Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 22. APRIL1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Með slíkum útbúnaði er dagskrá „Sky Channel" og „Music Box" send til sjónvarpshnatta sem endurvarpa þeim til kapalkerfa. Sjónvarpsbylt- ingin í Evrópu Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar í einkaeign koma dagskrá sinni til 11 Evrópulanda umgervihnetti Þeir kalla það sjónvarps- byltinguna í Evrópu og meina þá þróunina í einkarekstri sjónvarps- stöðva. Tvær stöðvar í einkaeign eru á hraðfaraleið með að koma upp sjónvarpsneti sem spannað getur alla Evrópu. Nokkuö sem hinar ríkisreknu sjónvarpsstöðvar þessara landa hafa ekki nálgast. — En lyk- illinn að netinu er sjónvarpshnettir. Enn sem komið er verður naumast hrópað húrra fyrir hinum útsendu dagskrám þessara tveggja sjón- varpsstöðva. Þær notast við fimmtán ára gamlar sápuóperur úr bandarísku sjónvarpi, annars flokks kvikmyndir og poppþætti. Fyrsta gervihoatta- sjónvarpskerfið Fyrsta gervihnattsjónvarpskerfið sem kallast getur því nafni í Evrópu er „Sky Channel”. Það hefur þegar orðið sér úti um notendaáskrift þriggja milljóna heimila í ellefu löndum Evrópu. Hin stöðin er „Music Box” sem hóf rekstur fyrir átta mánuðum en er þegar komin með tvær milljónir fastanotenda, og sendir þó á sinni rás lítið annað en poppþætti. Báðar þessar stöðvar senda dag- skrár sínar út í gegnum fjarskipta- hnetti. Kapalsjónvarpskerfi taka við útsendingunum og miðla þeim síðan áfram inn á heimili áskrifenda. Til þessa eru ekki nema um sjö milljfn heimili af 125 milljónum í Vestur- Evrópu tengd við kapalsjónvarp. Ern horfurnar fyrir frekari útþenslu mjög misjafnar eftir löndum. Póst- og símamálastofnun Vestur- Þýskalands ætlar að rúm milljón heimila muni bætast við þar fyrir lric þessa árs. En í Bretlandi og Frakk- landi hafa áætlanir um að tengja sjónvarpshnattakerfi við kapalþjón- ustu ekki gengið, eins og vonast hafði verið til. Og á Italíu er ekkert kapalkerfi komið, og raunar ekkert í undirbúningi. — „Sky Channel” gerir sér vonir um að ná til 5 milljón notenda fyrir árslok. Aðalviðbótin í Belgíu Hollandi og Sviss. Því byggja þessar tvær einka- stöðvar aðalframtíðarvonir sínar á fjarskiptahnöttum sem senda út beint og margþátta loftnetum. Að vísu er bannað í flestum Evrópulönd- um í dag, gistihúsum, sjúkrahúsum, f jölbýlishúsum og skólum, að taka á móti gervihnattasendingum í gegn- um slík loftnet eða loftnetsskerma, en ýmis teikn sjást á lofti um að þess- um lögum kunni að veröa breytt. Annar möguleiki er loftnetsskermur í hverjum bakgarði sem taki beint við útsendingum. — Næsta ár ætla Frakkar að senda á braut umhverfis jörðu fyrsta sjónvarpshnöttinn í Evrópu, útbúinn til beinna útsend- inga, og heitir sá TDF—1. Bæði „Sky „Sky Channel" sendir sfna dagskrá út á ensku og tungumálaerfiflleikar skapa nokkurn vanda þvi að talifl er afl afleins fjúrflungur Evrópubúa tali ensku. — En þessi sjónvarpsáhorfandi virflist ekki líklegur til afl gera sér rellu út af textanum. Channel” og „Music Box” íhuga að hafa afnot af honum en kostnaðurinn stendurþóíþeim. Murdoch seilist inn á evrópskt sjónvarp Hvaö sem því líöur keppast „Sky Channel” og „Music Box” á meðan við aö tryggja sér fastaviðskipti allra kapalkerfa sem bjóðast. „Sky Channel”, sem hefur aðalskrifstofur sínar í London, fer fyrir þeim báöum. Fyrir tveim árum horföi illa með rekstur þeirrar stöðvar og sýndist stefna í gjaldþrot. Astralski blaða- kóngurinn Rupert Murdoch kom þá til skjalanna og fyrirtæki hans, News Intemational PLC, á nú 