Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1985, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1985. Andlát Jón R. Þóröarson bifreiöarstjóri lést 15. júní sl. Hann fæddist 21. febrúar 1919. Áriö 1942 hóf Jón störf hjá Bifreiðastöö Steindórs og vann þar í rúm 20 ár, en eftir það flutti hann sig á BSR með bifreið sína og var þar síðan. Eftirlifandi eiginkona hans er Kathinka Klausen. Þeim hjónujjum varö fimm barna auðið. Utför Jóns gerður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Jenný Bjarnadóttir, Kleppsvegi 36, lést 6. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Marinó Kristinn Jónsson, Dragavegi 6, lést í Borgarspítalanum 17. júní. Jaröarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Angantýsson, Hrafnistu Reykjavík, andaðist 17. júni í sjúkra- deild Hrafnistu. Guðrún B. Daníelsdóttir frá Hvamms- tanga, Dalbraut 27, lést í Land- spítalanum mánudaginn 17. júní sl. Jarðarförin auglýst siöar. Einar Aron Pálsson lést af slysförum 16. júni. Olafur Magnús Vilhjálmsson, Sunnu- braut 4 Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 16. júní. Utfór hans fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 21. júní kl. 14. Hallgrimur Bogason, Dalbraut 25 Reykjavík, verður jarösunginn frá As- kirkju föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Anna Grönfeidt, Borgarnesi, veröur jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. júní kl. 13.30. Ragnar Stefánsson frá Brimnesi, Boðagranda 7, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Tilkynningar Kvenfélagið Seltjörn minnir konur á hátíöarfundinn á Þingvöllum í kvöld. Þá er minnt á gróðursetninguna 20. júní. Mæting kl. 19.45 viö Valhúsaskóla. Ráðstefna kvennalistans á Vestuirlandi Kvennalistinn á Vesturlandi gengst fyrir ráðstefnu um málefni kvenna dagana 22. og 23. júni að Varmalandi í Borgarfirði. Rætt verður um stöðu kvenna í sjávarútvegi og landbúnaði á laugardag. Skólamál í dreifbýli og hugmyndafræði kvennalistans verða tekin til umfjöllunar á sunnudag. Meðal þátttak- enda verða þingkonur og brautryðjendur kvennalistans ásamt konum sem eru starf- andi í sjávarútvegi og landbúnaði. Einnig munu foreldrar segja frá skólum í dreifbýli og tala þar af eigin reynslu og barna sinna. Ráð- stefnan hefst kl. 13 á laugardag. Öllum er heimilt að sitja ráðstefnuna að hluta eða öllu leyti. Boðið verður upp á gistiaðstöðu, fæði og barnagæslu á staðnum. Nánari upplýsingar í sima 93-4950. Kvenfélag Hallgrímskirkju Félagskonur sem áhuga hafa á að vera með i kvöldferð til ÞingvaHa í dag, 19. júní, og taka þátt í hátíöarfundi kvenna undir Ármanns- felli kl. 20 mæti á BSI. Ferð verður farin þaðan kl. 19, verð u.þ.b. 135 kr. Konur hafi með sér nesti. Undirskriftasöfnun undir friðarávarp Friðarhreyfing íslenskra kvenna, í samvinnu við ’85 nefndina, gengst fyrir geysivíðtækri undirskriftasöfnun í júni undir friðarávarp isienskra kvenna. Sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband við miðstöð Friðarhreyf- ingarinnar sem hefur aðsetur á Hallveigar- stöðum, Túngötu 14 (gengið inn frá öldu- götu), Reykjavík. Síminn er 91-24800. Tapað -fundiö Högni tapaðist frá Laufásvegi Gulbröndóttur högni tapaðist frá Laufásvegi 2a, 12. þ.m. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23611 eða hafi samband við Kattavina- félagið. Happdrætti Dregið í happdrætti Árnesingakórsins í Rvík Þann 14. maí sl. var dregið í happdrætti Ámesingakórsins í Reykjavík. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. Utanlandsferð nr. 245 2. Ferð meö gistingu í Breiöuvík 2182 3. Endurryövöm 2016 4. Flugfar, Rvik-Akureyri-Rvík 1032 5. Dilkur á fæti 781 6. Ferö, Rvík-Isaf jöröur-Rvik 1976 7. Vöruúttekt 552 8. Vöruúttekt 2010 9. Kvenjakki 1511 10. Lopapeysa 1212 11. Þvottaskálasett 463 12. Barnasvefnpoki 2469 13. Soda-Stream tæki 2334 14. Miðar á leiksýningu hjá L.R. 2110 Rikissaksóknari hefur krafist þess að iögreglumaður, sem lenti í árekstri er hann var í útkalli, verði sviptur ökuleyfi og sektaður. Hefur lögreglumanninum verið boðin dómsátt en samkv. heimildum DV hefur hann í hyggju að hafna. Málsatvik voru þau að tilkynnt var um að maður hefði fengið hjartaáfall í austurbænum og fóru tveir lög- reglumenn af stað í útkallið. Á leið- inni lenti lögreglubillinn á húsi og bil á mótum Grettisgötu og Frakka- stigs. Fyrstu flugvélarnar í flugkeppn- inni milli New York og Parísar eru væntanlegar til Reykjavikur um ALLAR STÆRÐIR HÓPFERÐABÍLA SÉRl.EYFISBÍLAR AKUREYRAR H.F. FERRASKRIFSTOFA AKUREYRAR H.F. RAÐHÚSTORGI 3. AKUREYRI SlMI 25000 Afmæli Áttræður 80 ára afmæii á í dag, 20. júni, Eiríkur Eiríksson trésmiður frá Djúpadal í Skagafirði, nú til heimilis að Goðheimum 23. Eiríkur var yfirtré- smiður á trésmiðaverkstæði Land- spitalans i tæp 35 ár. Kona hans er Helga Jónsdóttir frá Hrauni í Sléttuhliö. Eiríkur veröur aö heiman i dag. Áttræðisafmæli 80 ára er á morgun, 21. júni, Ása Slgríður Stefánsdóttir, Ása í Tómasar- haga v/Laugarásveg en þar bjó hún í 50 ár. Nú að Ljósheimum 14 1 A. Hún missti mann sinn, Tómas Albertsson prentara og óbóleikara (sem var einn af postulunum svoköliuðu) fyrir 30 ár- um. Þau áttu saman 9 börn. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Bryndisar, og tengdasonar, Eyjólfs, að Hjálmholti 1 105 Reykjavík, milli kL 4 og 7 á afmælisdaginn. Sextugsafmæli Sextugur verður laugardaginn 22. júni Sveinbjörn Enoksson bifreiðarstjóri, Kirkjuvegi 10 Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu Hafnarfirði milli kl. 16 og 20 á afmælis- daginn. maðurinn hafi gerst sekur um víta- verðan akstur. Þykja lögreglumönn- um þetta haröir kostir: „Við viljum fá úr þessu skoriö fyrir dómstólum,” sagði Einar Bjarnason, formaður lögreglufélagsins, í samtali við DV. „Ef við sýnum kæruleysi eöa gáleysi í venjulegum akstri þá eigum við að fá sömu meöferð og aörir. Oðru gild- ir þegar við ökum með rauðu ljósi og sírenum þegar um slys eöa bráðatil- felli er að ræða. Við bregöumst við með hraði, það er skylda okkar þeg- ar um mannslif getur veríð að tefla.” -EH. klukkan 13 í dag. Þær koma frá Grænlandi. Búist er við aö flugvélarnar, sem eru alls tæplega sjötíu talsins, lendi með tiu mínútna miilibili að jafnaöi á Reykjavíkurflugvelli fram á kvöld. Sá flugmaöur sem lendir nákvæmast fær sérstök verðlaun frá íslenskum fyrirtækjum. Almenningi gefst kostur á að skoða flugvélamar við Loftleiðahótelið á morgun milli klukkan 17 og 20. Þær halda för sinni áfram til Skotlands á laugardag. Flugmálastjórn hefur beðið Land- helgisgæsluna og Vamarliðið að vera viðbúin. Flugvélarnar eru flest- ar eins hreyfils og þeim stýrt af einkaflugmönnum. Ferðalög Digranessöfnuður Sumarferö safnaöarins verður farin helgina 29.