Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd 9 Utlönd Útlönd Moröið á Indiru Gandhi: Skipulagt fyrír árásina á hofið? Rannsókn á moröinu á Indiru Gandhi bendir til að moröið hafi verið skipulagt fyrir mörgum mánuðum síð- an, jafnvel áður en hermenn réðust inn í Gullna hofið í Amritsar. Að sögn indverskrar fréttastofu taka rannsóknarmenn mjög alvarlega játningu Satwants Singh, þess morð- ingja Indiru sem enn lifir, að áætlað sé aö myrða einnig Rajiv Gandhi, núver- andi forsætisráðherra, og forseta landsins, Zail Singh, sem er sikki. Áður hafði verið talið að morðið hefði veriö hefndaraðgerð vegna árásarinnar á hofið sem er helgasta guðshús sikka. Fréttastofan segir aö rannsóknarmenn hafi látið handtaka um 40 lögreglumenn og aðra öryggis- verði til að yfirheyra þá í sambandi við morðið. Samband Indlands og Pakistan hef- ur nú versnað til muna. Indverjar ásaka Pakistana um að hafa leyft að- skilnaðarsinnum sikka sem búa er- lendis aö dreifa bæklingum og halda ræður yfir sikkum sem voru í píla- grímsför til helgra staða sikka í Pak- istan. Indverjar segja að aöskilnaöarsinn- amir hafi ráðist á indverskan fylgdar- mann pílagrímanna. Pakistanar hafa neitað ásökununum. Þeir segja aö fylgdarmaðurinn hafi verið að leita í farangri pílagrímanna og verið þeim til leiðinda á allan hátt. Síðan hafi hann lent í útistöðum við þrjá þeirra en flog- iö til Indlands áður en hægt hafði verið að athuga hvort meiðsli hans hafi veriö eins mikil og hann vildi vera láta. „Þetta virðist vera sami gamli skætingurinn og áður en frú Gandhi var myrt,” sagði vestrænn stjórnar- erindreki um máliö. Apahjartað hætt að slá Apahjartað sem grætt var í nýfædda stúlkubamiö í Kaliforníu er hætt að slá. Fae, eins og stúlkan var kölluð, er látin, þremur vikum eftir að apahjart- að var grætt í hana strax eftir fæðingu. Nú óttast læknar mjög aö gagnrýni á aðgerðina veröi mun háværari. Gagnrýnin hefur komið bæði frá fólki sem telur óeölilegt að græða iíkams- hluta dýra í menn og frá læknum sem vom á móti ígræðslunni á læknisfræði- legum grundvelli. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Á Hönnun: Þórdís Zoega. INGVAR 06 GYLFISF GRENSÁSVEGI 3 108 REYKJAVÍK ÍSLAND SÍMAR 81144 Er 33530. "Rúm« bezta tferzlun landsins Gódir skilmálar betri stfefn Sandra Efni: Beyki. Breidd Verð m/dýnum 150 cm kr. 31.300,- 115 cm kr. 14.500,- 90 cm kr. 9.800,- Efni: Hvítlakkað beyki. Breidd Verð m/dýnum 150 cm kr. 28.500,- 115 cm kr. 13.100,- 90 cm kr. 8.700,- Hönnun: Einar A. Kristinsson. Hulda Efni: Beyki Breidd Verð m/dýnum 150 cm, kr. 31.300,- 115 cm, kr. 16.400,- 85 cm, kr. 14.200,- LÍBÝUMENN ENNí CHAD Friðrik Rafnsson, fréttaritari DV í París: I dag, sunnudag, fóru tvær franskar herflugvélar í eftirlitsflug yfir höfuð- borg Chad, N’djamena, og áfram yfir landið norðanvert. Eftirlitsflug þetta táknar breytta stefnu franskra yfir- valda í Chad eftir að ljóst varð í síðustu viku að Líbýumenn höfðu ekki staöið við gerða samninga varðandi brott- flutning herja landanna beggja frá Chad. I samningum þessum sem undir- ritaðir voru þann 15. sept. sl. var m.a. gert ráö fyrir því aö herir Libýumanna og Frakka myndu hörfa samtímis úr landinu. Nú er hinsvegar ljóst að Líbýumenn hafa ekki staðið viö sinn hluta samn- inganna og að enn er tíundi hluti her- afla þeirra ófarinn úr norðurhéruðum Chad. Samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar hafa frönsk yfirvöld nú í hyggju að senda herflokka á ný til Chad sem svar við meintum samnings- brotum Líbýumanna. Ef af verður þýðir það kaflaskipti í atburðarásinni á þessu svæði sem er býsna viðkvæmt fyrir og illa útleikið eftir langvarandi stríðsátök og hungursneyö. Her í Perú fellir skæruliða byltingarbaráttu Sendero Lögregla í Perú segir að her lands- ins hafi fellt aö minnsta kosti 100 maó- íska skæruliða Sendero Luminoso hreyfingarinnar í bardögum í fjalla- héraðinu Ayacucho. Ekki gátu þeir gefið upp mannfall hersins. Alls hafa um 4000 manns hafa látið lífið í fjög- urra ára Luminoso. I febrúar ætlar Jóhannes Páll páfi að heimsækja Perú og er Ayacucho á ferðaáætlun hans. Talsmaður Páfa- garðs sagði að boöskapur páfa þar myndi hafa „sérstaka þýðingu.” Cjf^ Helgar- og vikuferðir í vetur G1 asgow ... frákr. 7.875.- Edinborg ... frákr. 8.371.- London ... frá kr. 9.792. París .... frá kr. 13.850. Kaupm.höfn ... frá kr. 10.790. ... frá kr. 10.765.- Amsterdam ... frá kr. 12.191. Skíðaferðirzvikur til Austurríkis frá kr. 22.098.- Kanaríeyjar lOdagar ... frá kr. 25.580. ...» i . , / *. Skipuleggjum VlOSKiptarerOir: viðskiptaferöir hvert sem er í veröldinni. Ferðaþjónusta Vinaheimsoknir — Kaupstefnur — Einstaklingsferðir — Umboð á islandi fyrir Ferðaþjónusta ATLANTIK sér um að finna hagkvæmustu DINERS CLUB °9 Þsegilegustu ferðina fyrir viöskiptavini sina INTERNATIONAL Þeim að kostnaðarlausu. otctwm FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.