Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. Spurningin Fórst þú í kirkju á jólun- um? Kristín Einarsdóttir húsmóðir: Nei, ég hafði ekki tíma til þess. Ég hef ekki farið á jólamessu síðan ég var barn. En ég komst nú samt í jólaskap. Erik Hirt, vinnur í Hagkaupi: Nei, ég bókstaflega nennti því ekki. Hef ekki farið í þrjú ár. Hörður Árnason sjómaður: Nei, því miður, ég komst ekki, það var svo mikið um að vera. Ég var í miklu jólaskapi, enda i landi. Já, ég var i miklu og góðu jólaskapi yfir því að fá að vera heima á jólunum. Þorbjörn Reynisson vélvirki: Nei, og hef aldrei gert. Ég hef engan tíma til þess en mig hefur nú stundum langað. Dagný Valdimarsdóttir læknarit- ari: Nei, mér finnst leiðinlegt á jóla- messum. En ég var í jólaskapi og er enn. Auður Hannesdóttir húsmóðir: Nei, ég fer sjaldan í kirkju en ég var í ágætu jólaskapi og er, held ég bara, alltafí jólaskapi. Lesendur Lesendur Lesendur Mál að linni Borgari skrifar: Vita landsmenn að hin illræmda lánskjaravísitala er þannig reikn- uð að hækki brenhivín í áfengissöl- um ríkisins hækka skuldir þeirra sem hafa tekið verðtryggð lán?. Vita landsmenn að ef uppskeru- brestur verður í kaffihéruðum Brasilíu og kaffiverð hækkar þá hækka skuldir Islendinga sem hafa umtöluð drápsklyfjalán á bakinu? Þetta er svo með öllu óforsvaran- legt svínarí að meðan stjórnmála- menn láta þetta viðgangast verður ekki annað séð en að þeir séu vís- vitandi að hlunnfara borgarana á mjög svo lúalegan hátt. Það er mál til komið að fólk fari að snúa sér að þeim, ef einhverjir eru, sem lofa að leiðrétta þetta dæmalausa órétt- læti. Hvað segir Jón Baldvin Hannibalsson? Vill hann fá at- kvæði þúsunda manna sem eru að kikna undan þessum drápsklyfja- lánum og sjá ekki annað framund- an en að missa eignir sínar í gin braskaranna og okurkarlanna? Sá stjómmálaflokkur, sem vill leið- rétta lánskjaravísitölusvínaríið og sjá til þess að ekki sé stolið eignum fólks, vinnur ekki aðeins þúsundir atkvæða heldur gerir hann þjóð- þrifaverk sem leiðréttir eitt hið illræmdasta svínarí sem þekkst hefur á íslandi. Ekki fengum við að sjá þá 8603-7459 skrifar: Ég er sammála þeim sem hafa skrif- að í blaðið og beðið sjónvarpið að sýna Duran Duran tónleikana í Los Angeles 28. desember. En svo varð náttúrlega ekki. Ég hefði samt skor- að á sjónvarpið að sýna þá. Af þvi að þetta er nú ár æskunnar. JANTJAR heftið er komið. Á blaðsölustöðum NUNA. 1. HEFTIVERÐKR. 160 I DÖLLY PARTON: uiFIÐ ER LEIKUR Bls. 15 100METRA OFAN í JÖRÐINA - ÚRVALFERÍ BRESKA KOLANÁMU Bls. 70 Skop Undrabarn og ofurstirni Hársbreidd Þjálfaður skæruliði 9 ára Doily Parton lífíð er leikur Hetjustræti Saga vínsins Sjúklcg afbryðisemi er hættuleg Úr heimi læknavísindanna Ótrúlegt en satt: Maðurinn sem vildi deyja Stefrian tekin á Teheran: Saga af flugráni 2 3 7 10 15 21 28 34 40 43 46 STEFNAN TEKIN Á TEHERAN SAGA AF FLUGRANI Bls. 46 ÍSLENSK FRÁSÖGN: reimleikar Bls. 39 Hugsun í orðum Stríðið við ryð í bílum Fastur undir logandi eimreið Úrvalsljóð 100 metra ofan í jörðina Barist við búðarþjófa Rcimleikar í bíl Hin nýja frú Gandi 58 60 6 3- 68 70 83 89 93 Síðast seldist Tj JttV AL náðu þér í hefti nuna. O* Hvað er búið að sýna fyrir okkur unglingana á þessu ári? Jú, 3 til 4 klukkutíma af Live-Aid (sem var í 16 klst.), auk þess part úr Sing Blue Silver og svo Skonrokk 1 klukkutíma á mánuði. Finnst ykkur þetta hægt? Nei, ekki finnst mér það. Það er verið að endursýna aftan- stund fyrir litlu krakkana svo þau fái lengri tima til að horfa á sjón- varpið. Svo er sýnt beint frá ensku knattspyrnunni á hverjum laugar- degi. Það er alls ekkert of dýrt. Nei. Og í haust var sýnt beint frá Róm þar sem páfi var að messa eða eitt- hvað svoleiðís. Ég er viss um að enginn hefur haft gaman af þeim þætti. Þetta er ekki búið. Það er verið að troða upp á fólk einhverjum grútfúlum fræðslumyndum sem ein- hverjir einstakir hafa gaman af. Ég er alveg viss um að tónleikarnir, ef sjónvarpið hefði sýnt þá, hefðu orðið besta jólagjöfin í ár. Skrifið, krakkar, i blöðin. Gottlag, góð tillaga Ein úr Hólminum skrifar: Mig langaði til að skrifa og leggja fram góða tillögu: Endursýna lagið Last Christmas með Wham í Skon- rokki. Það voru nú jól fyrir mjög stuttu. Þetta er þrusugott lag. Eng- inn efast lengur um það því það er ekki hægt eins og allir sjá - Að minnsta kosti sé ég það. Ég vil að vísu ekki láta þirta nafnið mitt því það er algjþrt leyndarmál hvað ég heiti, en það er ekkert leynd- armál að ég er mikill Wham- aðdáandi. Já, í rauninni alveg sjúk í Wham. Ég meina það, þeir eru æðislegir. Sjá ekki allir hvað þeir eru æðisleg- ir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.