Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MANUDAGUR19. NOVEMBER1984. .. hlaut 142 atkvæði en Kjartan Jóhannsson 92 Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maöur var kjörinn formaður Alþýðu- flokksins til næstu tveggja ára á flokksþinginu á laugardaginn. Jón Baldvin hlaut 142 atkvæði af 241 mögu- legu, en Kjartan Jóhannson, fyrrver- andi formaður, hlaut 92 atkvæði. Sig- hvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður, hlaut 1 atkvæði en auð- ir seölar voru 6. Jón Baldvin hlaut því tilskilinn meirihluta atkvæða strax í fyrstu umferö. Strax og kosningaúrslitin voru ljós kvaddi Kjartan Jóhannsson sér hljóðs. Hann þakkaði fyrir þann stuöning sem flokksmenn höfðu veitt honum. Hann óskaði hinum nýkjöma formanni til hamingju með sigurinn og kvaðst óska þess að honum tækist að efla Alþýðu- flokkinn. Jón Baldvin þakkaði forvera sínum fyrir drengileg orð og sagði að nú þyrfti enginn að velkjast í vafa um að þrátt fyrir þessa keppni væri Alþýðu- flokkurinn heill og óskiptur. Hann sagðist alla tíð hafa borið virðingu Nýkjörinn formaður Alþýðuflokks- ins óskar nýkjömum varaformanni til hamingju. Jón Baldvin og Jó- hanna Sigurðardóttir. legt orð hefði fallið í þessari baráttu, ekkert sagt sem menn þyrftu að iörast eftir á, og það væri gæfa Alþýðuflokks- ins að þannig skyldi þetta hafa farið fram. Að þessu loknu var gengið til kosn- inga í önnur embætti flokksins. Jó- hanna Siguröardóttir alþingismaður var ein í kjöri til varaformanns en Magnús H. Magnússon gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Jóhanna hlaut kosn- ingu með ölium þorra greiddra at- kvæða. Ámi Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn ritari flokksins og Geir Gunnlaugsson var kjörinn gjaldkeri. Guðmundur Oddsson hlaut kosningu sem formaður framkvæmdastjómar flokksins en auk hans var Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, í kjöri. Kristín var hins vegar kjörin í framkvæmdastjórn ásamt Daöa Björnssyni, Herði Zophaníassyni, Guöríði Þorsteinsdótt- ur, Sigþóri Jóhannssyni og Jóni SæmundiSigurjónssyni. ÖEF Fráfarandi formaöur Kjartan Jóhannsson og nýkjörinn formaOur Jón Bald- vin Hannibalsson taka höndum saman að kosningu lokinni. fyrir Kjartani og yfirburða þekkingu hans og taldi að flokkurinn myndi áfram óska eftir að fá að njóta starfs- krafta hans. Hann beindi orðum sínum til Kjartans og sagði að það sem sameinaði þá, hugsjón jafnaöarstefn- unnar, væri svo þúsund sinnum meira en það sem þá greindi á um. Þessi keppni var, sagöi hann, ekki metingur heldur pólitiskt mál. Ekkert ódrengi- Bryndis Schram, eiginkona Jóns Baldvins, óskar honum til hamingju meO sigurinn. DV-myndir: GVA. Fyrstu viðbrögO við úrslitunum eftir aO talningu atkvæOa lauk. Jón Baldvin róttir hnefann á loft. