Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDÁGUR 3. APRÍL1986. Spurningin Fórst þú út úr bænum um páskana? Heiðar Ragnarsson sjómaður: Nei, ég fór ekki neitt, hafði engan hug á því. Helgi Jónsson ellilífeyrisþegi: Ó, nei, ég lá nú í flensu um páskana, það var heldur leiðinleg útkoma. Bernharð Svavarsson nemi: Nei, ég var bara heima. Og þó, bíddu við, ég fór hálfa leið upp á Esju á páskadag, ég nennti ekki lengra. Lóa Björk Jóhannsdóttir: Nei, ég var með þriggja ára lasið barn og komst því ekkert þrátt fyrir útþrá. Stefanía Y. Freysteinsdóttir nemi: Nei, ég fór ekki neitt og ástæðan er sú að ég bara hafði ekki efni á því. Guðriður Jóhannsdóttir, starfs- stúlka í Hampiðjunni: Nei, en það hefði nú verið gaman að skreppa á skíði. Ég var bara því miður að vinna og komst hvergi. Karlar í konuleit F æreyingur skrifar: DV hefur nýlega birt frétt í blaðinu um átök í Færeyjum þar sem lumbrað var á nokkrum Islendingum sem virð- ast hafa verið í Færeyjum í kvenna- leit. Þetta vekur verðskuldaða at- hygli. Hvaða rétt hafa íslendingar til þess að leita að kvenfólki í Færeyjum? Færeyingar eiga í vök að verjast fyrir ágengni Islendinga á þessu sviði sem halda að það sé besta lausnin að leita til Færeyja en ekki leysa vanda- málin í eigin landi. Geta þá ekki íslenskir menn lært eitthvað af Fær- eyingum á þessu sviði? Það er ekki ■nokkur vafi á því. Hvers vegna eru t.d. auglýsingar eins og þær þegar karlar óska eftir konum ekki leyfðar í Færeyjum? Slík kynning milli heim- sálfa er umdeild, jafnvel þótt um starf sé að ræða (vegna herstöðva?) Slík vandamál milli landa eru afvarlegs eðlis. Menn koma til að stunda ein- hvers konar vinnu í einhverju landi, en þeirra land er lokað og hér er ekki um gagnkvæm skipti að ræða. Það er því um óeðlileg samskipti að ræð'a. Á þessum forsendum ber að hafna slíkum auglýsingum. Að öðrum kosti hlýtur að koma upp sú spuming hvers vegna Islendingar fara ekki í kvennaleit til Ameríku? Hér er um að ræða spurningu um peningamál fyrst og fremst, ekki rétt? Að lokum: Færeyingafélagið hefur gengist fyrir ódýrum ferðum milli landa okkar allt árið. Það er því ódýrast að leita til Færeyja. Þessu má ekki breyta. Einangrun á því sviði er ekki rétta úrlausnin, eða hvað finnst ykkur? Margir íslenskir menn virðast fegnir því að geta flutt til annarra landa, þótt þeir verði að lifa einlífi. „Það er því ódýrast að leita til Færeyja, Þessu má ekki breyta.“ Fatlaðir njóti tollalækkunar Helgi Jóhannesson skrifar: í fjölmiðlum var nýlega sagt frá því að mjög margir fatlaðir menn hefðu nú hug á að endumýja bíla sína og þá einnig aðrir að kaupa sér nýjan bíl og notfæra sér þannig þær kjarabætur sem boðnar eru í nýgerðum kjarasamningum. Áð sögn fjölmiðla hefur þá komið upp erfið staða vegna þeirra tolla eða þess tollaleysis sem var á bílum til fatlaðra áður en nýgerðir kjara- samningar tóku gildi. Ég tel að þetta mál só mjög einfalt að leysa svo að öllu réttlæti sé fram- fylgt gagnvart þessum fötluðu mönnum sem svo sannarlega eiga fullan rétt á þeim kjarabótum er samningarnir segja til um. Þegar fatlaður maður kaupir sér nú nýjan bíl, hvaða