Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. Leikhús — Leikhús — Leikhús — Leikhús Aljona og Ivan var vel tekið Þjóðleikhúsið Gæjar og píur Þessi söngleikur virðist ætla að slá öll aðsóknarmet og tala áhorfenda er nú komin yfir 30.000. Tvær sýningar veröa um helgina og er þegar upp- seit á þær báðar. Þessar sýningar eru á föstudags- og laugardagskvöld. Karimommubærinn Barnaleikritið gefur söngleiknum ekkert eftir hvað aðsókn varðar og hefur verið uppselt á allar sýning- arnar til þessa. Tvær sýningar um helgina og uppselt á þær báðar, á laugardag kl. 14.00 og á sunnudag kl. 14.00. Sýningin á sunnudag er 20. sýningin á ieiknum. Skugga-Sveinn Leikrit Matthíasar Jochumssonar um Skugga-Svein og félaga hans í út- legöinni verður í allra síðasta sinn á fjölum Þjóðleikhússins á sunnudags- kvöld. Síðast var uppselt og því viss- ara að tryggja sér miða tímanlega. Gertrude Stein Nýjasta sýning Þjóðleikhússins er þessi uppfærsla á merkilegu banda- rísku leikriti eftir Marty Martin. Helga Bachmann leikur ötilhiut- verkið, Gertrude, og er það reyndar eina hlutverkið í leiknum. Leikfélag Akureyrar sýnir um helgina verkið Ég er gull og ger- semi eftir Svein Einarsson. Sýning verður á laugardag kl. 20.30. Revíuleikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus Sýningar á laugardag og sunnudag kl. 14. 1 aðalhlutverkum eru Júlíus Brjánsson og Þórir Steingrímsson. Sýningum fer að fækka vegna húsnæðisleysis. Miöapantanir allan sólarhringinn í sima 46600. Leiklistarskóli fslands Aljona og Ivan Sýningar þriðja bekks Leiklistar- skóla Islands og nemenda Tónlistar- skóla Reykjavíkur verða í Lindarbæ á föstudag og sunnudag kl. 17. Sjálf- virkur símsvari 21971. Um síðustu helgi frumsýndi þriðji bekkur Leiklistarskóla Islands og nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík bamaleikritið Aljona og Ivan í Lindarbæ. Unga fólkið þótti standa sig mjög vel á fyrstu sýningunni og var vel fagnað. Leikritiö Aljona og Ivan er sovéskt ævintýri. Segir í því frá töfratré einu sem er m.a. gætt þeim eiginleikum að geta talað og læknaö alla sjúkdóma. Þórunn Sigurðardóttir er leikstjóri en tónlistina samdi Finnur Torfi Stefánsson, nemandi í tónfræöideild Tónlistarskólans. Búninga gerði Anna Jóna Jónsdóttir. Einn gesta- leikari er í sýningunni og er það Jóhann Sigurðarson. Aljona og Ivan verður sýnt tvisvar um þessa helgi i Lindarbæ. Á morgun og sunnudag kl. 17.00 en einnig er leikritið sýnt á þriðju- dögum. -klp. Eirikur Guðmundsson í hlutverki sínu í barnaleikritinu Aljona og Ívan. Leikhús — Leikhús Leikfélag Reykjavíkur Félegt fés Annað kvöld veröur aukasýning á skopleiknum Félegt fés eftir Dario Fo í Austurbæjarbíói. Agnes — barn guðs Sýning í kvöld. Með hlutverk fara Guðrún S. Gísladóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir og Sigríður Hagalín. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdótt- ir. Dagbók önnu Frank Sýning annaö kvöld. Guðrún Krist- mannsdóttir leikur önnu Frank. