Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 10
56 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. Sérstæð sakamál__pv Mömmudrengur Dieter Wildhagen tilkynnti lög- reglunni um morðin. Samúð viðstaddra með unga mann- inum, sem stóð syrgjandi við gröf móður sinnar og bróður, var greini- lega mikil en þau höfðu bæði verið myrt. Dieter Wildhagen var líka fölur en reyndi að sýna af sér dugnað er hann kastaði vendi úr hvítum rósum í gröf- ina sem enn var ekki búið að loka. Það var síðasta kveðja hans. Engan grunaði neitt Þennan dag, er fram fór jarðarför Hellu Wildhagen, sem varð fimmtíu og tveggja ára, og Gerhards Wild- hagen er varð, tuttugu og tveggja ára, grunaði engan að Dieter hefði átt neinn þátt í þeim sorgarleik sem fram hafði farið. Þó hafði það verið hann sem hafði skotið þau bæði þar sem þau lágu sofandi í rúmum sín- um. Atburðurinn gerðist aðfaranótt 20. október i fyrra. Hella Wildhagen og synir hennar tveir bjuggu í Munchen í Vestur-Þýskalandi. Er lögreglan kom á vettvang varð ljóst að leitað hafði verið í öllu húsinu og skart- gripir Hellu voru horfnir. Rannsókn- in hafði því ekki staðið lengi er rannsóknarlögreglumennirnir töldu sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotist hefði verið inn í húsið og hefðu innbrotsþjófamir myrt Wild- hagenmæðginin. Dieter tilkynnti atburðinn Það var Dieter Wildhagen sem til- kynnti atburðinn. Hann var þá nýkominn heim úr „ferð til fjallahér- aðanna". Hann varð harmi lostinn er hann kom að líkum móður sinnar og bróður en kvaddi þó lögregluna fljótlega á vettvang. Þegar rann- sóknarlögreglumennimir komu sagði hann þeim svo niðurbeygður og stamandi það sem hann vissi - að minnsta kosti það sem hann taldi rétt að lögreglan vissi. Saga sem trúað var Ymsir hafa orðið til þess að lýsa því yfir að saga Dieters hafi verið svo sannfærandi að ótrúlegt megi teljast. Hvert einasta smáatriði virtist óhagganlegt er hann gekk um húsið, sem var allt á öðrum endanum, og sagði frá. Þá virtist hann svo sorg- mæddur yfir því sem gerst hafði að Dieter Wildhagen. ekki varð annað greint en þær til- finningar væru sannar. Aðkoman hafði líka verið ljót því alls hafði verið skotið á Wilhagenmæðginin ellefu sinnum. „Hver getur hafa gert svona lagað?“ sagði Dieter við lög- regluna. Rangar vísbendingar Og Dieter Wildhagen hélt áfram að leika hlutverk sitt á sama hátt. Hann var meira að segja nógu hug- myndaauðugur til þess að gefa rangar vísbendingar. Þannig skýrði hann fréttamönnum blaðanna svo frá að móðir hans hefði átt leynileg- an elskuhuga. Hann kvaðst þó aldrei hafa komist að því hvað hann hét „því mamma fór afar leynt með slíkt“. Er Dieter hafði látið þessi orð falla við fréttamennina brosti hann dapurlega. Er hann var orðinn einn heima fór hann hins vegar að hlæja er honum varð ljóst að lögreglan var farin að leita að elskhuganum sem ekki var til. Foreldrarnir fráskildir Er jarðarför mæðginana fór fram stóð Dieter við hlið sextíu og eins árs gamals föður síns, Gerhards Wildhagen, sem hafði á sínum tíma skilið við konu sína, Hellu. Þar beið Dieter eftir því að rekunum væri kastað svo hann gæti tekið til sín launin fyrir erfiði sitt. Hann var einkaerfingi eigna sem metnar voru á tvær milljónir marka - um 42 millj- ónir króna - en þá var ótalið gríðar- stórt sumarhús við vesturströndina þar sem hann ætlaði sér að hefja rekstur á gistihúsi fyrir ungt fólk. Grunurvaknar Það var hins vegar þessi mikli arf- ur sem varð til þess að nokkrir lögreglumenn fengu áhuga á því að rannsaka málið nánar en gert hafði verið. Þar að auki var það enn óupp- lýst og því engin vandkvæði á því að halda rannsókninni áfram. Er farið hafði verið nákvæmlega yfir nokkur helstu atriði málsins á ný fannst morðdeildinni nauðsynlegt að kanna frekar hvernig á því gæti staðið að innbrotsþjófnum hefði sést yfir umslag sem legið hafði á borði í setustofunni en hafði haft að geyma átta þúsund mörk sem eru jafnvirði um 165 þúsund króna. Og hvernig gat á því staðið að inn- brotsþjófar höfðu notað markriffil með, lítilli hlaupvídd? Þá þótti það enn furðulegt að skotið skyldi hafa verið ellefu skotum. Hefðu ekki harðgerðir