjómar Chen Yuefang öllum sóknar- lotum. Hún er hæsta stúlkan í keppn-/ inni, 2,08 metrar á hæð. Astralía sigraði Tékkóslóvakíu 79—70 í fyfsta leik mótsins. Tékkneska liðið hélt áfram í keppn- inni þrátt fyrir tilkynningu frá Prag um að Tékkar mundu ekki taka þátt í leikunum í LA. Júgóslavía sigraði Tékka á laugardagskvöld 71—51. Þá kom mjög á óvart að Suður-Kórea vann Astralíu 73—63. Kúba vann Kanada 87—80. Eftir þrjár umferðir voru Kina — vann Ungver jaland 78—66 — og Júgóslavía efst með fullt hús stiga. Kúba og Ástralía voru með tvo vinninga, eitt tap. Kanada og S-Kórea einn vinning og tvö töp. Ungverjaland og Tékkóslóvakia höföu tapaö öllum leikj um sínum. -hsím. „Þessi dagur mun seint líða mér úr „Eg er mjög hrærður yfir þessu öllu saman og þessi dagur verður mér ógleymanlegur,” sagði Kevin Keegan eftir leik Newcastle og Brighton á St. James Park, en það var kveöjuleikur Keegans, hans síðasti leikur sem atvinnuknattspyraumanns. Hann hefur ákveöið að leggja skóna á hilluna. „Tvö síðústu ár mín sem leikmanns meö Kewcastle hafa verið þau ógleýmanlegustu á ferli mínum, fólkið — sagðrKevin Keegan eftir síðasta leik sinn Kevin Keegan. hér er einstakt og knattspyrauáhugi er hvergi eins gífurlegur og einmitt hér. I allan dag hafa streymt til mín stór- gjafir frá þessu fólki sem ég veit engin deili á og það sýnir hug þess til mín, og fólksins vegna gleður það mig mest að Newcastle skuli vera komið að nýju í 1. deild. Það eiga engir stuðningsmenn þaö frekar skilið en þeir sem fylgja Newcastle að málum. Eg stend einnig í mikilli þakkarskuld við alla þá sem hafa tekið mér svo vel á knattspyrnu- ferli mínum frá upphafi, einkum þó með Liverpool, Hamborg og Southampton,” sagði þessi litriki knattspyrnumaðuraðlokum. -S.E. Þeir sovésku unnu Frakka Sovésku ólympíumeistararnir í körfuknattleik karla sigruðu franska landsliðið í landsleik í Toulouse í Frakklandi á laugardag, 119—105. Æfingaleikur liðanna fyrir undankeppni ólympíulcikanna sem hefst í Frakklandi nú í vikunni. Sovéska liðið kom til Frakklands á föstudag til að taka þátt i mótinu þó svo sovéska ólympíuncfndin hafi tilkynnt aö Sovét- ríkin muni ekki taka þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles. -hsím. íþróttir íþróttir Eþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.