Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Svarti Prinsinn siglir framhjá Köllunarklatti inn i Sundahöfn aftir tœplega tveggja sólarhringa ferð frá Noregi mefl stuttri hringferð um Fssreyjar. Ljósmynd Sveinn. SVARTIPRINS- INNí SUNDAHÖFN Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til landsins í vikunni. Skipiö heitir Black Prince, er norskt og kemur hing- að frá Alasundi meö lokaáfangastað í Glasgow. Um borð eru 340 farþegar og 136 manna áhöfn. Farþegarnir eru flestir frá Skotlandi, meðlimir í skosku áhugamannafélagi um varðveislu gamalla bygginga og náttúruminja, „The National Trust for Scotland”. Skipið hafði einungis viðkomu hérlendis í einn sólarhring, en farþeg- amir notuðu tímann vel þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður í Reykjavík, skelltu sér m.a. í skoðunarferð um borgina og austur að Gullfossi og Geysi. Ferðaskrifstofan Urval sá um komu skipsins hingaö til lands og að sögn Har- alds Hjartarsonar hjá Urvali mega Reykvíkingar búast við um 30 skemmtiferðaskipum í sumar á vegum íslenskra aðila. Svarti prinsinn telst ekki mjög stórt skemmtiferðaskip, 142 metrar á lengd, 20 metrar á breidd og ristir 6,3 metra, a.m.k. ef miöað er við önnur skip er hér munu hafa viðkomu i sumar. Skipstjórinn á Svarta prinsinum, norskur sægarpur aö nafni Thor Fleten, tók á móti blaöamönnum um borð og sýndi þeim skipið. Thor sagðist aldrei hafa komið tÚ Islands áður, sagðist þó eiga góðan íslenskan kunningja, Gunnar Guðmundsson, heitins Jónassonar, er eitt sinn hefði Kvöldifl eftir afl skipifl kom til landsins var mikið um dýrflir farþegum til skemmtunar. Fálagar úr Þjóðdansafálagi Reykjavikur sýndu þjófldansa og sungu gömul þjófllög við mikinn fögnufl gesta. Að loknum dansatriðum var Rammagerðin með veglega tiskusýningu á islenskum fatnaði úr ull. Sýningarfólk úr Modelsamtökunum sýndi fatnaflinn og vakti bœði sýning- arfólk og fatnaflur mikla athygli. siglt með sér um suöurhöf á Svarta prinsinum. „Helst langar mig nú til að skreppa til Þingvalla og að s já eitthvað gf Reykjavík, en ekki langar mig mikiö á diskó éða neitt slíkt,” sagði Thorskipstjóri. A meðfylgjandi myndum Kristjáns Ara fáum við örlitla nasasjón af Svarta prinsinum, lífinu um borð og þeim far- þegum er með skipinu komu til Is- lands. Thor Fleten, skipstjóri Black Prince, sýndi blaðamönnum brúna og út- skýrfli mikilvœgi hins flókna tœkjabúnaflar sem þar er að finna. Herra og frú James Higgins höfflu aldrei áflur til Íslands komið. Bandaríkjamenn frá Connecticut á austurströnd Bandarikjanna. Mest hlökkuðu þau til afl komast til Vest- mannaeyja, mundu vel eftir gosinu 1973. Ljósm. KAE og GVA. ■air"-, 4 Ekki er prinsinn stór en þó vel innráttaður. Sundlaugin var reyndar lokufl, enda ekki alltof margir farþegar i sólarstellingum i íslenskri Sundahöfn í mafmánufli. William McHowatt var afl koma í fyrsta sinn til islands en haffli reyndar siglt hér framhjá i stríðinu á breskum tundurspilli. William hlakkaði til að komast á Þingvöll, haffli lesifl sár nokkufl til i ís- lendingasögunum og var m.a. nokkufl vel afl sór i Njálssögu. Þjónar og skipsmeyjar eru frá Portúgal, vel agafl farandverkafólk sem vinnur i ákveflinn tfma en skellir sér á heimaslóðir þess á milli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.