Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverð á mánuði310kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Arglataðra tækifæra Arið 1984 hefur verið ár glataðra tækifæra og brostinna vona í efnahagsmálum. Arið fór ekki illa af stað í því efni. I kjarasamningum í febrúar fékkst raunhæf niðurstaða. Ríkisstjórnin hafði í fyrstu lotu náð verðbólgunni niöur. Launþegar sömdu um hófsamlegar kauphækkanir í þeirri von, að ríkisstjórnin fylgdi aðgerðum sínum eftir. Efna- hagurinn mundi batna og kaupmáttur launa styrkjast aö nýju. Ríkisstjórnin brást. Stjórnin hélt upp á eins árs af- mæli sitt 26. maí í þolanlegri stöðu að því er virtist í fljótu bragöi. Formenn stjórnarflokkanna sömdu sín á milli í sumarlok um ýmsar aðgerðir, sem sumar horfðu til bóta. En ekki var tekið á rót vandans. Með haustinu voru óveðursblikur á lofti. Jafnvel í september kynnti ríkisstjórnin verkefnalista, þar sem gert var ráð fyrir 5 prósent kauphækkunum og aöeins 10 prósent verðbólgu á árinu 1985. Þetta var þá þegar óraunhæft. Verkföll hófust í september og í október skall á verkfall Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Enn unnu skynsamir menn í öllum herbúöum að hóf- samlegri lausn eftir að verkföll urðu. Miklu hefði mátt bjarga með því að fara skattalækkunarleið í stað krónu- hækkana. Utkoman varð ömurleg. Farin var leiö til- tölulega mikilla kauphækkana, sem strax mögnuðu verðbólgu og leiddu til gengisfellingar. Þessa daga æöir verðbólgan áfram. Kaupmáttaraukning kjara- samninganna fer á verðbólgubálið. Stjórnarstefnan er farin forgörðum. Verðbólga mun minnka nokkuð, þegar líöur á næsta ár. En blikur eru á lofti. Hætt er við, að næsta haust ríði enn yfir alda verkfalla og á eftir komi kauphækkanir umfram þol þjóðarbúsins. Verðbólgan mundi þá magnast að nýju. Svo gæti farið, að þessi „gömlu vinnubrögð” leiddu til frambúðar til hins gamalkunna, óöaverðbólgu og skertra lífskjara. Þá hefðu fórnir launþega aö undan- förnu orðið til einskis. Núverandi ríkisstjórn hefur glatað tækifærum á því ári, sem senn verður liðið. Við erum í öldudal. Eigi aö takast að komast úr honum á komandi ári, þarf breytt vinnubrögð, ekki sízt hjá stjórnvöldum. Ymis árangur náðist þó á þessu ári. Stjórnvöld stefna aö afnámi hins rangláta tekjuskatts á almennar launa- tekjur á næstu þremur árum. Vaxtafrelsi var innleitt að nokkru og raunvextir uröu jákvæðir, svo að hætt var aö stela af sparifjáreigendum — en aðeins í bili. A sumum öðrum sviöum stefndi í frjálsræðisátt. Verkfall BSRB og ótímabær útganga starfsfólks útvarps og sjónvarps leiddi af sér stofnun frjálsra útvarpsstöðva. Fréttaútvarp DV- manna stóð í viku, og var þá lokað með valdi. Utvarpið mæltist vel fyrir, eins og skoðanakannanir sýndu. Vonandi skilar það brautryðjendastarf árangri á komandi ári. Islendingar glöddust á árinu yfir afrekum íþrótta- manna í sumum greinum. Júdómaðurinn Bjarni Friðriksson fékk bronsverðlaun á ólympíuleikunum og varð því mesti afreksmaður ársins. Handknattleiksmenn og skákmenn náðu einnig glæstum árangri. Þess verður lengi minnst, er Guðlaugur Friðþórsson barg sér á fimm kílómetra löngu sundi til lands, þegar bátur hans sökk. Nú ber að horfa fram veginn. Islendingar telja sig hamingjusamari en aðrar þjóðir samkvæmt skoðana- könnun. Nú er að taka til hendi og byggja upp. DV óskar öllum landsmönnum farsæls nýs árs. Haukur Helgason. Framtíðar* fyrvserkerí Síöasta tívolíbomban sprungin, síöasta sólin hnigin til viöar, síöasti kínverjinn sprunginn, og eftir ára- mót koma tékkarnir innstæðulausu. En er á meðan er, segir maður, og bætir viö, af frábærri rökvísi, aö þaö komi ekki áramót nema einu sinni á ári. Klukkan tólf á miönætti kyssast allir og faðmast, kórinn syngur „Nú áriö er liðið”, og á þessum verð- tryggöu veröbólgutímum veröum við aö vona aö niöurlagiö sé rétt og aö „allt breytist í blessun um síöir” sé raunhæf framtíðarspá. Það hefur reyndar samkvæmt bestu heimild- um ekki gengiö eftir á þeim tíma, sem ritaðar heimildir ná til, en hver veit? þaö gæti ræst nú. Viö gætum líka öll unnið í happdrætti á árinu eöa dottið út af skattskránni fyrir tölvumistök eöa fundiö nýtt og áhugavert starf (meölygilegumyfir- borgunum). Ekki veit ég hvaö þaö er sem fólki almennt finnst skemmtilegast við gamlárskvöld. En fyrir mig prívat og persónulega verö ég aö segja, að þaö eru flugeldamir. Allt