Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Mikið mannfall skæruliðanna Bardagarvið Persaflóa Mjög harðir bardagar hafa geisað á suðurhluta Faw skaga í írak, eftir að írakar gerðu gagnárás á stöðvar írana í fyrrinótt, að því er fregnir frá íran herma. Þetta eru hörðustu bardagar í margar vikur á hinum hemaðarlega mikilvæga Faw skaga, en íranir gerðu innrás á svæðið í febrúar síðastliðn- um. Tíðindalítið hefur verið í Persaflóastríðinu um nokkurt skeið, en stríðið hefur nú staðið á sjötta ár. Útvarpið í Teheran segir að eitt þúsund írakar hafi fallið í bardögunum og margir verið teknir hönbdum, þar á meðal einn hershöfðingi. Þá segjast íranir hafa umkringt hluta hers íraka. Sem svar við gagnárásum íraka hefúr allsherjar herútboð verið fyriskipað í íran og hafa tugir þúsunda skráð sig í herinn á undanfömum vikum. Atti að ræna Janni Spies? Fieiri danskir milljónamæringar á lista v-þýskra giæpamanna Haukur L. Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Þrír Vestur-Þjóðverjar hafa verið settir í gæsluvarðhald í Kaupmanna- höfn sakaðir um að hafa haft uppi áform um að ræna ferðaskrifstofu- drottningunni Janni Spies og krefjast fleiri milljóna danskra króna í lausn- arfé. Áætlanir þeirra náðu einnig til annarra danskra milljónamæringa eins og forstjóra Völund og Lego en ræningjamir náðu aldrei að hrinda neinni þessara áætlana í framkvæmd. Höfuðpaurinn, hinn 37 ára gamli bankaræningi Peter Anton Pfab, var handtekinn ásamt vopnuðum félögum hans i sædýrasafni í útjaðri Kaup- mannahafnar á fimmtudag. Pfab var t eftirlýstur síðan hann flúði úr fangelsi en alls hvíla á honum 20 fangelsis- dómar. - 1981 vom þremenningamir fangelsaðir fyrir vopnað bankarán í Danmörku en Pfab flúði úr fangavist- inni í mars í fyrra. Skömmu síðar var hann gómaður í Vestur-Þýskalandi en þar átti hann eftir að afþlána ellefu ára fangelsisvist. Það liðu þó ekki nema tvær vikur þar til fuglinn var einnig floginn úr þýska varðhaldinu og spm-ðist ekkert til hans fyrr en í síðustu viku. Félagar hans höfðu verið látnir laus- ir í Danmörku eftir afplánun dómsins fyrir bankaránið. Var þeim vísað úr landi fyrir fiillt og allt. Þeir snem þó aftur vegna mannránsáformanna en sitja nú fastir, eins og í upphafi sagði. Janni Spies getur nú andað léttar eftir árs kvíða. Alþjóðalögreglan (Int- erpol) fékk fyrir ári vitneskju um að vestur-þýskur bófaflokkur myndi ætla að ræna henni enjsíðan hefúr álagið verið gífurlegt á fjölskyldu hennar. Upp á síðkastið hefúr Janni átt við veikindi að stríða og er þessu kennt um. Hefur hún meðal annars hugað að því að losa sig við ferðaskrifstofu Spies til þess að fá frið fyrir bófum. Raunar fer Janni Spies varla nokk- urt fótmál öðmvísi en í fylgd lífvarða. Lætur hún helst sem minnst fara fyrir sér opinberlega. Meðal annars lætur hún dollaragrínin standa ónotuð inni í bílskúrum en ferðast um á venjuleg- um og lítt áberandi fólksbílum. Fundu sprengivéi'■ ina á hafsbotni Líbýskir og sovéskir sérfræðingar hafa náð upp úr Miðjarðarhafinu bandarísku F-lll sprengiflugvélinni, sem saknað var eftir loftárásina á Líbýu í síðustu viku, cftir þvi sem dag- blaðið Al-Ittihad i Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum heldur fram. Blaðið ber fyrir því ónafngreindar heimildir i Líbýu að lík flugmannanna tveggja hafi náðst úr sjónum og verið flutt til Trípólí. Með flugvélarflakið var farið til Sovétríkjanna til rannsóknar, samkvæmt þessum fréttum. Njósnahnöttur týnd- istþegar Títaneld- fíaug sprakk Bandaríkjamenn virðast hafa tapað mikilkvægum njósnalmetti þegar Titaneldflaugin sprakk skömmu eftir að henni var skotið á loft á laugaidag frá skotstað í Kalifomíu. Var eldflaug- in ekki komin hærra á loft en svo að 58 manns í skotstöðinni urðu fyrir eitr- un frá eldsneytisgasi eldflaugarinnar sem slapp út i andrúmsloftið við sprenginguna. Þykir þctta óhapp enn eitt áfall fyrir geimvísindi Bandaríkja- manna sem hafa naumast borið sitt barr eftir skutluslysið 28. janúar í vet- Umsjón: Guðmundur Pétursson oq Valqerður Jóhannesdóttir Mikið mannfall hefúr orðið i liði skæmliða í Afganistan í kjölfar harðra bardaga við Sovétmenn og afganska stjórnarherinn undanfama daga í landamærahéruðunum við Pakistan. Bardagamir era einhverjir þeir hörðustu um langt skeið og segja emb- ættismenn í Kabúl að yfir þrjú hundruð skæraliðar hafi fallið í þeim. Skæraliðar, sem hafa bækistöðvar í Pakistan, segja að sovéskar sprengju- þotur hafi gert árásir á mikilvægar stöðvar skæruliða rétt við landamær- in. Einkum var barist í og við borgina Kandahar og féllu margir óbreyttir Skæmliðar í Afganistan hafa misst marga menn í hörðum bardögum undanfaríð. borgarar, þar á meðal fjölmargar kon- ur og böm. En fólkið vildi ekki yfirgefa borgina þrátt fyrir viðvaranir skæra- liða um yfirvofandi átök. stfSft-ííS* Hú 10x11 ^ ir íicííg ^tieysui11' a& Vfi9á öiwm viö e ÖtfGG1 . • * ,0 301o5K'5 31* °5Rl5 §í|Sli ’ÖlS! 33X ttgttverð-^- »aðS Heild5010" ^eiðsW5^- ’Ói* sm<*alct- Fólksbílahjólharöar vœntanlegir í maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.