Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV, MANUDAGUE19. NOVEMBER1984. Spurningin Hvert er álit þitt á nýju reyk- ingalögunum? Ölafur Þórhallsson framkvæmda- stjóri: Ég hef heyrt um þessi lög og er sammála þeim aö nokkru leyti. Hinsvegar finnst mér vandasamt aö finna mörkin fyrir því hvaö má og hvaö ekki. Ingibjörg Finnbogadóttir kjóla- meistari: Mér líst bæði vel og illa á þau. Ég reyki nú sjálf en ég vil um leið taka tillit til þeirra sem reykja ekki. Sigurveig Sigurðardóttir fiskvinnslu- stúlka: Mér líst vel á þessi nýju lög. Það var kominn tími til að taka tillit til þeirra sem ekki reykja. Ásta Sveinsdóttir nemi: Mér líst vel á þau. Ég reyki ekki sjálf og er þess vegna hlynnt þessu. Bæring Guðvarðsson múrari: Mér líst nokkuð vel á þau. Aöalatriðiö er að vekja umtal um þessi mál og ég held að þessi lagasetning muni bera árangur. Þórarinn Þorkelsson, starfsmaður Þjóðleikhússins. Mér finnst þau bara ekki ganga nógu langt. Þaö á aö virða rétt þeirra sem ekki reykja og banna þetta aigerlega. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kennarar mótmœla fyrir framan Stjórnarráðið. „Því skyldu kenn- arar fá meira kaup en við hin?" spyr verkamaður. þeir aö hafa meira kaup en aðrir, jafnvel meira en báðir foreldrar í verkamannafjölskyldu hafa til að framfleyta sér og sínum. Þetta finnst mér ósanngjarnt. Því skyldu kennarar allt í einu fá meira kaup heldur en aðrar láglaunastéttir þessa lands? Ástæðan fyrir því er í raun ekki flókin. Þetta fólk telur sig vera menntaðra og gáfaðra heldur en við hin. Þó að það kenni bömum okkar í skóla þá á það ekki að fá nein svimandi há laun fyrir. Þegar allt kemur til alls þá sækja börnin ekki alla sína visku í skólabækur og eng- inn er betri en annar þó að viðkom- andi sé eitthvað „menntaður”. Hinn umdeildi fjármálaráðherra þessa lands benti líka réttilega á það í ræðu að vinnutími þessa fólks væri ekki í neinu samræmi viö það kaup sem það hefði, þ.e.a.s. að aðeins væri unn- ið í 50 mínútur af hverjum klukku- tíma, það ynni bara 9 mánuöi á ári og svo kæmi inn í þetta lengra jóla- og páskafrí en við hin höfum. Og hvaðer þetta fólk þá að kvarta? Þó að forysta launþegasamtakanna hafi brugöist í þessari verkfallsbar- áttu gefur það ykkur engan rétt fram yfir okkur hin til að reyna að koma ár ykkar eitthvað betur fyrir borð i skjóli einhvers menntarembings. Hafið það hugfast, kennarar. „Hví skyldu kennarar fá meira kaup?” Verkamaður skrifar: Það er nú meira hvað kennarar eru famir að álita sig mikinn forrétt- indahóp meöal launþega. Þeir ætla ekki aldeilis að sætta sig við samn- ingana eins og viö sem tilheyrum minnihlutahópnum þurfum að gera heldur heimta þeir nú allt að 40% meiri launahækkanir en aðrir. Þeir telja nú eins og málum er komið að uppeldishlutverk sitt sé orðið meira en foreldranna og þess vegna þurfi Svipmynd frá útimarkaðnum á Akranesi sl. sumar. Slikt setur vissulega skemmtilegan svip á bæjariifið. Akraneskaupstaður gefur gott fordæmi Vestri skrifar: Það er ekki á hverjum degi að opin- berir aðilar ríða á vaðið meö snjallar hugmyndir og stórhuga. Það var ánægjulegt að sjá auglýs- ingu í sjónvarpi sl. miðvikudagskvöld (kannski hún hafi verið oftar) þar sem Akraneskaupstaður er auglýstur sem æskilegur byggðakjami og gróskumik- ill fyrir hvers konar athafnasemi. Auglýsingin var lifandi dæmi um það hvemig farið er að því að „promotera” og laða að það sem óskað er eftir. Ekki er vafi á því að einhverjir fram- takssamir aðilar, jafnvel heilar fjöl- skyldur, fara aö kanna nánar hvað það er sem þeir á Akranesi telja að þeir geti boðið fólki eða fyrirtækjum upp á sem ekki finnst annars staöar. Auðvitað nefndu