Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 13 Lokunartími veitingahúsa Nýlega skrifaði „neytandi" i DV um þjónustu leigubíla í Reykjavík. Ljóst var af skrifum þessa „neyt- anda“ að það sem þjáir hann er aðeins það að manninn virðist vanta atvinnuleyfi sem leigubíl- stjóri í borginni. Þjáning „neyt- anda“ brýst fram í óhróðursskrif- um um núverandi leigubílstjóra. Þrennt er honum árásarefni: 1. Meðal leigubílstjóra eru gamlir menn. 2. Leigubílar anna ekki þörf neyt- enda þegar snjór er og erfið færð. 3. Leigubílar anna ekki eftir- spurn um það leyti er dans- leikjum lýkur um helgar. Síðastliðinn vetur voru mikil blaðaskrif um sama efni hér í DV. Öllum þeim óhróðri var svarað þá. Nú er ljóst að DV kýs að fræða lesendur enn á ný um sama efni. Sem leigubílstjóra er mér málið skylt og mun því enn reyna að svara gagnrýni „neytanda". 1.-2. Gömlu mennirnirog snjórinn Rétt er að meðal leigubílstjóra eru aldnir heiðursmenn, svo sem í öllum öðrum starfshópum. Slíkt er eðlilegt og hinn mesti ódrengskap- ur að amast við gömlu fólki i hvaða starfi sem er. Rétt er að nokkrir gömlu mannanna hætta akstri í ófærð. Það skal hins vegar athugað að fjöldi eða fjölgun leigubíla í ófærð skiptir litlu eða engu máli. Þegar Breiðholtsbraut er til dæmis ófær breytir litlu fyrir neytendur í Breiðholti þó 100 leigubílar séu lausir hjá Hreyfli í Fellsmúla. Þá má líka benda á að þótt nokkrir rosknir bílstjórar hverfi heim í ófærð kemur á móti að margir hinir yngri hafa gaman af að fást við snjóinn og koma til aksturs, þó svo að þeir hafi ætlað að hvíla sig. Ég ítreka það - og ég á von á því að almenningur skilji það þó „neyt- andi“ geri það væntanlega ekki - að fjölgun leigubíla bætir ekki þjónustu við hverfi sem eru lokuð vegna ófærðar eða tafa sem skapast vegna illa búinna bíla. Hópur leigubíla, sem bíður vegna fastra bíla á Breiðholtsbraut, veitir vissu- lega afar litla þjónustu, það skilja allir aðrir en „neytandi“. Við þennan „neytanda" vil ég aðeins segja þetta: Ég vona sannar- lega að þú þurfir ekki að verða gamall maður, það kann að verða þér um megn. Þrátt fyrir að ég standi hiklaust í vörn fyrir aldraða ökumenn leyni ég ekki frekar hér en annars staðar þeirri skoðun minni að meiraprófs- réttindi ættu að falla úr gildi við 70 ára aldur. Segja má sem svo: Ef skrifstofumaður í lítilfjörlegu starfi hjá ríkinu verður að hætta störfum eigi síðar en sjötugur er vitanlega firra að eldri maður sé við stjórnvöl leigubíls, vörubíls eða til dæmis 50 manna áætlunarbíls. Einnig má bæta því við að launa- kjör leigubílstjóra þurfa að batna verulega ef raunin er sú að þeir verða að halda áfram störfum fram um eða fram yfir áttrætt. Þetta var svona útúrdúr en bifreiðarstjórum er hollt að gera sér grein fyrir því að oft tekur neytandinn leigubíl einungis vegna þess að hann er að flýta sér á áfangastað. 3. Dansleikir Rétt er að leigubílar borgarinnar anna ekki á skömmum tíma heim- flutningi veitingahúsagesta föstu- dags- og laugardagsnætur. Engum, væntanlega ekki heldur „neyt- anda“, mun koma til hugar að fjölga leigubílum svo að þessu verki verði lokið á t.d. 15 til 30 mínútum. Núverandi ástand er þannig að erfiðleika gætir frá um klukkan 2 að nóttu fram um klukk- an 4. Auðveldasta, einfaldasta og skynsamlegasta lausn þessa vanda væri að gefa lokunartíma veitinga- húsanna og kránna frjálsan. Með því væri að fullu leyst hið tíma- bundna flutningavandamál sem kemur upp aðeins tvær nætur í viku og stendur aðeins í tvo klukkutíma hvora nótt. Jafnvel væri nóg ef skipulagt væri „ofan frá“ að húsum austan Lönguhlíðar