Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 49 ! Dýrindis máltíðir framleiddar með hjálp tveggja primusa á gólfinu. Á leiðinni yfir Himalajafjöllin til Ladakh. Indverskur stéttleysingi selur lótusblóm sér til framfæris. hugsunarhátt gagnvart ókunnugum menningarstraumum var langlund- argeð okkar á þrotum og ekki bætti villt keyrsla bílstjórans úr skák. Það voru því andleg flök sem stigu út úr rútunni í Srinagar eftir 28 klst. ferð frá Delhi. Það sem bjargaði okkur frá hælisvist voru yndislegar mót- tökur Kashmirbúa. Eitt af sérkennum Kashmir eru húsbátarnir á stöðuvötnunum Dal og Nagin. Bátarnir eru arfleifð frá Bretum og þegar komið er inn í þá er eins og maður hverfi aftur í tím- ann til 3. og 4. áratugarins því að bátarnir hafa lítið breyst frá upp- hafi. Sama má segja um fjölskyldurn- ar, sonur tekur við fjölskyldufyrir- tæki af föður. Bátarnir framfleyta á að giska 1000 fjölskyldum í Kashmir og eru húsbátaeigendur tiltölulega vel stæð stétt í Indlandi þrátt fyrir að þeir hafi aðeins trygga vinnu yfir ferðamannatímann sem er 4-6 mán- uðir á ári. Á veturna er enga vinnu að fá og fjölskyldurnar lifa því alfar- ið á sumartekjunum. Óþolandi þögn? Við eyddum þremur letivikum á St. James Palace á Naginvatni. Vatnið er oft kallað gimsteinninn í hringnum og stendur fyllilega undir nafni, er fjqrri skarkala borgarinnar og þar er friðsælt og rólegt þrátt fyr- ir töluverðan fjölda húsbáta. Sumum ofstrekktum vestrænum ferðamönn- um var þögnin óþolandi! Þeir kunnu ekki gott að meta. Það er ótrúlega auðvelt að gleyma heiminum og týna tímanum þarna með þjón á hverjum fingri og síkar, sölumennirnir, eru á stöðugu sveimi um vatnið með allt sem hugurinn girnist, hvort sem það er hnetusmjör, kashmirsk ullarsjöl eða póstkort, svo að engin þörf er á að yfirgefa bátinn. íslensku bragðlaukamir tóku stökkbreytingu á þessum tíma. Soðna ýsan verður hálfbragðdauf í samanburði við indverskt karrí, svo mikið er víst. Næturnar í Kashmir eru sérstakar i meira lagi. Við vorum þar á síðasta hluta Ramadan og engispretturnar og froskarnir urðu að láta í minni pokann fyrir bænasöng múslímanna sem hljómaði yfir öllu. Um 80% íbú- anna eru múslímar og er þarna m.a. stærsta moska á Indlandi og önnur ekki ófrægari sem geymir ómetan- legan dýrgrip, eitt hár úr höfði spámannsins Múhameðs! Vegna þessa fjölda múslíma í Kashmir er það ekki í raun hið týpíska Indland sem flestir sjá fyrir sér sem heilagar kýr, vefjarhetti og sari. Ekki Indverjar Kashmirbúar telja sig fæstir til Indverja. Það er mikill sjálfstæðis- hugur í þeim en ef eitthvað er þá vilja þeir fremur tilheyra Pakistan en Indlandi, e.t.v. vegna skyldari menningar. Og það fer ekkert á milli mála að Kashmirbúar eru frábrugðn- ir „Indverjum". Hvort það er mestmegnis trúarmismunur eða eðli þeirra er ekki svo gott að segja. Húsakosturinn er eitt dæmi. í Kash- mir eru húsin t.d. mun Asíulegri en sunnar, einhvern veginn reisulegri, sjálfsagt af illri nauðsyn, þarna eru veturnir langir og kaldir og því þörf á betra skjóli. Kashmirbúar eru fæddir sölumenn. Það kemst varla nokkur ferðamannahræða frá Kash- mir án þess að „fjárfesta" í einhverj- um „ómetanlegum" dýrgrip frá héraðinu; listilega ofnum silki- eða ullarteppum, skartgripum, borðdúk- um, tréskurði eða hinu óendanlega papermeche sem virðist vera búið til í öðru hverju húsi. Aflt er þetta á „sérverði einungis fyrir þig...