Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1984, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI1984. Deilur um lendingaraðstöðu í Dyrhólaey: „Náttúruvemdarráðsmenn fyígst með frá upphafi” ,,Þaö er ekki rétt hjá Náttúru- vemdarráöi að viö hefðum ekki haft samband við þá áður en viö hófumst handa um framkvæmdir í Dyrhóla- ey,” sagði Sigþór Sigurðsson í Vík, einn aðalhvatamanna aö lendingar- aðstööunni í Dyrhólaey, sem þar hefur verið sett upp af heimamönn-i um og sagt var frá í DV fyrir skömmu. Eins og fram kom í DV er lending-i araðstaðan þannig úr garði gerð aðj bátamir era dregnir í land með vír-j um. Þykir ýmsum mesta glapræði að j ætla sér að ná bátunum inn meðj þessum hætti. Oðrum þykir semí mestu landspjöll sé verið aö vinna á friðlýstu svæði. Segja náttúravemd- arráðsmenn aö heimamenn hafi far-í ið á bak við þá, hafið framkvæmdirí án þess að þeir vissu og ekki leyft, þeim að fylgjast með. —segja heimamenn Bergsteinn Gissurarson hjá Hafn- armálastjórn sagöi að um milljón krónum hefði verið varið í þessar framkvæmdir. ,Að vísu er óprýöi að stöplunum sem þama hafa verið reistir. Hins vegar er þaö mín skoðun að þessum peningum hafi verið vel varið. Mikill hluti þeirra fór í gerö vegar út í eyjuna. Þeir peningar eru ekki tapaöir. Með veginum er eyjan orðin fjölfarin af ferðamönnum. Kannski er það það sem svo mjög fer fyrir brjóstið á þeim náttúravemd- arráðsmönnum,” sagði Bergsteinn. —En er þetta hið mesta glapræði? „Það er alveg ókannað,” sagði Sig- þór. „Viö munum láta reyna á þetta eftir 25. júní, en þangað til er eyjan lokuð vegna varptímans. Það gefur hins vegar augaleið að ég hefði aldrei farið út í þetta nema af því aö ‘ég bind miklar vonir við lendingar- aðstöðuna.” Hann sagði að náttúruverndar- ráösmenn hefðu fylgst með fram- kvæmdum frá upphafi. Einnig væri það rangt, eins og þeir segðu, að heimamenn væra alltaf að færa sig upp á skaftið með þvi að standa í byggingum þarna. Þaö væri ekkert áformað um slíikt. —KÞ Tunglfari heimsækir ísland Dr. Charles Moss Duke, hershöfð- ingi og fyrrum tunglfari, er staddur hér á landi þessa daga. Hann dvelst hér á vegum samtakanna The World Leadership Council, en markmið þeirra er að sækja heim þjóðarleiðtoga og boða frið og skilning meðal manna. A sunnudag buðu samtökin, sem eru bandarísk aö upprana, til kvöldverðar þar sem Duke sagði frá reynslu sinni þegar hann dvaldi á tunglinu árið 1972 í 72 klukkustundir samtals. A miöviku- dag verður annar kvöldveröur þar sem Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra tekur viðbandariskumfána, er var á tunglinu, fyrir hönd Islands. A fimmtudag verður svo samkoma í Háskólabíói klukkan 14. Er öllum heimill aögangur. Það er Krossinn, fríkirkjusöfnuður- inn í Kópavogi, sem hefur undirbúiö heimsókn þessa. Forstöðumaður hans er Gunnar Þorsteinsson. -KÞ Dr. Charles Moss Duke tunglfalf afhendir Guðmundi Jónassyni ferðafröm- uði áritaða mynd af sér. Þeir Guðmundur kynntust hér á landi árið 1967 þegar hópur geimfara var við æfingar á hálendi íslands. Vorþing Kvennalistans: YFIR 80% KVENNA ERU ÚTIVINNANDI „Réttarstaða heimavinnandi kvenna er óviðunandi t.d. hvað varöar lífeyrisréttindi og tryggingarbætur. Framkvæmd