Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 9. MARS 1987. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir febrúarmánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. % Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, 9. mars, kl. 20.30 að Hótel Esju 2. hæð. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Sálfræðingur Dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa í eitt ár við fangelsi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 25. mars 1987. 5. mars 1987. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Lausar stöður Við heimspekideild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar eftirtaldar tímabundnar lektorsstöður: 1. Lektorsstaða í amerískum bókmenntum. 2. Lektorsstaða í sagnfræði. 3. Lektorsstaða í rökfræði og aðferðafræði. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar til þriggja ára. Laun samkvæmt launkerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 3. apríl nk. 4. mars 1987. Menntamálaráðuneytið. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Deildarmeinatækni á rannsóknarstofu Heilsuverndar- stöðvarinnar í 100% stöðu. Gætu einnig verið tvær 50% stöður. Deildarmeinatækni á heilsugæslustöð Hlíðasvæðis í 50% stöðu. Móttökuritara við heilsugæslustöðina í Árbæ í 60% stöðu. i Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. mars 1987 til Starfsmannahalds Reykjavíkurborg- ar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Sandkom Pétur Valdimarsson. Þjóðar- flokkurinn Akurevringurinn Pétur Valdimarsson varð formaður hins nýstofnaða ilokks. Þjóð- arflokksins. um síðustu helgi. Pétur var áður formaður Sam- taka um jafnrétti á milli landshluta. Þeirri formennsku sagði hann af sér nýlega. Margir Akurevringar töidu enda erfitt fyrir Pétur að halda því fram að enginn skyldleiki væri á milli Péturs Valdimarssonar. formanns Samtakanna. og Péturs Valdi- marssonar hjá Þjóðarflokkn- um. Hvað um það. Þjóðar- flokkurinn er nú kallaður Þjóðflokkurinn á Akurevri. Rotturá Raufó Fáar rottur eru nú á Raufar- höfn eftir frekar slæmt ástand í þeim málum fyrir nokkrum árum. Árið 1985 var þar tekinn í notkun sorpbrennsluofn og er svo komið að engar rottur sjást lengur á haugunum. Á móti kemur að rottum hefur fjölgað lítillega við höfnina, enda nægur grútur í matinn fvrir þær frá loðnubræðslunni. Fjöráflöskum Akureyringar fengu sér, eins og aðrir landsmenn, þokka- lega neðan í því í október. nóvember og desember á síð- asta ári. Seldist áfengi fyrir tæpar 70 milljónir á Akureyri. Á sama tíma drukku Siglfirð- ingar vín fyrir 6.8 milljónir og Sauðkrækingar fyrir tæpar 16 milljónir. Fúlir morgnar Morgunþættir Ríkisútvarps- ins og Bylgjunnar frá 7 9 eru um margt ágætir. Nokkuð er þó að heyra á Akureyringum að heldur þyki þeim þættirnir þungir, meira megi vera af léttri tónlist, enda sé bráð- nauðsynlegt að ná stírunum í burtu við morgunbít. Einarsbakarí Umtalaðasti maður á Akur- eyri í síðustu viku var Einar Viðarsson, ungur bakari. sem opnaði bakarí á Akureyri um síðustu helgi. Troðfullt hefur verið hjá Einari frá því að hann opnaði og auglýsir hann grimmt eftir fólki. Einar er sagður hafa tekið verulega sölu frá risunum tveimur, Kristjánsbakaríi og Brauð- gerð KE A. Svo var komið á föstudaginn að allt var fullt hjá Einari á meðan tómt var í Ríkinu. Hallast Akureyring- ar að því að vínarbrauð Einars séu ekki orðin tóm. Denni í 22 stiga gaddi Steingrímur Hermannsson var í Moskvu í síðustu viku í 22 stiga gaddi. Þegar aðrir sögðu frá loðhúfu Steingríms skýrði Dagur frá því að Sam- Steingrimur Hermannsson. bandið á Akureyri væri búið að semja við Rússana um sölu á 150.000 lopapeysum og 140.000 treflum. I fréttinni var sagt að búist væri við við- bótarsamningi eftir fund Steingríms með Rússunum. Denna verður örugglega ekki boðið aftur út til Rúss- lands. KA-húsið KA-menn hyggjast nú reisa glæsilegt íþróttahús fyrr en seinna. Á síðastliðnu sumri vígðu KA-menn glæsilegasta félagsheimili eins íþróttafé- lags hérlendis. Rauk það upp á mettíma, eða tæpum 15 mán- uðum. Svo hratt var unnið að ekki var haldinn fundur í byggingarnefnd