þeir nokkur atriði, svo sem gott skipulag á byggöakjama sínum, góðar samgöngur til þéttbýlis- svæðis höfuðborgarinnar og ýmsa upp- byggingu sem hlýtur að fá menn til að staldra við og huga að hvort t.d. þama sé ekki tilvalið að setjast að. — Skyldu ekki margir ungir húsbyggjendur t.d. og nýstofnaðar fjölskyldur vera þakk- látar fyrir ábendingu af þessu tagi. Ekki er vafi á að þama eru aðilar á Akranesi að hugsa um aö fá þangað dugmikið og framtakssamt fólk því að hröð og farsæl uppbygging er háð því að fólk vilji í raun taka þátt í henni meö þeim semráða. Þetta framtak á ríkisstjóm landsins að taka sér til fyrirmyndar. Þetta er einmitt leiðin til að ná hingað erlendu f jármagni og viðskiptum frá alþjóðleg- um samsteypum og fyrirtækjum. Þvi auglýsir ríkisstjómin ekki í t.d. Wall Street Journal eða öðrum álíka viðskiptablöðum erlendis og býður erlendum fyrirtækjum þátttöku í upp- byggingu hérlendis? Þetta er einmitt aðferðin. Eða er ríkisstjómin þeirrar skoöunar að það sé í raun varhugavert að leyfa erlendu fjármagni, gjaldeyri að streyma inn í landið? — Það er vitað að það er viöhorf íslenskra einangrunarsinna og þaö hefur verið eina hindrunina í vegi fýrir eðlilegri | uppbygginguhér. Ríkisstjómin á engra kosta völ, nema fara þessa leið, hvort eð er. — Til þess eru sendiráð okkar erlendis að annast þessa milligöngu í fyrstu at- rennu, a.m.k. En hver eru viðhorf okkar ráðherra til þessara mála? Það væri fróðlegt að DV gerði könnun á þessu hjá þeim, hverjum um sig, t.d. í einu laugar- dagsblaði sinu, sem er allajafna fróö- legt og skemmtilegt. Brófritari er ekki ánægður með nýju löggjöfina um takmarkanir reykinga. „Það tekst aldrei að snúa neinum tii „betri breytni" með of- stopa oða lagasetningum. ÞJARMAÐ AÐ REYKINGAFÓLKI Nikót inisti hringdi: Það var og. Nú á að fara að þjarma svo að okkur reykingafólki að bráö- um sjáum viö okkur ekki annað fært en að fara að stofna hér á landi sér- staka nýlendu til að geta svalað þess- ari þörf okkar. Þessi nýju lög um reykingar og reykingavarnir ganga alltof langt aö minu mati. Látum vera að bannaö sé að reykja í lang- feröabílum og á litlum stöðum þar sem þeir sem ekki reykja verða fyrir óþægindum af völdum reyksins. En í bönkum t.d., þar sem loftræsting er góð og í mörgum opinberum stofnun- um, þá finnst mér of langt gengið. Og hvað með starfsfólk þessara stofn- ana. Ætlar það að hætta að reykja þann dag sem lögin ganga í gildi? Það tekst aldrei að snúa neinum til „betri breytni” með einhverjum of- stopa eöa lagasetningum. Vissulega er skiljanleg sú vandiæting sem þeir sem ekki reykja hafa á reykingum yfirleitt. En héma er beinlínis verið að kúga okkur reykingamenn til að hætta að reykja sem er erfitt eins og flestir sem reynt hafa vita mætavel. Samkvæmt núgildandi lögum er bannað að sjást drukkinn á almanna- færi. Verður samkvæmt nýju reyk- ingalögunum bannað að sjást reykj- andi á almannafæri? Hvort sem við reykjum úti á götu eða innan dyra hlýtur andrúmsloftið að spillast jafn- mikið fyrir þeim sem ekki reykja. Og eitt atriði er enn sem vert er að íhuga í þessu sambandi. Hver á að framfylgja lögunum? Fá hér stöðu- mælaverðir nýtt hlutverk og nýja sektarblokk? Eða á hinn almenni lögregluþjónn að sjá um að hvergi sjáist maður með sígarettu eða vindla á forboðnum stöðum? Er fyr- irhugaö að stofna nýja deild innan lögreglunnar sem mun nefnast reyk- ingadeild? Það sjá það allir menn að geysierf- itt verður að framfylgja lögum sem þessum því segja má að hlutfall reykingamanna sé mjög hátt hér- lendis. Jafnvel gæti farið svo að þaö yrði öldungis ómögulegt. Vonandi verðurþaðsvo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.