Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 15
15 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. íþróttir íþróttir íþróttir Ágóðaleikur fyrir Dalglish „Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta fyrir Liverpool, Celtic og Skotland og ég held að fólk kunni að meta það,“ sagði Kenny Dalglish en skoska knattspyrnusambandið hefur ákveð- ið að heiðra hann með minningarleik tveggja skoskra landsliða stuttu fyrir brottför skota til Mexíkó. Lið skipað landsliðsmönnum sem leika í Skotlandi mun leika við félaga sína er leika með enskum knattspyrnuliðum. -fros Man. Utd. hyggst bjarga Swansea City — frá gjaldþroti með vináttuleik Manchester United hefur boðist til að leika vináttuleik við welska félagið Swansea sem leikur í 3. deildinni ensku til þess að reyna að forða þvi frá gjaldþroti en eins og áður hefur komið fram þarf félagið að greiða 700 þúsund sterl- ingspund, í síðasta lagi 13. janúar, eigi félagið ekki að verða lýst gjaldþrota. Leikurinn mun fara fram þann þrettánda á heimavelli Swansea, Wetch Field. Líklegt er talið að stjóri Man. Utd muni nota Bryan Robson í leiknum en hann hefur ekki getað leikið með liðinu að undanförnu vegna meiðsla. -fros Sampdoria engin hindrun fyrir Platini og co • Michael Platini. — Frakkinn skoraði eina mark leiksins fyrir Juventus og liðið hef ur nú sex stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar Knattspyrnumaður Evrópu á síðasta ári, Frakkinn Michael Platini, sá um að skora sigur- mark Juventus gegn Sampdoria í ítölsku 1. deildinni er liðin mætt- ust á gamlársdag. Þrumufleygur Platinis á 40. mínútu var eina mark leiksins og úrslitin tryggðu Evrópumeisturunum sex stiga forystu á toppi ítölsku deildarinn- ar. Platini hefur því gert átta mörk í deildinni, sama íjölda og Þjóðverjinn Karl-Heinz Rummenigge en Aldo Serena, félagi hans hjá Juventus, er markahæstur í deildinni með níu mörk. Aðeins tuttugu þúsund manns sáu leikinn er hafði verið frestað frá 8. desember. -fros UMF Leiknir, Fáskrúðsfirði, óskar að ráða knatt- spyrnuþjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Upplýsingar í símum 97-5363 og 97-5310. Kóreumenn farnir að sýna tennumar — Mótherjar íslendinga í HM unnu sterkt handknattleiksmót í Sviss. Giinzburg, liðið sem Atli Hilmarsson leikur með varð í 3.-4. sæti. Atli skoraði 21 mark í fimm leikjum Frá Atla Hilmarssyni, fréttarit- ara DV í Þýskalandi: Suður-Kóreumenn, mótherjar Is- lendinga á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sviss í lok næsta mánaðar, komu mjög á óvart í vik- unni með því að vinna sigur í sterku hraðmóti sem fram fór í Sviss. Sex lið tóku þátt í mótinu en þau voru auk Kóreulandsliðsins þýska liðið Gunzburg, er Atli Hilmarsson leikur með, tékkneska liðið Red Star, Bratislava, ungversku meistararnir Epitok Vestprem, úrvalslið frá Júgó- slavíu og gestgjafarnir Bern. Kóreu- menn unnu örugga sigra í öllum leikjum sínum. Hlutu því tiu stig. Úrvalsliðið frá Júgóslavíu lenti í öðru sæti með sex stig og Gúnzburg og ungversku meistararnir skiptu með sér þriðja sætinu. Atli Hilmars- son skoraði 21 mark í fimm leikjum liðs síns. Leikmenn Kóreu hirtu öll verð- launin sem veitt voru til leikmanna á mótinu. Sang-Hyo Lee, ef nafnið segir einhverjum eitthvað, var kos- inn besti leikmaður mótsins og nítján ára vinstrihandarskytta, Jae-Won Kang, varð markahæsti maður móts- ins. Hann