Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985. DV KYNNIR AKRANES - DV KYNNIR AKRANES * Hverja telur þú möguleika Skagamanna vera á íslandsmeistaratitli? Oddur Gunnlaugsson bif- reiðarstjóri: „Ég hef trú á að Akranes verði í 2. sæti. FVamar- ar eiga skilið að sigra, þeir eru meðbestaliöiö.” Elf. r Orn Arason nemi: „Ég tel enga möguleika á að Skagamenn verði Islandsmeistarar. Framar- ar eru bestir og þeir verða meist- arar.” Andri Sigurðsson nemi: „Ég tel möguleika Skagamanna vera mjög litla. Framarar eru efstir og veröa meistarar.” Guðjón Friðriksson blaðamað- ur: „Sem gamall Framari vona ég að Fram verði Islandsmeist- ariíár.” Theódór Ingólfsson prentari: „Skagamenn eiga enga mögu- leika. Ég segi að Framarar verði meistarar. Ég stend alltaf með Reykjavíkurfélögunum. ’ ’ Gunnar Bender, ritstjóri og stórlax: „Skagamenn verða meistarar. Þeir vinna alla þá leiki sem þeir eiga eftir.” ER STÍFLAN BROSTIN? Tekst Skagamönnum að verja íslandsmeistaratitilinn? — Hvað gerist eftir stórsigur Skagamanna gegn Fram fyrir viku? Knattspyrnuáhugamenn velta þvi nú mjög fyrir sér hvort íslands- meisturum Skagamanna tekst að verja titilinn frá i fyrra. Þeir eru margir sem telja að stiflan sé nú brostin. Að sigur Skagamanna á Fram um siðustu helgi hafi verið sá neisti sem liðið þurfti á að halda. Það verður þó að hafa i huga að Skagamenn höfðu ekki eins mikla yfirburði i leiknum gegn Fram og úrslitatölur gefa til kynna. Skaga- mönnum tókst tvisvar í leiknum að skora tvö mörk á sömu minútunni og það skeður ekki oft á keppnis- timabili. En engu að siður er Skag- inn með sterkt og skemmtilegt lið góðra leikmanna sem eiga eftir að gera stóra hluti. Skagamenn hafa að visu verið ivið slakari í sumar en reiknað var með. Þrátt fyrir að Skagamenn hafi misst leikmenn á borð við Sigurð Jónsson og Bjarna Sigurðsson eru þeir sterkir á Skaganum en framtiðin verður að skera úr um hvort þeir eru nægilega sterkir til að verja Íslandsmeistara- titilinn. „Skagamenn sækja sig alltaf þegar líður á sumarið” — segir Véðir Sigurðsson, íþróttaf réttamaður Þjóðviljans LEIKMENN ÍA: • Viðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður Þjóðviljans. Þeir leikmenn sem koma til með að leika fyrir Islandsmeistara Akraness í sumar i 1. deildinni eru: ÁRNISVEINSSON, 29 ára miðvallarleikmaður. HÖRÐUR JÖHANNESSON, 30 ára sóknarleikmaður. SIGURÐUR LÁRUSSON, 30 ára varnarleikmaður, Sigurður er fyrirliði liðsins. GUÐJON ÞÖRÐARSON, 30 ára varnarleikmaður. JON ÁSKELSSON, 28 ára varnarleikmaður. SVEINBJÖRN HÁKONARSON, 28 ára sóknarleikmaður. JULlUS PÉTURINGOLFSSON, 26 ára miðvallarleikmaður. SIGÞOR OMARSSON, 28 ára sóknarleikmaður. MAGNUS BRANDSSON, 23 ára markvörðuur. EINAR JOHANNESSON, 21 árs varnarleikmaður. ÖLAFUR ÞÖRÐARSON, 20 ára miðvallarleikmaður. KARL ÞÖRÐARSON, 29 ára miövallarleikmaður. HEIMIR GUÐMUNDSSON, 21 árs varnarleikmaður. VALGEIR BARÐASON, 20 ára sóknarleikmaður. AÐALSTEINN VlGLUNDSSON, 20 ára miðvallarleikmaður. LOÐVIK BERGVINSSON, 21 árs miðvallarleikmaður. GUÐMUNDUR MATTHIASSON, 20 ára vamarleikmaður. HAFLIÐISTEFÁNSSON, 20 ára varnarleikmaöur. BIRKIR KRISTINSSON, 20 ára markvörður. Þjálfari Skagamanna er hinn kunni Hörður Helgason en hann lék hér á árum áður með Fram. „Fyrir leikinn við Fram á dögunum voru margir búnir að afskrifa mögu- leika IA á að verða Islandsmeistari þriðja árið í röð. En eftir 6—2 sigurinn er déíldin opin á