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Framtíðin liggur í Kleifarvatni Áratugum saman hafa Skotar rak- að saman stórfé á þeirri þjóðsögu að í vatni er Loch Ness nefnlst væri að finna skrimsli eitt ógurlegt. Þessi skepna hefur verið fréttaefni vítt um veröld, jafnt á islandl sem í hinni svörtu Afríku. Svo vel hefur Skotum tekist upp í þessari áróðursherferð sinni, að þess er sjaldnast getið að skrimslið hafi aldrei sést svo vitað sé og tilvist þess því vísast reykur einn sem hafi engan eld að geyma. Þessi skrimslatrú Skotanna hefur gengið svo langt, að margir Skotar eru sjálf- ir farnir að trúa því að í Loch Ness vatninu hljóti að vera til eitthvert ókennilegt dýr. Annað geti nú bara ekki verið því þetta sé altalað út um allan heim. Og ferðamenn streyma að héðan og þaðan úr heiminum og safnast saman kringum hið friðsæla vatn ó Loch Ness í þeirri von að þeir megi berja augum skrimslið ógur- lega. Til að viðhalda goðsögninni um skrímslið eru gerðir út leiðangrar með ákveðnu millibili búnir full- komnum neðansjávarmyndavélum. Fréttastofur um allan heim birta fréttir um að nú skuli skrimslið af- hjúpað. Enn streyma ferðamenn á staðinn og enn einu sinni mistekst að svipta hulunni af dýrinu því vana- lega kemur eitthvað upp á siðustu stundu sem kemur í veg fyrir afhjúp- un skrimslisins. En á nálægum vertshúsum er skálað í skosku viskíi og bjór og heimamenn gefa lýsingar á dýrinu sem alltaf tekst að fela sig fyrir sjónvarpsvéiunum. Skrimslasagan úr Skotlandi hefur ýtt undir framkvæmdamenn í hinum og þessum löndum til að reyna að koma á stað sögum um eitthvað við- líka í þeirra heimalandi. Jafnvel hér á landi má finna viðleitni i þessa átt þar sem er Lagarfljótsormurlnn. Að ógleymdum hrökkálnum fræga sem beit í besefann á Þorbergi forðum í draumi. En allar hafa þessar tiiraun- ir reynst árangurslitlar í þá átt að trekkja inn ferðamenn og þær tekjur sem þeim fylgja. En loksins er að vænta breytinga og alvöruskrímsli að fæðast á íslandi. Kleifarvatns- undrin hafa fengið byr undir báða vængi. Erlendar fréttastofur slást um að fá vitnlsburð frá mönnum sem hafa séð varginn i Kleifarvatni. Nú eru gleymd afrek Snorra og Stein- gríms. Umheimurinn kærir slg ekki lengur um að fó að heyra íslandssög- urnar. Hvorki saga Snorra né Stein- gríms höfðar lengur til alheimsins. Gleymd eru átökin á Reykholti og gleymdur er sigur Steingríms á verðbólgunni sem var forsíðuefni pressunnar í Austurlöndum nær fyrir nokkrum mánuðum. Hvað er að frétta frá Kleifarvatni? æpir heims- pressan og krefst svara. Gallinn er bara sá að þetta skrímslamál hefur ekki hlotið réttan undirbúning. Feröamálaráð fram- leiðir enn einhverjar sólskinsmyndir af Gullfossi en hefur ekki tekið Kleif- arvatn inn á landkynningarkortið. Verði ekki brugðið vlð skjótt 'má bú- ast við að Kleifarvatnsattraksjónin gufi bara upp líkt og hagkvæmni Kröfluvirkjunar. Það má ekki henda að þetta einstaka tækifæri til efllngar túristastraumi renni okkur úr greip- um. Því ber brýna nauðsyn til aö nú þegar verði gerðir út nokkrir menn, helst talandi á margar tungur, sem geta lýst af eigln reynslu hvemig skrímslið í Kleifarvatni kemur fyrir sjónir. Slikar sögur gætu haldið ís- landi á landakorti heimsfréttanna vikum saman og skrimslafræöingar þyrpst hingað til lands þúsundum saman. Til þess að firra yfirvöld allri ábyrgð, ef svo ótrúlega vlldi til að það tækist að afsanna tilvist skrimslisins, mætti láta fréttamann Norðurlanda á íslandi stýra aUri upplýsingamiölun um dýrið í Kleif- arvatni. Dagfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.