Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 10
54 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Kínverjar eru duglegt hjólreiðafólk. Á breiðstrætum borgarinnar er hjólareiðabrautin ámóta breið og bílabrautin. Heiðurssveit kinverskra hermanna i nýjum búningi á göngu eftir Torgi hins himneska friðar. GLOTUÐ KYNSLÓÐ Yfir tvö hundruð milljónir ungra Kínverja hafa áþreifanlega orðið fyrir áhrifum af menningarbylting- unni. Um tíu ára skeið, frá 1966 til dánardægurs Maós formanns 1976, var fraeðslukerfið brotið niður. Þúsund ára gamlar hefðir voru rofnar í heiftúðugum árásum og margar milljónir fiuttar nauðung- arflutningi. Allt þetta hefur í för með sér að börnin, sem voru of lítil til að skilja það sem var að gerast, eiga foreldra sem hafa orðið að gera sér grein fyrir viðburðunum að minnsta kosti tvisvar sinnum. í fyrra skiptið meðan byltingin stóð yfir og síðar eftir að tímabili hennar lauk. Kínverskt samfélag hvílir á tveim meginstoðum: landbúnaðí og fjöl- skyldusamfélagi. Meðan menning- arbyltingin stóð yfir skyldu bæði lúta í einu og öllu hugmyndakerf- inu. Hollustan við kommúnista- flokkinn var stórum mikilvægari en ræktin við fjölskylduna og góð- ur jarðargróði. Kennaraskipti í hinni miklu endursköpun gegndu kennararnir iykilhlut- verki, og um þá skipt, ýmist voru þeir umskólaðir eða iátnir hverfa. Þeir sem notíð höfðu betri mennt- unar voru sendir út á landsbyggð- ina „til þess að læra af bændunum“ og traustir flokksmenn tóku við kennslunni þar og 'hvers konar stjórnun. Útkoman er hálf kynslóð Kín- verja sem les og skrifar illa (í störum dráttum er talið að tveir þriðju hlutar kunni að lesa, og skrifa þar að auki nokkur hundruð rittákn). Það er kynslóð sem týnt hefur tilfinningunni fyrir fjöl- skyldusamfélaginu en lifir annars góðu lífi að konfúsískri hefð. Það er kynslóð sem tortryggir yfirvöld, bæði ný og gömul. Hið síðara kann að vera kostur, en er nýtt og óþekkt fyrirbrigði í Kína. Vonsviknir Margir þeirra sem voru fluttir til meðan á menningarbyltingunni stóð bíða stöðugt leyfis að fá að hverfa heim aftur. Sumir eru send- ir út í áróðursskyni og til þess að fæla fólk frá glötunarvegi kapítai- ismans. Þeir hafa að sjálfsögðu orðið fyrir miklum vonbrigðum. Aðrir eru sendir út í þeim til- gangi að læra af fólkinu og ef vel tekst til að öðlast einhverja þekk- ingu á landbúnaði. Þeir mega vera ánægðir, því að í þessari atvinnu- grein búa menn við góða atvinnu eins og stendur. Þeir einu sem hafa möguleika til þess að eignast bíl í Kina eru ríkir bændur. Engir aðrir. Meðal þeirra sem urðu illa úti í byltingunni var yfirleiðtogi Kína, Deng Xiaoping. Sonur hans varð örkumla maður fyrir það að honum var kastað út um glugga í háskól- anum í Peking. Og sjáifur leið- toginn varð að vinna nokkur ár í verksmiðju er harðstjómin var sem mest. Varúðin best Þeir Kínverjar, sem neyddir eru til þess að skipta um skoðun tvi- svar, eða ei' til vill þrisvar, hafi þeir verið virkir á sjötta áratugn- um, fara nú að öllu með gát. Hver veit nema „fjórmenninga“klíkan eða áhangendur hennar komist aft- ur til valda? Stjórnmáialínan er ekki sjálfri sér samkvæm og stöð- ugar kappræður fara fram innan flokksins um mörk uppbyggingar- innar og deilunnar gætir í opinberu lífi. Tuttugu og fimm milljónir Kín- verja eru nú á aldrinum frá 14 til 25 ára. Fyrir þá sem búa úti á lands- byggðinni, sera eru um áttatíu hundraðshlutar þjóðarinnar, hefur lífið tekið miklu minni breytingum en í borgunum. í Kína sem annars staðar í heiminum hraðvaxa þær og boðskapur nýrra tíma breiðist út frá þeim til hrísgrjóna- og hirs- iakranna. Nýtt frelsi Ef kínverskur ungdómur réði yfir Steinljón á verði fyrir framan eina af keist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.