Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 25
DV. MIÐVKUDAGUR 2. JANUAR1985. 25 íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Williams gerðist leikmaður Arsenal — skrifaði undir samning á föstudagskvöld. Southampton keypti George Lawrence og Arsenal seldi Brian McDermott Seint sl. föstudagskvöld skrifaði enski landsliðsmaðurinn Steve Willi- ams undir samning við Arsenal. Kaupverð var ekki gefið upp en reiknað með að Southampton hefði fengið um 500 þúsund sterlingspund fyrir leikmanninn. Það hefur legið lengi í loftinu að Williams, sem hefur leikiö sex leiki með enska landsliðinu, færi tU Arsenal. Fyrir nokkrum vikum gerði Arsenal tUboð í leikmanninn en Síðasta titilvörn Holmes i ! Holmes | Heimsmeistarinn i þungavigt í. I hncfaleikum, Bandarikjamaðuritin | ILarry Holmes, mun verja titil sinn . í síðasta sinn 15. mars næst-| Ikomaudi og kcppir þá við Davida Bey eftir því sem stjóri hans, Don I I King, skýrði frá í New York réttl * fyrir áramótin. | • L;. ,ry Holmes er 35 ára| Jj blökkumaöur og hefur unnið alla! ! leiki sína sem atvinnumaður, 45 aö| I tölu. Hann varð heimsmeistari í| Ijúní 1976 og síðan hefur enginn ógn- ■ að veldi hans. Einn mesti hnefa-l Ileikakappi sögunnar. David Bey er I 27 ára og hefur ekki tapað í 14 leikj-l Ium sem atvinnumaður. Talið er aðl Holmes fái 1.750 miUjón doilara; I fyrir leikinn. Bey 500 þúsund I j dollara. Ekki vildi Don King staö-J | festa þær tölur. Þaö voru kapal-1 Istöðvar sem tryggðu sér sjónvarps- ■ réttinn að keppni Holmes og Bey. | það vafðist nokkuð lengi fyrir forráða- mönnum Southampton að sleppa leik- manninum. Allt gert td að reyna að halda i hann en Williams var ákveðinn íaðfara. Steve Williams óskaði eftir að vera settur á sölulista í nóvember eftir deilur við framkvæmdastjóra Southampton, Laurie McMenemy. Sagði þá að hann mundi aldrei framar leika með Southampton. Hann var settur úr liðinu en var svo aUt í einu með á 2. jóladag í tapleiknum gegn Watford í Southampton. Williams réðst til Southampton sem kornungur strákur 1974. Hann hefur verið einn al- besti maður liðsins undanfarin ár, lék um 280 deildaleiki fyrir Southampton og skoraði í þeim 20 mörk. Hann er framvörður. Eftir að hann hafði skrifaö undir hjá Arsenal var tilkynnt að hann mundi leika sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Tottenham á nýárs- dag. Forleikur Það var nokkur forleikur hjá Southampton og Arsenal á föstudag áður en Williams skrifaði undir og kom Oxford United þar viö sögu. Southampton keypti blökkumanninn George Lawrence frá Oxford fyrir 60 þúsund sterlingspund en Arsenal seldi Brian McDermott til Oxford fyrir 40 þúsund sterlingspund. Lawrence byrjaöi feril sinn hjá Southampton. Lék þar 10 leiki og skoraði eitt mark en fór síðan á láns- samning til Oxford. Geröi síðan samning við Oxford og hefur staðið sig þar með miklum ágætum undanfarin ár. Stór og sterkur og hefur leikið um 100 leiki í deildakeppninni fyrir Ox- 1 Lewis „í| 5rótta- maður” ársins — í kosningu franska íþrótta-dagblaðsins L’Equipe • Carl Lewis — sést hér fagna slgri í 100 m