Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 féll í yfirlið vegna taugaáfalls en konunum var ekkert mein gert enda áttu skæruliðarnir ekkert vantalað við þær (höfðu liklega ekki hugmynd um að þetta væri mamma Feargal Sharkeys).., Hljóm- sveitin Joboxers hefur lagt upp laupana eftir mikla innri baráttu liðsmanna. Þrir þeirra hafa þó i hyggju að stofna saman nýja hljómsveit... Óstaðfestar heimíldir herma að Led Zeppelin sáluga taki brátt til starfa á ný. Þeír Jintmy Page, Robert Plant og John Paul Jones híttust á Life Aid tónleikunum i sumarog ku hafa likað félagsskapurinn svo vel að þeir hafa verið að æfa saman með Power Stat- ion trommarann Tony Thomp- son bak við settið... Smá- skífa með Rolling Stones er væntanleg fyrir mánaðamót og heitir smellurinn væntan- legi Harlem Shuffle. Breiðskif an „skitadjobb" - Dirty Work - er hins vegar væntanleg i mars... Þá er von á nýrri plötu frá Genesis fyrir vorið en þeir félagar eru við upptök- ur um þessar mundir... meiraseinna... því að vera barðir i spað. Ozzy tók hins vegar létt á uppi- standinu og lauk hljómieikun- um með orðunum: Guð blesst ykkur, amen... Áfram i Belf- ast. Móðir og systir Feargals Sharkeys lentu i honum kröpp- um á dögunum er þær voru í Belfast að heimsækja kunn- ingja. Vissu þær ekki fyrr en inn i ibúðina stormuðu al- vopnaðir menn og tóku alla sem þar voru í gíslingu. Voru þetta skæruliðar Irska lýð- veidishersins sem vantaði samastað fyrir fyrírsát sem þeir hugðust gera breskum hermönnum. Móðir Sharkeys SMÆLKI Sælnú!... Þaðáekkiaf honum Ozzy Osbourne að ganga. Við sögðum frá þvi um daginn að hann hefði verið kærður fyrir að eiga óbeina aðild að sjálfsmorði ungs bandarísks pilts en því er haldið f ram að pilturinn haf í fyrirfarið sér eftir að hafa hlustað á lag Ozzys, Suicide Soulution. Ozzy var svo á dögunum i Belfast á Irlandi á hljómleíkum en eitthvað gekk spilamennskan brösuglega vegna háværra mótmæla hóps kristinna unglinga sem álíta Ozzy greyið vera hinn illa sjálfan holdí klæddan. Að- dáendur Ozzys urðu auðvitað fjúkandi íllir og tókst lögreglu með naumindum að forða TVÆR Á TOPPNUM STING-MOON OVER BOURBON STREET (A&M) Mikið væri gaman ef þetta lag færi á toppinn einhvers staðar. Það bæri þeim stað vott um tónlistarsmekk á háu plani. Þetta er gullfall- egt lag; jassfílingurinn svífur yfir vötnunum og Sting syngur angurværri röddu. Magnað. PIL - RISE (VIRGIN) Jón gamli rotni og félagar eru dáldið sér á parti. Þetta lag er frumlegra en obbinn af þeim lögum sem gefín eru út í dag. Hæg undiralda en spennan á yfirborðinu. Sold- ið mónó en góðir millikaflar. VICIOUS PINK- TAKE ME NOW (PHARLOPHONE) Mjög umfjölluð hljómsveit og af þessu lagi að dæma ekki alveg að tilefnislausu. Formúlan samt ósköp svipuð annarri hverri hljómsveit á breska listanum; grjótharð- ur trommuleikur og geltandi hljóðgervlar. Þokkalegt lag, söngurinn minnir dáldið á Blondie sálugu. Hins vegar er fyrra lagið á bakhlið plöt- unnar miklu betra. Snúið plötunni við. EINN Á BOTNINUM SHAKIN STEVENS- TURNING AWAY (EPIC) Já, það ætla ég að vona að þú farir brátt að snúa þér frá þessu gamla jukki, Stebbi. -SþS- Stórsöngvarí slær á létta strengi Hvað meinar einn eftirsóttasti