innbrotsþjófar notað skammbyssu eða annað álíka hand- hægt vopn? Grunsemdirnar aukast Það fór líka brátt svo að starfs- menn morðdeildarinnar fór að gruna enn sterkar en áður að ekki væri allt eins og Dieter Wildhagen hafði haldið fram. Einhver af kunningjum hans lét þau orð falla við lögregluna að besti vinur hans, Albert Koch sem var nítján ára, hefði farið til Belgíu nokkrum dögum fyrir morðin og keypt þar markriffil sem síðan hefði verið settur hljóðdeyfir á. Dieter Wildhagen var nú hand- tekinn, grunaður um að hafa myrt móður sína og bróður. Þá kom í ljós að ungi maðurinn, sem hafði þóst vera svo sorgmæddur yfir örlögum sinna nánustu, var það í raun og veru alls ekki. Játning Eftir nokkra yfirheyrslu játaði Di- eter á sig morðin. Hann gaf þá skýringu á því að hann hefði ráðið móður sína og eldri bróður af dögum að á milli hans og þeirra hefði ríkt „mikið hatur". Það mátti hins vegar ekki heldur gleyma arfinum mikla og eigninni við vesturströndina. Brátt kom svo í ljós að Dieter hafði fengið Albert Koch í lið með sér og lofað honum greiðslu að upphæð tuttugu þúsund mörk en það er jafn- virði um fjögur hundruð þúsund króna. Fjarvistarsönnunin Hún átti að byggjast á því að Diet- er og Albert hefðu farið „upp í fjöll“ og verið þar er morðin voru framin. Ungu mennirnir ákváðu því að láta skrá sig sem gesti í lítið gistihús sem var i Walchensee sem er um áttatíu kílómetra frá Munchen. Gistihúsið var í eigu fjölskyldu og gátu gestirn- ir komið og farið eins og þeim þóknaðist. Á því þurfti Dieter ein- mitt að halda til þess að geta hrundið áætlun sinni í framkvæmd. 19. október, skömmu fyrir miðnætti, læddust þeir Dieter og Albert út úr herbergi sínu og óku á bíl Alberts til Múnchen. Dieter hafði orð á því við vin sinn að hann vonaðist til þess að lögreglan væri ekki að kanna hæfni ökumanna á þessari leið þá nótt eins og hún hafði verið að gera viku áður en Dieter ætlaði sér að fremja morðin. Þá hafði hann hætt við það af því að hann taldi viðtalið við lögregluþjóna þá nótt geta eyði- lagt fjarvistarsönnunina. I þetta sinn var lögreglan ekki með eftirlit á veginum. Er til Múnchen kom ók Albert heim til Dieters sem fór úr bílnum og inn í húsið. Örlagarík nótt Er inn kom hófst Dieter handa við að framkvæma áætlun sína. Hann skaut sex skotum á sofandi bróður sinn og fimm á móður sína. Þá tók hann skartgripi hennar en fór síðan um húsið og opnaði skúffur, velti um hlutum og rótaði til á ýmsum stöðum til þess að láta svo líta út sem um innbrot hefði verið að ræða. Á leiðinni til Walchensee stöðvuðu þeir félagar, Dieter og Albert, bílinn við lítið vatn og í það kastaði Dieter bæði skartgripunum og rifílin- um. Klukkuna vantaði fimmtán mínút- ur í þrjú um nóttina er þeir lögðust til svefns í herberginu í gistihúsinu. Daginn eftir, 20. október, hélt Dieter svo á ný heim til sín. Skömmu eftir að hann kom til Múnchen hringdi hann síðan til lögreglunnar og gerði aðvart um ódæðið. Hefði getað gerst fyrr Yfirheyrslurnar leiddu í ljós að Dieter kynni að hafa myrt móður sína og bróður hálfu ári fyrr hefði allt gengið til eins og hann hefði helst á kosið. Þá hafði einn af félög- um hans gortað af því að vera með byssu heima hjá sér. Dieter Wild- hagen hafði svo brotist inn til hans skömmu síðár en ekkert skotvopn fundið. Þar hafði móðir félaga hans, íjörtíu og eins árs gömul leikkona, hins vegar komið að honum. Dieter sýndi þá hörku af sér við það tæki- færi að taka hana með sér sem gísl og aka um með hana í hálfan annan tíma í Múnchen. Konan hafði hins vegar ekki séð Dieter áður og gat því ekki borið nein kennsl á hann. Hún hafði orðið svo hrædd eftir þetta atvik að hún hafði ekki haft orð á því við lögregluna. Og engan grun- aði að sjálfsögðu Dieter Wildhagen sem talinn var mesti sómapiltur. I kjöltu móður sinnar Eftir játningu Dieters hafa margir sálfræðingar og læknar reynt að kanna hugarástand hans til þess að ganga úr skugga um hvað það var sem fékk hann til þess að fremja þessi óhugnanlegu morð. Hvað er það sem fær sautján eða átján ára gamlan pilt til þess að ráða móður sína af dögum? Ymislegt at-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.