Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 9 Utlönd Enn er sprengt í París Frakkland krefstvegabréfsárítunar Einn beið bana og tveir særðust er sprengja sprakk í neðanjarðar- bílskýli í París í gær. Þjónustu- stúlka á veitingastaðnum Pub Renault nálægt Champs Elysees sá grunsamlegan pakka uppi á borði og var lögreglunni tilkynnt um fundinn. Báru lögreglumennirnir ásamt yfírþjóni veitingastaðarins sprengjuna niður í nærliggjandi bílskýli þar sem hún sprakk. Hlutu mennimir þrír alvarleg brunasár og lést annar lögreglumannanna af brunasárum. Við sprenginguna eyðilögðust rafmagnsleiðslur þannig að ekki var að hægt að horfa á sjónvarp á mörgum stöðum í París. Slökkvi- liðsmenn voru kallaðir út til þess að bjarga fólki úr lyftum er höfðu fest þegar rafmagnið fór af. Sprengjan í gær var sú þriðja á einni viku í París. Á föstudaginn særðust 42 manns er sprengja sprakk á þéttsetnum veitingastað og á mánudaginn lést ein kona og átján manns særðust er sprengja sprakk í pósthúsi í ráðhúsi borgar- innar. Tvenn samtök frá Austurlöndum nær hafa lýst ábyrgð sinni á sprengingunni á mánudaginn en þau krefjast lausnar skæruliða sem eru í haldi í París. Nokkrum mínútum eftir sprengjutilræðið í gær tilkynnti Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, að krafist verði vega- bréfsáritunar af öllum er koma til Frakklands. Undanskildir eru þeir sem koma frá Sviss og löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Ákveðið hefur verið að hermenn veiti landamæralögreglu lið og fylgst er betur með þeim eru taldir eru vera í tengslum við einhverjar neðanjarðarhreyfingar. Að sögn Chirac hefur verið ákveðið að grípa til fleiri aðgerða í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum en hann vildi í gær ekki segja nánar frá þeim. Aðgerðirnar, sem kynntar voru í gær, voru ákveðnar á ráðherrafundi fyrr um morguninn. Frakkar hafa nú hafið herferð gegn hryðjuverkamönnum. Lögreglumenn hafa hér beðið farþega að opna tösku sina en hún hafði þótt grunsamleg. Nancy og Reagan: Etturlyf hættulegasti óvinur Bandaríkjanna Ólafiir Amaisan, DV, New York: Ronald og Nancy Reagan ávörpuðu bandarísku þjóðina í gærkvöldi vegna fíkniefnavandans sem bandaríska þjóðin á við að stríða. Þessi útsending var með sérstæðu móti. Sent var út úr fjölskylduálmu Hvíta hússins en það mun mjög fátítt og aldrei áður hafa bæði forsetahjónin verið í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu. í upphafi fréttaútsendingarinnar vék forsetinn að umfangi eiturlyfjavand- ans í Bandaríkjunum og nefndi meðal smnars að einn af hveijum tólf Banda- ríkjamönnum reykir daglega maríjú- ana. Fimm hundruð þúsund Bandaríkjamenn eru háðir heróíni. Forsetinn sagði jafhframt að það sem helst ógnaði bandarískum unglingum og bandarísku þjóðinni væri þó hið nýja form kókaíns sem hægt væri að reykja, hið svonefnda crack. Sagði forsetinn að það væri einhver hættu- legasti óvinur sem bandaríska þjóðin hefði eignast. Forsetinn vék að því að Nancy Re- agan hefði ferðast nærri tvö hundruð þúsund kílómetra á undanfomum vik- um, haldið tugi ræðna um eiturlyfja- vandann og hefði árangurinn af ferð hennar verið góður. Reagan ræddi um nýlega áætlun sína í baráttunni gegn eiturlyfjum. Tilkynnti hann jafnframt að á morgun legði hann fram nýja áætlun. Sagði hann að peningar væm ekki nóg til að árangur næðist, einnig þyrfti sam- takamátt þjóðarinnar. Á næstunni mun hann kalla sendi- herra Bandaríkjanna erlendis til skrafs og ráðagerða um aðstoð við aðrar þjóðir sem eiga við svipaðan vanda að stríða. Reagan sagði að Bandaríkjamenn hefðu áður þurft að snúa bökum sam- an og berjast við hættulegan óvin og átti þá við heimsstyrjaldir þessarar aldar. Sagði hann að nú væri aftur komin sú stund að böm og fullorðnir, karlar og konur, þyrftu að standa sam- an og ekki láta deigan síga