Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. 9 Alexei Obukhov, næstæðsti fulltrúi Sovétmanna við afvopnunarviðræðurnar i Genf, kynnir nýjustu tillögur sovéskra stjórnvalda fyrir Maynard Glitman og Ronald Lehman, helstu samningamönnum Bandaríkjanna, í gær. Simamynd Reuter „Stjömustríð" verði innifalið Sovétmenn endumýjuðu í gær kröf- ur sínar um að hverjir þeir samningar um takmarkanir á kjamorkuvígbún- aðir, sem stórveldin geri með sér, taki jafnframt til takmarkana á rannsókn- um í tengslum við geimvamaáætlun Bandaríkj amanna. Bandaríkjamenn lýstu þegar óánægju sinni með þessa afstöðu Sov- étmanna og bandaríska sendinefndin við afvopnunarviðræðumar í Genf, hafhaði þessum nýju tillögum alfarið. Alexei Obukhov, næstæðsti samn- ingamaðurSovétríkjannaí Genf, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að hann hefði afhent bandarísku samn- ingamönnunum tíu síðna uppkast að samningi sem komið gæti í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup úti í geimnum. Hann sagði einnig að Sovétmenn myndu leggja fram uppkast að samn- ingi um samdrátt í langdrægum kjamorkuvígbúnaði stórveldanna, innan fárra daga. Bandaríkjamenn segja að tillögum- ar sem Sovétmenn lögðu fram í gær sýndu að ekki hefði orðið nein raun- veruleg breyting á afetöðu þeirra til þess að tengja samdrátt í kjamorku- vígbúnaði við geimvamaáætlun Bandaríkjamanna sem nefrid hefur verið „stjömustríð". Talsmaður bandarískra stjómvalda gagnrýndi einnig harðlega þá afstöðu Sovétmanna að vilja láta samninga við Bandaríkin taka til Pershing- flauga Vestur-Þjóðverja, en banda- rískir samningamenn hafa hafnað því, þar sem um vopn í eigu þriðja ríkis sé að ræða og umboð til að semja um slíkt sé ekki fyrir hendi. Haft er eftir samningamönnum í Genf að þessi þróun sýni að gatan að samningagerð sé ekki eins greið og hún hefur virst vera undanfama daga, eftir að stórveldin tvö höfðu bæði lagt fram málamiðlunartillögur, þar sem þau létu að nokkm af kröfum sínum. Kvað þingmenn í kútinn Ólafior Amaisan, DV, New Yarlc Þingmenn gerðu í gær harðar at- lögur að Edwin Meese, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, er hann sat fyrir svörum hjá rannsóknamefhd Bandaríkjaþings í Iransmálinu ann- an daginn í röð. Meese var harðlega gagnrýndur fyrir það hvemig hann stóð að frum- rannsókn málsins í nóvember síðast- liðnum. Meese lét engan bilbug á sér finna enda þaulvanur yfirheyrslum hjá hinum og þessum nefhdum og ráðum gegnum tíðina. Nokkrum sinnum ætluðu þing- menn að væna Meese um óheiðar- leika og lygar en þá brást hann við af mikilli grimmd og krafðist þess að menn töluðu ekki undir rós og færðu rök fyrir máli sínu. Honum tókst að kveða menn í kútinn hvað eftir annað. Andstæðingar Meese og forsetans hafa reynt að gera vináttusamband hans við Reagan tortryggilegt. Segja þeir að Meese geti ekki haldið hlut- leysi sínu og rannsakað hugsanleg afbrot sem framin hafi verið af undir- mönnum forsetans eins og dóms- málaráðherra beri að gera. Repúblikanar hafa á móti bent á að nauðsynlegt sé fyrir forsetann að hafa dómsmálaráðherra sem hann bæði virði og treysti. Einnig hafa þeir bent á að demókratinn John F. Kennedy skipaði Robert bróður sinn í þetta embætti á sínum tíma og Jimmy Carter setti nágranna sinn í embætti dómsmálaráðherra. Það verður að segjast eins og er að frammistaða Meese hjá þing- nefhdinni í gær var áhrifarík. Ákveðni hans var mikil og hann leyfði þingmönnum ekki að komast upp með neitt múður. Eftir stendur að enginn þingmaður vildi eftir yfir- heyrslumar halda því fram að hlutur Meese í þessu máli væri neitt undar- legur en fyrir yfirheyrslumar höfðu margir haldið þvi fram. Virðist því sem Meese hafi enn einu sinni snúið andstæðinga sína af sér. I dag halda yfirheyrslur þingnefnd- arinnar áfram og það er Donald Regan, fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins, sem situr fyrir svör- um. Beðið er með nokkurri eftir- væntingu eftir framburði hans því margir telja að hann beri mikla sök á því hvemig mál þetta fór úr bönd- unum. Senda þyrlur til tundurduflaleitar Bandaríkin hyggjast senda átta þyrl- ur til Persaflóa til tundurduflaleitar. I dag er ráðgert að Caspar Weinberger, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræði við André Giraud, vamarmála- ráðherra Frakklands, um ástandið á Persaflóa. Hafa bandarískir embættis- menn sagt að Bandaríkjastjóm ætli að falast eftir aðstoð Frakka við tund- urduflaleitina. Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi til- kynntu í gær að þau hefðu hafnað beiðni Weinbergers um aðstoð við tundurduflaleit á Persaflóa. Ráðgert er að bandarísku þyrlumar verði komnar í notkun fyrstu vikuna í ágúst. Fundist hafa fleiri tundurdufl á svæðinu þar sem oh'uflutningaskipið Bridgeton frá Kuwait sigldi á tundur- dufl fyrir viku. Floti fjögurra franskra herskipa er nú á leið til Persaflóa. Vestur-Þjóð- veijar segja að samkvæmt stjómar- skrá þeirra geti þeir ekki sent herskip Bandaríkjamenn um aðrar leiðir til til flóans en að þeir muni ræða við aðstoðar Bandaríkjunum. Átta bandariskar þyrlur af gerðinni MK-105 munu leita tundurdufla á Persaflóa. Símamynd Reuter Útlönd lokað í Panama Háskólanum í Panama var í gær lokað um óákveðinn tíma, eftir að til átaka kom milli óeirðasveita lögreglu og stúdenta við skólann. Ríkisstjóm Panama gagnrýndi á sama tíma Bandaríkjamenn harðlega og sakaði þá um afekipti af innanríkismálum landsins og þúsundir manna efiidu til aðgerða til stuðnings stjómvöldum í Panama City, höfuðborg landsins. Utanríkisráðuneyti Panama gaf í gær út tilkynningu þar sem segir að frekari afekipti Bandaríkjamanna af málefnum Panama verði skoðuð sem óvinveittar aðgerðir. Bandaríska sendiráðið í Panama vildi ekki tjá sig um málið í gær en það- an hafði fyrr um dagirrn borist gangrýni á það að blöðum stjómarandstæð- inga í landinu hafði verið lokað. Hítabylgjunni lokið Hitabylgjuþeirri,semgengiðhefur ÍíftD I V I AKIH A yfir Grikkland undanfama tíu daga, .. .„J/ L-íMN U lauk í gær þegar hitastig féll niður ^ Jsjí||sp|m^£ín um tíu gráður. Veðurstofan í Aþenu . “i O ÍÍÍ ÍJ spáði í gær að hiti yrði áfram allt |\ :i|::Íg, að þqatiu og fimm graðum á cel- 'UðC cius, sem er mun kaldara en :::iij35 undanfama daga þegar hiti fór allt :::::::: Í Í Í i i Í Í •tiíSi!&: Í Í Í^Lif ií': upp í görutíu og gögur stág. -hvJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimTÍIiiiiiii-iiiiiÍiÍ Talið er að hitabylgjan hafi átt iiuúiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiC^ÍSiðiii hlut að máli í dauða allt að eitt þús- u:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::; und manns í landinu. Starísmenn kirkjugarða hafa enn ekki undan að grafa hina látnu og í morgun var talið að i Aþenu biðu 285 lík greftrunar. Fengu þyngstu dóma Fyrrum æðsti yfirmaður kjamorkuversins í Chemobyl í Sovétríkjunum og tveir aðstoðarmenn hans, sem taldir em bera beina ábyrgð á slysinu sem varð í verinu á síðasta ári, hlutu þyngstu dóma sem hægt var að fella yfir þeim fyrir afbrot sín. Allir þrir verða að afþlána tíu ára þrælkunarvinnu í fangabúðum. I dómsorði segir að mennimir þrír hafi gerst sekir um glæpsamlegt kæm- leysi í starfi. Talsmenn sovéska utanríkisráðuneytisins sögðu í gær að þrenn réttarhöld til viðbótar væm fyrirhuguð í tengslum við sfy’sið, þar á meðal ein yfir háttsettum embættismönnum sem hefðu verið ábyrgir í yfirstjóm orkuvers- ins. Vindsveipurinn skæðastur Að sögn þeirra sem rannsaka sfysin sem urðu af völdum aurskriða á norð- anverðri Ítalíu fyrr í vikunni, var það vindsveipurinn sem fylgdi skriðunum sem varð fólki og eignum skeinuhættastur. Að sögn þeirra sera lentu i skriðunum var vindsveipur þessi svo sterkur að hann feykti þeim langar leiðir, auk þess að fleygja til bifreiðum og vinna annað eignatjón. Meir en tuttugu manna er saknað á svæðunum þar sem skriðumar féllu. Talið er mjög ólíklegt að nokkur þeirra sé enn á lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.