“ og hvernig er hægt að neita slíku til- boði? Beðiðtil Allah Þrátt fyrir allar varúðarráðstafan- ir komast fæstir ferðamenn hjá því að veikjast eitthvað örlítið í Ind- landi. Sjálfsagt eru breytingar á mataræði helsta orsökin og vatnið, þótt sótthreinsað sé með klórtöflum. Við tvær, stútfullar af ýmsum mót- efnum og fílhraustar að öllu jöfnu, vorum engin undantekning. Þetta endaði með stöðugu kapphlaupi á klósettið og lá á tímum við handalög- málum. Sigrún fór öllu verr út úr veikindunum og lá illa haldin í eina viku og fór svo á endanum að sent var eftir lækni. Það var ekki að spyrja að því að heilsan kom hrað- fara, enda hafði læknirinn beðið Allah samviskusamlega fimm sinn- um á dag um bata til handa sjúkl- ingnum. Ur þessum höfuðstað múslíma í Indlandi héldum við í einni lotu upp til Ladakh. Ladakh er eins og koma á annan hnött, enda oft kallað tungllandið. Þetta hérað er hálfgerð vasaútgáfa af Tíbet og frá gróður- sæld Kashmirs tóku nú við endalaus fjöll og sandauðnir. Þetta er óblítt umhverfi - sólin skín miskunnar- laust yfir öllu og hvergi er skugga að fá, í raun sést ekki stingandi strá. Indusdalurinn er eins og vin í eyði- mörkinni og er gaman að sjá and- stæðurnar í landinu: græni liturinn andspænis sandinum. Leh er, eins og áður sagði, allt annar heimur. Búdd- isminn er þarna allsráðandi, fólkið miklu Asíulegra í útliti og alveg ótrúlga vinalegt og broshýrt. Þarna er fjölmennur hópur tíbeskra flótta- manna sem hefur haft sín áhrif á menningu og samfélag Leh. Risabúddar Við brunuðum um Indusdalinn þveran og endilangan og vottuðum hverjum risabúddanum á fætur öðr- um virðingu okkar. Móttökurnar hjá munkunum voru ætíð hinar alúðle- gustu, enda þeir sennilega orðnir vanir ferðamannastraumnum. Eitt stakk okkur þó í augun: uppi á þess- um musterum íhugunar og innri friðar trónaði í mörgum tilvikum sjónvarpsloftnet! Spurning er hvort er hærra sett í klaustrinu, búddinn eða imbakassinn. Ferðamenn leggja oft leið sina til Ladakh í leit að hinu síðasta „Shangri-La“. Aðeins 11 ár eru síðan héraðið var opnað fyrir ferðamenn -- og vegurinn frá Srinagar til Leh, sem er hæsti fjallvegur á jörðu, er aðeins fær frá júní til september. Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að það væri hver að verða síðastur að berja þetta „Shangri-La“ augum því vest- ræn menning, með öllunT"sínum fylgifiskum, hefur svo sannarlega hafið innreið sína. Videoleigur og veitingastaðir eru á hverju götu- horni, hinir hefðbundnu þjóðbúning- ar hafa verið lagðir til hliðar og við tekið gallabuxur og háskólabolir. Sumir taka djúpt í árinni og fullyrða að túrisminn hafi eyðilagt allt hér í Leh. Flóttamenn En „áfram veginn í vagninum ök- um við“ og brunuðum við stöllur nú í 4 daga með örlitlum hléum niður til Daramsala. Daramsala er annar áfangastaður tíbeskra flóttamanna og hvar sem þeir hola sér niður setja þeir upp aragrúa tíbeskra veitinga- staða og þarf þá ekki að spyrja að afleiðingunum: vestrænir ferðamenn sreyma að svo þúsundum skiptir, enda maturinn, sem framreiddur er, ekki af verra taginu. Daramsala er einkennileg blanda af Indverjum, Tíbetum og túristum sem margir hverjir setjast þarna að í lengri eða skemmri tíma í leit að tilgangi lífsins - og kýla vömbina. Yfir öllu trónir svo hans heilagleiki, Dalai Lama sjálfur. Hann býr í Mcleod Ganj sem er eins konar