Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. Fjölmiðlar Sígarettulaus lögfræðingur - nýtt andlit á skjánum Landsmenn rekur í rogastans er nýtt andlit fer að birtast reglulega á sjónvarpsskjánum. Það gerðist nú nýverið er Stefán L. Stefánsson hóf að lesa erlendar fréttir í fféttatíma sjónvarps. „Nýja andlitið" kom okk- ur hér á DV ekkert spánskt fyrir sjónir. Við þekkjum Stefán frá gam- alli tíð er hann vann hér öll þau störf er til féllu í pressugarði DV. „í sjálfu sér er ekki mikill munur á að vinna fyrir blað eða sjónvarp. Ef til vill má segja að stressið sé á öðrum tímum á vinnustað eins og sjónvarpinu. Á DV spennast menn allir upp á morgnana en á sjónvarp- inu er stressið á kvöldin. Svo er það bara spuming hvort mönnum hentar betur að vera stressaðir á morgnana eða kvöldin. Mér finnst betra að vera stressaður á kvöldin," sagði Stefán. Stressið á sjónvarpinu hefur þó bersýnilega ekki alveg gert út af við' Stefán þvi að á þeim stutta tíma sem liðin er ffá því hann hóf störf hjá sjónvarpinu hefur hann náð þeim merka áfanga í lífi sínu að hætta að reykja. I staðinn tyggur hann nýja nikótíntyggjóið að ráði læknis: „Ég var búinn að reykja látlaust í 13 ár og aldrei hætt. Þegar ég byij- aði að vinna á sjónvarpinu varð mér ljóst að þar reykti nánast enginn. Það er ómögulegt að sitja einn í reyknum." Stefán L. Stefánsson er aðeins ráð- Stefán L. Stefánsson, nýbakaður lögfræðingur og hættur að reykja. DV-mynd ÓÖ inn til sumarafleysinga hjá sjón- varpinu. Er haustar mun hann að öllum líkindum hverfa af skjánum og hvað þá tekur við er óljóst. „Ég var að ljúka lögfræðiprófi en er ekki vanur að gera áætlanir langt fram í tímann.“ Stefán L. Stefánsson er 29 ára gam- all og ef einhver hefur áhuga getum við upplýst það hér og nú að sambýl- iskona hans heitir Guðrún Harðar- dóttir. -EIR Helgi S. Helgason Forstjórabróðir selur útvarpið Ríkisútvarpið ætlar ekki að láta í minni pokann fyrir einkaútvarps- stöðvum sem búast má við að fari að skjóta upp kollinum. Ráðinn hef- ur verið nýr forstöðumaður allra auglýsingadeilda útvarpsins og er ráðgert að sameina þær undir eitt og sama þakið í nýja útvarpshúsinu um áramót. Hlutverk nýja forstöðumannsins verður að markaðssetja Ríkisútvarp- ið eins og hverja aðra vöru og til starfans hefur verið ráðinn Helgi S. Helgason viðskiptafi-æðingur og bróðir Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða. Helgi tekur við starfinu 1. ágúst en að undanfömu hefur hann starfað hjá Scania-Vabis umboðinu og meðal annars selt vöm- bifreiðar. -EIR Clapton með ódauðlegar perlur - Hróarskelduhátíðin í Danmörku 1986 Waferboys frá Skotlandi komu mörgum á óvart með frábærri frammistöðu. Hróarskelduhátíðin í Danmörku, stærsta popphátíð í Evrópu, var haldin í 15. skipti um síðustu helgi. Undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa herlegheitin og mun ítarleg skýrsla birtast í helgarblaði DV að viku liðinni. Hér verður þó stiklað á helstu atriðum Roskilde hátíðarinnar í ár. Hátíðin var formlega sett kl. 5 föstudaginn 4. júlí og í kjölfarið fylgdi þindarlaus tónlistarflutning- ur er tók ekki enda fyrr en undir rökkur á sunnudegi. Þá höfðu rúm- lega eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn látið ljós sitt skína. Menn mega hafa sig alla við ef þeir ætla að fylgjast með því helsta sem fram fer á slíkri hátíð tónlistar og mannlífs. Það er skemmtileg reynsla fyrir hvem sem er að sækja þennan mannfagnað, jafnvel fyrir þá sem láta tónlistina sig litlu skipta. Frábær föstudagur