Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 47 J afnr étti í upp vaskinu Þegar ég var að þvo upp fyrir konuna mína ekki alls fyrir löngu fór ég að hugsa um jólagjafirnar í ár og vegna þess að ég er hvorki hjálparstofnun né útgerðarfyrir- tæki setti að mér hroll við til- hugsunina og það sló út á mér köldum svita í miðju góðærinu því að mér var ekki alveg ljóst hvernig ég ætti að íjármagna fyrirtækið. Mér er til dæmis sagt að það gangi ekki að gefa fólki eitthvað sem setur mann ekki á höfuðið því að þá móðgist viðkomandi og tali aldrei við mann framar og gæti það komið sér verulega illa ef viðkom- andi væri bankastjóri því að þeir eru mennirnir sem lána okkur fyrir jólagjöfunum sem fara illa með fjárhaginn og fá menn til að svitna yfir uppvaskinu. Bankastjórar eru nefnilega farnir að segja já jafnoft og þeir sögðu nei áður og ef maður biður um tíu milljónir til að kaupa jólagjafir fyr- ir og býst við að fá kannski fimm bjóða þeir manni tuttugu, bara að fylla út blað og fá tvo ábyrgðar- menn sem hafa hvorki setið í fangelsi né farið á hausinn, að minnsta kosti ekki oft, og þetta verður komið inn á reikninginn þinn á morgun. En það átti fleira eftir að angra mig þennan dag en hugsunin um jólagjafirnar því að táningurinn þurfti aðstoð við dæmi sem ég gat ekki reiknað frekar en hann og sagði honum því að ég mætti ekki vera að þvi að hjálpa honum þar sem ég væri að þvo upp fyrir mömmu hans og þegar ég væri búinn að því þyrfti ég að ryksuga fyrir hana og bóna húsgögnin. - Þú ert ekkert að þvo upp fyrir mömmu, segir táningurinn þá og það kemurí ljós að í staðinn fyrir Háaloft Benédikt Axelsson að læra í stærðfræðinni um breytur og jöfnur og aðra illskiljanlega hluti hefur honum verið kennt að þegar maður sé á annað borð að þvo upp sé maður sko ekki að gera það fyrir hana mömmu sína. - Fyrir hvern þá? spyr ég og á erfitt með að leyna undrun minni yfir þessari fáránlegu staðhæfingu táningsins. - Auðvitað fyrir sjálfan þig, segir táningurinn og hefur líka lært þetta í skólanum. - Þú ætlar kannski að halda því fram að ég sé heldur ekki að ryk- suga fyrir hana mömmu þina og bóna húsgögnin, segi ég með hæðn- istóni í röddinni. - Já, segir táningurinn og skilur auðvitað ekki hvað þetta svar get- ur fækkað mikið þeim skiptum sem ég hjálpa honum við breyturnar og jöfnurnar og prímtölurnar. - Fólk á að hjálpast að á heimil- inu, bætir hann svo við. - Það stendur í jafnréttislögunum. Nú er það svo með þessi blessuð börn okkar hjónanna að þau hafa gáfurnar og fríðleikann frá kon- unni minni, að minnsta kosti þegar þau segja eitthvað af viti, en flest annað frá mér en þó veit ég ekki á þessari stundu hvaðan táningurinn hefur lögfræðina. - Ætlarðu að fara að segja mér að það standi í einhverjum and- skotans lögum að maður megi ekki þvo upp fyrir konuna sína ef manni býður svo við að horfa, segi ég al- veg sallarólegur við táninginn og hugsa með mér að það skuli verða bið á því að ég svari spurningunni í samfélagsfræðinni um hvers vegna Skaftfellingar hafi ræktað korn á átjándu öld. Þótt.ljótt sé að segja frá því nýt ég þess að búa til í huganum alls konar hefndar- ráðstafanir vegna þeirrar ósvífni í táningnum að reyna að ræna mig þeirri gleði að láta eitthvað gott af mér leiða á heimilinu og hefði ég þó sjálfsagt notið þess enn betur ef ég hefði vitað svarið við spurn- ingunni hvers vegna Skaftfellingar ræktuðu kornið. - Ekki bjó ég til þessi lög, segir táningurinn og er ekki alveg eins kotroskinn og áður. - Það eru ekki þeir sem búa til lögin sem eiga sökina, segi ég - Þetta samtal okkar varð ekki lengra en um kvöldið kom i ljós að mæðginin höfðu talað eitthvað saman um jafnréttislögin því að þegar ég bauðst til að þvo upp fyr- ir konuna mína eftir kvöldmatinn setti hún upp svip og sagði að ég gæti svo sem vaskað upp ef mig langaði til en ég skyldi gera mér grein fyrir því að ég væri ekki al- deilis að gera það fyrir sig. Ég væri að gera það fyrir sjálfan mig. Og héðan i frá geri ég ekki neitt fyrir neinn nema sjálfan mig sam- kvæmt lögum um uppvask. Kannski það sé líka bannað sam- kvæmt þessum lögum að elska aðra en sjálfan sig. Kveðja Ben.Ax. heldur þeir sem eru svo vitlausir að fara eftir þeim.; Finnurðu átta breytingar? 18 Merkið umslagið: „Átta breytingar- 18“ c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykja- vík. NAFN HEIMILISFANG PÓSTNÚMER Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef íjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dag- ar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun: Vasadiskó frá Radiobúðinni h/f (verðmæti kr. 2.990,-), heyrnartói (Headphone) frá Radiobúðinni h/f (verðmæti kr. 1.980,-) og nuddpúða frá Radiobúðinni h/f (verðmæti kr. 1.400,-). í þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Verðlaunahafar reyndust vera: Kristrún Einarsdóttir, Brekkutanga 36, 270 Varmá (vasadiskó); Sesselja Þórðar- dóttir, Faxabraut 36 b, 230 Keflavík (heyrnartól); María Jensdóttir, Hafnartúni 10, 580 Siglufirði (nuddpúði). Vinningarnir verða sendir heim. -------------------------------------------1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.