Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Mynd- bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður Már Jónsson Sem við var að búast berjast Co- bra og Commando um toppsæti DV listans. 1 fréttum er það aftur á móti helst að þrjár nýjar myndir færast upp listann. Frægust er Hollvwoodtrompið Out Of Africa. Warning Sign segir hins vegar frá tilraunafikti vísindamanna. Jo Jo Dancer er svo ein tegundin til. Þar rekur grínarinn Richard Pryor æviferilinn. Á þáttalistanum hafa aldeilis orðið endaskipti. Who's Baby. Að vfirlögðu ráði og V eru allt nýútgefnir þættir. Meira um það síðar. Að þessu sinni skoðum við mvnd- bandalistann bandaríska. Þar fer mikið fyrir bandarískum stjörnum. ■Janet Jackson. Streisand. Van Halen, Whitney Houston og fleiri er að finna meðai tíu efstu. Heima- menn halda með sínum. ÞJV DV-LISTINN MYNDIR 1. (1)Cobra 2. (3)Commando 3. (2)Highlander 4. (-)Out Of Africa 5. (4)The Money Pit 6. (6)Flesh And Blood 7. (8)lron Eagle 8. (-)Warning Sign 9. (5)Year Of The Dragon 10.(-)Jo Jo Dancer ÞÆTTIR 1. (1)Munchen Strike 2. (-)Who’s Baby 3. (-)Að yfirlögðu ráði 4. (-)V 5. (2)On Wings Of Eagles BANDARIKIN Tónlistarmyndbönd 1 .(2)Control-Janet Jackson 2. (1)Every Breath.. - The Police 3. (12)Color Me Barbara- B. Streisand 4. (4)Live Without A Net- Van Halen 5. (11)Motley Crue Uncensored- Motley Crue 6. (6)David Lee Roth-D.L.R. 7. (10)My Name Is Barbra- Barbra Streisand irkVi Fj ölskyldutragedía ickk'A ® Alvarlegur Pryor ★★ AEríkulandslag Jörö í Afríku/Out of Africa Útgefandi: Laugarásbíó Bandarisk, 1985 Leikstjóri: Sidney Pollack Handrit: Kurt Luedtke, byggt á bók Karen Blixen Myndataka: David Watkin Aöalhlutverk: Meryl Streep, Robert Red- ford, Klaus Maria Brandauer Myndin byggir á sjálfsævisögu dönsku skáldkonunnar Karen Blixen sem í upphafi aldarinnar hélt til Afríku ásamt manni sínunv Þar var ætlunin að hefja búskap og græða peninga enda var Afríka heldur grænni þá en hún er nú. Búskapurinn fór þó fyrir ofan garð og neðan hjá eiginmanninum sem þjónaði lund sinni og lagðist í kærulevsi og ævintýramennsku. Þau fjarlægjast æ meir og hún lendir í ástarævintýri aldarinnar með breskum aðalsmanni. Jörð í Afríku sópaði til sín verð- launum á óskarsverðlaunaafhend- ingunni í fyrra, fékk 7 verðlaun og 11 útnefningar. Ekki voru allir á einu máli um réttmæti þess en á það ber að líta að óskarsverðlauna- afhendingin er ákaflega umdeilan- legt fvrirbæri. Myndin er unnin af miklu ein- valaliði undir öruggri stjórn Sidney Pollack. Fagmannlegt handbragð skín úr hverjum mynd- ramma en eigi að siður undrast maður hversu líflaust þetta er allt saman. Myndin er oft á tíðum ægi- fögur enda myndatökumaðurinn, David Watkin, annálaður fyrir vandvirkni sína. Auðvitað er breið- tjaldið betur til þess fallið að koma þessu til skila en lítill sjónvarps- skjárinn. Leikararnir standa allir fyrir sínu og er sérstaklega gaman að fylgjast með Brandauer. Þrátt fyrir að myndin jaðri við að vera fulllangdregin og sólarlög- in séu of mörg er ekki annað hægt en að mæla með myndinni við vandláta myndbandaneytendur. -SMJ Meryl Streep á Ijónaveiðum i Afríku. Sagt var að myndin hefði mótað tískuna um tíma. Kærustupar 1 klipu THROUGH NAKED EYES Útgefandi: FM video. Framleiðandi: Paul Pompian. Handrit: Jeftrey Bloom. Leikstjóri: John Llewellyn Moxey. Aöalhlutverk: David Soul, Pam Dawber. Bönnuö yngri en 16 ára. Morðingi gengur laus í stórhýsi í New York. Lögreglan hefur flautuleikara nokk- urn sterklega grunaðan, ekki síst vegna þess að hann hefur verið staðinn að því að horfa á nágranna sinn í gegnum sjónauka. Það er hins vegar allt í góðu þvi nágrann- inn, ung, spengileg kona, kíkir á hann á móti. A meðan gengur morðinginn laus og heldur uppteknum hætti. Þrátt fyrir nokkrar gloppur í handriti býður Through Naked Eyes upp á þokka- lega spennu. Eins og oft í svona myndum er það ólíklegasta persónan sem er sá seki og flautuleikarinn sannar sakleysi sitt áður en yfir lýkur. Leikstjórinn John Moxey skapar til að byrja með þrungið andrúms- loft milli aðalpersónanna þar sem þau fylgja hvort öðru eftir með sjónaukum. Hann er undir greinilegum áhrifum frá Rear Window, mynd Hitchcock sáluga. Allt gott um það að segja. Læknar BAD MEDICINE Útgefandi: CBS/Steinar. Leikstjóri og handritshöfundur: Harvey Miller. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Alan Arkin, Julie Hagerty. Öllum leyfö. Sonur lýtalæknis kemst ekki inn í lækna- skóla í Bandaríkjunum vegna lélegra einkunna. Faðirinn þefar þá uppi fremur óásjálegan læknaskóla í Suður-Ameríku. Þangað fer pilturinn og kemst að raun um að skólinn er jafnlélegur og hann er dýr. í klípu Alan Arkin leikur skólastjórann sem að- eins er umhugað um að græða á nemendum sínum. Hvað hann hefur séð við þetta hlut- verk er manni hulin ráðgáta. Bad Medecine er slæm gamanmynd. Hún er gerð af vanefn- um og jafnófyndin og efni og aðstæður bjóða upp á. Steve Guttenberg bregður fyrir sig hefðbundnum ofleik i hlutverki læknastúd- entsins og Julie Hagarty (Airplaine mynd- irnar) er álíka fyndin og brandararnir í handritinu. Skemmtilegt? Nei, varla. Richard Pryor/Jo Jo Dancer Útgefandi: Columbia/ Steinar Framleiðandi og leikstjóri: Richard Pryor Tónlist: Herbie Hancock Myndataka: John Alonzo Handrit: Rocco Urbisci, Paul Mooney, Richard Pry- or Aóalhlutverk: Richard Pryor Frægur gamanleikari (Richard Pryor) lít- ur yfir farinn veg og undrast hvernig honum tókst að öðlast frægð um leið og hann fór í hundana. Þessi frumraun gamanleikarans Richard Pryor sem leikstjóra er ákaflega misheppn- uð. Pryor virðist hafa ákaflega mikla þörf fyrir að gera upp hug sinn varðandi fortíð- ina og lífshlaup sitt. Ekkert nema gott um það að segja ef honum væri gefið að setja þetta saman í heildstæða mynd. Svo er því miður ekki. Áhorfandinn á mjög erfitt með að átta sig á því hvað er upphafið og endir- inn á lífshlaupi hans: Hvenær byrjaði hann að fara í hundana? Hvað olli því? Var hægt að breyta einhverju? Hvað verður um hann að lokum? Myndin er öll í minningabrotum sem líða hjá, óskilgreind og óskiljanleg. Sögumenn eru tveir, Pryor sem drengur og eins og hann er í dag og ekki einfaldar það hlut- ina. Þá er myndin allt of alvarleg. Þótt vissulega sé ógaman að sökkva í eiturlyfja- fenið hlítur tilveran að bjóða upp á ein- hverja gleðigjafa. Gamanleikari eins og Pryor ætti að koma auga á það. -SMJ AT CLOSE RANGE Útgefandi: Orion/Skifan Framleiöendur: Elliot Lewitt, Don Gulst Leikstjóri: James Foley Handrit: Nicholas Kazan Aðalhlutverk: Sean Penn, Christopher Walken Bönnuó yngri en 16 ára At Close Range er bvggð á sönnum at- burðum. Því er að minnsta kosti lofað í bvrjun myndarinnar. Annar höfundur sög- unnar. Nicholas Kazan. skrifar handritið. í myndinni segir frá Brad (Sean Penn) sem býr ásamt bróður sinum og einstæðri móður í smábæ. Brad er eirðarlaus unglingur og tekur ekki til hendinni nema nauðsyn beri til. Dag einn skýtur faðir hans (Christopher. Walken) upp kollinum. Hann er líkur syni sínum að því leyti að venjuleg vinna er honum lítt að skapi. Faðirinn er revndar meðlimur í glæpaflokki. Það skiptir engum togum að faðir og sonur ná saman. Innan skamms er sonurinn farinn að hjálpa föðurj sínum i ránsferðum. En samband Brad við stúlkuna Terry verður þess valdandi að hann gerist frá- hverfur starfsaðferðum föður síns enda hikar hann ekki við að drepa menn gerist þess þörf. Brad fer því í eigin ránsferð ásamt kunningjum sínum. Hún misheppnast og þeir lenda í fangelsi. Þar sem Brad veit allt um bófaflokk föðurins vill lögreglan ólm fá upplýsingar. Og þá eru góð ráð dýr fyrir Brad. Hér leiða þeir saman hesta sína Sean Penn og Christoper Walken í hlutverki föður og sonar. Penn er vitaskuld vanur hlutverkum baldinna unglingspilta. Ólíkt töffurum eins og til dæmis Matt Dillon hefur hann ágæta leikhæfileika sem hann beitir kunnáttusam- lega í hlutverki Brad. Walken hefur einnig að vissu levti fest í ákveðnum hlutverkum. það er rullu óútreiknanlegra persóna. Faðir Brad er einmitt ein slík. Walken gerir hlut- verkinu góð skil og nær fram þeim sterku sveiflum sem einkenna skapgerð hans. At Close Range er um tragískt uppgjör milli föður og sonar. Hún er allrar athygli verð. Sean Penn. Enn á unglingsaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.