Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 20
DV. LAUGARDAGUR13. JULÍ1985. ÞaA þurfti anga vegpresta til þess að visa veginn að svæðinu þar sem rokkhátiðin í Hróarskeldu fór fram ð dögunum: ó götum borgarinnar var mýgrútur af fólki upp úr hódegi ó laugardegi sem allt gekk i sömu óttina og þvi hægast að fylgja straumnum. Roskilde-festivalen, eins og rokkhó- tíðin heitir uppó dönsku, lokkaði að þessu sinni til sin 46.000 gesti, nokkru færri en róð hafði verið fyrir gert, en hótiðin var nú haldin i fimmtónda sinn og ku vera stærsta rokkhótíð í Evrópu ó hverju sumri. Einskonar NinaHaflen. Paul Young. Aldrei þessu vant rigndi litiö sem ekkert meöan á hátíöinni stóö en aö sögn óljúgfróðra hefur hingað til mátt sjá rokkiö rista gat á himininn og væta duglega í rokkunnendum. Nú var vætan bara innvortis og mestanpart í formi bjórs frá Þýska- landi sökum verkfalla í bjórverk- smiðjunum dönsku; einstaka maöur sást aö sönnu lepja Alaborgarákavíti og aörar veigar af sterkari gerðinni og býsna margir drukku stíft úr pappafernum sem viö fyrstu sýn virtust áþekkar mjólkurfernum og öörum umbúöum undir heilsusam- lega drykki en reyndust við nánari athugun innihalda léttvín, bæöi hvítt og rautt. Maður með hálsbólgu Þaö komst víst enginn hjá því aö greiöa ríflega fúlgu fyrir aðgöngumiöana, annaöhvort uröu menn aö borga sig inn á hátíöina alla eöa standa úti ella og samkvæmt opinberum prísum, yfirfæröum í íslensk skeini, var gjaldið rúmar eitt þúsund krónur. Félagi minn haföi hins vegar heppnina með sér; aö honum vatt sér ungur maöur, stál- heiöarlegur í andliti meö ónotaöan miða í annarri lúkunni og hálsbólginn tíöin dálitið flöt — en annars friösamleg . Ég haföi á oröi viö félaga minn að svona hátíö væri í rauninni eins og dýragaröur mannfólksins þar sem þaö líki eftir villtum dýrum og lifði sumpart eins og frummenn. Þaö væri menningarsjokk aö koma á svona staö. Hann hélt því fram að ég væri orðinn of gamall og viö felldum taliö. Merkar leifar hippa En hvaö rekur fólk á hátíð sem þessa? Jú, rokkið ef til vill, félags- skapurinn og hömluleysiö í öllu, en fylgir því endilega þessi sóöaskapur og ómenning? Er rokkiö kannski svona ómerkilegt aö þaö eigi ekki annaö viö en fimmta flokks skrílslæti? Viö höföum ætlaö okkur aö leita uppi stærsta sviðiö á hátíöinni en vorum svo dolfallnir af mannlifinu aö það fórst fyrir að spyrja til vegar uns okkur rak inní stórt tjald meö sviöi og dönskum rótara sem í síbylju fór meö stefið fræga: einn-tveir, einn-tveir . . . Þar upplýstu okkur danskar hreingerningakonur sem voru aö tína bréfarusl aö þetta væri Ryþmatjaldiö og Canonpysviðið MEÐVITUÐ BREIKKUN A HÚSAFELU eftir Gunnar Salvarsson bróöur einhvers staöar útí bæ, og bauð miöann til sölu á mun lægra veröi en í söluopinu fimm metrum fjær. Miöarnir sem fengust reyndust aö vísu ekki langlífir í lófum okkar því Danimir höfðu komiö sér upp mjög flóknu kerfi viö þessa inn- heimtu sem fólst í því að armbandi var skipt fyrir hvem miöa og því slöngvaö utan um úlniö hvers og eins, síöan hert aö meö þar til geröri klemmu og loks klippt á spottann — og þurfti ekki færri en þrjá fíleflda karlmenn til verksins. Að þessari athöfn lokinni blasti dýrðin viö. Mér fannst þetta strax vera eins- konar meðvituö breikkun á Húsa- . felli. Þangaö haföi maöur álpast á unglingsárum og lifað vætusömu lífi eina helgi viö rokk á pöllum og rómantík í tjöldum svona í