þeirra mála sýnir í raun að húsmæður eru lægra metnar en aðr- ir þegnar þessa lands og er það í hróp- legu ósamræmi viö aUan fagurgala um að heimilið sé hornsteinn þjóðfélags- ins,” segir m.a. í ályktun sem sam- þykkt var á vorþingi Kvennalistans sem haldið var nýlega. I ályktun þessari kemur fram að yfir 80% kvenna era nú starfandi úti á vinnumarkaöinum og því verður að mæta með að tryggja konum lengra fæöingarorlof og bömum nægilegt dag- vistarrými og samfelldan skóladag. Kvennalistinn leggur áherslu á stór- aukna uppbyggingu íslensks atvinnu- lífs og aukna fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. „Þar bendum við á nýj- ar búgreinar, fullvinnslu matvæla, líf- tækni og rafeindaiðnað,” segir í álykt- uninni. I ályktuninni segir ennfremur að Kvennalistinn, einn íslenskra stjóm- málaafla, hafni aukinni stóriðjuupp- byggingu enda sé stóriðja úreltur at- vinnu- og framleiöslukostur, f járhags- lega óarðbær, kallar á aukin itök er- lendra aðila i íslensku efnahagslifi og ermengandi. „I stað stóriðjuframkvæmda viljum við aö íslensk atvinnuuppbygging nýti okkar eigin hugvit og þekkingu og helst okkar eigið hráefni líka. Á þennan máta telur Kvennalistinn atvinnulífi landsmanna best borgið”. -FRI HoHenskherskipog kafbátur í Reykjavík Tvö hollensk skip og einn kafbátur koma í heimsókn til Reykjavíkur næst- komandi föstudag. Þau munu leggjast að bryggju í Sundahöfn klukkan átta um morguninn og vera þar í fjóra daga, til mánudagskvölds. Forystuskipið er H.N.L.M.S. Tyde- man, 90 metra langt. Hitt herskipið heitir H.N.L.M.S. Ivirtscen og er 113 metra langt. Kafbáturinn hefur einnig þessa löngu skammstöfun fyrir fram- an nafnið sitt sem er Tijigirhaaj. Hann er67 metra langur. Síðar í júnímánuði er von á enn stærri herskipaheimsókn. Þann 20. júní koma sjö vestur-þýsk herskip til Reykjavíkur. -KMU. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari NÝJU FÖTIN KEISARANS Það era fleiri en ríkisstjórnin sem halda upp á afmæli þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnt á að hann er fimmtíu og fimm ára í dag. Satt að segja kemur manni það á óvart að flokkurinn skuU ekki vera eldri. Að vísu hefur hann farið í and- litslyftingu og endurnýjað forystu sina en ef marka má aldurhnigna ráðherrasveit hans í rikisstjórn og ævagamlar hefðir i vinnubrögöum og málflutningi mega það teljast undur og stórmerki að rétt rúmlega ' fimmtugur stjórnmálafiokkur skuli bera þess ÖU merki að upprani hans og einkenni verði rakin aftur í mið- aldir. Sennilega stafar hinn ihalds- sami blær af þeirri dyggð að tor- tryggja nýjungar og varast breyting- ar enda er það rétt pólitík bjá valda- mlkinm flokki að standa vörð um j status quo og verma sig við minning- ■ ar og mannaforráð meðan kjósendur 1 era nógu vitlausir tU að veita honum | brautargengi i kosningum. En meðan flokkurinn lifir og eldist j og býður almenningi í opið hús tU tU- j breytingar er sá ljóður á ráði stuðn- ingsmanna hans að þeir eldast sömu- j leiðis og deyja frá flokki sínum í ár- j anna rás. Stundum er bragðið á það ráð að fara í andaglas og lelta fuU- j tingis hjá föUnum forystumönnum þegar mikið liggur við enda eru þeir flestir gengnir sem