frá því ég var smástrákur, hefur mér fundist það flottasta aðferð sem til er viö aö sóa peningum, aö kaupa fyrir þá sólir, skiparakettur, tívolíbombur, kínverja, ýlurakettur og annað fyrværkeri og brenna öllu upp á tíu mínútum, í vonlausri tilraun til þess aö lýsa upp heiminn, eöa aö minnsta kosti þann part hvelfingarinnar, sem var yfir Þingholtunum í gamla daga. Ég minnist þess, þegar frændi minn einn, mér nokkuð jafnaldra, komábúöarmikillumeináramót og sýndi mér og bróöur mínum þrjá pakka af Bandit-kínverjum, sem hann hafði komist yfir. Bandit-kín- verjar voru bestir, albestir. Þaö mátti alveg notast viö Camel-kín- verjana, en þaö var meiri kraftur í Bandit. Þessi frændi minn, sem hafði óneitanlega á þessum árum vissar glæpsamlegar tilhneigingar, geröi það aö tillögu sinni, aö viö færum um nágrennið og hringdum á dyrabjöll- ur, um leiö og viö styngjum kínverj- unum inn um bréfalúgumar. Sem ábyrgur skattborgari vildi ég hér og nú geta greint frá því, að tillögunni hafi verið vísaö frá og að ég hafi haldið langan fyrirlestur Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason (meö litskyggnum) um þaö hversu hættulegt slíkt væri. En þaö væri sögufölsun, ég geröi ekkert slíkt. — Þaö er æöislegt, þegar þaö eru póstkassar fyrir innan, sagöi ungi glæpamaöurinn. Og maður varö aö heyra þessa nýju tegund af hvell! Viö sprengdum í fimm lúgum. Þaö voru tveir kassar fyrir innan, og þaö var rétt, aö sprengingin var flott. En samviskan vaknaöi í brjóstum okkar eftir fimmtu tilraun. Hún hefur vaknað við hamaganginn og hjart- sláttinn, því fimmti húsráöandinn hljóp lengi á eftir okkur. Svo viö spandéruðum hinum kínverjunum í hættuminni skemmtan. Á þeim árum vann maður engin heit. Þaö var ekki fyrr en seinna, sem framtíðin kom inn í myndina. Þegar kom aö því að framtíðin blasti viö, stóð manni auðvitað ekki á sama. Eins og einn ágætur kunningi minn orðaði þaö um síöustu áramót: — Hvaö á ég að gera viö þessa framtíð ? Mér líst ekkert á hana! ' Þaö fór reyndar svo, aö hann vann nýársheit. Þá var reyndar komiö fram undir morgun, og af ein- hverjum ástæöum leist honum ekki eins bölvanlega á framtíðina og fyrr um kvöldiö. Eg hitti hann fyrir stuttu og spuröi hann hvernig heföi gengið með heitiö á árinu. — Sosum ekki neitt, sagði hann og fannst umræðuefnið heimskulegt. — Þetta var líka bjánalegt heiti. Ég spuröi hann hvert heitiö heföi veriö, en hann sótti þaö fast aö breyta umræöuefninu. Eg gaf mig hvergi og svaraði öllum athuga- semdum um veðrið, veröbólgu, verö- tryggingu og ríkisstjórn, meö ítrekuöum spurningum um heitiö góða. Að lokum gafst hann upp. — Eg hét því aö veröa nýr og betri maður á nýja árinu, sagði hann luntalega. Þegar ég skellti upp úr, varö hann pirraöur og sagðist fullvel vita aö þetta hefði verið asnastrik. — Eg veit ekki alveg hvað konan hefði sagt, heföi komið inn til hennar nýr maöur á nýársmorgun. — En varöstu betri? — Betri? Viö hvern? Fyrir hvern? Eg er góöur við konuna og bömin. Eg er góöur viö sjálfan mig! Eg nenni ekki aö standa í því aö vera góöur við aðra. Allavega ekki í stórum stíl. Hvernig á maöur líka aö vera þaö? Klappa ókunnum konum? Faöma viöskiptavini? (hann er kaup- maður). Eg er hræddur um að því heföi ekki veriö vel tekiö. — Þú gætir leyft úttekt upp á krít, til dæmis. — Þaö hafa allir úttekt upp á krít! Eg sé aldrei peninga núoröiö, hvort eð er. Maður skrúbbar krítarkort allandaginn. Þessi ágæti kaupmaður er einn af þessum mönnum, sem list ekki á framtíðina og eru svartsýnir allan ársins hring, en fyllast svo bjartsýni á gamlárskvöld. Eg held aö þaö séu flugeldarnir, sem vekja mönnum þessa bjartsýni. Okkur er sagt aö maöurinn sé kóróna sköpunarverks- ins. En dags daglega eigum viö erfitt meö að trúa því. Til þess aö efla sjálfstraust manna og trú þeirra á mátt sinn og megin þarf þetta stór- kostlega sjónarspil, sem marglitir flugeldar óneitanlega eru. Þegar venjulegur skrifstofumaður hefur kveikt í rakettum og sprengjum, sem kostuöu hann vikulaun, finnur hann, aö hann er ekkert lítilmenni, heldur herra sköpunarinnar, heljarkall, sem brennir peningum og upplýsir himininn. Þá fer hann inn í hlýja stofuna aftur, lítandi á framtíöina sem undirgefinn þjón sinn, og til- kynnir öllum sem heyra vilja, hvemig hann ætlar að ráðstafa henni. Og það er gott, meðan þaö er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.