Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. 41 Nú er allt úr næloni nema salt og blágrýti Kunningi minn einn, sem hefur dagblaðanna, sagði mér um daginn gaman af að lesa smáauglýsingar í óspurðum fréttum að hann vor- kenndi alltaf því fólki sem auglýsti til sölu annars vegar ónotaða brúð- arkjóla og hins vegar lítið notuð hjónarúm. Honum fannst það hlyti að vera einhver sorgarsaga á bak við slíkar auglýsingar og sagði að konan sem auglýsti ónotaða kjólinn hefði ör- ugglega verið svikin í tryggðum. - Og þarna hefur hún staðið á kirkjutröppunum með brúðarvönd- inn í höndunum, vafalaust í stór- hríð og byl og grátið, þar að auki komin fimm mánuði á leið á meðan sá sem sveik hana hefur verið að djöflast á diskótekum á suðrænum sólarströndum með senjórítur á hverjum fingri sötrandi viskí og bjór á lága verðinu, sagði kunning- in minn og taldi það ekki vera notkun á kjól þótt staðið væri í honum fyrir utan kirkju og beðið eftir brúðguma sem léti ekki sjá sig. Út í umræður um litla notkun á hjónarúmi og ástæður fyrir henni hætti ég mér hins vegar ekki í þetta skiptið. Ál og plast Það sem sagt er hér að framan dat't mér í hug vegna umræðunnar um einnota hlutina sem tröllriða nú íslensku þjóðfélagi og fólk hefur tekið misjafnlega miklu ástfóstri við: - Ætli menn fari ekki líka að fá sér einnota eiginkonur, sagði ég við konuna mína um daginn þegar við vorum að fara í útilegu og hún var í óðaönn að pakka niður dollu- gosi sem hafði þann eiginleika að hennar sögn að það mátti kveikja í umbúðunum um leið og menn væru búnir að sötra úr þeim inni- haldið. Þröngsýni Nú er ég orðinn svo fjandi gamal- dags allt í einu að ég þoli hvorki sóun né bruðl, að minnsta kosti Háaloft Benedikt Axelsson ekki hjá öðrum, og því finnst mér grátlegt að ekki skuli vera hægt að nota fallegar dollur undan gos- drykkjum til dæmis sem blómavasa eða stofustáss því að þær hafa þó að minnsta kosti þann kost að þær brotna ekki þótt þær detti í gólfið og meiða mann ekki þótt þær detti ofan á tærnar á manni, blómavasar gera hins vegar yfirleitt hvort tveggja. En íslendingar hafa ekki alltaf hugsað svona því að fyrir nokkuð mörgum árum auglýsti verslun nokkur að hún keypti flöskur merktar ÁTVR, gott ef hún bauðst ekki líka til að kaupa neftó- bakskrukkur og dropaglös. en prísinn var hins vegar svo lágur að menn hentu almennt dropaglös- um og neftóbakskrukkum í ruslið en tómum brennivínsflöskum í hús- veggi og sannaðist oft á þessum árum að sjaldan brýtur gæfumaður gler. Þetta hefur sjálfsagt verið ein af fáum tilraunum sem gerðar hafa verið hérlendis sem hafa horft til framfara og auðvitað mistókst hún. Hvað er framundan? Og um daginn las ég það í ein- hverju blaði að nú væri farið að framleiða einnota útvarpstæki og einnota myndavélar og var tekið fram að myndavélarnar væri gott að hafa með sér á útiskemmtanir þar sem fólk væri alltaf að stela myndavélum hvert frá öðru í anda ungmennafélagshreyfingarinnar í landinu sem hélt fyrir stuttu lands- mót í drykkjuskap í yngri flokkun- um og sagði að því loknu að það hefði farið vel fram og lögreglan var lika ánægð með sinn þátt í þessu en gat lítið skipt sér af kepp- endum í brennivínsþambi sem ekki höfðu aldur til að taka þátt i þeirri grein vegna þess að þeir voru með vökvann í kókflöskum og ef ég hef skilið verði laganna rétt voru þeir í svipaðri aðstöðu og sýslumaður nokkur sem fékk kæru frá manni sem hafði verið sleginn í rot i kaup- félagsbúð en get ekkert gert i málinu að eigin sögn af því að þetta var ekki morð. Margir hafa orðið tii að gagnrýna ungmennafélagshreyfinguna fvrir að græða hundrað og sjötiu millj- ónir. eða hvað það nú var, á útiskemmtun sem fór í alla staði vel fram og angraði ekki sumarbú- staðaeigendur nokkurn skapaðan hlut og verður hver og einn að ráða skoðun sinni á því hvernig heppi- legast hann telur að fólk skemmti sér. En fólk má ekki glevma þvi að áðurnefnd hreyfing hefur gert marga góða hluti. til dæmis hefur hún haldið ágæt glímumót í sjón- varpssal og hefur þar aldrei sést vín á nokkrum manni. Kveðja Ben.Ax. __________________________Nr.56 Finnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri mynd- inni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafhlega erfítt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi það að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og send- ið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verð- laun, öll frá versluninni Japis, Brautarholti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.680 kr.), LED útvarpsvekjari (verðmæti 2.350 kr.) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365 kr.). I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: Átta breytingar 56, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Verðlaunahafar fyrir 54. gátu reyndust vera Hlíf Andrésdóttir, Hlégerði 12, 200 Kópavogi (ferðatæki), Jóel Einarsson, Melbæ 35, 110 Reykjavík (útvarpsvekjari), Birna Jónsdóttir , Reynilundi 10, 600 Akureyri (útvarpstæki). Vinningamir verða sendir heim. §*6--------- NAFN ..... HEIMILISFANG PÚSTNÚMER .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.