fyrr en fullur sigur væri unninn. Sagði hann að misnotkun eiturlyfja ógnaði öllu því sem bandarískt væri. Forsetinn minntist á þá sem hefðu flúið til Bandaríkjanna frá Sovétríkj- unum, Víetnam og víðar að. Sagði hann það grófa móðgun við þá sem flúið hefðu í frelsið ef eiturlyfin fengju að grafa undan því frelsi sem Banda- ríkin stæðu fyrir. Nancy Reagan tók einnig til máls. Hún sagðist hafa verið fyrir nokkm í Kalifomíu og þá hefðu nokkrir krakk- ar spurt hana hvað þeir ættu að segja ef þeim væm boðin eiturlyf. „Segið þið bara nei,“ sagði hún. Þetta var upp- hafið að stofnun klúbbs meðal krakk- anna sem starfar undir kjörorðinu: Segjum nei. Núna, nokkrum vikum seinna, em tíu þúsund bamaklúbbar í Bandaríkjunum sem starfa undir þessu sama kjörorði. Peter Dennings, fréttamaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem á morgun mun hefja þáttaröð í baráttunni gegn eiturlyfjum, segir að áætlun forsetans, sem tilkynnt verður í dag, feli meðal annars í sér að vissir opinberir starfs- menn verði skyldaðir til að ganga undir lyfjapróf. Nancy og Ronald Reagan ávörpuðu bandarísku þjóðina í gærkvöldi og hvöttu hana til þátttöku i baráttunni gegn eiturlytjum. Yfirvöld í Póllandi: Pólskir prestar aka oft undir áhrifum Verð á áfengi hækkaði í gær að meðaltali um 15 prósent í Póllandi og er hækkunin liður í baráttu vfir- valda gegn áfengisbölinu í landinu. í mars hækkaði verðið um 10 pró- sent en sú hækkun bar ekki tilætlað- an árangur. Áfengisneysla er alvarlegt vanda- mál í Póllandi og samkvæmt áliti yfirvalda em um fimm prósent allra pólskra karlmanna áfengissjúkling- ar. Pólska kirkjan lýsti því yfir í sum- ar að ágúst skyldi vera bindindis- mánuður og samtímis sökuðu nokkrir prestar vfirvöld um að fylla þjóðina að yfirlögðu ráði til þess að geta hagnast á áfengissölu. Talsmaður stjómarinnar visar þessum ásökuniun á bug og sakar presta um hræsni. Skrifar hann í grein, er birtist í nokkrum pólskum blöðum um helgina. að næstum allir prestar eigi bíla og það komi oft. fyr- ir að þeir aki undir áhrifum áfengis. Komi það jafnvel fyrir að þeir valdi slysum. Ef birtur yrði listi jdir slík atvik mvndi það valda kirkjunnar ' mörrnum miklum óþægindum. Að sögn talsmannsins er tjón það er þjóðfélagið verður fyrir vegna áfengisneyslu miklu meira en hagn- aðurinn af sölu áfengis. Prestar, er ekki vilja láta nafns síns getið, segja ásökunina grófa og komi hún á þeim tíma er samskipti ríkis og kirkju séu á viðkvæmu stigi. Bentu prestamir á að ásökunin hefði f>Tst komið frá opinbem fréttastof- unni PAP í síðustu viku, skömmu eftir að kirkjan tilkynnti að vegna fyrirstöðu stjómarinnar hefði hún látið af þeirri fyrirætlun að stofna sjóð fyrir bændur með eigin rekstur. Gert var ráð fyrir að fé frá Vesturl- öndum rynni í sjóðinn. Strax eftir að PAP haiði sleppt greininni var hún dregin til baka. Afritið sem birt var um helgina var óbreytt. Með sama símanúmer og KGB Ritstjórar New York Newsday héldu að þeir væm að gera reiðum Bandaríkjamönnum greiða þegai- þeir birtu símanúmer til aðalstöðva KGB í Moskvu á laugardaginn. Þvi miður gleymdu þeir að gefa upplýsingar um hvemig ætti að hringja út fyrir landsteinana og herra og frú Marra, sem búsett em í Wantagh í New York, fengu að heyra það óþvegið er samborgarar þeirra lásu yfir hausamótunum á þeim varðandi meðferðina á banda- ríska blaðamanninum Daniloff í þeirri trú að þeir væm að tala við KGB S Moskvu. Það vill nefhilega svo til að þau hafa sama símanúmer og sovéska leyniþjónustan. ffiNlDORM Beint leiguflug í sólina 18. september 2, 3, 4, 5 eða 6 vikur. Hægt að fá Amsterdamdvöl á heimleið. mT T ADfH ódýr vetrardvöl UUvAvA 5 mánuðir. Verð frá kr. 49.000,- FLUGFERÐIR SGLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661,15331,22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.