KA fyrr en húsið var fullklárað. Það er sem sagt ekkert fundakjaftæði hjá KA. Bskipti viðJC Framsóknarflokkurinn á Ak- ureyri er kominn í nýtt húsnæði. Núna, þegar senn líður að kosningum, flutti flokkurinn í félagsheimili JC Akurey rar við Hafnarstrætið, beint á móti KEA, eða á svo til besta stað í bænum. Áður voru Frammarar í lítt áber- andi húsi við Eiðsvallagötuna sem er á Eyrinni svokölluðu á Akureyri. Þar eru JC-arar nú til húsa. Giktsjúkirá Ijónaveiðar „Giktsjúkir á ljónaveiðar" var bráðskemmtileg fyrirsögn í Degi ááostudaginn. Verið var að segja frá fyrsta óformlega fundi giktarfélagsins á Norð- urlandi eystra en þar var rætt um að ryðja í burtu þeim mörgum ljónum sem verða á vegi giktsjúkra á hverjum degi. Víti og dauði Sjónvarp Akureyri gerir það gott þessa dagana og kaupa sífellt fleiri myndlykla. Eig- endur mynbandaleiga barma sér líka. Hjá einum datt út- leigan niður um 80 prósent eitt fostudagskvöldið nýlega. Hvemig á annað að vera þeg- ar hægt er að horfa fyrir sama verð á 57 bíómyndir í sjón- varpinu á móti 6 hjá mynd- bandaleigum, auk auðvitað allra sápuóperanna? Séð í gegnum gleraugnasala Verðlagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að allir gleraugnasalar landsins sam- ræmi verð sitt og brjóti þar með lög um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Segja Akur- eyringar núna að Verðlags- stofnun hafi heldur betur séð í gegnum gleraugnasalana. Umsjón: Jón G. Hauksson. Guðgeir Ingvarsson félagsmálastjóri og Ásta Sigfúsdóttir, fulltrúi félags- málaráðs, ásamt gestum við opnum félagsmiðstöðvarinnar. DV-mynd Anná Egilsstaðir: Félagsmiðstöð í Valaskjálf Anna Ingólfedómr, DV, Egflsstöðum: I síðustu viku var opnuð félagsmiðstöð á Egilsstöðum. Er hún til húsa í kjall- aranum í Valaskjálf. Félagsmiðstöðin er aðallega ætluð fyrir unglingastarf og verður fyrst um sinn opin tvö kvöld í viku fyrir ungl- inga og stefnt-verður að því að hafa diskótek annað hvert föstudagskvöld. Einnig mun Félag eldri borgara njóta húsnæðisins og gert er ráð fyrir að það muni halda samkomur sínar þar. Egilsstaðahreppur hefur fjármagnað innréttingar og séð um frágang en aðstaða er öll hin glæsilegasta. Ýmis fyrirtæki hafa lagt fram vinnu og gef- ið muni og unglingamir hafa verið duglegir í sjálfboðastarfi. Yfirumsjónarmenn með hinni nýju félagsmiðstöð verða til að byrja með Guðgeir Ingvarsson félagsmálastjóri og Ásta Sigfúsdóttir sem er fulltrúi félagsmálaráðs. Félagsmiðstöðin verður rekin til reynslu fram á vorið með það fyrir augum að hægt verði að sjá hvort þetta rekstrarfyrirkomulag henti og verður sú reynsla, sem þá er fengin, notuð til að móta áframhaldandi rekstur. Eldri borgarar sáu Kaj Munk Regfna Hioiaiensen. DV, Setoesi: Fimmtíu og sjö eldri borgarar á Selfossi fóm nýlega að sjá leikritið um Kaj Munk í leikhúsi kirkjunn- ar. Leikhúsið tekur 170 manns í sæti. Auk þess var bætt við nokkr- um stólum svo að aðsóknin var geysileg. Leikritið var vel leikið og hljóm- burður ágætur. Væri óskandi að alls staðar væri eins góður hljóm- burður þar sem leikrit em sýnd. Kvenfélag Hallgrímskirkju veitti kaffi með góðu meðlæti og í leik- hléi veitti leikfélagið kaffi með konfekti. Sagði einhver að það væri þriggja stjömu koníak í konf- ektflöskunum. Um síðustu áramót tóku hjónin Sign'ður Norðquist og Halldór Ól- afsson við kirkjuvörslu og er Sigríður meðhjálpari í Hallgríms- kirkju. Margir fóm í lyftunni upp í tum og dáðist fólk mjög að útsýn- inu úr honum. Hefðu margir gjaman viljað staldra lengur við þar uppi en þess gafst ekki kostur. Varðandi leikritið var fólk sam- mála um að það þyrfti að sjá þessa sýningu aftur því svo vel var leik- ið. Sérstaklega var fólk hrifið af leik Hallmars Sigurðssonar og Amars Jónssonar, einnig af leik litla drengsins, 9 ára, ívars Amar Sverrissonar. Ef á annað borð má gera upp á milli leikaranna var fólkið hrifhast af þrem framan- greindum leikurum. Sýningin tók tæpa þrjá tíma. Klukkan átta um kvöldið vom all- ir komnir heim og hinn ungi bílstjóri, Hafsteinn Sigurðsson, skilaði öllum á áfangastað með sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.