úthverfi Daramsala. Reyndar átti hann afmæli um þær mundir sem við vorum staddar þarna og var allur bærinn í sparifötunum af því tilefni - sannkölluð 17. júní stemmning. Eftir afmælisveisluna héldum við suður á bóginn, til Mekka hindúism- ans, Varanasi. Varanasi er oft nefnd borg andans og á sama hátt er Bombay borg fjármagnsins en Delhi stjórnarinnar. Varanasi er alveg ótrúlegur staður. Hún er helgasti staður hindúa og er gífurlegur fjöldi pílagríma í borginni til að baða sig í Ganges eða til að eyða síðustu líf- dögunum þar því á milli Ganges og himnaríkis á að vera beinn og breið- ur vegur svo að menn ná áfangastað samstundis! Blessun við Ganges Lífið á bökkum Ganges i dögun er eitthvað það stórkostlegasta sem við höfum orðið vitni að. Þarna voru samankomnar þúsundir manna að baða sig, fórna blómum, eldi o.fl. á ánni. Brahmaprestarnir blessuðu hvern sem fyrir varð - fyrir borgun. Helgar möntnur voru þuldar í síbylju og yfir öllu var þungur reykelsisilm- ur. Heilagar kýr voru vaðandi um allt og voru blessaðar í bak og fyrir, að betlurunum ógleymdum sem alls staðar voru til að minna fólk á góð- verk dagsins. Á öðrum stað voru þvottamenn Varanasi samankomnir og þræluðust á flíkunum sem mest þeir máttu svo að stórsá á þeim. Rétt fyrir ofan var svo skolpútfall borgar- innar en áin er jafnheilög fyrir því. Meira að segja er vatnið í Ganges talið frekar „heilsusamlegt sökum gífurlegs magns steinefna sem dembt er í hana. Uppspretta þessara stein- efna eru líkin sem brennd eru á bökkunum. Líkbrennslustaðirnir eru vægast sagt ömurlegir: allar bygg- ingar svartar af ösku og reyk, lík sem bíða brennslu á bálköstum, hundar og geitur krafsandi i öskunni í leit að einhverju ætilegu. Súr og þykkur reykur, sem stingur í augun, liggur yfir öllu. Heilögu kýrnar í Varanasi eru litlu færri en íbúarnir og er í raun stórhættulegt að ganga um stræti borgarinnar. Allt í einu mætir maður risabelju eða rekst á afturend- ann á annarri og, ef ekki vill betur til, skrikar fótur á einni af milljón kúadellum borgarinnar. Strætómenning Annars er bæjarlífið sami erillinn og skipulega kaosið og í öðrum borg- um lndlands, sami troðningurinn í strætisvögnunum. Reyndar eru strætisvagnar Indlands efni í heila bók út af fyrir sig. Því virðast engin takmörk sett hve mörgum manneskj- um má troða (í orðsins fyllstu merkingu) inn í einn vagn: útflött nef og andlit á rúðunum og fótleggir svo flæktir hverjir innan um aðra að manni fór einsog Bakkabræðrum forðum, þekkti ekki sína eigin skanka! Brandarar eins og „Hve mörgum fílum kemurðu inn í einn Volkswagen?“ eru einfalt og háal- varlegt reikningsdæmi í Indlandi (2 frammi í og 3 aftur í - augljóst). Við hristumst nú vestur á bóginn í ekta afgamalli hægfara tjú tjú gufu- lest. Nýting indversku lestanna er ekki síðri en annarra þarlendra far- artækja. Lestin telst ekki full nema setið sé jafnt á bekkjunum sem far- angursgrindunum og lestarþökun- um. Bleika borgin Ferðinni var heitið til Jaipur í Rajastanfylki, öðru nafni „The Pink City“ (bleika borgin). Gamli borgarhlutinn er umgirtur háum, bleiklituðum virkisvegg og húsin eru öll gerð úr þessum sama bleika steini og setur það reglulega skemmtilegan svip á borgina. Jaipur var ein af fyrstu borgum heims (önn- ur í röðinni) sem var skipulögð og reist að fullu áður en íbúunum var hleypt inn svo að borgarskipulagið er