tegund svo sem það er, ó hann að fá bílinn hjá umboðinu með sömu kjörum og voru fyrir kjarasamningana. Síðan á hann að fó afslátt sem nemur þeirri upphæð er þeir fá sem nú kaupa bíl samkvæmt nýju kjara- samningunum og nýju tollalögun- um. Þó upphæð, hvort sem hún er 50-60 eða 100 þúsund krónur, skal svo ríkissjóður greiða umboðinu. Þessi stóri hópur fatlaðra, sem öðrum fremur þarf á nýjum bíl að halda, á svo sannarlega rétt á sömu bótum frá ríkinu og þeir aðrir er nú kaupa sér bíl og fá þennan afslátt sem nýgerðir kjarasamningar segja tilum. Svona einfalt er þetta. H ...„öllu réttlæti sé framfylgt gagn- vart þcssum fötluðu mönnum sem svo sannarlega eiga fullan rctt á þeim kjarabótum er samningarnir seaatilum." Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hjálparstofnun kirkjunnar hjálpí löndum okkar fýrst - síðan þeim í Afríku Skattgreiðandi skrifar: Það eru víða bágindi í þessum heimi og mikið væri hægt að gera ef allir legðust á eitt til að hjálpa þeim þurf- andi. í Afríku eru sennilega mikil bágindi vegna ýmissa orsaka. En þau eru líka hér á okkar landi. Og það hefur ein- mitt komið fram nýlega að hér séu um 25% heimila í landinu undir fá- tæktarmörkum ef miðað er við „standard" þann sem gildir í Mið- Evrópu. Stærsta „hatterí" neyðarhjálpar hér á landi, Hjálparstofnun kirkjunnar, virðist einskorða sig við aðstoð til hinna þurfandi í Afríku. Þangað er sent fólk og farartæki ásamt vörum og þjónustu og fslendingar hvattir til að láta fé af hendi rakna til þessarar aðstoðar. Gott og vel, svo langt sem það nær. En þessi aðstoð nær nú sennilega ekki langt þegar til kastanna kemur enda er aðstoð við Afríkubúa lítt fólgin í matar- og peningagjöfum heldur fyrst og fremst kennslu og verkmenntun hvers konar. Málið er hins vegar það að Hjálpar- „Stærsta „batterí" neyðarhjálpar hér á landi, Hjálparstofnun kirkjunnar, virð- ist einskorða sig við aðstoð til hinna þurfandi í Afríku.“ stofnun kirkjunnar hefur miklu nær- tækara verkefni að vinna en það að standa í vörusendingum til Afríku. Hér á landi er stór hópur fólks sem þarfnast aðstoðar og það er orðin opinber staðreynd. Hjálparstofnun kirkjunnar þarf ekki að leita eða fara langt. Hún getur leitað til Félagsmálastofnunar Reykjavíkur eða annarra slíkra víðs vegar um land til að afla sér upplýs- inga um þörf landa okkar. Ég er fúllviss um að skattborgarar, almennt talað, myndu fúslega leggja fram sinn skerf til þessara samborg- ara okkar og kannski miklu fremur en til hinna fjarlægu staða þar sem ekki er nein fullvissa fyrir því að aðstoðin komist til skila. Hér heima ætti að vera hægt að fylgjast vel með hvemig aðstoð Hjólparstofnunar kirkjunnar skilar sér og öll framkvæmd er mun auð- veldari. Ég fyrir mitt leyti mun ekki framar gefa til samskota Hjálparstofnunar kirkjunnar nema fyrst verði hugsað til hinna bágstöddu landa okkar sem nú er staðreynd að líða sáran skort. Einnig skora ég á þá sem sama sinnis eru að láta heyra í sér annað- hvort í íjölmiðlum eða með beinum hringingum til Hjálpárstofhunar kirkjunnar. - ísland umfram allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.