og besti óperusöngvari heims, Placido Domingo, með því að syngja inn á jafnsykursæta plötu og Save Your Night for Me? Svarið hlýtur að vera peningar. Ekki getur mér dottið í hug að gæði laganna hafi ráðið þar um. Þótt inn á milli séu hin ágætustu dægurlög þá eru þau ekki í þeim gæðaflokki sem hann á að venjast. Placido Domingo, sem á að baki glæsilegan feril sem óperusöngvari, hefur á síðari árum slegið í geng í Bandaríkjunum og er þar vinsæll gestur í þekktum sjónvarpsþáttum. Allir hafa viljað koma fram með þessum glæsilega manni og hann hefur svo sannarlega kunnað að meta frægðina. Ekki hefur það skemmt fyrir honum að hafa leikið í tveimur góðum kvikmyndaupp- færslum á þekktum óperum. Sem sagt - Placido Domingo er á góðri leið með að verða Hollywoodstjama. Því hefur hann ábyggilega fengið gylliboð um að gera plötu með ró- mantískri dægurtónlist - og hefur tekið því. Á Save Your Nigt for Me eru tíu lög hvert úr sinni áttinni, bandarísk, ítölsk og frönsk. Einstaka lag er þekkt og þeirra þekktast er Maria úr West Side Story og er ekki að neita að kappinn fer sérlega vel með þetta hugljúfa lag Leonard Bern- stein. Önnur lög eru misgóð en eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina. I einu laganna, A Love Until End of Time, syngur Domingo dúett með Maureen McGovern, sem ég veit því miður ekki nánari deili á. Lagið er ekkert sérstakt og dæmigerður ást- arsöngur sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Þrátt fyrir að Placido Domingo sé skapaður fyrir að syngja aðra tónlist en á Save Your Night for Me er ekki hægt annað en á stundum að hrífast af kraftmikilli og tærri rödd hans, og það er einmitt rödd hans sem gefur þó plötunni það gildi að geta talist yfir meðallagi þegar miðað er við aðrar álíka plötur. - HK. DOUBLE - CAPTAIN OF HER HEART (POLYDOR) Annað rólegt lag; þetta frá Sviss. Þokukennd stemmn- ing; gamaldags píanóleikur og hrífandi saxi inni á milli. Það kemur fleira gott frá Sviss en súkkulaði og klukk- ur. FJÓRAR í MIÐJUNNI FRA LIPPO LIPPI - SHOULDN’T HAVE TO BE LIKE THIS (VIRGIN) Einu sinni var það pönk- bylgjan, svo var það nýbylgj- an og nú er það norska bylgj- an! Frómt frá sagt eru þessir Lippo Lippar þrælgóðir. Að minnsta kosti þetta lag. Vandað popp, enginn hasar, öllu vandaðri en landar þeirra A-Ha og mun geðs- legri fyrir mína parta. A skilið að ná langt. Má hafa viö eyrað Ég man þá tíð þegar Boney M var samnefnari yfir steingelda tónlist og ég vildi frekar hlusta á samleik froðuplasts og rúðu heldur en þessa ömurlegustu hljómsveit allra tíma. Það var þegar diskótónlist var guð- spjall 'dagsins og ég ónæmur fyrir guðspjallinu. Það er undarlegt að hljómsveit eins og Boney M skuli ekki hafa drukkn- að í pönkbylgjunni miklu, að hún skuli enn í dag vera að berjast við að ná hlustum heimsbyggðarinnar. Já, undarlegt en satt, út er komin plata eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Ég efast um að nokkur leggi við hlustir nema þeir sem eru tilneyddir, gagnrýnendur og aðrir álíka. Ég hef verið með plötuna á fóninum að undanförnu og reynt að skúra gólfm í takt. Og gott ef hún léttir ekki undir með mér þegar rykið er að kæfa mig. Það er nefnilega ekki til feilnóta á