Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 27 • Ben Johnson er afburöasprettharöur. Loksins vann Langer í Bandaríkjunum - eftir tveggja ára bið „Ég cr dálítið vonsvikinn yfir því fékk Langer sex og hálfa milljón hvemig ég lék en hins vegar er ég króna í sinn hlut. ánægður með úrslitin," sagði V- Röð efstu manna varð eftirfarandi: Þjóðverjinn Bemhard Langer eftir B. Langer 68 66 68 70 272 að hann hafði sigrað á hinu fræga Calcavecchia..69 67 71 66 273 golfmóti, „Bob Hope Golf Classic", Corey Pavin....72 71 65 66 274 í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í JeffSluman 68 71 68 67 274 fyrsta skipti í tvö ár sem Langer D. Edwards 61 74 72 69 276 tekst að sigra á golfmóti í Bandaríkj- WillieWood....66 69 75 66 276 unum. Andy Bean 63 68 75 72 278 Heildarverðlaunin á mótinu námu um 35 milljónum króna og þar af C. Bolling 70 67 70 71 278 -SMJ íþróttir Ben Johnson er sprettharðastur - í heiminum - konungur innanhússmótanna Kanadamaðurinn Ben Johnson er af flestum talirrn fljótasti maður í heimi þessa stundina. Hann náði best- um árangri í heiminum í 100 m hlaupi síðastliðið sumar þegar hann hljóp á 9,95 sekúndum. Og það sem meira var um vert, þessum árangri náði hann á láglandsbraut en eins og allir vita hafa metin yfirleitt verið slegin á brautum í þunnu lofti. Það á við um heimsmet Calvins Smith. Viðbragðið hjá Johnson er frægt enda er hann konungur innanhúss- hlaupanna sem eru svo mikið stunduð í Bandaríkjunum að vetri til. Hann hefur þegar hlaupið 60 m á 6,44 sek. í vetur og er það besti tíminn sem náðst hefur. Áður haföi hann hlaupið best á 6,50 sek. Síðan um áramót gilda þau heimsmet sem sett eru innanhúss sem heimsmet en áður voru innan- hússmet ekki viðurkennd opinberlega. Yfirburðir Johnsons eru miklir í þessum innanhússhlaupum og hefur hann nánast verið einráður í 60 m hlaupi og 60 yarda (54,86 m) síðustu tvö ár. Betri en Lewis Johnson, sem er 25 ára gamall og rekur ættir sínar til Jamaica, hefur tekið við titli þeim sem Carl Lewis hefúr borið lengi sem fljótasti maður heims. Reyndar er Johnson ekki nærri því eins fjölhæfur og Lewis. Hann er til dæmis slakur í 200 m hlaupi - fróð- ir menn segja að hann brenni út eftir 140 m. Þá fer engum sögum af afrekum hans í langstökki. Hins vegar er við- bragðið ótrúlegt og síðasta sumar var hann eini spretthlaupari heims til að hlaupa 100 m undir 10 sekúndum. Hann náði þó ekki að hirða heimsmet- ið af Bandaríkjamanninum Calvin Smith sem hann setti 1983, 9,93 sek. Ef menn vilja leika sér að tölum má geta þess að tími Johnsons í 60 m hlaupi, 6,50 sek., þýðir að hann hefur náð 33,23 km meðalhraða á klst. í 100 m hlaupi dugar tími Smiths, 9,93 til 36,25 km meðalhraði, en þegar ítalinn Pietro Menneas setti heimsmet sitt í 200 m hlaupi, 19,72, náði hann 36,51 km meðalhraða. Auðvitað verður að taka tillit til þess að eftir því sem hlaupin eru styttri gætir áhrifa við- bragðsins meira og dregur þai' af leiðandi úr meðalhraðanum. Sjö bestu tímamir í 60 m hlaupi frá upphafi fara hér á eftir. Hvenær ár- angurinn náðist er aftast: 6,44 Ben Johnson (Kanada)......’87 6,50 Ben Johnsson (Kanada).....’86 6,54 Houston McTear (USA).....’78 6.54 S. Bringmann (A-Þýskaí.)..’86 6.55 Cristian Haas (V-Þýskal.).’80 6.56 Alexander Aksinin (USSR).’80 6,56 Emmit King (USA).........’86 -SMJ Fyrirliggjandi í birgðastöð VÉLA- STAL Stál 37 - 1 K DIN 17100/1652 Fjölbreyttar stæröir og þykktir • | !■___________ sívalt ferkantað flatt SINDRAi 5®! .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Utsala3 DAGAR EFTIR NÚ ER ALLT AÐ SELJAST UPP ITT 22” stereo sjónvarp með fjarstýringu. Verð áður 67.800,- Verð nú 52.200,- Frábær hönnun. ITT 14" litsjón- varp. Verð áður 26.900,- ITT stereosamstæður. Marg- ar gerðir. Verð frá Hi Fi stereo myndbandstæki. Verð frá 59.940,- Verð áður 44.200,- ITT topp- tæki, frábært verð. Allir eiginleikar. Þetta tæki svíkur ekki. Skipholti 7, símar 20080 og 26800. Opið laugardaga kl. 10-12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.