Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Frumkönnun á vegum Krabbameinsfélagsins Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hér á landi og deyja 30-40 manns úr þessum sjúkdómi á ári hverju. A vegum Krabbameinsfélagsins er hafin frumkönnun sem felst í leit að æxlum í ristli og endaþarmi. Grundvöllur fyrir skipulegu eftir- liti byggist fyrst og fremst á góðri þátttöku í frumkönnuninni. Könnunin nær til 6 þúsund ein- staklinga, karla og kvenna, á aldr- inum 45-69 ára og er markmiðið að kanna hagkvæmni og árangur slíkrar leitar. Fólk finnur oft lítið eða ekkert fyrir einkennum fyrstu árin, en með rannsóknum má greina forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir hann. Könnun sem þessi ætti að vekja fólk til umhugsunar um krabbamein í ristli og endaþarmi þar sem batahorfur ráðast mikið af því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist. Orsakir þessa krabbameins má meðal annars rekja til neyslu fitu- ríkrar og trefjasnauðrar fæðu. Krabbameinsfélagið hefur notið aðstoðar ýmissa sérfræðinga við undirbúning könnunarinnar, en framkvæmd er í höndum Önnu Pálsdóttur meinatæknis og Ásgeirs Theódórs meltingarsérfræðings. Frumkönnunin nær til höfuð- borgarsvæðisins auk Bolungarvík- ur og Egilsstaða og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir eftir eitt oghálftár. -VAJ Anna Pálsdóttir meinatæknir og Ásgeir Theódórs meltingarsérfræðingur, sem munu sjá um framkvæmd frumkönnunar Krabbameinsfélagsins. Rafmagnsveitur: Allir hitunar- taxtar undanþegn- irsiUuskatti „Ég hef ekki heimild til að skýra frá niðurstöðum þessa máls,“ sagði Garðar Valdimars- son skattrannsóknarstjóri þegar hann var spurður hver hefði orðið niðurstaðan af athugun skattaeftirlitsins á meintum söluskattssvikum Rafmagn- sveitu Reykjavíkur og Rafveitu Hafnaríjarðar. Forsaga þessa máls er sú að í fyrra voru rafveiturnar kærðar fyrir að innheimta ekki söluskatt og verðjöfnunargjald af raforku til iðnaðarhitunar eins og lög gera ráð fyrir. í gjaldskrám þessara aðila hef- ur verið fallið frá tvískiptingu hitunartaxta og eru nú allir hit- unartaxtar undanþegnir sölu- skatti og verðjöfnunargjaldi, þrátt fyrir að Alþingi hafi ákveð- ið á sínum tíma að aðeins raforka til húshitunar skyldi undanþegin þessum gjöldum. Þagnarskylda skattaeftirlitsins Málið var kært til skattrann- sóknarstjóra og er rannsókn þess nýlokið. Aðspurður hvort hann gæti ekki upplýst hvort kæran ætti við rök að styðjast, s'agði skatt- rannsóknarstjóri „Nei, ég svara því ekki.“ Vísaði Garðar til ákvæðis skattalaga um þagnar- skyldu starfsmanna skattaeftir- litsins, en þar segir að starfs- mönnum sé bannað að skýra frá því sem þeir í starfi sínu kunna að komast að um tekjur og efna- hag skattaaðila. Sú breyting á gjaldskrám raf- veitnanna að hætta að inn- heimta söluskatt og verðjöfnun- argjald á raforku til iðnaðarnota virðist gerð til þess að einfalda gjaklskrána og koma á innbyrðis samræmingu milli taxta. 1 bókun, sem gerð var á fundi i bæjarstjórn Hafnafjarðar þar sem þessi gjaldskrárbreyting var samþykkt, segir að með þvi að sameina þessar tvær tegundir rafhitunar í einn taxta sé verið að stinga undan lögboðnum gjöldum sem renna eigi til ríkis- ins og það sé bæði ólögmætt og siðlaust. -VAJ Tíu skermar til móttöku sjónvarps frá gervihnöttum bíða í bílskúr í Breiðholti þess að það skýrist hvaða stöðvar leyfilegt verði að horfa á. Mikill áhugi á gervihnattadiskum „Það er gífurlega mikill áhugi á þessu. Það liggur við að aðilar í hverjum einasta kaupstað á landinu hafi talað við mig. Húsfélög í fiestum stærri fjölbýlishúsum á Reykjavík- ursvæðinu hafa einnig haft samband við mig. Þetta sagði Ari Þór Jóhannesson rafeindavirki, sem hefur til sölu búnað til móttöku sjónvarps frá gervihnöttum