gerðu Sjálfstæð- isflokkinn að stórum flokki. Nú tU dags er Sjálfstæðisflokkurinn stór af gömlum vana frekar en hinu að hann bafi unnið tU þess og enn eru nógu margir lifandi tU að muna að íhaldið varð stórt af því aö það var ekki íhald. Þelm fer þó fækkandi og þess vegna hefur verið fundið upp það ráð að klæða flokksmenn samkvæmt nýj- ustu tísku þegar stórhátíðir og opið hús er auglýst í nafni flokks og af- mæUs. Fyrir nokkrum vikum buðu Sel- tirningar varaformanni Sjálfstæðis- flokksins í hús sitt á Nesinu á fund sem ekki var opinn fyrir aðra en út- valda. Þar kynnti varaformaðurinn nýjasta tískuklæðnað ihaldsins með þeim orðum að „nú gengi flokkurinn buxnalaus tU næstu kosninga” og var gerður góður rómur að þessari fram-; úrstefnu flokksforystunnar. Segir ekki af þeim Seltirningum siðan en nú um helgina héldu þeir; eins og fleirl hjá flokknum „opið! hús” og buðu lúðrasveit og formann-1 inum sjálfum tU hátíðahaldanna. Sjálfsagt tU að fylgja eftir marg-, hjá varaformanninnm því þeir báðu samherja sína um að „grafa upp gaUabuxur og köflóttar skyrtur” og lofuðu öUum tuttugu króna afslætti sem „mættu með skræpótta háls- klúta”, í afmæUshóf ungUða í Skiða- skálanum í Hveradölum. Nú verður að segja það eins og er að það hlýtur að vera verkefni fyrir stjórnmála- flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn, ekki siður en aðra, að toUa i tiskunni. Því fremur er þetta nauðsynlegt fyr- ir gamalgróinn hálfrar aldar flokk sem leggur meira upp úr andUtslyft- ingum og tískulegu útUti en málefn- um og stjórnmálafræðum. Hins vegar er verra þegar flokks- menn geta ekki komið sér saman um að dressa sig enda er hætt vlð að hjörðin tvístrist og hafrarnir verði ekki greindir frá sauðunum þegar flokksforystan gengur um buxnalaus en ungdómurinn i gaUabuxum og fær afslátt út á skræpótta hálsklúta. Nema það sé liður i mannaforráðum hjá sjálfstæðismönnum að fækka föt- um eftir því sem ofar dregur í tignar- stiganum. Kannski formaðurinn hafi verið aUsnakinn í opna húsinu á Nes- inu. Þá er ekki að furða þótt hann hafi litið vel út i nýju fötuuum keisar- ans. DagfarL frægri ræðu varaformannsins um buxnalausu tiskuna. Því miður hefur ekki frést af klæðaburði formannsins i þessu opna húsi á Nesinu en von- andi hafa nýju fötin keisarans farið vel. Ungir sjálfstæöismenn hafa hins vegar eitthvað misskUið boðskapinn Ungt sjálfstæöisfólk dansar i Skíðaskálanum Hveradölum Núgrafa ungir sjálfstaaöismenn upp gallabuxurnar og köflóttu skyrt- U?nar-Bg-Röma-Vf0s-V6garáff f Slííöaskálann T'Hveradölúm nœsta laugardagskvöld. Þar veröur eitthvaö gott aö boröa og gríöarlega fjörug danstónlist fram á nótt. Allir ungir sjálfstœöismenn velkomnir. Sætaferöir fyrir og eftir dansleik. Frá Sjálfstæöishúsinu í Hafnarfiröi kl. 7.00, Hamraborg í Kópavogi kl. 7.15 og frá Valhöll i Reykjavík kl. 8.00, eftir lítilsháttar hressingu. Aógöngumiöasala i Skíöaskálanum. Þeir sem mæta meö skræpótta hálsklúta fá 20 króna afslátt. Ungir sjáífitæöísmenri, kömiö ög taklö þátt í Ásadansi Eyvérja og snagg- aralegri spurningakeppni Stefnis. Hvaö gera Suöurnesjamenn, Sel- fysslngar, Skagamenn, Heimdellingar og þau hin?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.