væri lokað klukkan þrjú þessa helgi en húsum vestan Lönguhlíðar lokað klukkan fjögur og svo öfugt næstu helgi. KRISTINN SNÆLAND LEIGUBÍLSTJÓRI Sú lausn, svo góð sem hún gæti verið, mun væntanlega ekki verða samþykkt af húsráðendum dans- húsanna og þá er aðeins eftir sú lausn að gefa opnunartímann frjálsan. Lokaorð Hver sanngjarn neytandi skilur að i snjóveðrum ræður enginn við umferðarvandamálin, ekki heldur leigubílstjórar. hversu margir sem þeir væru. Allir sanngjarnir neyt- endur hljóta líka að viðurkenna að svo lengi sem öllum dans- og öldurhúsum borgarinnar er lokað á sama Þ'ma föstudags- og laugar- dagskvöld er engin von til þess að skynsamlegur fjöldi leigubíla ráði við þörfina á skömmum tíma. 1 snjóveðrum verða því neytendur að taka á þolinmæði sinni. Vegna helgaannanna þurfa neyt- endur, bílstjórar og veitingamenn að sameinast um kröfuna um frjáls- an opnunar- og lokunartíma kráa og veitingahúsa. Tækist þessum aðilum að sameinast um kröfu þessa og ná árangri þyrfti enginn að kvarta undan þjónustu þess hóps manna sem nú hefur atvinnu við að aka leigubílum á Reykjavík- ursvæðinu. Kristinn Snæland a „Auðveldasta, einfaldasta og skyn- ™ samlegasta lausn þessa vanda væri að gefa lokunartíma veitingahúsanna og kránna frjálsan.“ Má skipta lokunartíma veitingahúsanna um Lönguhlíð? Gjafir Styrkjastaurs Ófáar vikur eru nú umliðnar síðan ég skrifaði Albert. Borin von hann svari - af hvaða hvötum sem þögn hans annars stafar enda svar af hans hálfu óþarft orðið. Alþingi hefur nefnilega krafið hann sagna - og lítið orðið eftir af kempunni nema goggurinn og bassinn, svo vitnað sé í Jón Hregg- viðsson. Albert finnst hann þurfi ekki að standa einum eða öðrum reikningsskil gjörða sinna - kon- ungur í ríki sínu. Og svör af hans hálfu vega ekki þungt. En þjóðin þyrfti að spyrja sjálfa sig alvarlegra spurninga. „Víst er vitað að Albert var á mótþróaskeiðinu um þær mundir, vegna stólaskipta hjá ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins." Svo segir í DV. Stjórnmálamaður á knatt- spyrnuskóm brá sér í jólasveins- búning og þjófstartaði jólunum - enda vonlítið um önnur efnahags- leg jól á íslandi á næstunni. Skrif- aðir voru út tékkar úr galtómum ríkiskassa og haldið smákveðju- partí. Virtist handahóf ríkja að mestu hvert gjafirnar lentu - þó ekki algjört. Þremur spurningum a.m.k. hlýt- ur maður nú að varpa fram: 1) Hafði Albert í raun nokkurt umboð setn íjármálaráðherra? Hann sat sem bráðabirgðaráðherra þótt stjórnin sem slík teldist ekki bráðabirgðastjórn formlega séð. Hann var „bið“-ráðherra uns ann- ar tæki við eftir tvær vikur. Ekki er venja að bráðabirgðastjórn geri nokkrar ráðstafanir (hvað þá bráðabirgðaráðherra). Fráleitt er auðvitað að slíkur ráðherra skyldi gera nýja kjarasamninga. 2) Hvaða umboð hefur fjármála- ráðherra (jafnvel þótt ekki sé „bráðabirgðaráðherra") til auka- fjárveitinga umfram fjárlög nema þeirra sem orsakast af brýnni nauðsyn, vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna eða sakir nýrra kjara- samninga? Þótt hann kunni að hafa slíkt umboð formleg séð, hvers ætlaðist þingræðisfyrirkomulagið raunveruiega til af honum? Og til hvers er þá verið að samþykkja fjárlög? 3) Hvaða vörn (og viðurlög) hefir Alþingi gegn ofríki slíkra fjármála- ráðherra á mótþróaskeiði og í hefndarhug? Og hvaða ráðstafanir þarf nú að gera til að setja undir lekann? Hvernig Albert svo ráðstafaði þessu fé er nánast aukaatriði í sambandinu. Þó er rétt að líta snöggvast á það dæmi: Síðustu 15 dagana veitti hann 11 „prívat“-aukafjárveitingar (auk liinna nýju kjarasamninga) þ.e. eina á hvern vinnudag að jafnaði. (Góður skáti - eitt góðverk á dag.) Fimm styrkir fóru til sparkfélaga - augljóst hvar hjartað slær. (Albert segir sjálfur á þingi að styrkveit- ingar ráðherra HLJÓTI að mótast af smekk viðkomandi. Ekki er m.