reglulegt, ólíkt öðrum borgum Indlands. Annað og ekki síðra að- dráttarafl Rajastan, fyrir utan bleiku borgina, eru hinir dýrindis skartgrip- ir og skrautklæði sem þar er að fmna. íbúarnir hafa löngum verið þekktir fyrir allt sitt skraut og glingur og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. I Jaipur er töluvert að sjá og skoða af gömlum höllum, virkjum og öðru i 1001 nætur stíl. Flestir ferðamenn stoppa þó tiltölulega stutt í Jaipur en halda fremur til hinna smærri þorpa Rajastan í evðimörkinni sjálfri. Þar gefst kostur á að fara í lengri eða skemmri safariferðir á úlf- öldum um eyðimörkina sem eiga miklum vinsældum að fagna. Fílar eru einnig stór númer í Rajastan og fengum við þarna loks svalað göml- um draumi.. .að fara á fílsbak. Reyndar var virðuleikinn, sem átti að vera þessum ferðamáta samfara, frekar lítill. Þetta var einna líkast því að vera úti á rúmsjó í ofsaveðri, slíkur var veltingurinn. Ferðamenn í hjólastólum í Jaipur hittum við 3 Frakka. tvo unga menn og stúlku. sem voru á faraldsfæti um Indland. Það er í sjálfu sér e.t.v. ekki í frásögur fær- andi, nema fyrir það að báðir mennirnir voru lamaðir og í hjóla- stól. Það virtist þó ekki hindra þá hið minnsta, þeir fóru allra sinna ferða eins og ekkert væri, brunuðu eins og eldibrandar á hjólastólunum og sneiddu listilega fram hjá hinum heilögu kúm og gáfu úlföldunum langt nef. Stúlkan sá um farangurinn og það var ekki að sjá að þetta dug- mikla fólk ætti í meiri vandræðum í lndlandi en hinn almenni ferðamað- ur. Okkur þóttu þau sýna aðdáunar- verða framtakssemi og hugrekki... þetta sýnir fólki að allt er hægt ef hugur og þor eru til staðar. Vilji er allt sem þarf. En fyrir okkur var ferðin að enda komin. Eftir 2 mánuði var hálfsorg- legt að yfirgefa landið. Við vorum rétt farnar að kunna á hinn ind- verska lífsmáta þegar tími var kominn til að kveðja. 2 mánuðir í Indlandi eru ekki nándar nærri nóg. Við sáum aðeins hluta af Norður- Indlandi sem vissulega var stórkost- legt. En eftir eru svo ótal margir áhugaverðir staðir að sjá og skoða. Þetta er land andstæðnanna, bæði hvað snertir landslag og fólk. Land andstæðnanna Indland býður upp á gífurlega nátt- úrufegurð og fjölbreytnin er mikil: eyðimerkur, skógar, sléttur, hrikaleg íjöll og djúpir dalir. Ibúarnir eru jafnmargvíslegir að heita má. Stétta- skiptingin er hrikaleg og munurinn á ríkum og fátækum verður vart bet- ur séður en í Indlandi. Það er sagt að grófleg skipting íbúa og eigna sé eitthvað á þessa leið; 95% þjóðarinn- ar eiga 5% eignanna, hin 5% þjóðar- innar eiga þar af leiðandi 95% eignanna. Stéttleysingjarnir, hinir ósnertanlegu, eiga erfitt uppdráttar og bilið á milli þjóðfélagshópanna eykst stöðugt. Þrátt fyrir mikla al- menna fátækt stendur Indland samt framarlega í ýmsum iðnaði og er að mörgu leyti sjálfu sér nógt um marga hluti. Indlandsdvölinni var lokið hjá okkur.. .í þetta sinn. Þessa síðustu daga sem við eyddum i Nýju Delhi var farið að hitna að nýju í kolunum á milli hindúa og síka. Punjabfylki logaði í óeirðum og í Delhi var fólki ráðlagt að vera ekki mikið á ferðinni af ótta við hermdarverk. Það var kominn tími til-að láta sig hverfa af sjónarsviðinu, með söknuði þó. En það var enginn tími fyrir sút eða sorg. Hong Kong beið okkar, full af flóðljósum og freistingum. Sigrún og Auðbjörg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.