Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984. 27 Útvarp Sjónvarp Þeir Gunnlaugur Helgason og Arnar Hákonarson sjá um næturútvarpið á rás 2 og rás 1 á laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudagsins. Þeir bjóða þar upp á létta tónlist frá öllum landshornum og heimshornum. Einnig fá þeir fréttir af áramótagleði i fílew York frá Guðna Bragasyni fréttamanni þar og spjalla þeir við flugstjóra hjá Flugleiðum sem þá verður á leið til Bandarikjanna. Margt annað verður á boðstólum hjá þeim félögum í þessu næturútvarpi sem verður eins konar upphitun fyrir Útvarp Laugardagur 29. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð —, Þórhallur Heimisson talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleik- ar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.) Oskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla. Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Her- mann Gunnarsson. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Ur blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson. (RUVAK) 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 17.10 Tónleikar í útvarpssal. Dr. Hannes Guðmundsson sendi- herra verður með athyglisvert er- indi i útvarpinu, rás 1, á sunnudag- inn kl. 16.20. Fjallar hann þar um utanrikisstefnu íslands lýðveldis- timabiiið 1944 til 1984. Hlusta ör- ugglega margir á það sem áhuga hafa á utanrikismálum okkar sem og annarra þjóða. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Veistu svarið? Umsjón: Unnur Olafsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RUVAK) 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum” eftir Jón Svemsson. Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnarssonar (12). 20.20 Harmonikuþáttur. Umsjón: Siguröur Alfonsson. 20.50 „Löngum er ég einn á gangi”. Dagskrá um Örn Arnarson skáld á aldarafmæli hans. Helgi Már Barðason tók saman. Lesari ásamt honum Gyða Ragnars- dóttir. 21.30 Kvöldtónleikar. Þættir úr sígildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Weyse, gamall kunningi ís- lendinga. Þáttur um líf og starf þýsk-danska tónskáldsins Weyse og leikin nokkur lög eftir hann. Umsjón: Anna María Þórisdóttir. 23.15 Hljómskálamúsík. Guðmundur Gilsson kynnir. gamlárskvöld og nýársnótt. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 30. desember 8.00 Morgunandakt. Séra Jón Einarsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Mantovanis leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. Einar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Kristskirkju. Prestur: Séra Hjalti Þorkelsson. Organleik- ari: Leifur Þórarinsson. Hádegis- tónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Þorsteinn Ö. Stephensen átt- ræður. Jón Viðar Jónsson velur og kynnir kafla úr gömlum hljóð- ritunum. 14.30 Frá tónleikum íslensku hljóm- sveitarinnar í Bústaðakirkju 19. þ.m. (Síðari hluti). Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Söng- sveitin Fílharmonía syngur. Ein- leikarar: Ásdís Valdimarsdóttir og Mats Rondin. Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 15.10 Með bros á vör. Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum út- varpsins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 íslensk utanríkisstefna lýð- veldistímabilið 1944—1984. Dr. Hannes Jónsson sendiherra flytur fyrra erindisitt. 17.00 Síðdegistónleikar. a. Tilbrigði um stef úr lagaflokknum „Malara- stúlkunni fögru” eftir Franz Schubert. James Galway og Philip Moll leika á flautu og píanó. b. Ljóðalög eftir Johannes Brahms. Edda Moser syngur. Christoph Eschenbach leikur á píanó. c. Rondó í C-dúr op. 73 eftir Frédéric Chopin. Martin Berkofsky og Dav- id Hagan leika á tvö píanó. d. Concertante op. 87 eftir Felix Mendelssohn og Ignaz Moscheles. Martin Berkofsky og David Hagan leika með Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Lutz Herbig stj. 18.00 Á tvist og bast. Jón Hjartarson rabbar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á bökkum Laxár. