Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. 15 Menning Menning Menning Dómkórinn í Kristskirkju Tóuleikar Dómkórsius i Kristskirkju 13. júni. Stjómandl og organlelkari: Marteinn H. Friðriksson. Elnsðngvarar: Sigrún V. Gestsdóttir, Anna S. Helgadóttlr, Slgursveinn K. Magnússon, Ingólfur Helgason. Efnlsskrá: Helmer Nörgaard: Ár og sift ég er i vofta: Knut Nystedt: De profundis, op. 54; Wolfang Amadeus Mozart: Reglna coell, KV 276; H. von Herzogenberg: Sú náft, þaft lif sem eilift er; Hugo Wolf: Akaii; Þorkell Sigurbjömsson: Áminning; HjáimarH. Ragnarsson: Gloria. Þótt tónleikavertiðin eigi aö heita liöin er síöur en svo algjör lægö í tónleikahaldi og á þaö jafnt við um höfuðborgina sem landsbyggðina. Til að mynda var um tvenna tón- leika aö velja á fimmtudagskvöld, annars vegar tónleika tveggja norskra stúlkna í Ncrrana hús- inu og svo tónleika Dómkórsins i Kristskirkju. Ekki komst undir- ritaöur nema á annan staöinn og valdi Kristskirkju. Þótt segja megi sem svo að alltaf megi heyra í Dóm- kórnum seinna þá geröi ýmislegt þaö að verkum aö mig fýsti að hlýða á söng hans fremur en annað. I fyrsta lagi söng hann nú í Kristskirkju, annarri tveggja kirkna í höfuðborg- inni sem hafa til aö bera stórkirkju- karakter í heyrö, og svo hafði hann á efnisskrá sinni safn, eöa sýnishorn, þeirra fersku vindhviða sem hann hefur átt þátt í að veita inn í norræna nútima kirkjumúsík. Nú, í þriöja lagi, að hafi menn ætlaö að hlusta á ungmenni syngja þá syngja meö Dómkórnum börn sem ekki telja aldur sinn enn í tölum sem enda á tán og varö ekki betur heyrt en aö viö- komandi væru fullfær um að taka þátt i flutningi svo torsunginna verka sem á efnisskrá voru. Tónleikar EyjólfurMelsted Tilefni tónleika Dómkórsins var annars þaö aö hann heldur í söngför til Kaupmannahafnar og Lundar. Þaö er að segja hluti kórsins fer i söngför. A kórnum var töluvert annar svipur en aö undanfömu hefur verið — má segja í stuttu máli að hann hafi verið yngdur upp svo nú spannar aldurssviö hans frá tiu og upp i fertugt. Og það er lika nýr blær á söng hans. öryggi var meira og betra en maöur hefur átt að venjast og i fyrsta sinn í langan tima heyrðist sungið út i stað þess að byrja inni og halda aftur af fyrir tón- öryggis sakir. Vera má að þar hafi valdið nokkru að sungiö var i stór- kirkju sem svarar mun betur en blessuð Dómkirkjan okkar. Eg var i flestu ánægður með söng Dómkórs- ins nema i Himnadrottningu Mozarts. Þar var of hart sungið fyrir minn smekk. Það vantaöi mildi, sveigjanleika og léttleika Mozarts og Sigrún Valgerður stóð of áberandi þrepi, eða þrepum, ofar en aðrir ein- söngvarar, sem þó skiluðu sínum hlut vel. En þeim mun betur likaöi mér meðferðin á Akalli Hugo Wolfs og verkum Þorkels og Hjálmars, Aminningu og Gloríu. Það var meiri kraftur i báðum en þegar þau voru frumflutt, sitt á hvorum Tónlistar- dögum Dómkirkjunnar. Einkanlega fannst mér fengur i að rifja upp kynnin af Gloriu Hjálmars, verki sem bókstaflega logar af trúarhita og hér var líka sungið samkvæmt þvi. Vænti ég að frændur okkar taki söng kórsins vel í förinni og vonandi er hér ekki skartað skrautfjöðrum i tilefni feröalags heldur haldiö áfram i sama dúr. m Lína fyrir litlu bömin Þekkir þú Linu Langsokk? Myndabók eftir Astrid Lindgren og Ingrid Nyman. Þýfting: Þuriftur Baxter. Gtgefandi: Múl og menning. Nýlega fékk ég i hendur bók um grallarann Linu Langsokk. Þessi út- gáfa, prentuð í Danmörku 1983 og ágætlega þýdd af Þuriði Baxter, virðist vönduð í alla staði, prentuð með skýru letri á góðan pappír. Bókin er myndasaga um Línu og inniheldur frá- sagnir af henni sem flestir þekkja. Sagt er frá kynnum Tomma og önnu af Línu og húsdýrum hennar, hesti og apa, ýmsum uppátækjum þeirra saman og brellum Línu. T.d. kynnist lesandi þvi hvernig hún snýr á þjófa, hvernig hún leikur listir sínar í sirkus, hvemig hún heldur afmælisveislu o.s.frv. Lýst er bakstri og daglegum störfum Línu sem verða leikur einn og gaman i höndum, og fótum, sterkustu, snjöllustu og rikustu stelpu heims. Þessi bók er ríkulega skreytt myndum sem virka sterkt á skoöanda sökum mikillar litagleði (skærir, hreinir litir), skýrra forma og fjöl- breytilegra sjónarhorna, en allt þetta hæfir söguhetjunni sérlega veL Þá er það einnig mikill kostur hve vel og skemmtilega þær teng jast textanum. Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir Textinn er einfaldur en kemur til skila öllum aöalatriðum frásagnar- innar. Slikt hiö sama má segja um myndirnar. Þær tala sinu máli þannig að ólæs börn ættu auðveldlega að geta „lesiö” bókina, ekki sist eftir að hafa hlustað á hana lesna einu sinni. I stuttu máli sagt er þetta fljótlesin og skemmtileg myndasaga, ágæt Þessi mynd er af Lánu sam aýnd var í Þjóö- leikhúsinu t fyrra. Það var Sigrún Edda Björnsdóttir sem lók þó. DV-mynd Bj. Bj. sumarbók þegar úthald fyrir langa lestra er varla fyrir hendi. Ekki svo aö skilja að hún standi ekki fyrir sinu hvenær sem er, það gera myndabækur Astrid Lindgren sannarlega allar. Astæður: Þær innihalda allar fyrsta flokks efni hvað varöar gerð, innihald og fjölbreytni (þ.e. flestir geta fundið myndabók við sitt hæfi); fyrsta flokks myndskreytingar, vel gerðar, list- rænar, þaulhugsaðar og felldar að efninu. Sannarlega ástæöa fyrir alla uppalendur að muna eftir bókum gömlu konunnar ef velja á myndabók fyrir barn. HH Ungir norrænir einleikarar, Jaana og Martti Rousi Ungir norrenlr einleikarar, tónleikar Marttl og Jaana KjusI i Norræna húslnu 16. júni. Efnisskrá: Joseph Haydn: Duo i D-dúr fyrir fiftlu og selló; Zoitán Kodály: Duo op. 7 og Sólósónata fyrlr seiló op. 8. Næstsíðustu tónleikar einleikara- hátíðarinnar, sem Norræna húsið gengst fyrir, voru tónleikar hjónanna Martti og Jaana Rousi kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn okkar. Sellóleikar- inn Martti var fulltrúi Finna i síðustu tviæringskeppni ungra einleikara á Norðurlöndum. I stað þess aö hafa með sér píanómeöleikara valdi Martti Rousi þann skemmtilega kost aö hafa með sér konu sfna, fiðluleikarann Jönu, og saman fluttu þau tvö dúó en Martti lék siöast þá mögnuöu sónötu Kodálys. Papa Haydn var hér notaður til upp- hitunar fyrir átökin sem á eftir komu. Ekki veit ég hvort það var einmitt þess vegna að þau léku blessaðan karlinn meö svo miklum átökum en hitt var vist að þau voru i rikum mæli viðhöfö — já einum um of. Fyrir minn smekk heföu þau betur hitað upp með ein- hverjum rómantiker i staö Haydns en hins ber þó að gæta að i landfræðQegum skilningi átti þetta vel við. A tiö Haydns náðu landamerki Ungverja- lands norður og vestur fyrir Neusiedlervatn og því vann hann lung- ann úr sinni starfsævi í því landi og þar með varð efnisskráin alungversk. Tónleikar Eyjólfur Melsted Þegar þau hjónin sneru sér aö Kodály gleymdist brátt ofleikurinn i Haydn því í flestu léku þau þrælsnúið dúóið mjög vel. Kodály er miskunnar- laus i rithætti sínum og komu veik- leikar fiðluleikarans í tónmyndun glöggt i ljós, til dæmis i lokatónum fyrsta þáttar dúósins og víöa í mið- þættinum þegar setja þurfti inn ofur- veika hátóna án víbratós. Einleikssónata Kodálys er með alerfiðustu verkum sem fyrir selló hafa verið samin en um leið stórkost- leg tónsmið. Ekki er á færi annarra en snjöllustu sellóleikara aö leggja til at- lögu við hana. Heyrt hefur maöur unga sellóleikara hafa þá djörfung að leika hana og rétt marið hana í gegn. Fyrir Martti Rousi er það ekki spumingin um að komast í gegn, heldur „spila”. Hann leggur mikinn kraft í túlkun sina og útkoman verður flutningur sem manni finnst ósjálfrátt mikil upplifun að hlýða á. Þegar hann verður búinn að slípa til finustu smáatriðin i leiknum og haldi hann sinu striki varö- andi túlkun þá langar mig, að minnsta kosti, að verða vitni að því að heyra hann spila þetta stórmeistarastykki einhvern tíma aftur. EM Það eru f leiri en REYKVÍKINGAR með fegrunarviku næsta áriðl Ceresit steypuviðgerðarefni hjálpar ekki eingöngu upp á tröppurnar þínar og innkeyrsluna, svalir og útveggi, — möguleikarnir virðast óþrjótandi. Fylgist með tímanum, tíminn fylgist með okkur. Áhaldaletga, opið um helgar. VERKPRÝÐI Vagnhöfða 6 - sími 671540 TÖGCUR HF. SAAB UMBODIÐ BILPSHÖFOA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 Saab 99 GLI árg. 1981, 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 63 þús. km. 3 CD A A -C Seljum í dag Saab 99 GL árg. 1979, 4 dyra, Ijósgrænn, beinskiptur, 4 gíra, út- varp + kassettutæki. Mjög fallegur og góö- ur bill. Saab 900 GLS árg. 5 dyra, blágrár, sjálf- skiptur + vökvastýri, ekinn aöeins 40 þús. km, mjög fallegur bill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.