Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 21 við öfluga féndur að striða þar sem var Viðgarðsslektið, ætt Elísabetar ekkju- drottningar. Viðgarðar höfðu í skjóli Játvarðar IV. safnað bæði auði og völdum og voru ófúsir að láta hvort tveggja af hendi. Ríkarði tókst þó að sjá viö þeim; hausar fuku og um sama bil varð deginum ljósara að Ríkarður ætlaði engum öðrum konungstignina en sjálfum sér. Hann kom þvi litlu prinsunum, Játvarði (sem enn hafði ekki verið formlega krýndur) og Rík- arði, fyrir í Tuminum eða The Tower, og lét krýna sjálfan sig — vitaskuld vegna fjölda áskorana. Þetta gerðist i júní 1483 og í október sama ár höfðu litlu prinsamir gufað upp úr Tuminum og sáust aldrei fram- ar. Ríkarður in. var náttúrlega grun- aöur um aö hafa myrt þá, en af þeirri sök hefur hann nú verið sýknaður sem fyrr sagði! En altént varð þessi grunur til þess að óánægja með stjóm Rikarðs jókst — Rikki brást jafnan hart við og enn fuku hausar, jafnt á féndum sem fomum bandamönnum. Andstæðingar konungs fyiktu þá Uöi umhverfis Hin- rik, jarl af Ríkmond, en hann átti tU- kaU tU krúnunnar eftir flóknum leiðum sem ekki verða raktar hér. Hinrik var í útiegð á Frakklandi og kom sér þar upp hirö flóttamanna frá Englandi; í ágúst 1485 lenti tvö þúsund manna Uö þeirra á Englandsströnd. Ríkarður héit tU móts við þá Hinrik með ofurefli Uðs — sjö tU tólf þúsund manns — en fjöldinn aUur hljóp undan merkjum áður en tU orrustu kom við Básavörður eða Bosworth. Annar hluti Uðsins reyndist konungi ekki nema miölungi hollur, og Ríkarður fór haUoka. Hergnýr. Bardagi. Hertoginn í Norðfyllki kemur meS liS. Katbceingur mastir honum. Katbæingur: Hjálp, Norðfylkingur! bjargið, bjargið strax! konungur vinn- ur ofurmannleg afrek, storkar í vígmóði hver jum háska; hestur hans drepinn! hann berst einn og leitar jarlsins af Ríkmond djúpt í dauðans gini. Bjargið fljótt, herra; ella tapast aUt. Heróp. RtkarSur konungur kemur. Rfkaröur: Hest! hest! mínkonungs- krúnafyrirhest! Katbæingur: Konungur, flýið! ég skalnáíhest. Hest! hest! mín konungs-krúna fyrir hest! A/Iir fara. Hergnýr. JaHinn afRíkmond síst berýast viS RtkarS, sem aS lokum fellur. (Ur þýðingu Helga Hálfdanarsonar áRikarðiIH; V. 4.) Rikaröur varö fáum harmdauði. Lik hans var i háðungarskyni dregið gegn- um Básavörður og loks huslað úti á engi. Hinrik jarl varö konungur i hans stað; fyrstur Túdor-kónganna kunnu. Meö timanum uxu sögurnar af Rikaröi III. uns þær náðu fuUkomnun í leikriti Shakespeares rúmum hundrað árum siöar; þar er Rikarður hið algera skrimsli, kroppinbakur sem situr á svikráðum við aila kringum sig, nið- ingur og valdasjúkur morðingi, djöfull í óhrjálegri mannsmynd. Þó svo heill- andi og skemmtilega slóttugur aö áhorfendur geta ekki annað en hrifist með honum... Enda þótt Ríkaröur hafi fráleitt verið þvílikt varmenni sem Shakespeare gerir úr honum (og til dæmis alveg óvist að hann hafi haft herðakistil) þá má hann sitja uppi með að svona verður hans minnst. Það er sem sé mikil veisla sem Þjóð- leikhúsið ætlar að bjóða gestum sínum upp á; leikurinn er af flestum talinn í þröngum hópi bestu verka Shake- speres. Leikstjórinn er fenginn frá Bretlandi, heitir John Burgess og mun hafa getið sér gott orð fyrir leikstjóm undanfarin ár. Leikhúsgestir geta far- iðaðhlakkatil. En þaö eru fleiri sem hlakka til. Eins og áður var frá greint munu æf- ingar hefjast strax eftir helgina og eitt fyrsta verk leikstjórans verður að skipa í hlutverk. Þau eru alls um f jöru- tiu talsins en eitt ber náttúrlega hæst: hlutverk Ríkarðs sjálfs. Þessi náungi hefur í nær fjögur hundruð ár verið óskadraumur margra góðra iista- manna úr leikarastétt enda hafa marg- ir stórir leiksigrar verið unnir i þessu hlutverki. Svo nefndir séu fáeinir ensk- ir leikarar sem hafa gert það gott í hlutverki kroppinbaksins visna: Rich- ard Burbage 1602, David Garrick 1745, John Philip Kemble 1784, Edmund Kean 1814, Henry Irving 1896, Laur- ence Olivier 1944, Ian Holm 1964 og nú síðast Anthony Sher í rómaðri sýningu Royal Shakespeare Company. Það verður auðvitað leikstjórinn, John Burgess, sem tekur endanlega HVER ÞEIRRA VERÐUR RÍKARÐUR ÞRIÐJI? 2. Gunnar Eyjólfsson. 3. Helgi Skúlason. 4. Hjalti Rögnvaldsson. 5. Sigurður Skúlason. 6. Sigurður Sigurjónsson. Rfkarður: Þræll, ég hef lagt líf mitt i þettakast, og ég mun hlíta hvarfi teningsins. Jarlar af Ríkmond sýnast orðnir sex; fimm hef ég þegar fellt í líki hans. ákvörðun um hver leikara Þjóðleik- hússins muni hreppa hnossið, en spaugarar segja að ýmsir stórleikarar sjáist nú margir haltir og skakkir á göngum leikhússins... Talsmenn Þjóð- leikhússins vildu engu svara um það hverjir kæmu helst til greina í rullu Rikarðs, en eftir öðrum leiðum fréttum við að þaö væru aöallega fimm menn sem þættu líklegir: Þeir eru Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Hjalti Rögnvaldsson, Sigurður Skúlason og Sigurður Sigurjónsson. Að sjálfsögðu eru þessi nöfn birt án minnstu ábyrgð- ar. Að þvi er stefnt að Ríkarður IH. veröi jólaleikrit Þjóðleikhússins og áð sögn þjóöleikhúsmanna verður allt kapp lagt á að sú áætlun standist. -U.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.