Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 2& íþróttir 4 Spiluðum þokkalega eftir langt jólafrí sagði Totfi Magnússon eftir sigur á Fram „Við spiluðum bara þokkalega eftir langt jólafrí en það bar of mikið á mistökum, sérstaklega i síðari hálfleik. Við stefoum að sjálfsögðu á toppinn en þar held ég að Suðumesjaliðin, Njarðvík og Keflavík, verði aðaland- stæðingar okkar,“ sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Vals, eftir að lið hans hafði sigrað Fram í úrvalsdeild- inni í körfubolta í Hagaskóla í gærkvöldi. Lokatölur leiksins tu-ðu 86-50 en staðan í hálfleik var 44-23 fyrir Val. Leikurinn var nokkuð jafo í byrjun og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 16-14 fyrir Val en þá skoruðu Valsar- ar hverja körfuna á eftir annarri og munurinn varð brátt 20 stig. Eftir það var einungis spuming um það hve sig- urinn yrði stór. í lokin skildu 36 stig liðin, 86-50, og Valsmenn em svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni. Tómas Holton og Torfi Magnússon vom bestu menn liðsins. Fram liðið stóð sig ágætlega fyrstu 10 mín. leiksins en svo stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Símon Ólafeson var bestur að vanda en Þorvaldur Geirsson lék ekki með í gærkvöldi. Stig Va)s: Tómas 23, Tómas 14, Leifur 10, Páll 10, Einar 11, Kristján 6, Sturla 6, Svali og Guðmundur 3. Stig Fram: Símon 23, Ómar 11, Jón 4, Guðmundur og Auð- unn 3, Jóhann, Öm og Þorsteinn 2 hver. -RR Fer Happel til Saudi-Arabíu? Þjálfarinn frábæri Emst Happel hef- ur nú ákveðið að hætta hjá Hambur- ger SV í V-Þýskalandi eftir þetta keppnistímabil. Þegarkeppni erhálfo- uð er Hamburger í efeta sæti. Happel, sem er austurrískur að ættemi, sagði að sex ár hjá sama liði væri meira en nóg. Talað er um að Happel hafi i höndunum tilboð frá Saudi-Arabíu sem hann geti ekki hafoað. Rehagel, þjálfari Werder Bremen, hefur verið' nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Happél hjá Hamburger. -SMJ r Oruggur sigur UMFN á Haukum ■ UMFN lagði Hauka að velli í úr- I valsdeildinni í körfúknattleik í * gærkvöldi með 77 stigum gegn 70. | Leikurinn, sem fór fram á heima- _ velli þeirra Njarðvíkinga, var I þokkalega leikinn þó nokkuð bæri ■ á kæmleysi, fúrðulegum sendingum | og jafovel hálfkæringi undir körf- _ unni og úti á vellinum. Sérlega bar I á þessu hjá Njarðvíkingum enda Ivirtust þeir lengst af hafa leikinn í hendi sér. Þeir höfðu þó engu að Isíður vaðið fyrir neðan sig og var Pálmar í strangri gæslu allan fyrri I hálfleikinn. Enda náði hann ekki að " skora nema 6 stig í hálfleiknum þótt I hannskytióneitanlegaoftaraðkörf- ^mni. Staðan í leikhléi var 39-26, Njarð- víkingum í vil. í síðari hálfleik ætluðu heima- menn sig greinilega með sigurinn í höndunum enda var þá munurinn mestur 17 stig og Haukar virtust vart til stórræðanna. Losuðu heima- menn þá takið á Pálmari sem þakkaði fyrir athafaafrelsið og skor- aði hverja körfúna á fætur annarri, þar á meðal þijár glsesilegar þriggja stiga körfur. Hamfarir Pálmars dugðu þó ekki til því Njarðvíkingar svöruðu jafaan fyrir sig og héldu Haukum í liæfi- legri (jarlægð. Því verður þó ekki neitað að örlítill spennugustur hafi væst um áhorfendur þegar munur- inn var fjögur stig undir lokin. Haukar náðu þó aldrei að láta kné fylgja kviði og því fór sem fór. Bestir í liði UMFN voru þeir Helgi Rafosson, sem var ógnandi í sókn og tók auk þess fjölmörg fráköst, og Valur fngimundarson sem skoraði 26 stig. Pálmar var langbestur Haukanna en einnig átti ívar Ásgrímsson ágæta spretti. Þessir skoruðu stigin: UMFN: Valur 26, Helgi 19, Teitur 16, Hreiðar 6, ísak 4, Kristinn 3 og Jóhann 3. Haukar: Pálmar 27, Ólafúr R 14, ívar 14, Henning 6, Ingimar 5 og Bogi 4. -emm/JÖG. STARTARAR Yfirleitt fyrirliggjandi fyrir flestar teg. dísilvéla. I fólksbíla: M. Benz 200, 220, 240, 300. Oldsmobile, GM 6.2, Land Rover o.fl. í sendibíla: M. Benz 307, 309, kálfa o.fl. í vörubíla & rútur: M. Benz, Volvo, Scania, Man, Bedford, Tradero.fi. í vinnuvélar: Broyt, Caterpillar, Payloader, Clark, Ursus, Ferguson, Zetor, Same, Hyster, Deutz o.fl. í bátavélar: Lister, Volvo Penta, Scania, Cummings, Cat, Ford, Mercruiser o.fl. Mjög hagstætt verð. Einnig tilheyrandi varahl., s.s. anker, segulrofar, bendixar o.fl. BÍLARAF HF., Borgartúni 19 - Sími 24700. >g á i- ið m Ea tð li st r- tt J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.