—30. júní. Fariö verður um Snæfellsnes og lagt af staö frá safnaðarheim- ilinu Bjarnhólastíg 26 kl. 8.30 aö morgni laugardags og komið til baka á sunnudags- kvöld. Þátttöku þarf aö tilkynna í síöasta lagi sunnudaginn 23. júní. Nánari upplýsingar gefa Elín í s. 41845 og Þórhallur í s. 40124. Safnaðarfólk fjölmenniö í skemmtilega ferö. Eðvarð Ingólfsson. Sólstöðuganga ífyrramálið „Þetta er meömælaganga með lífinu og tilverunni,” sagði Eðvarð Ingólfs- son, ritstjóri og útvarpsmaður með meiru, þegar hann var spurður um Sól- stöðugönguna sem efnt verður til á morgun, föstudaginn 21. júní. Eðvarð er í áhugahópnum er staðiö hefur að undirbúningi þessarar göngu sem farin er frá Þingvöllum til Reykjavík- ur á lengsta degi ársins. „Sólstöðu- gangan er ekki fyrir neina útvalda”. Hugmyndin er aö fólk komi saman án tillits til aldurs, trúar, kynþáttar og pólitískra skoðana, kynnist öðru fólki og eigi skemmtilega dagstund saman. Meöal stuðningsfélaga göngunnar eru Bandalag íslenskra skáta, Rauði kross íslands, Alþjóðaár æskunnar, Frjálsíþróttasamband íslands, Iþróttasamband Islands, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Iðnnemasamband- ið, Æskulýðsráð, Ungmennafélag Is- lands, Islenskir ungtempiarar og Frið- arhreyfing kvenna. Rútuferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni til móts við gönguna. Fyrsta ferðin veröur klukkan 6 um morguninn og næsta klukkan 9, og síðan væntan- lega á tveggja tíma fresti eitt- hvað fram eftir degi. Fólk getur að sjáifsögðu lika farið á einkabílum. Gangan leggur svo af stað klukkan 7 frá Þingvöllum. Fólki er í sjálfsvald sett hvað það gengur langt, hvort það gengur alla leiðina eða bara hluta af henni því þetta er einskonar boðganga. Rockall: Bretar mótmæla kröfum okkar „Eins og við mátti búast,” segir Eyjólfur K. Jónsson „Þetta er eins og maður gat búist við en málinu verður auðvitað haldiö gangandi,” sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismáia- nefndar sameinaðs þings, i morgun við DV. Sagðist hann reikna meö aö halda fund í utanríkismálane&id einhvem næstu dag vegna Rockall-málsins. I gær afhenti breska sendiráöið íslenskum stjómvöldum tilkynningu varðandi Rockall. — Þar var mótmælt kröfum Islendinga sem settar hafa veríð fram um tilkall til svæðisins. Bretar tíunda rök fyrír sínum málstaö og segja m.a. að enginn landfræðilegur hlekkur sé á miiii svæðanna. Danir, fyrir hönd Færeyinga, hafa ásamt Islendingum og Bretum gert tilkall til þessasvæðis. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selj'a allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já. paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auðvitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöurrrseölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa pau. Þú hringir...27022 Viö birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIO Upplýsingar um vinninga eru veittar í símum 91-71079 og 91-72305. Vinninga skal vitja innan eins árs. Lenti í árekstri í útkalli: Saksóknari krefst ökuleyf is- sviptingar lögreglumanns — lögreglumenn óhressir vegna kröfunnar Ríkissaksóknari telur aö lögreglu- Flugkeppnin milli New York og Parísar: Tíu mínútur á milli f lugvéla -KMU. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.