Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR3. APRÍL1986. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Waldheims að svara „réttmætum spurningum" Símon Peres, forsætisráðherra Isra- els, sagði í gær að Kurt Waldheim, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, yrði að svara „réttmætum spumingum" samtaka gyðinga um meinta aðild sína að grimmdarverk- um nasista í síðari heimsstyrjöldinni. „Waldheim hefur verið krafinn um réttmætar spumingar og nú er það hans að koma með réttmæt svör,“ sagði forsætisráðherrann. Peres staðfesti að ísraelsk stjóm- völd hefðu að eigin frumkvæði hafið rannsókn á fortíð aðalritarans fyrr- verandi í síðari heimsstyrjöldinni og hefði farið þess á leit við alheimsráð gyðinga að fá send skjöl um Wald- heim í vörslu ráðsins. Peres staðhæfði þetta á fundi með leiðtogum ungra gyðinga í New York í gær er hann sat þar fyrir svörum. Forsætisráðherrann hafði fram að þessu ekkert viljað tjá sig um málið sem valdið hefur miklu íjaðrafoki í Austurríki og á meðal gyðinga um allan heim að undanfömu. Miklu moldviðri hefur nú verið þeytt upp varðandi meinta aðild Kurt W ald- heims, fyrtum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að grimmdarverkum nas- ista í síðari heimsstyijöld. Waldheim er nú í forsetaframboði í heimalandi sínu, Austurríki, og sést hér á mynd- inni ræða við nunnu eina í klaustri í Salzburg. - segir Símon Peres Vinna úra- níum úrsjó Talsmaður japanska iðnaðarráðuneytisins sagði í gær að japanskir vísindamenn hæfu vinnslu á úraníum úr sjó í nýrri og fullkominni verksmiðju er tekur til starfa næstkomandi mánudag. Að sögn talsmannsins em yfir þrjú grömm af úraníum í hverjum þúsund tonnum af sjó og getur verksmiðjan afkastað yfir 36 þúsund tonnum af sjó á sólarhring. Japanar áætla að framleiða þúsund tonn af úraníum á ári um aldamót. Japan kaupir nú um 4500 tonn af úra- níum á ári frá Ástralíu og Kanada. Nýja verksmiðjan kostaði átján og hálfa milljón dollara fullbúin og er í borginni Nio-cho í suðurhluta landsins. Höfðaði mál vegna litar- háttar síns Bandarísk kona tapaði máli sem hún höfðaði fyrir hæstarétti í Louisiana til að sanna að hún væri hvít. Konan telur sig vera ranglega skráða á fæðingarvott- orði sínu sem svertingja. Hæstiréttur taldi aftur á móti sannað að rekja mætti ættir konunnar til hvíts plantekrueiganda og svartrar ambáttar frá Alabama og því skyldi hún fiokkast sem svört. „Eigirðu fáa hvíta forfeður ertu svartur, eigirðu aftur á móti fáa svarta forfeður ertu samt sem áður svartur," sagði lögfræðingur konunnar þegar hann heyrði niðurstöðu réttarins. Blakkir unglingar aftur í skólann Fréttir frá Suður-Afríku hermdu að þúsundir blakkra ungmenna hefðu mætt í skólann á tilgreindum tíma í > gær í héruðum við Pretóríu en fregnir frá öðrum landshlutum sögðu að enn væru margir skólar lamaðir vegna skorts á nemendum. Menntamálánefnd blökkumanna hafði lagt það til við leiðtoga rétt- indabaráttu svartra að skólaverkfall- inu yrði aflýst þar sem það þjónaði litlum tilgangi og væri í raun aðeins blökkumönnum sjálfum til tjóns. Nefndin hvatti þó til áframhaldandi aðgerða gegn stjómvöldum og lagði til að boðað yrði til þriggja daga alls- herjarverkfalls í landinu fyrir 16. júní næstkomandi. Fyrir páskafrí voru langflestir skól- ar blökkumanna í Suður-Afríku lam- aðir vegna fjarvista nemenda og er talið að 95 prósent blakkra náms- manna á skyldunámsstigi, af áætluð- um sex milljónum blakkra náms- manna, hafi tekið þátt í verkfallinu. Skólar á skyldunámsstigi fyrir vegna samstöðu foreldra um að senda blökkumenn voru opnaðir aftur í ekki böm sín í skólana til að lýsa Suður-Afríku eftir páskahátíðina. yfir andstöðu sinni við kynþáttaað- Skólarnir höfðu fyrr verið óvirkir skilnaðarstefnu stjórnvalda. Blakkir jafnt sem hvítir nemendur busla í páskasól í Suður-Afríku á strönd sem opin er fyrir alla kynþætti við Höfðaborg. PANTANIR SÍMI13010 KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Opið ó laugardögum FALLEGIR B a 1BYGGINGAVORUR [ DÚKJLDEILD Hringbraut 120- sími 28603. HÁSKÓLIÍSLANDS OG ATVINNULÍFIÐ í tilefni 115 ára afmæiis Stúdentafélags Reykjavíkur og 75 ára afmælis Háskóla íslands gengst félagið fyrir ráðstefnu um ofangreint málefni. Ráðstefnan verður í Kristalssal Hótel Loftleiða 4. apríl nk„ hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur kl. 17.00. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Sigmundur Guðbjarnason rektor setur ráðstefnuna og ræðir um: Háskóla íslands og atvinnulífið. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf„ talar um: Þróun sjávarútvegs og tengsl hans við menntun og rannsóknir. Jón Bragi Bjarnason prófessor talar um: Líftækni; horfttil framtíðar. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, ræðir um: Háskóli og atvinnulíf eru ekki andstæður. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrek- enda, talar um: Rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Rögnvaldur Ólafsson, dósent og hönnunarstjóri Mar- els hf„ talar um: Hlutverk H.i. í þjóðlífinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ræðir um: Tengsl Ríkisútvarpsins við atvinnulífið og menntastofnanir. Magnús L. Sveinsson, formaður atvinnumálanefndar Reykjavíkur, ræðir um: Samstarf H.í. og Reykjavíkur- borgar. Ráðstefnustjóri er Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur skorar á félags- menn, fulltrúa atvinnulífsins og háskólamenn að fjöl- menna á ráðstefnuna. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Báru Bryndísar í síma 62-24-11 sem fyrst. Stjórn Stúdentafélags Reykjavikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.