Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. Stjómmál A-listi Alþýðuflokksins: 1 .Árni Gunnarsson, ritstjóri, Ásenda 13, Reykjavík. 2.Sigurbjörn Gunnarsson, verslunarmaður, Dalsgerði 2C, Akur- eyri. 3.Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður, Heiðarlundi 5D, Ak- ureyri. Á.Arnór Benónýsson, leikari frá Hömrum, Víðimel 44, Reykjavík. B-listi Framsóknarflokksins: LGuðmundur Bjarnason, alþingismaður, Húsavík. 2. Valgerður Sverrisdóttir, húsmóðir, Lómatjörn. 3. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi, Öngulsstöðum. 4. Póra Hjaltadóttir, form. Alþýðus. Norðurl., Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokksins: 1 Halldór Blöndal, alþingismaður, Tjarnarlundi 13 k, Akureyri. 2. Björn Dagbjartsson, alþingismaður, Álftagerói, Reykja- hlið. 3. Tómas Ingi Olrich, menntask.kennari, Álfabyggð 20, Akureyri. 4. Vigfús B. Jónsson, bóndi, Laxamýri, Suður-Þing., Húsa- vík. G-listi Alþýðubandaiagsins: 1 .Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þistilfirði. 2.Svanfríður Jónasdóttir, kennari, Sognstúni 4, Dalvík. 3.Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Vanabyggð 10 C, Akur- eyri. 4.Björn Valur Gíslason, stýrimaður, Bylgjubyggð 1, Ólafsfirði. J—Iisti Samtaka um jafnrétti og félagshyggju: 1 Stefán Valgeirsson, alþingismaður, Auðbrekku, Hörgárd- al. 2. Pétur Þórarinsson, sóknarprestur, Möðruvöllum, Hörg- árdal. 3. Auður Eiríksdóttir, Oddviti, Hleiðargarði, Eyjafirði. 4. Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri, Langanesvegi 35, Þórshöfn. M—listi Flokks mannsins: LRagnheiður Siguróardóttir, tölvunarfræðingur, Akureyri. 2. Melkorka Freysteinsdóttir, bankastarfsm., Reykjavík. 3. Friðrik Einarsson, nemi, Akureyri. 4. Hrafnkell Valdimarsson, verkamaður, Dalvík. S—listí Borgaraflokksins: LGuðmundur E. Lárusson, deildarstjóri, Ránargötu 17, Akureyri. 2. Valgerður N. Sveinsdóttir, kaupmaður, Möðruvallarstræti 2, Ak- ureyri. 3. Héðinn Sverrisson, húsasmíðameistari, Geiteyjarströnd, Mývatnssveit. 4. Gunnar Frímannsson, rafvirkjameistari, Arnasíðu 12 A, Ak- ureyri. V—listi Samtaka um kvenna- lista: LMálmfríður Sigurðardóttir, Jaðri, Reykjadal. 2. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Þórunnarstræti 89, Akureyri. 3. Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Stóru-Völlum, Bárðardal. 4. Edda H. Björnsdóttir, Aðalbraut 24, Raufarhöfn. Þ-listi Þjóöarflokksins: LPétur Valdimarsson, tæknifr., Þrastalundi, Akureyri. 2.Anna Helgadónir, kennari, Duggugerði 2, Kópaskeri. 3.Sigurður Jónsson, byggingafr., Þórunnarstræti 112, Ak- ureyri. 4.Margrét Bóasdóttir, söngkona, Grenjaðarstað, S-Þing. DV á framboðsfundi á Þórshöfn: „Steingrímur J. fari á kvennaklósettið" „Ósköp yrði hjónalífið snautt ef við reyndum ekki að krydda það með alls kyns uppákomum." „Eru það kjafts- högg sem eiga að ráða í þessu þjóð- félagi?" „Mikið skelfing hefur hann Steingrímur Hermannsson oft verið plataður." „Þegar ég hef hlustað á orð sumra héma dettur mér í hug máltæk- ið það veit hundur hvað étið hefur.“ „Aumingja ljósmyndarinn sem Albert grisjaði tennumar í.“ „Ég held að það væri rétt fyrir þær konur, sem áðan töluðu um getnaðarvamir, að falla alveg frá þeim, þá færi okkur kannski að fjölga aftur." „Við höfum ekki millj- ónir til að kaupa rauðar rósir." „Við viljum banna fjárlagahalla." „Alþing- ismenn tóku við miklu meiri launa- hækkunum en fólkið í landmu.“ „Hvar er góðærið? Það er ekki í vösunum okkar.“ „Ég mælist til þess að Stein- grímur J. Sigfússon fári á kvennakló- settið á næsta fundi.