71% hluta- bréfa í móðurfyrirtæki ,,Sky Channel”, en það heitir Satellite Television PLC. Fyrirtækiö hefur orðið sér úti um leyfi hjá 275 sveitar- félögum til þess að senda út dagskrá sína hjá kapalkerfum þeirra. — Enn sem komiö er mun Vera tap á rekstri „Sky Channel”. Stöðin hefur ekki aðrar tekjur að kalla en auglýsinga- tekjur. En framtiðarhorfur þykja góðar. Þeir hafa fjölgað notendum útsendinga sinna svo ört að ekki verður lengur litið á stöð þeirra sem leikfang fjölþjóðaauglýsenda. „Sky Channel” hefur haslaö sér völl sem eiginn fjölmiðill. Léleg dagskrá Stór hluti útsendrar dagskrár ,,Sky Channel” þykir þó þunnur þrettándi, en forráðamenn eru góðrar trúar á að auka gæðin, eftir því sem stöðinni vex fiskur um hrygg og tekjurnar aukast. Annað vanda- mál verður trúlega vandleystara í viðleitninni til að ná til sem flestra sjónvarpsnotenda í ríkjumálfunnar. Það eru tungumálaerfiðleikarnir. Utsendingarnar eru bundnar við Evrópu eina og eru allará ensku, en hana skilur ekki nema fjórðungur Evrópubúa. Þetta er hins vegar minna vandamál fyrir „Music Box” sem sendir út átján stundir á sólar- hring. Það er sex klukkustunda dag- skrá sem er send út þrívegis og er Rupert Murdoch, blaflakóngurinn óstralski, hafur mesta trú ó sjónvarp- inu sem fjölmiflli framtiðarinnar og keypti meirihluta i fyrirtækinu er é „Sky Channel". Þafl sendir um gervihnött dagskré til kapalkerfa í 11 Evrópulöndum, en hefur enn sem komiö er engar f réttaútsendingar. aðallega samansett úr poppþáttum, hljómleikum, poppfréttum og viðtöl- um við poppstjörnur. Poppið þekkir naumast tungumálaerfiöleika. Ýta við gömlu stöðunum Gervihnattaútsendingar sem slík- ar eru ekki ný bóla í Evrópu, en það eru einvörðungu „Sky Channel” og „Music Box” sem taka til stórs hluta meginlandsins. Athafnasemi og framtak þessara tveggja stöðva hefur orðið til þess að hrista upp í doða sjónvarpsiðnaðarins í Evrópu. Ríkissjónvarpsstöðvarnar, sem til skamms tíma þurftu ekki að taka mið af samkeppni, hafa upp á síð- kastið haft tilburði til þess að lífga upp á dagskrár sínar. I Bretlandi, þar sem löngum hefur verið dauf- heyrst við óskum notenda um að sýndir verði ýmsir vinsælir banda- rískir framhaldssþættir, hefur BBC til dæmis byrjað að sýna „Dallas”- þættina. Framtak „Sky Channel” og ^„Music Box” hefur ekki aðeins haft áhrif á stöðvar sem eru rfkisreknar, heldur hafa aðrar stöðvar í einka- eign byrjað að gjóa augunum að möguleikunum, eftir leiðinni sem þessar tvær hafa opnaö. Strangar reglur Strangar reglur um sjónvarps- og útvarpsrekstur í Evrópu gera einka- aðilum erfiöara um vik en tilfelliö var í Bandaríkjunum, þegar kapal- sjónvarp hóf göngu sína þar. „Sky Channel” hefur orðið að semja við yfirvöld í hverju landi um leyfi til útsendinga á enskri dagskrá. — „Fyrstu viðbrögö stjórnvalda voru almennt þau að segja nei,” sagði Patrick Cox, framkvæmdastjóri „Sky Channel”, í viðtali við tímaritið „International Management”. „Nú orðið eru þau ekki eins fljót tií að segja nei. Enda erum við þegar komnir með útsendingarleyfi í þetta mörgum löndum, sem sýnir þróun- ina.” Þeir byrja á aö kynna viðkomandi landsyfirvöldum framleiðslu sína og þurfa síöan jafnan að bíöa á meðan viðkomandi stjórn ákveður stefnu sína gagnvart frjálsu sjón- varpi. Síöan kynna þeir dagskrána í smáatriðum og eftir þaö rúllar bolt- inn jafnan greitt. — Framtak „Sky Channel” hefur orðið til þess að örva umræður um frjálsan sjónvarps- rekstur, ekki hvað síst í löndum þar sem útsendingar þeirra eru byrjaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.