ný og ég tel að Skaga- menn eigi ágæta möguleika á að verja meistaratitilinn,” sagði Víðir Sigurðs- son íþróttafréttamaður á Þjóöviljan- um, í samtali við DV. „Skagamenn misstu sterka leik- menn frá því í fyrra, á borð við Guð- björn Tryggvason, Bjarna Sigurðsson og Sigurð Halldórsson. Þess vegna var lið þeirra stórt spurningarmerki í byrj- un Islandsmótsins og eftir frekar slaka byrjun leit alls ekki út fyrir að þeir yrðu í toppbaráttunni. En liðið er leik- reynt, hefur á að skipa reyndustu leik- mönnum 1. deildar keppninnar — Guðjón Þórðarson, Árni Sveinsson, Karl Þórðarson og Hörður Jóhannes- son voru allir orðnir fastamenn í liðinu fyrir tíu árum — og það kann að reyn- ast því dýrmætt. Stóra spurningin hjá Skagamönnum í ár er hvort þeir hafa nægilega breidd ef lykilmenn veröa fyrir meiðslum. Varamannabekkur liðsins er nánast óskrifað blað, ungir og reynslulausir strákar, en þeir sem hafa fengið tæki- færi hafa staöið sig mjög vel, ekki síst nýja stjarnan, Valgeir Barðason, sem skoraði 3 mörk í sínum fyrsta heila leik íl. deild. Reynslan sýnir að Skagamenn sækja sig alltaf þegar líður á sumarið. Það er eins og þjálfun þeirra hafi verið mark- vissari en hjá flestum öðrum liðum að þessu leyti — liðið fer oftast rólega af stað en er síðan nánast ósigrandi þegar líður á sumarið. Það er erfitt að spá um hvort þróunin verður þessi hjá þeim í ár — næstu tveir til þrír leikir ráða úrslitum um hvort IA getur keppt við Fram um meistaratitilinn. Stemmningin í kringum Skagaliðið er ótrúleg, meiri en í kringum önnur íslensk lið. Hún hefur oft fleytt liðinu yfir erfiða hjalla, t.d. í bikarúrslita- leikjum síðustu ára, og gæti haft sitt aö segjaíár. Það er erfitt að spá um lokarööina í 1. deild. Framarar eru sigurstrangleg- astir þessa stundina, hafa leikiö mjög vel en geta dottið niöur eins og gegn IA og vörnin hjá þeim er spurningar- merki. En IA og Fram verða örugglega í tveimur efstu sætunum, helst að Valur gæti ógnað því. I fallbar- áttunni er staða Víkings og Víðis slæm og rökrétt að spá þeim falli, en í þriggja stiga reglu er staðan fljót að breytast og önnur liö, t.d. FH, geta lent í vandræöum ef þau gæta sín ekki. En Islandsmótið í ár er búið að vera mjög skemmtilegt, það besta og fjörugasta undanfarin ár og vonandi verður síöari umferðin ekki síðri en sú fyrri,” sagði VíðirSigurösson. -SK. Næst síðasta 1. deildar liðið sem við kynnum í sumar er lið íslandsmeistara Akraness. Skagamenn hafa verið i allra fremstu röð hér á landi undan- farin ár og greinilegt er að ekk- ert lát verður á þeirri fram- vindu mála á næstunni, alla- vega ekki í sumar. Siðasti leikur Skagamanna í deildinni er mörgum enn í fersku minni en þá sigruðu þeir Fram með miklum yfir- burðum á Skaganum með sex mörkum gegn tveimur. Skagamenn virðast því vera komnir á skrið og þessi glæsi- legi sigur þeirra á Fram um sið- ustu helgi virkar örugglega sem vitamínsprauta á liðið. Skagamenn hafa misst þá Sigurð Jónsson og Bjarna Sig- urðsson frá siðasta keppnis- tímabili en alltaf er það ein- hvern veginn svo á Skaganum að alltaf kemur góður knatt- spyrnumaður i stað þess sem fer. Alltaf virðast spretta upp nýjar stjörnur. Í síðasta leik blómstraði ungur leikmaður, Valgeir Barðason, og skoraði þrjú mörk. Hann gæti verið næsta stórstjarna okkar i knattspyrnunni. DV KYNNIR AKRANES — DV KYNNIR AKRANES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.