fyrir um 160 þúsund krónur. Ari setti sjálfur upp lítinn disk við heimili sitt í Krummahólum í Breið- holti í vetrarbyrjun. Varð hann þar með fyrsti einstaklingurinn hérlend- is til að ná erlendum sjónvarpsstöðv- um beint frá gervihnöttum. Eutelsat-gervihnötturinn, en um hann fer um einn tugur sjónvarps- stöðva, er enn sem komið er eini kostur íslendinga í þessum efnum. Skýr mynd virðist nást frá honum um allt land með um 1,2 metra breið- um diski svo framarlega sem fjöll eða mannvirki skyggi ekki á. Óvíst er hvaða áhrif ýmsir veðurþættir, svo sem snjókoma, hafa á móttökuna. Reglugerðir takmarka mögu- leikana Tvær reglugerðir, sem stjómvöld settu nýlega, takmarka mjög mögu- leika landsmanna á að nýta sér þennan tæknimöguleika. Ibúar í fjöl- býlishúsum, 36 íbúða eða færri, eru þó best settir. Ibúar í 36 íbúða fjölbýlishúsi gætu tengt sig við Eutelsat-hnöttinn og opnað fyrir Sky Channel-stöðina fyrir rúmar fimm þúsund krónur á íbúð. I reglugerð Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum segir að móttaka á sjónvarpi, sem bundin er við „íbúðasamsteypu, 36 íbúðir eða færri, sem eru innan samfellds svæðis“ sé undanþegin ákvæðum um að íslenskt tal eða neðanmálstexti skuli fylgja erlendu sjónvarpsefni. í reglugerð Matthíasar Bjarnason- ar samgönguráðherra um starf- rækslu jarðstöðva fyrir móttöku sjónvarpsefnis um fjarskiptatungl segir að leyfi skuli bundin því skil- yrði að umsækjandi hafi aflað sér heimildar hinnar tilteknu sjón- varpsrásar um afnot hennar. Jafnframt segir að seljendur mót- tökubúnaðar skuli fullvissa sig um að kaupendur og notendur búnaðar- ins hafi aflað tilskilinna leyfa áður en hann er afhentur. Móttökubúnað- urinn skuli við það miðaður að hann taki einungis á móti þeim sjón- varpsrásum sem umsækjandi hefur tryggt sér afnotarétt á. I sjálfheldu „Þessi mál eru búin að vera í sjálf- heldu síðan reglugerðin kom út. Eina stöðin, sem gefið hefur opinbert leyfi, er kristileg stöð,“ sagði Ari Þór. Með leyfi frá kristilegu stöðinni New World hafa þeir Skúli Pálsson á Ólafsfirði og Karl Hálfdánarson á Húsavík fengið leyfi frá samgöngu- ráðuneytinu til að setja upp disk. Karl setti upp disk við heimili sitt að Sólbrekku 20 á Húsavík. Skúli Pálsson varð hins vegar að setja upp disk sinn að Kleifum fyrir norðan Ólafsfjarðarkaupstað þar sem fjöllin sunnan við fjörðinn eru fyrir sjónlín- unni að Eutelsat-gervihnettinum. Sky Channel Ari Þór Jóhannesson hefur spurst fyrir um leyfi hjá Sky Channel, sem er einna mest spennandi stöðvanna í Eutelsat-gervihnettinum. í svar- bréfi lýsir Sky Channel sig reiðubúið til að selja Ara nauðsynlegt tæki, aftruflara, fyrir 415 sterlingspund, um 25 þúsund krónur, til að hann geti tekið á móti og dreift Sky Channel til minnst tveggja ibúða en mest 36 íbúða eða um hótel. Sky Channel kveðst ekki leyfa móttöku til aðeins eins heimilis sökum ákvæða um höfundarrétt. Ennfremur segir Sky Channel að ekki sé hægt að dreifa dagskránni um stór kapalkerfi þar sem enginn íslenskur texti fylgi. Music Box Annarri breskri stöð í Eutelsat, Music Box, sem sendir eingöngu út popptónlistarþætti í 18 tíma á sólar- hring, er umhugað um að sem flestir horfi á dagskrá sína. Hefur Music Box verið að kanna hvaða leiðir eru í boði á íslandi. fslenska sjónvarpsfélagið, sem Jón Óttar Ragnarsson og fleiri standa að, hefur rætt við Music Box um að senda dagskrána þráðlaust um Reykjavíkursvæðið. Regla Sverris Hermannssonar um íslenskan texta gildir ekki um söng- texta. Hins vegar sendir Music Box einnig út viðtöl við fræga tónlistar- menn, sem yrði að þýða áður en fs- lendingar fengju að sjá þau. Meðan mál þessi eru að skýrast bíður Ari Þór Jóhannesson með tíu skerma í bílskúr uppi í Breiðholti. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.