“ Þrátt fyrir þessar eldfjömgu setning- ar. sem flugu á sameiginlegum fram- boðsfúndi flokkanna á Þórshöfn síðastliðið þriðjudagskvöld, snerist fundurinn fyrst og fremst um byggða- mál, fólksflóttann til Reykjavíkur og hversu landsbyggðin væri útundan í fjármagni og almennri þjónustu. Byggðamál hafa sennilega aldrei fyrr verið sett jafnhressilega á oddinn af öllum flokkum. Fundarstjórinn vopnlaus Fundurinn á Þórshöfn hófst rúmlega átta um kvöldið og stóð til að verða hálfeitt um nóttina. Rúmlega hundrað Þórshafiiarbúar mættu. Fimm mínút- um fyrir átta leit reyndar út fyrir að frambjóðendur yrðu fleiri en áhorfend- ur. En fólkið streymdi inn. Fundar- stjórinn hafði á orði að hann væri vopnlaus, hann hefði ekki einu sinni fundarhamar. Það var Málmfríður Sigurðar- dóttir kvennalistakona sem fyrst fór í púltið en til gamans má geta að það var feikistórt og smíðað úr vatnsheld- um krossviði. Málmfiíður sneri sér röggsöm beint að stöðu fjölskyldunnar í þjóðfélaginu. „Láglaunastefna ríkisstjómarinnar er aðför að ríkisstjóminni," sagði Málmfríður. „Mikil vinna er að leggja fjölskyldumar i rúst. Það er mótsögn í viðhorfi til bama. Þegar þau eru fædd er þjóðfélagið þeim fjandsam- legt.“ Forréttindi ríkra að vera með börnum sínum Málmfiíður sagði að sér yrði tíðrætt um fjölskylduna. „Það er verið að stía bömum og foreldrum í sundur. Fjöl- skyldan sem homsteinn þjóðfélagsins er í hættu. Það em forréttindi jreirra ríku að fá að vera með bömum sínum heima.“ „Gerum viðhorf kvenna að stefnu- mótandi afli í þjóðfélaginu," sagði Málmfríður. „Bætt staða kvenna skil- ar sér í réttlátara þjóðfélagi." Jóhanna Rögnvaldsdóttir kvennalistakona tók næst til máls. „Sjónarmið landsbyggðarinnar hafa orðið út undan. Laun em um 8 pró- sent hærri að meðaltali í Reykjavík en úti á landsbyggðinni sem þó útveg- ar allan gjaldeyrinn.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir kvenna- listakona kom næst og ræddi um að auka þyrfti þjónustuna í heilbrigðis- málum og málefiium aldraðra „en hjá öldmðum ríkir neyðarástand. Það þarf að auka fræðsluna í skólum um kynlíf, kynsjúkdóma, getnaðar- vamir og bameignir. Þá er áberandi á íslandi hve slys á bömum em al- Yfir hundrað Þórshafnarbúar mættu á fundinn og fylgdust með af áhuga. Fundurinn hófst klukkan átta og lauk honum ekki fyrr en klukkan hálfeitt um nóttina. gengari en gengur og gerist erlendis. Þá vona ég að spomað verði við einkarekstri í heilbrigðisþjónustunni sem leitt geti til mismununar,“ sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir kvennalista- kona. Fjölmiðlafárið vegna Alberts Bjöm Dagbjartsson, Sjálfstæðis- flokki, ræddi fjölmiðlafárið að undan- fömu og sagði að mál hefðu verið blásin út. Engum duldist að hann átti við Albertsmálið. Hann vék að stjóm- arandstöðunni á Alþingi. „Hún dæmir sig sjálf af ómerkilegum málflutningi." Kurr varð í salnum þegar Bjöm beindi orðum sínum skyndilega að samstarfsflokknum. „Framsóknar- flokkurinn berst við óstöðvandi fylgis- hmn. Það segir sitt um frammistöðuna síðustu ár.“ Hann sakaði síðan Framsóknar- flokkinn um óheilindi í samstarfi. Brúnin á Guðmundi Bjamasyni þyng- dist þá heldur betur. „Ummæli forsæt- isráðherra um okkur sjálfstæðismenn og forystumenn flokksins em marg- fræg að endemum. Það þarf ekki að rekja þau frekar," sagði Bjöm. Og Guðmundur átti síðar eftir að svara fyrir sig. „Aðkoman var 130 prósent verð- bólga þegar núverandi ríkisstjóm tók Yngsti fundarmaðurinn var aðeins 3ja mánaða. Hann lét sér líöa vel í fangi föður síns. DV-myndir JGH við,“ hélt Bjöm áfram. „Við snarm- innkuðum verðbólguna, höfum lækkað skatta, innlendur spamaður hefur aukist og skuldasöfnun verið stöðvuð. Gengisfellingar heyra brátt fortíðinni til.