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir í Árnesi segir frá. (RUVAK) 19.50 „Undarleg er þráin”. Guð- mundur Ingi Kristjánsson les eigin ljóð. 20.00 Um okkur. Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. / útvarpinu, rás 2, á sunnudags- kvöldið verður m.a. gerð úttekt á öllum stórum hljómplötum sem gefnar voru út á árinu sem er að líða. Þar fáum við örugglega að heyra i hljómsveitinni „Big Country" og lag af stóru piötunni þeirra, „Steeltown". 20.50 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson. 21.30 Utvarpssagan: Grettis saga. Oskar Halldórsson les (17). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Umsjón: Signý Páls- dóttir. (ROVAK) 23.05 Djasssaga — Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Rás 2 Laugardagur 29. desember 14.00—16.00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00—18.00 Milli mála. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24.00—03.00 Næturvaktin. Stjórn- endur: Arnar Hákonarson og Gunnlaugur Helgason. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 30. desember 13.30—15.00 Krydd í tilveruna. Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 15.00—16.00 Tónlistarkrossgátan. Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00-18.00 Vinsældalisti rásar 2. 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi Ásgeir Tómasson. Hlé. 20.00—24.00 í árslok. Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. Sjónvarp Laugardagur 29. desember 16.00 Hildur. Níundi þáttur — Endur- sýning. Dönskunámskeið í tíu þátt- um. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur Ingólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 19.25 Kærastan kemur í höfn. Fjóröi þáttur. Danskur myndaflokkur í sjö þáttum ætlaður börnum. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarp- iö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. ■20.35 Dave Allen lætur móðan mása um jólin. Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.30 Gestrisni. (Our Hospitality) Þögul bandarísk skopmynd frá 1923. S/h. Leikstjóri Buster Keaton. Aðalhlutverk: Buster Keaton, Natalie Talmadge, Joe Keaton og Buster Keaton yngri. Á öldinni sem leið snýr ungur Suður- ríkjamaður heim til átthaganna eftir langa fjarveru. Þar verður hann leiksoppur í hatrömmum ættaerjum. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 22.40 Júlía. Bandarísk bíómynd frá 1977 byggð á bókinni „Penti- mento” eftir Lillian Hellman. Leikstjóri Fred Zinnemann. Aöal- hlutverk: Jane Fonda, Vanessa Redgrave, Jason Robards og Maximilian Schell. Bandarísk skáldkona lýsir örlögum Júlíu, æskuvinkonu sinnar. Hún leggur stund á læknisfræði, fyrst í Oxford og síðan í Vínarborg. Jafnframt fyllist hún áhuga á stjórnmálum og mannréttindamálum. Þegar fundum þeirra stallna ber saman síðar kemst skáldkonan að því að Júlía tekur virkan þátt í baráttu gegn uppgangi nasismans. Mynd- in hlaut þrenn óskarsverðlaun áriö 1978. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Emil Björnsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 7. Hjóna- bandserjur. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi Ösk- ar Ingimarsson. 17.00 Listrænt auga og höndin hög. 4. Bifast björg, gellur málmur. Kanadískur myndaflokkur í sjö þáttum um listiðnað og handverk. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: ValdimarLeifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Áramóta- dagskráin. Umsjónarmaður Guö- mundur Ingi Kristjánsson. 