blámóöu minninganna en við vosbúö og kulda og leiöindin sjálf ef hönd væri lögö á helga bók og sagt: sannleikann og ekkert nema sannleikann . .. Héma á Rosskille var ljóst aö timbur- mennimir voru þeir einu sem ekki voru atvinnulausir þetta hádegiö. Fólk af öllum stæröum og gerðum lá eins og hráviði út um allar þorpa- grundir og hættu menn sér út fyrir alfaraleiö mátti passa sig aö missa ekki skóinn oná eitthvert andlitið sem þar lá og svaf vímuna úr sér. Margir sváfu auövitað enn í tjöldum sínum eftir slark næturinnar en þessir flötu höföu ánnaðhvort aldrei fundiö tjaldið sitt eöa ekki haft fyrir því aö finna það. Löngu síðar skildi ég af hverju Extrablaðinu haföi þótt há- væri þarna. Svo bentu þær með vísifingri hægri handar og viö héldum í stefnumót viö Style Counsil. A leiöinni þangaö haföi mér unnist tími til þess aö upphugsa svar viö þeirri kjánalegu aödróttun félaga míns aö ég væri oröinn of gamall fyrir hátíð af þessu tagi. Eg benti honum í fullri vinsemd á þaö aö hér væri allt löörandi í gömlum bongó- og gæruhippum sem væru enn aö skrifa písmerki á magann á sér og safna skeggi niörá pung. Leifar af þessari hippakynslóö eru aö sönnu mestar í Danmörku og þaö þurfti ekki tvo til þess aö sjá aö þeir höföu fjölmennt á hátíðina að þessu sinni, skröltu um á sandölunum sínum meö engilbjartan svip og hassfýluna fram úr sér, rétt eins og þeir væru klipptir út úr Woodstock-myndinni forðum tíð. Síðar um daginn mátti sjá gömlu mennina heimsækja eitt af mörgum friðartjöldum sem upp höfðu verið sett; þama buðust teikniáhöld og hvítur pappír í þágu friöarins og sköpunargleöin átti aö sjá um aö koma boöskapnum á pappírinn. Eins mátti grípa í gítar inní tjaldinu endurgjaldslaust og þar settust meöal annars tveir forn- hippar síöskeggjaöir og horföu djúpt í augun á hvor öörum meðan þeir lokkuöu fram á hljóöfæriö stirðum fingrum nokkrar laglinur úr House Of the Rising Sun. Af svipum að dæma var sælan fullkomin. Style Counsil Canopysviðið var afgirt og mönnum óheimilt aö hafa þangaö meö sér flöskur, skotvopn, eggjám eöa annað sem til skaða mætti verða. Þetta ku hafa verið endurbót frá fyrra ári þegar nokkrar flöskur höföu tekið sér flugfar uppá sviðið. Eftir sem áöur var nóg af bjór og hann meiraaðsegja seldur við vægu veröi í hvítum stömpum innan giröingar. Hinsvegar voru Style Consil annaöhvort of snemma á ferö — klukkan tvö á laugardegi — eöa hljómsveitin lítt kunn í Dan- mörku (nema hvort tveggja sé) því lítill áhugi var á þeirra tónleikum. Sjálfur haföi ég reyndar litiö svo á aö Style Counsil væri eitt af stærstu nöfnum hátíðarinnar en sá fljótt aö dönsku blöðin voru mér ósammála og hömpuöu helst Clash, Ninu Hagen, Ramones, Leonard Cohen og svo auðvitaö innlendum listamönnum einsog önnu Linnet, Sebastian og Michael Falch. Paul Weller í Style Counsil var í köflóttum stuttbuxum og ákaflega enskur að sjá og heyra enda breska þjóðfélagiö og misfellur þess aðalyrkisefni hans þó tónlistin sverji sig dálítiö í ætt viö bandaríska sól- tónlist. Mörgum þykir stíll Style Counsil kaffihúsalegur og elegans er orð sem oft er notaö um tónlist hljómsveitarinnar; allt þetta má til sanns vegar færa en óneitanlega fór þessi fína hljómsveit og hennar fína tónlist framhjá ófínum gestum Roskilde-hátiöarinnar sem margir hverjir höföu augsýnilega lagt leiö sína til Hróarskeldu til þess aö hlusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.