Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. JANtJAR 1987. Merming Þjóðieikhúsið sýnln Hatlœrtstenðr (Lend Me A Tenor). Höfundur Ken Ludwtg. Þýöing: Flosi ÓMsson. Lýsing: Svoinn BenedUdsson. Leikmynd og búningar. Kart Aspelund. Æfingamtjóri tónlistar Agnes Löve. Leikstjóri: Benedikt Ámason. Lelkendur öm Ámason, Tlnna Gunn- laugsdóWr, Ertlngur Gisiason, Aðalstelnn Bergdai, Helga E. JónsdóWr, Ámi Tryggvason, Lilja ÞórtsdótUr og Herdis ÞorvaktsdóWr. Gamanleikurinn Lend Me A Te- nor, sem á íslensku hefur kallast Hallæristenór, hefur hlotið skjóta frægð síðan hann var frumsýndur í Bandaríkjunum í ágúst 1985. Höf- undurinn Ken Ludwig er fæddur árið 1950, lögfræðingur að mennt, og hefúr samið nokkur önnur leik- rit. En það var þessi lipurlega skrif- aði hlátursleikur sem verulega sló í gegn og aflaði höfúndi frægðar víða um lönd. Þjóðleikhúsið frumsýndi Hallæris- tenór síðastliðið laugardagskvöld, fyrst leikhúsa á Norðurlöndum. Að ytra formi hefur verkið ýmis- legt það til að bera, sem líklegt er til að afla því vinsælda. Sviðsmyndin er viðhafiiarsvíta hótels í Cleveland, Ohio, árið 1934, glæsileg á þeirra tíma mælikvarða. Heimsfrægur hetj- utenór, stressaður óperuforstjóri, bálreið eiginkona, fagrar konur í hátískukjólum og ráðagóður tilvon- andi stórsöngvari eru meðal per- sóna, sem flækjast í neti óvæntra atvika. Atburðarásin er hröð, mikið um kátbroslegar uppákomur og þeg- ar allt er komið í hnút leysast málin auðvitað á farsælan hátt. Þetta er þannig frá höfundarins hendi dæmigerður kátínuleikur, kryddaður með söng tenóranna cveggja. Þess heimsfræga og hins tilvonandi. En til þess að grínið komist til skila þarf auðvitað margt annað að koma til en handritið eitt. Þýðing Flosa Ólafssonar er prýði- leg eins og vænta mátti, orðalag oft bráðfyndið og hittir í mark, og orða- leikir skila sér mæta vel. Mér fannst þó að málfar ítölsku hjónanna hefði mátt vera bjagaðra, ekki bara fram- burðurinn, heldur líka orðavalið. Sýningin fór rólega af stað en skriðurinn jókst og undirtektir áhorfenda létu þá ekki á sér standa. í heild fannst mér sýningin, imdir stjóm Benedikts Ámasonar, ganga allvel upp þó að stundum væri teflt á tæpasta vað í ærslunum. Mikið byggist á hraða, þar sem mikill mgl- var hlegið í húsinu örn Arnarson og Erlingur Gfslason I hlutverkum sínum I „Hallæristenór". ingur er á liðinu og sífelld hlaup út og inn. Leikmynd Karls Aspelunds er hefðbundin, sýnir svolítið yfirhlaðna hótelíbúð á ameríska vísu en her- bergja- og hurðaskipan skiptir miklu máh í rás leiksins. Búningamir, sem Karl sá líka um, voru líka flestir vel við hæfi, þó fannst mér búningur Othellos of trúðslegur. En samkvæ- miskjólar kvennanna og annar Leiklist Auður Eydal fatnaður í stíl fjórða áratugarins var mjög vel hannaður. Föngulegt lið leikara Þjóðleik- hússins ásamt einum gestaleikara leikur á als oddi, og skemmtir bæði sér og áhorfendum. Öm Ámason leikur Max, aðstoð- armann óperuforstjórans, og von- biðil Maggiear dóttur hans. Þau feðgin gjömýta aummgja Max í hvers kyns snúninga og snatt, og engum þykir neitt sérstakt til hans koma. En svo haga örlögin því svo að þetta breytist heldur betur. Öm sýnir hér hvers