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Gísl Á sunnudagskvöldiö er svo Gísl. Fimmtán leikarar leika, syngja og spila í sýningunni. íslenska óperan Óperan Carmen Hún verður sýnd í kvöld og annað kvöld kl. 20.1 sýningunni eru á annað hundrað manns með hljómsveit. Sig- ríður Ella syngur í Carmen á ný og er Olöf Kolbrún aftur í hlutverki Micaelu. I Kvikmyndahús — Kvikmyndahús Bíóhöllin I fullu fjörl (Reckless) er dæmi- gerð unglingamynd meö tilheyrandi tónlist. Fjallar hún um strák og stelpu er koma úr ólíku umhverfi. Hann er fátækur og uppreisnargjam ungiingur. Hún er falleg og af fínu fólki. Samt falla hugir þeirra saman. I sal 2 er öllu merkilegri kvikmynd, 1984. Mynd ársins í fyrra má með sanni kaila þessa spádómsmynd sem gerð er eftir hinni frægu skáldsögu George Orwells. Þama gefst kvik- myndaáhorfendum tækifæri til að sjá Richard Burton í sínu síðasta hlutverki. Meðal annarra leikara er ágætisleikarinn John Hurt. Háskólabíó I Háskólabiói er gamanmyndin Vistaskipti (Trading Places). Vista- skipti er víðfræg gamanmynd sem farið hefur sigurför um hinn vest- ræna heim. Fjallar hún um tvo menn, annar er ríkur og virtur kaup- sýslumaður, hvítur á hörund. Hinn er svartur öreigi. Kaupsýslumaður- inn er neyddur til að hafa skipti á vinnu við öreigann. Það eru þekktir gamanleikarar í aðalhlutverkum. Dan Aykroyd, sem við þekkjum úr Ghostbusters, leikur kaupsýslu- manninn og „undrabarnið” Eddie Murphy leikur öreigann. Laugarásbíó Firestarter er mynd sem gerð er eftir skáldsögu eftir Stephen King. Á undanförnum tveim árum hafa a.m.k. fjórar sögur hans verið kvik- myndaðar. Sögur Kings fjalla oftast um einhverja dulræna atburði. Svo er einnig fariö með Firestarter. Fjallar hún um unga stúlku sem gædd er þeim eiginleikum aö geta með augunum kveikt í hverju sem er. Nýja bíó Dómsorð (The Verdict) er lög- fræðidrama af betri gerðinni. Paui Newman leikur lögfræðing sem má muna tímana tvenna. Hann tekur að sér mál sem í fyrstu virðist vonlaust, en með þrautseigju tekst honum að vinna málið. Myndin er sérstaklega eftirminnileg vegna leiks Paul New- man. Hefur hann líklega aldrei gert betur á sinum langa leikferli. Dóms- orði er stjómað af Sidney Lumet. Regnboginn Þaðeruað' venju nokkrar athyglis- verðar kvikmyndir í Regnboganum. I vikunni frumsýndi Regnboginn Cannonball Run II, sem er framhald samnefndrar kvikmyndar er naut mikilla vinsælda á sínum tíma, enda hin besta skemmtun. Cannon- Prince ásamt Apollonia Kotero er leikur aflalkvenhlutverkið í Purple Rain. Austurbæjarbio: Purple Rain I gær tók Austurbæjarbíó til sýn- ingar víðfræga tónlistarmynd, Purple Rain. Myndin er ekki ein- göngu fræg vegna gæða sinna kvik- myndalega séð, heldur er hún fyrst og fremst fræg vegna þess að aðal- stjarnan og einn af framleiöendum myndarinnar er ungur maöur, Prince að nafni. Prince þessi er kannski sá eini í dag sem kemst eitt- hvað nálægt Michael Jackson aö frægð í Bandaríkjunum sem popp- stjama. Aftur á móti er það eina sem þeir eiga sameiginlegt fyrir utan tón- listina það að þeir eru báðir svartir. Það er yfirleitt litið á Michael sem góða barnið. Prince aftur á móti er hinn villtasti og eru ekki allar gerðir hans jafnsakleysislegar. Með Purple Rain hefur hann samt skapaö sér nafn sem listamaður sem vert er að taka mark á. Eitt er merkilegt við kvikmyndina. Innanborðs er nær eingöngu fólk sem ekki hefur komið nálægt kvikmynd- um áður. Er þar meðtalinn handrits- höfundurinn og leikstjóri Purple Rain, Albert Magnoli. Purple Rain er upplögð kvikmynd fyrir alla þá er hafa gaman af popptónlist. -hk. Kvikmyndahús ball Run II þykir nokkru síðri en fyrirrennari hennar. Þó er þarna saman kominn