hlaupi á OL í Los Angeles. Bandariski blökkumaðurinn Carl Lewis, sem hlaut fern gullverðlaun í frjálsíþróttakeppninni á ólympíu- leikunum í Los Angeles, var 28. desem- ber sl. útnefndur „íþróttamaður árs- ins” í kjöri sem franska íþróttablaðiö L’Equipc gekkst fyrir. Lewis var í sérflokki í kjöri blaðsins. Hann hlaut 94 stig eða 62 meir en Mich- el Platini, fyririiöi franska landsliðsins í knattspyrnu. Platini varð annar með 32 stig. Síðan komu þrír jafnir með 18 stig, sovéski stangarstökkvarinn Sergei Bubka, bandaríski tennisleikar- inn John McEnroe og austurríski kapp- akstursmaðurinn Niki Lauda. I sjötta sæti var bandaríska tennis- konan Martina Navratilova með 16 stig. I sjöunda sæti enska skautaparið Jayne Torvill og Christopher Dean meö 11 stig. Austur-þýski spjótkastar- inn Uwe Hohn var áttundi með 10 stig. Italski hjólreiðamaðurinn Francesco Moser niundi með 9 stig og í 10. sæti varð vestur-þýski sundmaöurinn Michael Gross með átta stig. hsím. McDermott hefur lengi verið hjá Arsenal en aldrei raunverulega unnið sér fast sæti í aðalliðinu. Lék 61 deilda- leik með Arsenal. Skoraði 12 mörk. Fyrst viö minnumst á Oxford má geta þess að hinn frægi stjórnarfor- maður félagsins, bóka- og blaðaút- gefandinn Robert Maxwell, bjargaði Southend United (í 4. deild) frá gjald- þroti rétt fyrir jól og var stjórnarfor- maður Chelsea, Bates meö honum í því. Þeir lögðu fram 70 þúsund sterlingspund sem dreift var til ýmissa sem lánað höfðu Southend. „Við gerðum þetta eingöngu vegna ástar okkar á knattspyrnunni,” sagöi Max- well en hvort þeir fá peningana nokk- urn tíma endurgreidda er önnur saga. Stjóri Southend er Bobby Moore, fyrr- um fyrirliði enska landsliðsins. hsím. Fyrsta tap Celtic í 20 mánuði Celtic tapaði sínum fyrsta heimaleik í tuttugu mánuði þegar leikmenn Dundee United komu í heimsókn til Glasgow sl. laugardag og lögðu Celtic að velli, 2—1. Tommy Burns kom Celtic yfir, 1—0, en United svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum — þeir Paul Sturrock og Richard Gough. Áður hafði „Mo” Johnstone misnotað vítaspyrnu fyrir Celtic. • Glasgow Rangers vann sigur, 4—2, yfir Dumbarton. Þaft voru þeir lan Fcrguson, Ted McMinn, Dave Mitchell og Davie Cooper sem skoruðu mörk Rangers en Biliy Simpson og Joe Coyle skoruðu fyrir Dumbarion. • Frank McDougall, sem St. Mirren keypti frá Aberdeen fyrir keppnistímabilið, skoraði bæði miirk St. Mirren í jafnteflisleik (2—2) gegn Aberdcen. • Dundee lagði Hibs að velli, 2—0, og Hearts vann sigur 1—0 yfir Morton. -SOS. Hafþór í uppskurð Knattspyrnumaðurinn Hafþór Sveinjónsson mun fljótlega gangast undir uppskurð. Hafþór hefur um nokkurt skcið leikið í Þýskalandi. Hafþór hefur verið slæmur í nára og nú er það orðiö ljóst að til að kappinn nái sér að fullu veröur hann að fara á skurðarborðið. -SK. íþróttir Iþróttir Verslun pöntunarlistans ■m _ ^ ' UTSALA í versluninni 2, Hf. B.MAGNÚSSON ^^jÓLSHRAUNI 2 - SfMI 52806 PÓSTHÓCF 410- HAFNARF1ROI NYR LISTI VÆNTANLEGUR stór, kr. 200,- + burðargjald. TÖKUM NIÐUR PANTANIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.