hann er megn- ugur og fer á kostum í hlutverki Max. Mér fannst hann að vísu svo- lítið þvingaður í upphafi en það lagaðist fljótt. Öm slapp líka ágæt- lega frá söngatriðunum og samsöng- ur þeirra Aðalsteins Bergdal, sem leikur stórsöngvarann, var bráð- fyndinn. I þessum hlutverkum dugar heldur ekki annað en að geta sungið sæmilega sannfærandi. Aðalsteinn leikur hér sem gesta- leikari sitt fyrsta hlutverk á sviði Þjóðleikhússins og nær góðum sprettum sem Tito Merelli. Mér fannst leikur hans þó stundum ful- lýktur og hefði leikstjóri mátt draga hér úr. En söngatriðin, sem Agnes Löve æfði, fór Áðalsteinn létt með. Þegar þeir Aðalsteinn og öm voru báðir komnir í gervi Othellos fannst mér að hefði mátt reyna að gera þá líkari hvor öðrum en gert var. Það var næsta ótrúlegt að nokkur maður ruglaðist á þeim svo ólíkir sem þeir voru. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Maggie. Hún er pen og prúð stúlka, en þráir samt mest af öllu að fá að hlaupa svolítið út undan sér. And- stæða hennar er hin lífsreynda söngkona, Díana, sem Lilja Þóris- dóttir leikur. En þegar allt kemur til alls em þessar tvær ósköp líkar. Þær Tinna og Lilja smella báðar í hlutverkin, stórglæsilegar á sviðinu. Erlingur Gíslason var eins og fisk- ur í vatni í hlutverki Sanders, hins margþjakaða óperuforstjóra. Þar fór allt saman, forkostulega gott gervi sem minnti á ýmsa bandaríska leik- ara á fjórða áratugnum og ísmeygi- lega fyndinn leikur. Helga E. Jónsdóttir lék hina blóð- heitu ítölsku eiginkonu söngvarans með tilþrifum. Herdís Þorvaldsdóttir lék Júlíu, formann óperuráðsins, og Ámi Tryggvason var hinn ráðagóði vikapiltur, Frank, og gáfú þau hvor- ugt yngri kynslóðinni nokkuð eftir, margreynd sem þau em. Hallæristenór er, eins og fyrr sagði, dæmigerður gamanleikur þar sem skapast óvæntar og jafhvel fár- ánlegar aðstæður. Þetta er leikrit sem er ekki í dýptina heldur skrifað fyrst og fremst til þess að skemmta þó að í öllu gríninu sé falin ádeila á stjömudýrkun og gagnrýnilausa hrifiiingu á fiægum persónum. Sýning Þjóðleikhússins er að minu mati hin prýðilegasta afþreying og vel til hennar vandað. Þeir, sem vilja hlæja dátt, geta drifið sig í Þjóðleik- húsið því að undirtektir á frumsýn- ingu sýndu að fólk kann að meta létt grín svona í og með. Hinir geta bara setið heima. I dag mælir Dagfari Sverrir snýr aftur Ekki hefúr það farið framhjá nein- um manni að Sverrir er búinn að reka Sturlu. Til þess vom æmar ástæður eftir því sem ráðherrann segir. í fyrsta lagi hefur fræðslustjór- anum láðst að tala við Sverri. í öðm lagi hefur fiæðslustjórinn sagt frá því á blaðamannafúndi hvað hann væri að gera í starfinu. Og í þriðja lagi hefúr hann tekið sér fjármála- vald og ráðstafað ellefú milljónum króna umfram það sem til er. Þar að auki hefúr Sverrir upplýst núna um helgina að hann hafi margt fleira á fræðslustjórann sem hann hiki ekki við að upplýsa ef þessir menn þama fyrir norðan em að derra sig. Dagfari stendur með Sverri í þess- ari deilu. Það er auðvitað ekki hægt að hafa menn í vinnu hjá hinu opin- bera sem upplýsa hvað þeir em að gera. Slíkt er hreinasta ósvinna og hrein móðgun við ráðherra sem hingað til hefúr haldið