20.55 „Þitt orð á lifandi tungu”. Sjón- varpiö hefur látið gera þennan heimildaþátt um Guöbrand Þor- láksson biskup og verk hans í til- efni af því að 400 ár eru nú liðin síð- an Guðbrandsbiblía var fyrst prentuð að Hólum í Hjaltadal. í þættinum er gerð grein fyrir út- gáfu Guðbrands á biblíunni og fleiri bókum ásamt síðari útgáfum Guðbrandsbiblíu. Rætt er við nokkra sérfróða menn um þau miklu trúar- og menningaráhrif sem biblían hefur haft á liðnum öldum. Brugðið er upp myndum af sýningu í Bogasal Þjóðminjasafns- ins, sem Einar Gunnar Pétursson setti upp, frá Hólahátíð á síðast- liönu sumri og fylgst er meö ljós- prentun Guðbrandsbiblíu. Um- sjónarmenn: Karl Jeppesen og Sigurður Pálsson. 21.30 Dýrasta djásnið. 22.20 Laurence Olivier lítur yfir far- inn veg — fyrri hluti. Bresk heim- ildamynd í tveimur hlutum um einn mesta leikara sem Bretland hefur alið. I myndinni ræðir Laur- ence Olivier opinskátt um líf sitt og starfsferil viö Melvyn Bragg, umsjónarmann. Þá segja ýmsir frægir samferðamenn frá kynnum sínum af Olivier, þ.á.m. Peggy Ashcroft, Douglas Fairbanks yngri, John Gielgud, rithöfundur- inn John Osborne og eiginkona Oliviers, leikkonan Joan Plow- Tónlistarkrossgátan verður á sínum stað i dagskrá rásar 2 á sunnudaginn. Það er gáta númer 16 sem menn fá að glíma við núna, og það er rétt að hafa þetta blað við hlið- ina þegar hún hefst. Veðrið Veðrið hér og þar Suðvestlæg átt með slyddu eða snjóéljum á Suður- og Vesturlandi en úrkomulaust á Norður- og Aust- urlandi. ísland kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 0, Egilsstaðir skýjað 1, Höfn alskýjað 2, Grímsey skýjaö 2, Keflavíkurflugvöllur rigning 3, Kirkjubæjarklaustur rigning 3, Raufarhöfn léttskýjað 1, Reykjavík slydda 2, Sauöárkrókur skýjað -1, Vestmannaeyjar rigning 4. Utlönd kl. 12 á hádegi í gær: Bergen skýjað 1, Helsinki snjó- koma -8, Kaupmannahöfn snjó- koma 0, Osló úrkoma í grennd -1, Stokkhólmur snjókoma -2, Þórs- höfn léttskýjað 3, Amsterdam mist- ur 1, Aþena hálfskýjað 16, Barcelona (Costa Brava) léttskýj- að 8, Berlín skýjað 2, Chicago súld 14, Glasgow súld 1, Feneyjar (Rimini og Lignano) rigning 5, Frankfurt skýjað 1, Las Palmas (Kanaríeyjar) skýjað 19, London þoka 1, Los Angeles alskýjað 12, Luxemborg þokumóða 1, Madrid hálfskýjað 9, Malaga (Costa Del Sol) léttskýjað 13, Mallorca (Ibiza) skýjað 10, Miami léttskýjað 23, Montreal snjókoma -14, New York þokumóða 1, Nuuk hálfskýjað -6, París þokumóða 4, Róm rigning 8, Vín þokumóða -1, Winnipeg skaf- renningur-22. Gengið NR. 249 - 28. DESEMBER 1984 KL. 09.15 Eining kl. 12.00. Kaup Sala Tollgengi Oollar 40.530 40,640 40.010 Pund 47,005 47,132 47.942 Kan. dollar 30,675 30,759 30.254 Dönsk kr. 3,5958 3,6056 3.6166 Norsk kr. 4,4560 4,4681 4.4932 Sænsk kr. 4,5126 4,5249 4.5663 Fi. mark 6.1991 6,2160 6.2574 Fra.franki 4,2011 4,2125 4.2485 Belg. franski 0,6417 0,6434 0.6463 Sviss. franki 15,6005 15,6428 15.8111 Holl. gyllini 11,3848 11,4157 11.5336 V-þýskt mark 12,8656 12,9006 13.0008 it. líra 0,02089 0,02095 0.02104 Austurr. sch. 1,8327 1,8377 1.8519 Port. Escudo 0,2388 0,2394 0.2425 Spé. peseti 0,2333 0,2339 0.2325 Japanskt yen 0,16184 0,16228 0.16301 Írskt pund 40,145 40,254 10.470 SOR (sérstök 39,7031 39,8112 dráttarrétt'. ; 0,6395 0,6413 Símsvari vegna gengisskráningar 22190 right. í fyrri hluta myndarinnar lýsir Laurence Olivier æskuárum sinum og leikferli til 1944. Síöari hlutinn er á dagskrá sjónvarpsins sunnudaginn 6. janúar 1985. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok. Sjónvarpsmyndin á laugardags- kvöldið er bandaríska biómyndin Júlía sem byggð er á bókinni ,,Pentimento" eftir Lillian Hell- man. Þær Jane Fonda og Vanessa Redgrave leika aðalhlutverkin i þessari mynd sem gerð var árið 1977. Þessi mynd var sýnd hér i kvikmyndahúsum fyrir nokkru og vakti mikið umtal eins og alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.