heill hellingur af frægum nöfnum. Má nefna Burt Reynolds, Shirley MacLaine, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Ulfadraumar. Hin ágæta kvik- mynd Neil Jordans er hin besta skemmtun. Gömlu ömmuævintýrin fá nýja úttekt í merkilegri kvik- mynd. Síðasta mynd franska meist- arans Francois Truffaut, Nágranna- kona, veldur fáum vonbrigðum sem hana sjá. Stjðrnubíó Stjörnubió sýnir nýjustu kvikmynd leikstjórans John G. Avildsen, The Karate Kld. Fjallar hún um ungan strák sem hefur löngun til að verða bestur í karate. Eftir strangar æfing- ar og sjálfsögun verður honum að ósk sinni. I Stjörnubíói eru tvær aðrar úrvalsmyndir þótt ólíkar séu, gamanmyndin Ghostbusters og leik- húsmyndin The Dresser. Tónabíó Rauð dögun (Red Dawn). Fjallar hún um ímyndaöa innrás austur- blokkarinnar inn í Bandaríkin og unga menn sem fara úr háskólanum í skæruhemað. Leikstjóri er John Milius sem á að baki nokkrar ágætar myndir. HK. Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? Tilkynningar Viltu hætta að reykja? Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja byrjar í hugvisindahúsi Há- skóla Islands, stofu 101, sunnudags- kvöldiö 3. febrúar kl. 20.30. Þar segja læknar frá skaðsemi reykinga. Stjórnandinn, Jón Hjörleifur Jónsson, kennir fólkinu að f ást við reykingavan- ann. Sýndar verða kvikmyndir, lit- skyggnur, fjölbreyttu fræðsluefni dreift út — raunar allt gert sem hægt er til að tryggja fólki sigur á reyking- unum. Þetta er vel í samræmi við nýju löggjöfina og breytt almenningsáiit varðandi reykingamar. Opið hús hjá AFS á íslandi AFS á Islandi (alþjóöleg fræðsla og samskipti) halda „opið hús” sunnu- daginn 3. febrúar nk. kl. 15.30 í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í Breið- holti. Skiptinemar sem eru nýkomnir frá Suður-Ameríku mæta og segja frá reynslu sinni. Allir velkomnir. Skaftfellingamót Skaftfellingamót 1985 verður haldiö á Hótel Borg laugardaginn 9. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Rósa Þorbjamardóttir, endurmenntunar- stjóri KHI, flytur hátíðarræðu, kór Söngfélagsins syngur og Magnús Gunnarsson stjórnar almennum söng. Síöan dunar dans. Það er tríó Þor- valdar sem heldur fjörinu uppi til kl. 03.00. Aðgöngumiðar verða seldir í Skaftfellingabúö, Laugavegi 178, sunnudaginn 3. febrúar kl. 14—16.00. Þar verða sömuleiðis veittar nánari upplýsingar um samkomuna í síma 39955. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljanesi 6, kjallara, á morgun, laugardaginn 2. febrúar og sunnudaginn 3. febrúar milli kl. 14 og 17. Leið 5 að endastöð. ATH., á laugar- dag kosta allar flíkur 10 kr. A sunnudag verða sértilboð á stór- glæsilegum fatnaði, leðurjökkum, ind- verskum kjólum og fleiru. Kvennahúsið, Hótel Vík Laugardagskaffi og umræður kl. 13. Nomlr og galdratrú. Eru tengsl á milli nornaofsókna miðalda og kvennabar- áttu nútímans. Lisa Smalesche segir frá hugmyndum um það. Neskirkja — samverustund aldraðra verður á morgun laugardag kl. 15. Heimsókn í athvarf aldraðra í Ármúla 32. Kynnt verða réttindi ellilífeyris- þega á afslætti af ýmiss konar þjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu, kaffiveit- ingar. Farið frá Neskirkju. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í síma 16783 milli kl. 17 og 18. Sr. Frank M. Halldórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.