Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. 5 Fréttir Fjolmennur fundur BHMR: Aldrei aftur Kjaradómur! Úrskurður og störf Kjaradóms vegna kjaramála háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins voru harkalega fordæmd á fjölmennum fundi BHMR, sem haldinn var á Hótel Sögu i gær. Heimir Pálsson, varaformaður Hins íslenska kennarafélags, sagði að með þessum dómi hefði Kjaradómur kveðið upp dauðadóm yfir sjálfum sér. I lok fimdarins var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Fundur háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna í BHMR fordæmir starfshætti Kjaradóms og lýsir sérstakri vanþóknun á þeim nið- urstöðum sem dómurinn hefur komist að. Með þessum hætti hefur Kjaradóm- ur sannað vanhæfni sína og fundurinn telur að þessa leið megi aldrei aftur fara. Fundurinn fagnar ákvörðun launamálaráðs að segja upp samning- um og kreíst þess áð fj ármálaráðherra hefji þegar í stað samningaviðræður. Fundurinn minnir á loforð fjánnála- ráðherra um leiðréttingu dagvinnu- launa og krefst þess að full leiðrétting komi til á þessu samningstímabili. Fundurinn skorar á launamálaráð og aðildarfélög BHMR að finna leiðir til að ná fullum samningsrétti félags- manna.“ Þessi ályktun var samþykkt samhljóða af um 350 til 400 fundar- mönnum. Ýmsir forystumenn innan BHM tóku til máls á fundinum. Gunnar G. Schram, formaður BHM, sagði að með þessum dómi hefði Kjaradómur runnið sitt skeið og frjálsir samningar yrðu nú að taka við. Ummæli forsætisráðherra í einu dagblaðanna um að ríkisstarfemenn gætu bara sótt um aðra vinnu ef þeir væru ekki ánægðir með kjörin féllu ekki í góðan jarðveg á fundinum. Heimir Pálsson sagði þau vera eins og mönnum væri sagt að flytja til annars lands ef þeim líkaði ekki ríkis- stjómin! Þorsteinn A. Jónsson, formaður launamálaráðsins, sagði að þolinmæði félagsmanna væri á þrotum. Hann sagði að BHMR myndi ekki standa fyrir beinum aðgerðum. „Það er þó ljóst að nú er skotgrafahemaður að hefjast og félagsmenn verða að lýsa yfir stríði á hendur viðsemjendum sín- um. Hver og einn verður að finna sína leið í þeim hemaði." -APH Sérkjarasamningar í Mosfellssveit: Samið um 11 prósent meðal- talshækkun Gengið hefur verið frá sérkjara- samningi milli starfemannafélags Mosfellshrepps og hreppsins. Samn- ingurinn felur í sér að laun starfs- manna hreppsins hækka að meðaltali um 11 prósent og gildir sú hækkun frá 1. febrúar sl. Áætlaður kostnaður hreppsins vegna þessa em rúmlega 5 milljónir króna. „Þessi niðurstaða kom í kjölfar starfemats sem fram fór á störfum starfemanna okkar. Hún leiddi til þess að nær. allir vom staðsettir í nýja launaflokka. Hvert starf var metið eft- ir ákveðnu punktakerfi sem síðan ákvarðaði hvar hver einstakur starfs- maður lenti í launakerfinu," sagði Páll Guðjónsson, sveitarstjóri í Mos- fellssveit, í viðtali viö DV. Að sögn Páls em launahækkanir mismunandi eftir störfum. Niðurstöð- ur starfematsins skiluðu í nokkrum tilfellum engri hækkun en í öðrum allt að 7 launaflokka hækkun sem er um 21 prósent hækkun. Hækkanimar ná til um 70 starfemanna hreppsins og er áætlað að á ársgrundvelli kosti þessi samningur hreppinn um 5,5 millj- ónir. Páll sagði að í fjárhagséætlun hefði verið gert ráð fýrir um 6% hækkun launa. Einnig sagði hann að eftir þennan samning væm mjög fáir starfe- menn með laun undir 30 þúsund krónum og enginn þeirra fengi greidd laun undir 57. launaflokki BSRB. -APH cgSAMSUIUG TÍft/LfVMNA TAKN ÖRBYLGJUOFN meö snúningsdiski A VERÐI SEM SLÆR ALLT ÚT! Kr. 10.900 stgr. 3.000 út — eftirstöövar á sex mánuðum! íslenskur leiöarvísir Námskeið innifalið í veröi Laugavegi 63 - Siml 62 20 25 8oo fe Bílinn í salinn — og bíllinn ■ ^—* ________ bilasala Lágmúla 7 - Sí Bílo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.