Feargal Sharkey reið á vaðið með sitt geðþekka popp og lék lög af sinni geysivinsælu sólóplötu auk sígildra slagara úr tónsmiðjum David Bowie, Rolling Stones o.fl. Hin stórgóða skoska sveit Water- boys var fyrsta stómúmerið á aðalsviðinu og vann hún hug og hjörtu áhorfenda sem þekktu þó greinilega fátt til þessarar frábæru hljómsveitar sem sent hefur frá sér þrjár breiðskífur. Tónlist Water- boys er hlý og þmngin stemmningu og spannar litróf tilfinninganna, gleði, trega, reiði, von. - En þetta var aðeins byrjunin. Lloyd Cole & the Commotions fylgdu í kjölfarið og þýska sveitin BAP og um klukk- an hálftíu var komið að snillingn- um Elvis Costello og hljómsveit hans, The Attractions. Þetta vom fyrstu tónleikar Costellos með Attractions í tæp 2 ár en piltamir höfðu greinilega æft vel því fram- lag þeirra var rafmagnað, borið uppi af léttum grípandi rokklögum af fyrstu tveimur breiðskífum Co- stellos. Einhverjum hefði þótt þetta yfrið nægur skammtur af hágæðapoppi á einum degi en rúsínan var eftir: sjálft gítargoðið Eric Clapton með hljómsveit sína er m.a. innihélt Phil Collins á trommur. Clapton flutti ódauðlegar perlur frá ýmsum tímaskeiðum á glæsilegum ferli og var sannarlega ógleymanlegt að upplifa snilli meistarans í návígi. Clapton er greinilega í toppformi um þessar mundir og ekki skaði að hljómsveit hans var mjög sterk. Þetta er ungt og ... Laugardagurinn var borinn uppi af efnilegum nýliðum í breskri rokktónlist. Fyrstan ber að telja eldhugann og trúbadorinn Billy Bragg sem líkt og hans er vani kom fram einsamall með gítara í far- teski og flutti baráttusöngva sína fyrir jafnrétti og öðrum höfuð- hugsjónum mannúðarsinna. Hull- sveitin Red Guitars kom næst og hefur efalítið aflað sér fjölmargra nýrra aðdáenda með sínu aðgengi- lega vitræpfrrokki. Að síðustu vil ég nefna frsku hljómsveitina Blue in heaven en hún leikur þungt öflugt rokk og var flutningur henn- ar og sviðsframkoma vel í hressi- legri kanti. Blue in heaven á eftir að feta hina grýttu braut til frægð- ar og almennrar viðurkenningar en af frammistöðunni í Roskilde má ráða að hún muni uppskera laun erfiðisins. Suddi Frammistaða veðurguðanna olli miklum vonbrigðum, tárfellir þeirra var með öllu óþolandi og stórefa ég að þeim verði boðið á næstu Hróarskelduhátíð eftir þessa lúalegu framkomu. - Aðeins sá til sólar í eitt skitið skipti og var það kjarnmikið gítarrokk Big Country sem ruddi burt þungbúnum skýjun- um. Big Country kynnti m.a. lög af glænýrri breiðskífu, The seer, og sannaði að hún eru eitt al- skemmtilegasta hljómleikaband sem völ er á. Þá er aðeins eftir að geta einnar stórsveitar, verðugs fulltrúa íslands, Mezzoforte, en hún er önnur íslenska sveitin sem boðið er á hátíðina. Sú fyrri var Kukl er sló í gegn þar í fyrra. Mezzoforte nýtur töluverðra vin- sælda í Danmörku sem endurspegl- aðist í þrælgóðum undirtektum áhorfenda við hinu vandaða jass- poppi Frónbúanna. Var gleðilegt að sjá Baunverjana öskra og stappa af fögnuði þegar Mezzo flutti stuðsmellina Garden party og This is the night. Komust okkar menn í alla staði vel frá sínu og hafa vonandi tryggt áframhaldandi þátttöku íslenskra sveita á Ros- kilde hátíðinni. Hér hefur verið minnst á nokkra hápunkta Ros- kilde festivals árið 1986, sem var vægast sagt vel heppnað og hrein- asta veisla fyrir tónlistarunnendur. Sem fyrr segir mun ég í næsta helg- arblaði gera ítarlegri grein fyrir hátíðinni, stemmningunni, mann- lífínu og tónlistinni. Skúli Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.