Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984, STAÐSETNING OG STÆRD AUGLÝSINGA Það að þessi auglýsing er á þessum staö í blaðinu og af þessari stærö er ekki eins einfalt mál og margir halda. Til þess að auglýsingin fáist yfir- höfuö birt í laugardagsblaðinu þarf að panta hana fyrir klukkan fimm á fimmtudag. Það fer þannig fram aö haft er samband viö fulltrúa á auglýsingadeild sem skrifar auglýs- inguna inn á lista yfir auglýsingar í heigarblaöi. Þar skrifar hann einnig stærð auglýsingarinnar. Þegar hann hefur safnað saman auglýsingum raðar hann þeim með efni blaðsins á síöumar í samráöi við útlitsteiknara blaðsins. Oft biðja auglýsendur um sérstaka staöi í blaðinu og stundum vilja þeir auglýsingu með einum auka- iit eða alveg í lit. Það eru einungis lita- möguleikar á ákveðnum síöum í dag- blöðunum þannig að þessir auglýs- endur panta oft fyrr. ara blaðsins og brotiö um af prentara í prentsmiðju blaðsins. Auglýsingin er hins vegar unnin á auglýsingastofu eins og margar stærri auglýsingar. Efnið og auglýsingin mætast því full- unnin, hvort úr sinni áttinni.og renna saman inn í blaðið. Stundum verða slys. Stærð auglýs- ingar gæti vegna misskilnings eöa mis- taka reynst önnur en áætlað hafði veriö, svo maöur tali nú ekki um að hún getur gleymst eða týnst eöa jafn- vel auglýsandi orðið að afturkalla hana einhverra hluta vegna. Þá eru oft góð ráð dýr. Ef auglýsing er af rangri stærö og þaö er ljóst í tíma þarf kannski að færa hana til eða jafnvel rífa upp síöuna og teikna hana upp á nýtt með hliðsjón af nýju stærðinni. Allt þetta er dæmigert fyrir vinnuna við dagblaö. Þar gerast hlutirnir hratt og oft valda einhverjir smáhnökrar miklum sviptingum í einhverri deild þessa mikla apparats. Til allrar hamingju fer yfirleitt allt vel að lokum og vonandi hafa málin leyst farsællega á þessari opnu. -SGV. . iimnmmnnn Langflestar auglýsingar eiga upphaf sitt að rekja til þess að viöskiptavinurinn og fulltrúi auglýsingastofunnar ræðast við og ákveða að gerö skuli auglýsing um eitthvert ákveðið atriði. Á myndinni bera þeir saman bækur sinar, Gunnar Steinn Pálsson framkvæmdastjóri og Páll Stefánsson, auglýsinga- og sölustjóri D V. i hér á opnunni er af stærðinni 4x30. Þaö þýðir að hún er fjórir dálkar á breidd og 30 sentímetrar á hæö. Efnið, sem stendur með henni á opnu, er unnið á ritstjórn, teiknað af útlitsteikn- Síðan hefst hin eiginlega vinna við auglýsinguna. Guðjón setur hór saman textann. . . Þvi næst ræða starfsmenn auglýsingastofunnar saman um það hvaða leiðir skuli farnar — í þessu tilfelli Gunnar Steinn, Hrafnhildur Júliusdóttir og Guðjón Arngrímsson. Endapunktur auglýsingagerðarinnar er prentfilmugerðin sem Lárus Karl Ingason offsetljósmyndari annast. Áðuren til hennar kemur hefur textinn verið settur, auglýsingin „brotin um" og viðskiptavin- urinn fengið sent sýnishorn til samþykkis. Fullunnin auglýsingin birtist svo hár á síðunni við hliðina. . . . og Hrafnhildur vinnur að útlitshönnuninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.