Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Áframhaldandi róstur í Suður-Afríku: Kunn blökkukona myrt í Durban Victoría Mxenge, kunnur suöur- afrískur lögfræöingur og baráttukona fyrir auknum réttindum blökkumanna í Suður-Afríku, var myrt fyrir utan heimili sitt í Durban í Suöur-Afríku í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar var Viktoría fórnarlamb fjögurra hvítra karlmanna er birtust fyrir utan heimili hennar og skutu á hana meö vél- byssum. Viktoría var einn lögfræöinga þeirra er nú halda uppi málsvörnum fyrir 16 meölimi úr UDF, róttækum flokki blökkumanna er saksóknari í Frá útför tveggja blökkumanna undir berum himni í Jóhannesar- borg. Tutu biskup segist hvergi munu virða bann stjórnvalda við slikum útf örum. Suöur-Afríku hefur ákært fyrir land- ráð. Eiginmaður Viktoríu, Griffiths Mxenge, er einnig var þekktur lög- fræöingur er barðist gegn aöskilnaðar- stefnu stjórnvalda, var stunginn til bana í Durban fyrir fjórum árum. Morðingjar hans hafa aldrei fundist. Aö sögn samstarfsmanna viö réttar- höldin var Viktoría lykillögfræöingur í vörn sextánmenninganna. Ekki er búist við neinni frestun á réttarhöldum er halda áfram á mánudag. Desmund Tutu biskup kvaöst í gær mundu hundsa hverjar þær reglur er stjórnvöld settu um útfarir blökku- manna í landinu. Samkvæmt þeim er bannaö aö jaröa undir berum himni þá er láta lífið í pólitískum átökum. Stjórnvöld ásaka stjórnarandstæðinga um aö misnota slíkar útfarir til aö efna til uppþota gegn stjórnvöldum. Desmund Tutu var í gær viðstaddur útför tveggja blökkumanna er jarðsettir voru undir berum himni í bænum Tumahole, skammt frá Jóhannesarborg. Tumahole er rétt utan viö yfirlýst neyöarsvæöi stjórn- valda. Viö útförina fordæmi Tutu stefnu stjórnvalda í kynþáttmálum. Taliö er að rúmlega 2000 manns hafi verið viöstaddir útförina í Tumahole. „Ég kem til meö að tjá mig eins og ég hef alltaf gert. Eg læt ekki nein veraldleg stjórnvöld segja mér fyrir verkum hvaða boðskap ég boöa. Ef stjórnvöld reyna aö framfylgja laga- setningu sem er óréttlát mun ég ekki hika viö aö brjóta slík lög,” sagöi Desmund Tutu. 9000 KRÓNUR YFIR ATLANTS- HAFIÐ Frá Kristjáni Bemburg, fréttaritara DVíBelgíu: Frá og með 1. september mun bandaríska flugfélagið Peoples Express fljúga á flugleiðinni Brussel- New York fyrir aöeins 12000 belgíska franka, eða rúmlega 8700 krónur íslenskar. Daglega veröur flogiö meö júmbóþotum af Boeing 747 gerö er taka 450 manns í sæti. Máltíðir og aðra þjónustu um borð verður aö borga aukalega. Belgíska flugfélagið Sabena, býður nú ódýrasta fargjaldið á þessari leið fyrir næstum því helmingi hærri upp- hæð. Sabena er einnig meö Boeing 747 þotur en þeir bjóða mun meira rými fyrir farþega sína og komast 384 í hverja júmbóþotu Sabena á þessari flugleiö. Peoples Express flýgur einnig á flugleiöinni London-New York. Þeir vildu auka tíöni feröa á þessarí leiö en fengu ei leyfi breskra flugmálayfir- valda til þess. Þannig varö alþjóða- flugvöllurinn í Brussel fyrir valinu. Skógar- eldarn- irvoru íkveikja 23ja ára gamall maöur í Sunnyvale í Kalifomíu hefur verið handtekinn grunaður'um aö hafa kveikt skógareldana sem í hálfan mánuð loguðu í Norður-Kaliforníu og knúðu 4.500 manns til að flýja heimili sín. Þeir kviknuöu 7. júlí og brunnu 42 heimili til ösku. ~ S*' í* KACOH SO w MAmN6 moiOTa.EPMow »«re Vanir sjómenn vita hve mikið öiyggi felst í góðri talstöð, Zodiac Seacom 80 erein sú besta sem völ er á Heimilistæki bjóöa nú skipa- og bátatalstöövar frá Svíþjóö, sem eru í hæsta gæðaflokki: Zodiac Seacom 80. Seacom £0 er afar þægilegt og fullkomiö öryggistæki á góöu veröi. Seacom'80 getur vaktað 2 rásir samtímis, kall- rás og alþjóðlegu neyöarrásina, rás 16, sem hefur forgang. Fljótandi kristallar segja til um hvaöa rás sé í gangi og aðgengilegir, upplýstir snertitakkar gera rásaval mjög auövelt. Seacom 80 talstööin er í þremur hlutum — tr'tæki, sem er eins og símtól, talstööin sjálf meö 55 alþjóðlegum VHF rásum og svo lítill, en kröftugur hátalari. Seacom 80 er fyrirferðarlítil og hentar vel viö þröngar aðstæður. Talstööin er í sleða sem hægt er aö festa í loft eöa á borö og auðvelt er aö losa tækiö og fara meö heim. Taltækiö situr tryggt í sérhönnuöu sæti og hátalarann má festa þar sem hans er helst þörf. Settu þig í gott samband viö okkur hjá Heimilistækjum. Seacom 80 er talstöð sem þú þarft aö heyra meira um! Heimilistæki hf Tæknideild — Sætúni 8. Sími 27500. GOTT FOLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.