Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 1
r A t t t t t t t i t t t t t t t t t t t t t t t t t t Straumur íalla nótt í Atlavík „Um miönætti voru komnir um 700 manns í Atlavíkina og þaö hefur veriö straumur hingaö í alla nótt,” sagöi Gunnar Baldvinsson hjá UlA viö DV í morgun. Gunnar sagöi aö fólk heföi byrjaö aö koma á staðinn strax á miövikudags- kvöld hvaðnæva af landinu, mest lík- lega aö sunnan. Hátíðahöldin í Atlavík byrja þó ekki fyrr en kl. 17 í dag og sagöi hann aö þeir ættu von á miklum mannfjölda, jafnvel meiri en í fyrra. ____________________SJ Veðrið um helgina: Kannski sól á Suðurlandi Magnús Jónsson, veöurfræðingur á Veðurstofu Islands, sagöi aö útlit væri fyrir noröaustanátt um mestallt land um helgina. Þaö kólnar smám saman í veðri og mánudagur verslunarmanna- helgarinnar veröur líklega sá kaldasti. Utlit er þó ekki fyrir neina snjókomu á hálendi. Skýjaö verður á Noröur- og Austurlandi og mun ganga á meö skúrum næst sjó. Á Suðvesturlandi verður hins vegar þurrt og jafnvel sól- skin á köflum. Þúsundir Þúsundir ungs fólks fóru með rútum frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavík, þar sem þessi mynd var tekin i morgun. DV-mynd PK. út úr borginni í morgun Þaö var ys og þys niöri á Umferðar- miöstöð í morgun þegar unga fólkiö streymdi inn í rúturnar, á leiö inn í frægustu helgi ársins, verslunar- mannahelgina. Þaö var á fólki aö heyra aö Atlavík yrði aöalstaöurinn núna, eins og undanfarin ár, og skipti þá engu máli þó þaö yröi kalt. Rúturnar stóöu í rööum og samkvæmt upplýsingum Gunnars Sveinssonar, framkvæmdastjóra hjá BSI, var gert ráö fyrir að 15—20 rútur legðu af staö milli kl. 8 og 9 meö u.þ.b. 4—5000 far- þega. Gunnar sagði að helstu áfanga- staöir væru Gaukurinn í Þjórsárdal, Vestmannaeyjar og Atlavíkin, og einnig bindindismótiö í Galtalæk og minni mót svo sem viö Ulfljótsvatn og í Vatnaskógi. I fyrra fóru milli átta og tíu þúsund manns um Umferðarmiðstöðina og aö sögn Gunnars er gert ráö fyrir svipuðum f jölda í ár. -pá Sírfus—skip grænfriðunga „TRUFLUM HVALVEIÐAR l! ■ ■ —til íslands: LENDINGA EF ÞORF KREFUI Óskar Magnússon, DV, Wasbington: „Við ákváðum að senda skip til ls- lands og við munum trufla hval- veiðar Islendinga ef þaö reynist nauðsynlegt,” sagði Michael Rapa- port, talsmaöur friðunarsamtak- anna Greenpeace, í samtali við DV. Skip þeirra er nú lagt af staö til Is- lands. Michael Rapaport sagði að skipið Síríus yröi væntanlega komiö til Islands föstudaginn 9. ágúst. „Við munum í fyrstu reyna aö ræða við íslensk stjórnvöld en ef þaö ber ekki árangur þá munum viö hef ja beinar aðgerðir á miðunum,” sagði Rapa- port. Hann sagði aö Greenpeacemenn væru tilbúnir aö dvelja á Islandi eins lengi og nauðsyniegt reyndist. Þeir munu kynna sjónarmiö sín fyrir Is- lendingum við komuna til Islands og síöan bíða átekta í um þaö bil viku, aö því búnu má gera ráð fyrir aö- gerðum. Samkvæmt þessu gætu þær hafist um miðjan mánuðinn. Astæðan fyrir því að til þessara aögeröa er gripið einmitt nú mun vera sú krafa friðunarmanna aö íslensk stjórnvöld segi upp samningnum viö Hval hf. um veiðar í vísindaskyni fyrir 1. september eins og ákvæði samnings- ins heimila. Um borö í Síríusi verður 20 manna áhöfn, þar á meðal ljósmyndari sem mun símsenda myndir tii erlendra blaða og fréttastofa. Síríus lét úr höfn í Amsterdam í gær og hefur viö- komu í Aberdeen í Skotlandi á leiö sinni til Islands. Michael Rapaport vildi ekki út- tala sig um frekari aögerðir af hálfu Greenpeace á næstunni og sagöi þær kunna aö fara eftir viðbrögðum nú. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.