“ Bjöm minntist síðan á að ráðstöfun- artekjur heimila hefðu aldrei verið meiri, atvinnuvegimir stæðu sig vel eftir að verðbólgan minnkaði og ætti það sérstaklega við um fyrirtæki í sjávarútvegi sem stæðu sig nú betur. „Stefna okkar sjálfstæðismanna er skýr; að halda áfram á sömu braut. Við ætlum að halda verðbólgunni í skefjum, draga frekar úr skuldasöfn- un, minnka skattbyrðina. Við teljum ekki unnt að hverfa frá stjómun fisk- veiða en viljum aukið frjálsræði í veiðunum þar sem því verður komið við,“ sagði Bjöm. Ekki 2. flokks manneskjur Ingunn Svavarsdóttir frá Þ-lista, Þjóðarflokknum, kom upp í kross- viðarpúltið á eftir Bimi. Hún vék beint að kjama máls síns. „Ég tek ekki í mál að litið verði lengur á fólkið úti á landsbyggðinni sem 2. flokks mann- eskjur.“ Ingunn sagði að fólk á landsbyggð- inni væri auðmýkt. Það þyrfti að skríða fyrir einhveija menn í Reykja- vík til að fá fjármagn þrátt fyrir að fólkið úti á landi hefði aflað fjárins. „Peningamir em teknir suður en svo þurfúm við að fara suður og biðja um þessa peninga aftur. í .þokkabót líta þeir í Reykjavík svo á þetta sem styrki til handa okkur, að við séum að biðja um einhverjar ölmusur," sagði Ing- unn. Einn eyðir - annar aflar Hún bætti snaggarlega við: „Það er ekki farsælt að einn eyði en annar afli. Það er stefna okkar í Þjóðarflokkn- um að stofnuð verði fylki og í hveiju fylki verði fylkisbanki. Þetta tiyggir að peningamir fari ekki suður, heldur haldist innan fylkisins, kjördæmisins.“ Ingunn hvatti síðan til þess að allir fengju notið sín og að ekki yrðu allir steyptir í sama mótið.Lífið sjálft skipti mestu máli og það yrði að vera blóm- legt. „En fyrst og síðast verður núna að auka virðinguna fyrir okkur úti á landsbyggðinni. Ég kýs Þjóðarflokk- ' „ u ínn. Á eftir Ingunni kom Guðmundur Lárusson frá S-listanum, Borgara- flokknum. „Af hveiju framboð Borg- araflokksins? Jú, vegna yfirgangs og kerfispots gömlu flokkanna. Við horf- um upp á valdagræðgi flokksappara- tanna. Islenska þjóðin stendur á krossgötum. Á að velja áfram gamlar leiðir kerfisflokkanna eða nýjar, eins og hjá Borgaraflokknum, þar sem fólk- ið sjálft er sett í öndvegi og fær notið sín.“ Guðmundur sagði ennfremur að stefna Borgaraflokksins væri aukið lýðræði, að landsfjórðungamir yrðu ábyrgari og fjárhagslega sjálfstæðari. „Við dreifbýlisfólk eigum ekki að þurfa að ganga betlandi til Reykjavík- ur.“ Fólk verður að vinna myrkr- anna á milli Ákveðinn í fasi biýndi Guðmundur raustina: „Sjáið þið ekki hvernig pen- ingamir em notaðir i skrauthallar- byggingar syðra? Á meðan verður fólkið að vinna myrkranna á milli til að sjá sér farborða." Guðmundur lauk máli sínu að þessu sinni á orðunum: „Það þarf að hefja lýðræðið til virðingar á ný. Það er stefna Borgaraflokksins." Gunnar Frímannsson hjá Borg- araflokki vatt sér strax á eftir Guðmundi upp í ræðupúltið. Hann leiddi talið að sjávarútveginum og landsbyggðinni. „Útgerð er sá at- vinnuvegur sem við þurfum að leggja áherslu á. Við verðum að gera honum hærra undir höfði. Það þarf að greiða sjómönnum og fólki í fiskvinnslu hærri laun. Þetta fólk fær engan veginn greitt í samræmi við þau verðmæti sem það skapar.“ Gúnnar var tæpur á tíma eins og aðrir ræðumenn og endaði því ræðuna stutt og laggott: „Borgaraflokkurinn býður sig fram til þjónustu fyrir alla landsmenn." Valgerður á Lómatjörn Þá var komið að Framsókn. Val-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.