ö.o. gert ráð fyrir því að ráðherra hafi dómgreind til að bera, hvað þá reglur til að fara eftir eða að- stoðarmenn að leita til. Bara geð- þótti bara duttlungar.) Tveir styrkir fóru til menningarmála (sennilega 4 millj. af 45 eða 15) og virðast því hafa komið í góðan og sanngjarnan stað niður. 50 þús. til Lionsldúbbs úti á landi, eins og til að halda hlut strjálbýlisins gagn- vart Reykjavíkursvæðinu (1/300). Kannski þeir þarna fyrir austan geti keypt sér knattspyrnuskó fyrir „aurinn"? Þá eru eftir 3 styrkir sem fóru í tóma fígúru og snobb. Hæsti styrkurinn (af 11 einkafjárveiting- um Alberts) fór i fígúru-finngálkn aldarinnar - sjálfa Hallgrímskirkju, enda þörfin augsýnilega brýnni þar heldur en að koma bókum þjóðar- innar undir þak. Tvær millj. í snobbaðar „kellur" á Vesturgöt- unni. Ég hygg að það sé rangt til getið hjá DV að Albert hafi tekið feil á kvennaathvarfi og kvenna- gríni, því stefnan í styrkveitingum hans var greinilega sú að láta „hí- um-hí“ og skrautfjaðrir ganga fyrir neyðarhjálp og menningu. Smekk- ur ráðherrans er heldur en ekki „fi'nn". Stórstúka íslands enn ótal- in, „virðuleg" stofnun og vænleg til vinsælda. Hitt er svo annað mál hvort allar þessar íjárveitingar voru það brýn- ar að þær gætu ekki beðið eftir „alvöru“ráðherra? Hlaðvarpinn á Vesturgötunni? Albert hyggur sjálfur að hann hafi verið sinn Akillesarhæll, en miklu skyldi til kostað og ekki dregið af sér að taka áhættuna þar eð þar i hlaðvarpanum hefði hann komið auga á vaxtarbrodd íslenskrar þjóðmenningar. Kerlingar hafi gaman af að blaðra og slúðra yfir kaffibolla og einhverjar kvensur í leikarastétt vantað einkaleikhús í ofanálag við öll önnur leikhús borgarinnar, sem eru legió, og er Alþingi þá ekki talið með. Én þetta - eins og fleira hjá ráð- herranum - er rangt. Akillesar- hællinn ristir dýpra en þetta. Umræddur hæll er geðbrestur ráð- herrans sem fer í fýlu þegar hann sér sig tilneyddan að skipta um stól. „Mótþróaskeið“hans hefur varað í hartnær hálfa öld - ásamt heift og hefnigirni. Nútímamönnum finnst það stundum skrýtið og öfugsnúið að margir fremstu hugsuðir Hellena hinna fornu (eins og t.d. Plató) skyldu snúast öndverðir gegn lýð- ræðinu (sem svo var nefnt). En orsök er til alls. Það var einmitt með tilliti til manna eins og Alberts sem þeir tóku þessa afstöðu sína. Lýðræðið upphóf lýðskrumarana og hina óhæfustu menn. Kjallarinn SKÚLI MAGNÚSSON JÓGAKEIMNARI Dæmið af Geir Hallgrímssyni og Albert Guðmundssyni er skólabók- ardæmi. Ef nefna ætti einn núlif- andi íslenskan stjórnmálamann, sem alþjóð veit enga skömm upp á, hlýtur nafn Geirs að koma fyrst í hugann. Skoðanir hans á einstök- um málum snerta ekki kjarna málsins - heldur aðferð, vinnu- brögð hans. Geir er vammlausastur manna. En Albert röðuðu kjósend- ur efst í prófkjöri, meðan þeir felldu Geir frá þingsæti. Þannig auglýsir almenningur dómgreindarleysi sitt. Hins vegar getur almenningur stundum séð að sér og lært af mistökum. Þvi er spurt: Hvað lætur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins bjóða sér mikið? Hvað um sjálft Alþingi? Og getur almenningur vitkast? Við bíðum og sjáum til. Skúli Magnússon a „...Albert röðuðu kjósendur efst í ^ prófkjöri meðan þeir felldu Geir frá þingsæti. Þannig auglýsir almenningur dómgreindarleysi sitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.