plötunni og fleira mætti telja sem vel er gert. Eye dance hefur alla kosti fyrri Boney M platna til að bera og talsvert þar fram yfir. Nú er ekki verið að hamra á og skemma gömul, góð lög með þessun, skelfilega niðursuðutakti sem gekk í fólk fyrir nokkrum árum þegar ekki varð, að mér fannst, komist neðar en að hlusta á þess konar úrþvætti. Eye dance inniheldur nær ein- göngu lög sem ekki hafa heyrst áður, en það er samt ákaflega fjarri lagi að segja að platan sé á einhvern hátt merkileg eða góð. Hins vegar vil ég vera jákvæður og segja að hún sé betri en ég hélt að Boney M-plata gæti verið. Hún er náttúrlega alveg óskaplega létt og svo sem ekkert mjög ólík gömlu „góðu“ plötunum með gömlu góðu lummunum. En annaðhvort er ég orðinn ýmsu vanur eða Boney M er orðin þolanleg hljómsveit sem gerir svo sem ekkert til að hafa við eyrað. Ég hallast að seinni skýringunni, enda fer það ekki milli mála að Be dance er betur gert og metnaðarfyllra verk en fyrri plöt- ur Boney M. -JSÞ Eyjólfur farinn að þreytast Symfóníska rokkið er að heita má útdautt fyrir utan stöku eftirlegu- kindur sem enn fást við að pakka tónlist inn í gífurlegar umbúðir. Þar með er ég ekki að fordæma allt symfónískt rokk, því þar, eins og alls staðar annars staðar á tónlist- arsviðinu, hefur margt stórgott verið gert. Og raunar má segja að þeir tímar sem nú eru séu miklu betur fallnir til framleiðslu symfónísks rokks en þeir sem sú tónlist blómstr- aði hvað mest á. Og það eru hljóðgervlar nútímans sem gera það kleift að útbúa tónlist með gífurlegum strengjaútsetning- um án þess að hafa svo mikið sem eina fiðlu á sviðinu. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að symfónískar rokksveitir þvældust með heilu kammersveitimar um all- an heim á hljómleikaferðum. Alan Parsons Project er ein þeirra hljómsveita sem enn halda tryggð við symfóníska rokkið og það sem merkilegra er, notast enn við fíl- harmóníusveitir á plötum sínum í stað hljóðgervla. Annað séreinkenni á Alan Parsons Project er söngvaraleysi hljómsveit- arinnar, en sá háttur hefur verið hafður á að hinir og þessir söngvarar hafa komið fram á plötum hljóm- sveitarinnar. Þetta hefur gefið góða raun að mínu mati, því með þessu fæst sú fjölbreytni í annars nokkuð einhæfa tónlist, sem vitanlega fengist ekki með einum og sama söngvaranum. Á þessari nýjustu plötu Alan Par- sons Project eru það þeir John Miles, Chris Rainbow, Graham og Steve Dye, Gary Brooker og reyndar hljómborðsleikari hljómsveitarinn- ar, Eric Woolfson, sem sjá um söng- inn. Tónlistarleg uppbygging þessarar plötu er í mjög hefðbundnum Alan Parsons stíl eða öllu heldur í hefð- bundum symfónískum stíl, er byggð í kringum lag sem byrjar og endar plötuna, nokkurs konar tilbrigði við stef. Margt er hér vel gert en þreytu- merki eru óneitanlega farin að gera vart við sig, enda ekki óeðlilegt þegar sama munstrið er saumað aftur og aftur. Fyrir vikið er einhvern veginn þyngra yfir tónlistinni, sem áður einkenndist af léttleika og frískum töktum. Og því miður held ég að Eyjólfur hressist vart úr þessu. -SþS- PLACIDO DOMINGO - SAVE YOUR NIGHT FOR ME iALAN PARSONS PROJECT - STEREOTOM'*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.