Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Það eru ekki síður konur en karlmenn sem leika golf og hér sjáum við fjórar þeirra. Ef kariinn einn spilar fær konan viðurnefnið „golfekkja" þvi sagt er að go/fieikari eyði meiri tíma á vellinum en heima hjá sér. Margir góðir og hressir féiagar eru i GR. Þrír af þeim skemmtu á afmælis- hófinu en það voru hinir kunnu brandarakariar Halli, Laddi og Jörundur. Kunnu þeir margar sögur af félögunum og úr golfinu. JACKSON FJÖLDAFRAMLEIDDUR A síðustu mánuðum hafa ýmsir Jafnframt er hafin framleiðsla á hinni aðilar tekið upp á því að selja brúður einu sönnu Jackson-brúðu. Þeir sem í liki Michaels Jackson. Þessar hafa áhuga á að eignast svona brúðu brúður færa Jackson ekkert í aðra ættu fyrst að ganga úr skugga um að hönd. Hann hefur því lýst alla fram- þar sé ekki ólöglegt rusi á ferðinni. leiðslu á Jackson-brúðum ólöglega. Sýnd veiði enekkigefin Söngvarinn góðkunni, Poul Voung, gerði það gott í Irlands- reisu nýveriö. Tónleikar hans voru fjölsóttir og hagnaðurinn góður. Allt gekk þetta því vel þar til flytja átti peningahrúguna úr landi. Það eru nefnilega takmörk fyrir hve mikið af peningum má hafa með sér frá írlandi. Young varð því að gera svo vel og koma sér upp bankabók í írskum banka. Frægðinfarf Julian Lennon segir að hann hafi erft nafnið og röddina frá föður sínum. Meira var það ekki. „Mig langaði í gítarinn,” segir Julian, „en Yoko bannaði mér að snerta hann.” Peninga hefur Julian ekki fengið enn svo neinu nemi. Aftur á móti hafði John lagt nokkra fjármuni í sjóð fyrir syni sína. I þann sjóð geta bræðumir þó ekki gengið fyrr en þeir eru orðnir 26 ára. En fari svo fram sem horfir um frægð Julians þá þarf hann ekki að kvíða fá- tækt í bráð. „ICEBREAKERS” Seinasta danskeppnin á síöasta ári fór fram þriðja sunnudag í aðventu, þ.e. 16. desember. Þá var keppt til úrslita í dansi „free-style” hópa. Sigurvegarar urðu þrír strákar sem kalla sig „Icebreakers” en alls kepptu fimm hópar til úrslita í skemmtistaðnum Traffic. I „Ice- breakers” starfa saman Arnór Diego Hjálmarsson, 15 ára, Björn Árnason, 17 ára, og Sigurður Kjartansson, 14 ára. Auk hefðbundinna bikara fengu sigurvegararnir 15 þúsund króna ut- tekt hjá tískuversluninni Quadro í verðlaun. Strákarnir í „Icebreakers” sögðu að break-æðið væri nú mjög í rénun. „Fólk er að missa áhugann,” sagði Bjöm sem hafði orð fyrir þeim félög- um. „Það þarf að gera meira fyrir þessa grein sem er ágætis íþrótt auk þess aö vera skemmtun. Sennilega gleymist breakið en þeir sem náð hafa tökum á þessu hætta þó ekki í bráð. Það er erfitt aö breaka á venju- legum skemmtistööum, þaö þarf svo mikið pláss. Hér á landi er enginn staður þar sem breakarar, líka þeir yngstu, geta komið saman og æft. Það er því hver aö basla í sínu horni og sennilega lognast þetta út af fljót- lega. Við ætlum þó aö halda áfram.” Strákamir í „Icebreakers” eru allir námsmenn en kenna þess utan list sína í Dansskóla Auðar Haralds- dóttur. Breakið er fyrirtaks iþrott. Dönsk fegurðardrottning í slæmum félagsskap Eitt sinn dýrkuðu Danir Lisbeth Lefevre. Þeir höfðu fyrir satt að hún væri fegurst danskra kvenna og kusu hana fegurðar- drottningu. En síðan eru liðin mörg ár og margt hefur breyst. Skömmu fyrir áramót hugðist hún snúa heim frá París ásamt eigin- manni sínum eftir nokkurra mánaða dvöl. A Kastrupflugvelli voru móttökumar heldur kulda- legar. Þar var lögreglan mætt meö handjám úr safni sínu og tók Lisbeth og mann hennar höndum. Þau eru sökuð um meiriháttar hasssmygl og skylda starfsemi. Lögreglan var ein send tii að taka á móti fegurðardrottningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.