skoraði 36 mörk eða rúm sjö að meðaltali í leik. Það vakti einnig athygli hve Kóreumenn hafa ungu liði á að skipa. Tveir leikmanna þeirra eru til að mynda aðeins sextán ára og ald- ursforsetinn, Sang-Hyo Lee, er að- eins 23 ára að aldri. Liðið hóf loka- undirbúning sinn fyrir HM í síðasta mánuði en mun leika æfingaleiki allt fram að HM. Liðið mun dveljast i Evrópu fram að keppninni. Það er því ljóst að ekkert er öruggt hjá íslenska landsliðinu á HM. Sig- urmöguleikarnir gegn Rúmenum eru ekki miklir og ljóst er að leikirnir við Tékka og Kóreumenn gætu reynst landanum erfiðir. Bogdan landsliðsþjálfari hefur þegar tryggt sér myndbandssnældur með leik Kóreumanna frá hraðmótinu. Hann hafði samband við kunningja sinn ytra sem tók upp leikina. -fros Rafmagnsbilun dugði á þunga Kana — N jarðvík vann bandaríska skólaliðið Luther College, 63-61, er liðin mættust á mánudaginn. Ljósin fóru af í íþróttahúsinu eftir 44 sek. og kviknuðu ekki aftur fyrr en einni klst. og 16 mín. síðar Frá Magnúsi Gíslasyni, frétta- ritaraDV áSuðurnesjum: íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sigur á bandaríska skólaliðinu Lut- her College er liðin mættust i Ljóna- gryfjunni í Njarðvík á mánudaginn, bandaríska félagið var með íslands- för sinni að greiða heimsókn íslenska landsliðsins sem fór í keppnisferða- lag til Bandaríkjanna seint á síðasta ári. Leiks liðanna á mánudaginn verður ekki minnst fyrir góðan körfuknattleik. Lið Bandaríkja- mannanna svipur hjá sjón og aug- ljóst var að liðið lék án margra fasta- manna. Rafmagnsbilun, strax er 44 sekúndur voru liðnar af leiknum, orsakaði það að gera varð leikhlé er stóð yfir í eina klukkustund og sext- án mínútur. Þá hafði hvorugu liðinu tekist að skora en Njarðvíkingar skoruðu níu stig eftir að bilunin í ljósunum fannst. Skólaliðið náði þó fljótlega að vinna upp mun íslands- meistaranna en staðan i hléi var 26-31, Könum í hag. Njarðvíkingar sneru leiknum sér í hag á upphafsmínútum seinni hálf- leiks og eftir það var aldrei nein spurning um úrslit. Bandaríkja- mennirnir náðu reyndar að minnka muninn allt niður í tvö stig, 63-61, og það urðu lokatölurnar. Valur Ingimundarson varð stiga- hæstur Njarðvíkinga með 21 stig en hittni hans hefur þó oft verið betri. Jóhannes Kristbjörnsson átti einnig góðan leik í seinni hálfleik og Helgi Rafnsson var sterkur í fráköstunum. Bandariska liðið vann sigur á ís- lenska landsliðinu er liðin mættust i Bandarikjunum á síðasta ári. Erfitt er að ímynda sér að það hafi verið sama lið og Njarðvíkingar sigruðu á mánudaginn. Flestir leikmenn liðs- ins virtust eiga við offituvandamál að stríða þó að vissulega hafi sésc ágætis taktar frá sumum leikmann- anna. -fros • Valur Ingimundarson varð stigahæstur UMFN í viðureigninni við bandaríska skólaliðið Luther College. Styrkið og fegrið iíkamann DÖMUROG HERRAR! Ný 5 vikna námskeið hef jast 8. jan. HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR í HÁDEGINU Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ösamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja löttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki efla þjöst af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böfl — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Á 'f QO Innritun og upplýsingaT alla virka daga Mrmuia óz. kL ^-22 \ síma 83295.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.