Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 45 Sviðsljós Hjónabandsráðgjöf Andrews og Söru Andrew prins og Sara, eiginkona hans, hafa víst bjargað hjónabandi El- ton John með traustum ráðum til söngvarans og eiginkonu hans, Renötu. Renata vildi ekki fyrir nokkum mun umgangast gamla vini Eltons en það eru aðallega knattspymustjömur eða söngvarar. Þar á ofan bættist það að Elton gifti sig með það að augnamiði að verða pabbi en eftir 2 'A ár í hjóna- bandi höfðu bömin enn ekki birst. Segja kunnugir því að hjónabandið hafi staðið á brauðfótum þegar hin konvmglegu hjónakom komu til hjálp- ar. Andrew og Elton hafa verið vinir í nokkur ár eða fiá því að þeir vom báðir þátttakendur í skemmtanalífi Lundúnaborgar. Þegar svo Andrew og Sara vom í tilhugalífinu skutust þau oft í heimsókn til Eltons til að fa að vera í friði fyrir ágengum ljósmyndu- rum. Sara og Renata urðu strax hinar bestu vinkonur og Renata treysti Söm fullkomlega og sagði henni ftó hjóna- bandserfiðleikunum. Á meðan vildi svo skemmtilega til að Elton sagði Andrew sína hlið á málinu. Þessi vinskapur Renötu og þeirra hjónaleysanna varð strax til að bæta hjónabandið. Loksins hafði hún hitt á vini Eltons sem henni þóttu skemmtilegir og hún vildi vera með. Undraverð breyting til batnaðar „Renata breyttist undurskjótt, áður var hún þurr á manninn og óvingjam- leg við vini Eltons en skyndilega breyttist hún í lifandi og málglaða manneskju sem var til í allt. Það var hún sem fór ásamt Söm í lögreglubún- ingi til að hleypa upp piparsveinapartíi Andrews sem þeim tókst nú ekki,“ sagði vinkona hennar. Andrew og Sarah töluðu einslega við hvort hjónanna um sig og gáfú þeim góð tóð í erfiðleikunum og dæmið gekk upp. „Enginn hjónabandsráðgjafi hefði getað bjargað okkur en það gátu Andy og Fergie, þau em bestu hjónabandsr- áðgjafar í heimi. Þau fengu okkur til að ræða málin og björguðu hjónaband- inu,“ segir Renata. í sama streng tekur Elton John: „Ef þeirra hefði ekki notíð við þá hefðum við skilið. Þau neyddu okkur til að gefast ekki upp. Andrew sagði mér að Renata hefði ekkert persónulega á móti vinum mínum, hún hefði einungis önnur áhugamál og leiddist því. Síðan sagði hann mér að hætta að hafa áhyggjur af bameignum, bömin kæmu fyir en varði, og veðjaði við mig að Renata myndi eignast bam á undan Söru“ Allt er í sómanum á þessum bæ og Elton segist una sér vel í hjónaband- inu. Miðað við hvemig Söm og Andrew gengur að halda öðrum hjóna- böndum gangandi hlýtur þeirra eigið að vera afspymugott. Ef einhvem tím- ann kastast í kekki hjá þeim segjast Elton John og Renata vera boðin og búin til að hjálpa eins og þau mögulega geta. Elton John og Renata em hamingjusöm og hjónabandið stendur á traustum fótum. Andrew og Sara geisla svo af hamingju að þau geta leyft öðmm að njóta Ifka. Atrúnaðargoö unga fólksins, Tom Cruise, ásamt Kelly McGillis í myndinni Top Gun sem næstum hafði kostaö hann lífið. Á innfelldu myndinni er Tom eins og hann leit út þegar hann lék i mynd- inni Legend. Tom Cruise hefur allrækilega slegið í gegn að undanförnu og mynd sú er hann leikur aðalhlut- verkið í, Top Gun, er hvarvetna sýnd fýrir fullu húsi áhorfenda. En það sem sjálfsagt fæstir kvik- myndahúsgestir vita er að Cruise var nær drukkn- aður við töku myndarinnar. f einu atriðinu átti flugdrengurinn, Maverick Mitchell, leikinn af Tom Cruise, að standa um borð í litlum björgunarbát, beygja sig yfir borðstokkinn og bjarga brúðu um borð. Brúðan var með fallhlíf á sér og átti að vera einn af flugfélögum Toms sem stokkið hafði út úr flugvél sinni. Upptakan fór ffarn við strendur Kali- forníu og í byrjun átti Tom í basli með að ná taki á fallhlíf brúðunnar. Skyndilega festist úr leikar- ans við fallhlífina sem var orðinn vatnsósa og þung. Tom féll í Kyrrahafið og flæktist enn meira í fallhlífinni og byrjaði að sökkva. Honum var bjargað af 2 köfurum frá hemum sem voru við- staddir til öryggis. Þeir stungu sér á eftir kvik- myndastjörnunni og náðu honum tæpum 2 metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Tom rankaði fljótt við sér og þakkaði köfurunum fyrir lífgjöfina. Eftir rúman klukkutíma taldi Tom sig færan í flestan sjó og var kominn fyrir ffaman myndavélamar. Ólyginn sagði . . . sem leikur Sammy Jo í Dynasty varð alls ekkert hrifin þegar eig- inmaður hennar, Tommy Lee, ætlaði aldeilis að sýna henni hvað hann gæti. Karlinn fékk lánað mótorhjól og tætti og tryllti eins og hann ætti lífið að leysa. Það tókst þó ekki betur til en svo að hann velti mótor- hjólinu og fékk heilahristing. Hefur Heather Locklear sagt að hann eigi að láta mótorhjól vera í framtíðinni. Svona fór um öku- ferð þá. Johnny Cash sveitasöngvari og gamall synd- ari til skamms tíma hefur gerst heittrúaður. Nýlega lauk hann við að skrifa bók um Pál postu- la og nú þegar hefur hann fengið álit fyrsta gagnrýnandans á gæðum bókarinnar. Ekki er hægt að segja annað en að Johnny geti verið ánægður með þessa gagnrýni því að álitsgjaf- inn var enginn annar en Jóhannes Páll páfi. Sendi höf- undurinn eintak til Vatikansins og páfinn skrifaði honum til baka og sagði að hann teldi bókina vera hreint himneska. Ekki dónaleg ummæli það. Ivan Lendl einn af bestu tennisleikurum heims hefur af ýmsum verið kallaður „maðurinn með stein- andlitið". Ivan hefur þótt heldur ómannblendinn og þrátt fyrir að vera vellríkur er víst að auðurinn hefur ekki spillt honum. Ivan hefur tekið símann úr sambandi klukkan 7 og farið í rúmið klukk- an 9. Fjölmargar stúlkur hafa reynt að gera hosur sínar græn- ar fyrir Ivan en allar hafa þær gefist upp. Nú hafa hins vegar borist þær fréttir af kappanum að hann sé búinn að trúlofa sig og giftingin sé áformuð um jól- in. Sú heppna er 19 ára og heitir Samantha Frankel. Heather Locklear t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.