að þeir hefðu ekkert að gera. Hitt er þó sýnu alvarlegra að fiæðslustjórinn hefur sólundað ell- efu milljónum króna án þess að hafa heimild til þess. Að vísu ekki í sjálf- an sig heldur sérkennslu fyrir seinþroska böm. Það er óþekkt með öllu hjá ríkinu að embættismenn fari fram úr fjárveitingum og fjárlög- um. Að vísu kemur það fyrir að einstaka kontórar eyði meiru eða standist ekki áætlanir, samanber það þegar skrifstofa lánasjóðsins fór um það bil fjörtíu milljónir fram úr áætlun, miðað við það sem mennta- máháðherra var búinn að ráðgera. En það var jú gert með vitund og vilja ráðherrans, sem rak á sínum tíma framkvæmdastjóra lánasjóðs- ins til að spara fyrir ríkissjóð. Lánasjóðsstjómin hafði líka vit á því að trúa ráðherranum fyrir því sem hún var að gera og hljóp ekki með það í blöðin. Fyrir vikið varð um- frameyðslan hjá lánasjóðnum sérs- takt leyndarmál hjá Sverri og þá er auðvitað allt í lagi að fara fram úr áætlunum og eyða fjórum sinnum ellefú milljónum vegna þess að Sverrir var hafður með í ráðum. En þegar einhver vesæll fræðslu- stjóri norður við Dumbshaf er að þvæla um það á blaðamannafundum að hann þurfi auknar fjárveitingar til að kenna seinþroska bömum þá er Sverri að mæta. Maður er heldur ekki hissa á því þótt hæstvirtur menntamálaráð- herra taki til hendinni í skólamálum fyrir norðan þegar hann sjálfúr upp- lýsir að allt séu það upphlaups- og plötusláttarmenn, hankatrog og handkörfur sem fari með fiæðslu- starf norðan heiða. Það skulu þessir menn vita, hefúr Sverrir sagt, að það er illt að egna óbilgjaman. Enda fá þeir það óþvegið og engu eirt og engum hlíft. Og hana nú. Það er sko munur að hafa slíka menn í valdastólum. Sérstaklega í menningar- og menntamálum þar sem menn eins og Sturla hafa haldið að þeir kæmust upp með allan and- skotann. Eins og til dæmis það að vilja ráða sínum málum sjálfir. Það er kominn tími til að þessir plötu- sláttarmenn átti sig á því að til er menntamálaráðherra sem heitir Sverrir Hermannsson og veit hvað hann syngur. Og veit hvað hann segir. Það er kristalklárt að Sverrir veit nákvæmlega hvað hann segir þegar hann rekur mann og annan og lætur þá hafa það óþvegið í sí- manum frá Djúpavogi. Nú um helgina hefur Sverrir snúið aftur og búist var við utandagskrár- umræðum á Alþingi í dag vegna þessa máls. Þar mun hann tala við hina pólitísku riddara með tveim hrutshomum. Hann ætlar að fletta ofan af Sturlu og segja sannar sögur af þessum fræðslustjóra og verður það áreiðanlega spennandi frásögn. Það er að minnsta kosti ekki á hveij- um degi sem ráðherrar taka það sér fyrir hendur að rekja æviferil ein- stakra íslendinga með hliðsjón af sakaskranni. Stundum flytja þeir minni látinna alþingismanna niðri á Alþingi og er þá talað fallega um hina latnu. Það verður sennilega ekki talað fallega um Sturlu. Hann er heldur ekki látinn, bara rekinn. Já, Dagfari stendur með Sverri. Það em svona menn sem við þurfúm við stjómvölinn. Menn sem reka og rífa kjaft og láta embættismenn ekki komast upp með það að segja frá því opinberlega hvað þeir gera í starf- inu. Sverrir á að reka fleiri. Það er af nógu að taka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.